Morgunblaðið - 21.10.2019, Page 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 2019
Grand Hótel Reykjavík
Sigtún 38 | 105 Reykjavík | 514 8000 | info@grand.is | islandshotel.is
VILLIBRÁÐARBRUNCH
3. nóvember
5.800 kr. á mann
Börn 6-11 ára fá 50% afslátt
5 ára og yngri fá frítt
Villibráðarhlaðborð
26. október
2. nóvember
VILLIBRÁÐARHLAÐBORÐ
VILLTA KOKKSINS Á GRAND HÓTEL
15.900 kr. á mann
Pantaðu borð á islandshotel.is
veitingar@grand.is
eða í síma 514-8000
Úlfar Finnbjörnsson, yfirkokkur
á Grand Hotel Reykjavík, reiðir fram
60 ómótstæðilega veislurétti
úr úrvals villibráð
UPPSELT
HANDBOLTI
Olísdeild kvenna
Afturelding – HK ................................. 21:24
Fram – Stjarnan................................... 28:25
ÍBV – Haukar ....................................... 18:21
Staðan:
Valur 5 5 0 0 143:101 10
Fram 5 4 0 1 143:105 8
Stjarnan 5 4 0 1 128:106 8
HK 5 2 1 2 128:130 5
KA/Þór 5 2 0 3 127:144 4
ÍBV 5 1 1 3 96:120 3
Haukar 5 1 0 4 107:128 2
Afturelding 5 0 0 5 83:121 0
Grill 66-deild kvenna
HK U – ÍBV U ...................................... 18:31
Stjarnan U – Víkingur ......................... 32:26
Selfoss – Fjölnir.................................... 21:28
Meistaradeild karla
A-RIÐILL:
Barcelona – París SG.......................... 36:32
Aron Pálmarsson skoraði 4 mörk fyrir
Barcelona.
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 4 mörk
fyrir PSG.
Zagreb – Pick Szeged......................... 21:26
Stefán Rafn lék ekki með Pick Szeged.
Aalborg – Flensburg........................... 31:28
Janus Daði Smárason skoraði 7 mörk
fyrir Aalborg en Ómar Ingi Magnússon er
meiddur. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari
liðsins.
Celje Lasko – Elverum........................ 32:25
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 10
mörk fyrir Elverum.
B-RIÐILL:
Montpellier – Kiel................................ 30:33
Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði ekki
fyrir Kiel.
C-RIÐILL:
Bidasoa – Sävehof ................................39:23
Ágúst Elí Björgvinsson varði 3 skot í
marki Sävehof.
D-RIÐILL:
GOG – Kadetten................................... 35:30
Arnar Freyr Arnarsson skoraði 2 mörk
fyrir GOG en Óðinn Þór Ríkharðsson ekk-
ert. Viktor Gísli Hallgrímsson varði 7 skot í
marki GOG.
Kristianstad – Medvedi....................... 36:28
Teitur Örn Einarsson skoraði 6 mörk
fyrir Kristianstad og Ólafur Andrés Guð-
mundsson 5.
Meistaradeild kvenna
Esbjerg – Rostov-Don......................... 31:26
Rut Jónsdóttir skoraði 1 mark fyrir Es-
bjerg.
EHF-bikar kvenna
2. umferð, seinni leikur:
Leverkusen – DVSC Schäffler .......... 31:34
Hildigunnur Einarsdóttir skoraði 1
mark fyrir Leverkusen.
Schäffler áfram, 69:58 samanlagt.
Skuru – Zvezda Zvenigorod .............. 22:24
Eva Björk Davíðsdóttir skoraði ekki fyr-
ir Skuru.
Zveda áfram, 53:44 samanlagt.
HANDBOLTI
Ívar Benediktsson
Guðmundur Tómas Sigfússon
Fram kom í veg fyrir að Stjarnan jafn-
aði metin við Val í efsta sæti Olísdeild-
ar kvenna á laugardaginn þegar Safa-
mýrarliðið varð fyrst liða til þess að
leggja Stjörnuna á leiktíðinni, 28:25, í
Framhúsinu í 5. umferð deildarinnar.
Leikurinn var afar kaflaskiptur og
mikið var um einföld mistök og ljóst að
bæði lið eiga talsvert inni enda stutt
liðið á leiktíðina. Eftir góða byrjun
Stjörnuliðsins skoraði Fram fimm
mörk í röð og náði fjögurra marka for-
skoti, sem Stjarnan svaraði með fjór-
um mörkum í röð. Staðan í hálfleik var
14:13, Fram í vil.
Stjarnan hóf síðari hálfleik var
krafti og var í forystuhlutverki framan
af. Brotalamir á sóknarleik Stjörn-
unnar urðu þess valdandi að Fram-
liðið sneri leiknum sér í hag upp úr
miðjum síðari hálfleik. Forskotið gaf
sterkt lið Fram ekki eftir.
Brotalamirnar fólust í allt of mörg-
um einföldum mistökum í sóknar-
leiknum, sem varð þess valdandi að
Fram-liðið fékk boltann oft á tíðum á
silfurfati. Slík boð lét leikreynt lið
Fram ekki framhjá sér fara.
Karen Knútsdóttir var markahæst
hjá Fram með 7 mörk. Steinunn
Björnsdóttir var næst með 5. Þórey
Anna Ásgeirsdóttir var besti leik-
maður Stjörnunnar auk þess að vera
sú markahæsta. Hún skoraði 10
mörk. Stefanía Theodórsdóttir,
Elena Birgisdóttir og Karen Tinna
Demian skoruðu þrisvar sinnum
hver. Hildur Öder Einarsdóttir stóð
lengst af í marki Stjörnunnar og
varði 10 skot. Hafdís Renötudóttir
varði 13 skot í marki Fram, þar af níu
í fyrri hálfleik.
Fyrsti sigur Hauka
Leikmenn Hauka sóttu fyrstu stig
sín á laugardaginn þegar liðið sigldi til
og frá Vestmannaeyjum. Gestirnir
höfðu yfirhöndina mestallan tímann og
unnu að lokum 18:21 sigur. Sara Odden
skoraði 8 mörk í leiknum, öll í fyrstu 10
skotum sínum, hún lék einnig frábær-
lega varnarlega. Hún hafði átt erfitt
uppdráttar í fyrstu þremur leikjum sín-
um þar sem hún hafði skorað 6 mörk úr
31 skoti, en í fyrri hálfleik skoraði hún
sex mörk úr 8 skotum.
Frábær leikur Söru gerði gæfu-
muninn fyrir Haukana, sem spiluðu
frábærlega varnarlega og keyrðu
grimmt í bakið á leikmönnum ÍBV
eftir tapaