Morgunblaðið - 21.10.2019, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Bandarískiflugvéla-framleið-
andinn Boeing hef-
ur átt glæstan feril
í framleiðslu far-
sælla flugvéla. En
svo kom Max-vélin
með öllum þeim
áföllum og vanda sem henni
hafa fylgt og hefur farið langt
með að eyðileggja ímynd Bo-
eing sem áreiðanlegs framleið-
anda.
Helsti vandi Boeing nú er
sennilega ekki sú staðreynd að
tvær flugvélar hröpuðu með
hörmulegum afleiðingum vegna
galla í hönnun. Fólk veit að öll
hönnun og allir hlutir geta bor-
ið með sér galla og að engin
mannanna verk eru hafin yfir
vafa. Vandi Boeing um þessar
mundir er hins vegar sá að svo
virðist sem fyrirtækið hafi vitað
af göllunum áður en vélarnar
hröpuðu og að eftir að þær
hröpuðu hafi fyrirtækið ekki
gert allt til að komast til botns í
málinu. Þvert á móti virðist sem
upplýsingum sé haldið leynd-
um. Nýjasta dæmið er upplýs-
ingar sem komu fram fyrir
helgi um að flugmenn sem próf-
uðu vélarnar hafi lýst áhyggj-
um fyrir þremur árum um að
eitthvað væri að tækninni í
þessum flugvélum sem verið
var að setja á markað.
Kannanir sýna að mjög fáir
myndu óhikað fara
um borð í þessar
vélar fengju þær
flugheimild nú.
Viðbrögð fyrir-
tækisins hafa með-
al annars verið þau
að setja af stað
auglýsingaherferð
til að sannfæra almenning um
öryggi vélanna. En slíkar aug-
lýsingar þjóna engum tilgangi
ef almenningur skynjar að
fyrirtækið er enn að reyna að
fela það sem vitað var og það
sem gerðist. Fólk þarf að geta
treyst því að allt sé uppi á borð-
um, að öryggið sé örugglega í
fyrsta sæti og að vélarnar fari
ekki á loft nema þeim megi
treysta.
Boeing hefur einnig brugðist
við með því að velja annan en
forstjórann til að gegna emb-
ætti stjórnarformanns, en í
bandarískum fyrirtækjum tíðk-
ast gjarnan að þessi hlutverk
séu á sömu hendi. Þessi breyt-
ing er eflaust til bóta, en hænu-
skref þegar svo alvarleg staða
er uppi.
Boeing þarf að hugsa um al-
menning, farþega vélanna, en
einnig um viðskiptavini sína,
flugfélögin. Flugvélaframleið-
andinn hefur skaðað mörg
þeirra mikið og hann er ekki sá
eini sem fær skelli á hlutabréfa-
mörkuðum við ótíðindi af Max-
vélunum.
Boeing hefur enn
ekki endurunnið
traust almennings
– og ætti það traust
ekki skilið}
Traustið vantar
Það er ónotalegtað fylgjast
með því hversu
langt æstustu
áhugamenn um
ESB í eitt ríki, með
Bretland innifalið,
eru tilbúnir að
ganga svo það tak-
ist að eyðileggja ákvörðun
þjóðarinnar um hið gagnstæða.
Jafnvel þeir sem sóru og sárt
við lögðu opinberlega að þeir
myndu hlíta niðurstöðunni ráða
ekki við sig. Magnþrunginn
hræðsluáróður sem stjórn-
málamenn og talsmenn op-
inberra stofnana beittu til að
tryggja hagfellda afstöðu hafði
auðvitað sín áhrif en útganga
var þó samþykkt með afgerandi
meirihluta. Mervyn King, sem
stýrði Englandsbanka með
ágætum, fann að því í gær að
útgangan skyldi hafa dregist úr
öllu hófi. Það hefði verið mjög
skaðlegt og m.a. komið í veg
fyrir að stjórnvöld hefðu náð að
bregðast við margvíslegum
vanda í fjármálakerfinu. Þetta
kom fram í ræðu hans á árs-
fundi Alþjóða gjaldeyrissjóðs-
ins í Washington, um sömu
mundir og bankamenn, verð-
bréfasalar og aðrir umsvifa-
menn í fjármálheiminum
bjuggu sig enn einu sinni undir
aukinn fjármála-
legan óróleika,
óvissu og eyði-
leggjandi sveiflur
eftir að þingið í
London flæktist
enn fyrir staðfest-
ingu á samningum
Johnsons forsætis-
ráðherra. King lávarður, eins
og hann er nú, sagðist ekki í
vafa um að mikill meirihluti
þjóðarinnar vildi nú að málinu
yrði lokið snarlega. Hann bætti
því við að þófið um brexit tefði
nauðsynlegt inngrip í þá mörgu
neikvæðu þætti sem lykjust nú
um heimsbúskapinn, svo að
hætta væri á að hann kaffærð-
ist í stöðnun og efnahagssam-
drætti. Þófið og langvarandi
óvissa um útgönguna væri
skaðleg.
Hann sagði brexit auðvitað
vera þýðingarmikið fyrir Bret-
land þótt efnahagslegu áhrifin
væru ekki endilega meirihátt-
ar. En þýðing útgöngu á ESB
væru mjög ofmetin og hvað þá
á veröldina alla. Á meðan út-
gönguverkinu væri ekki lokið
næðist ekki að taka á varasöm-
um veikleikum efnahagslífsins,
svo sem litlum sparnaði, veikri
fjármögnun eftirlaunakerfisins
og innviðum þjóðfélagsins. Sú
vanræksla er skaðleg.
Mervyn King gagn-
rýndi hversu langt
væri gengið í að
tefja útgöngu úr
ESB}
Skaðræðisverk
S
jálfstæðisflokkurinn náði lágpunkti
árið 2013 þegar landsfundur sam-
þykkti ályktun um að Evrópusam-
bandinu yrði gert að loka upplýs-
ingaskrifstofu sinni hér á landi.
Aldrei áður hafði flokkurinn snúist gegn því að
almenningur fengi greiðan aðgang að upplýs-
ingum, enda var tjáningar- og skoðanafrelsi
lengi vel samofið stefnu flokksins. Nú skyldi
þekkingu, frjálslyndi og umburðarlyndi úthýst.
Dæmin frá Bretlandi og Bandaríkjunum sýna
hve hættulegt það er þegar vanþekkingin tekur
völdin og herjar á frelsið.
Skýrsla starfshóps utanríkisráðherra um
EES-samninginn upplýsir hve mikilvæg auka-
aðild Íslands að Evrópusambandinu hefur ver-
ið okkur undanfarinn aldarfjórðung. Þar kem-
ur fram að með samningunum opnaðist frelsinu
ný braut hér á landi. Breytingarnar hafa verið svo róttæk-
ar að vandséð er að það þjóni „nokkrum tilgangi að hverfa
til veraldar sem var þegar breytingar eru jafnróttækar og
hér er lýst“. Greinileg pilla til andstæðinga samstarfsins
innan ríkisstjórnarflokkanna og í Miðflokknum.
Markmið hópsins var að draga fram staðreyndir og láta
lesendur sjálfa gera upp hug sinn. Rökrétt niðurstaða af
lestri skýrslunnar er að líta á þann hag sem þjóðin hefur
haft af aukaaðildinni og semja svo um fulla Evrópuaðild á
jafnréttisgrunni. Nýlegar deilur um orkupakkann svo-
nefnda sýna hve mikilvægt er að vel upplýstir Íslendingar
sitji við borðið þar sem ákvarðanirnar eru teknar en þiggi
ekki bara brauðmola sem af því hrynja.
Flokkur forsætisráðherra gekk til skamms
tíma lengst íslenskra flokka í andstöðunni við
þátttöku Íslands í alþjóðasamstarfi. Því ber að
fagna þegar ráðherrann lýsir nú ánægju með
aukaðildina að Evrópusambandinu sem hafi
stuðlað að „velmegun, nýsköpun, samkeppnis-
hæfni og almennri velsæld og gegni lykil-
hlutverki við að framfylgja ströngum kröfum í
félagsmálum, neytendamálum og umhverfis-
málum“. Allt satt og rétt.
Í skýrslunni kemur fram að „stæðu Íslend-
ingar utan lagasamstarfsins á EES-vettvangi
og ætluðu að starfa í krafti heimasmíðaðra
reglna yrði mikil hætta á einangrun, stöðnun
og afturför í þjóðlífinu öllu. Á það einkum við á
sviði efnahags- og atvinnulífs og þeim sviðum
þar sem tæknivæðing hefur haft hvað mest
áhrif“.
Þetta kallast á við orð Bjarna Benediktssonar eldri árið
1969: „Ef menn vilja einangrun, þá verða þeir að taka af-
leiðingum hennar og reyna þá hvorki gagnvart sjálfum sér
né öðrum að hræsna með því, að þeir séu hinir mestu
framfaramenn. Þeir eru þvert á móti menn afturhalds og
úrtölu.“
Innan EES njóta Íslendingar hvorki aðildar að tolla-
bandalagi og myntsamstarfi, né þátttöku í landbúnaðar-,
byggða- og sjávarútvegsmálum. Með fullri Evrópuaðild
myndi landið eflast á þessum sviðum og frelsi aukast.
Göngum því alla leið, þjóðinni til heilla.
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Full Evrópuaðild væri heillaspor
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Boðaðar eru viðamiklarbreytingar á stjórn-skipulagi sjúkrahúsa ogannarra heilbrigðisstofn-
ana í frumvarpsdrögum heilbrigð-
isráðherra, sem birtust á samráðs-
gátt, en þær eiga að falla að ný-
samþykktri heilbrigðissstefnu.
Leggja á niður læknaráð og hjúkr-
unarráð en í stað þeirra á að koma
fagráð með fulltrúum allra fagstétta
á stofnununum. Mjög skiptar skoð-
anir og gagnrýni á tillögurnar koma
fram í umsögnum samtaka lækna og
hjúkrunarfræðinga o.fl. við drögin.
„Læknaráð Landspítala álítur
að boðaðar breytingar á stjórnun
spítalans séu á ýmsan hátt slæmar og
miði að því að skilgreind ábyrgð þjón-
ustu verði öll á höndum eins aðila –
forstjóra,“ segir í umsögn ráðsins.
Bendir ráðið m.a. á að það hafi um
langt árabil komið að mörgum erf-
iðum málum sem snerta þjónustu við
sjúklinga og lagt stjórn Landspít-
alans lið þegar áhyggjur hafi vaknað
um gæði þjónustunnar og aðstæður
starfsfólks. „Læknaráð telur að það
muni hvorki þjóna hagsmunum sjúk-
linga né starfi spítalans verði rödd
læknaráðs þögguð niður með þessum
hætti.“
Hjúkrunarráð Landspítalans
fagnar hugmyndum um aukna þver-
faglega samvinnu en bendir á að
framkvæmdastjóri hjúkrunar og
hjúkrunarráð gegni leiðtogahlutverki
í hjúkrun. „Nauðsynlegt er að leið-
togar hjúkrunar séu sýnilegir og að
hlutverk þeirra sé skýrt.“ Þverfagleg
teymisvinna verði ekki efld „með því
að þagga niður í einstökum fag-
stéttum“.
Læknafélag Íslands lýsir mikilli
andstöðu við frumvarpsdrögin, telur
þau illa unnin og gagnrýnir að ekkert
samráð hafi verið haft við gerð
þeirra. „LÍ telur að faglega ábyrgð á
læknisfræðilegri starfsemi heilbrigð-
isstofnunar geti enginn annar en
læknir borið.“
Læknaráð Landspítala gagn-
rýnir m.a. að ekki verði „lengur skylt
að hafa framkvæmdastjóra lækninga
og framkvæmdastjóra hjúkrunar við
heilbrigðisstofnanir heldur komi í
þeirra stað einn eða fleiri fagstjórar
sem beri ábyrgð á faglegri þjónustu
stofnunar gagnvart forstjóra. Það er
með öllu óljóst hvaða fag viðkomandi
fagstjórar eigi að standa fyrir og
hvaða kröfur þeir þurfi að uppfylla til
þess að bera ábyrgð á faglegri þjón-
ustu. Ekki er tekið fram hver verður
ábyrgðaraðili læknisþjónustu við-
komandi stofnunar enda er engin
krafa um læknismenntaðan fagstjóra
í nýjum lögum. Einnig er fjarlægð
grein úr lögum sem kveður á um að
yfirlæknar sérgreina/deilda skuli
bera faglega ábyrgð á þeirri læknis-
þjónustu sem undir þá heyrir. Þann-
ig má segja að læknisfræðileg
ábyrgð á meðferð sjúklinga á
heilbrigðisstofnunum sé algjörlega
óskilgreind í nýjum lögum,“ segir í
umsögn þess.
Fleiri félög og samtök lækna
taka í sama streng og segja mjög
óráðlegt að leggja niður læknaráð og
stöðu framkvæmdastjóra lækninga
og yfirlækna við heilbrigðisstofnanir.
Gagnrýna tillögur
um breytta yfirstjórn
Morgunblaðið/Ásdís
Skurðaðgerð Lagt er til að læknaráð og hjúkrunarráð verði lögð niður en í
staðinn komi ráð fagstétta heilbrigðisstarfsmanna, forstjóra til ráðgjafar.
Sú tillaga að læknaráð og hjúkrunarráð sjúkrahúsa verði lögð niður er
mjög umdeild. Er hún rökstudd með því að eitt af markmiðum heilbrigðis-
stefnunnar sé að heilbrigðisþjónusta skuli einkennast af teymisvinnu
starfsstétta og samstarfi á milli stofnana. „Ákvæði í gildandi lögum um
skipan læknaráðs sem leita beri til um ákvarðanir varðandi læknisþjón-
ustu og hjúkrunarráðs varðandi hjúkrunarþjónustu samræmist ekki því
markmiði heilbrigðisstefnunnar. Með þeim breytingum sem frumvarpið
leggur til er leitast við að allar starfsstéttir leysi sín mál í samvinnu hver
við aðra, enda sé markmiðið að sjúklingar fái sem besta þjónustu. Í því
samhengi þykir rétt að læknaráð og hjúkrunarráð verði lögð niður en í
stað þeirra komi ráð allra fagstétta heilbrigðisstarfsmanna innan heil-
brigðisstofnana forstjóra til ráðgjafar,“ segir í skýringum um þetta.
Ráðin verði lögð niður
TEYMISVINNA STÉTTANNA
Forstjóra færð mikil völd
16 yfirlæknar og prófessorar í
prófessoraráði Landspítala segja í
sameiginlegri umsögn að afmarka
verði vald forstjóra heilbrigðisstofn-
unar við að sinna eingöngu því hlut-
verki að taka ákvarðanir um stjórnun
og starfsmannahald. Eftir samein-
ingu sjúkrahúsanna í Reykjaravík ár-
ið 2000 hafi orðið sú grundvall-
arbreyting að öll stjórnunarábyrgð
hafi verið færð í hendur fram-
kvæmdastjórnar og forstjóra og fag-
stéttirnar á Landspítalanum síðan þá
ekki haft neina beina aðkomu að yf-
irstjórn spítalans. Öll ákvarðanataka
og ábyrgð hafi verið færð í hendur
forstjóra. „Undirrituð hafa ekki vitn-
eskju um að nokkrum forstjóra eða
framkvæmdastjórn sé falið svo marg-
þætt og valdamikið hlutverk á há-
skólasjúkrahúsum í nágrannalöndum
okkar,“ segja þau ennfremur.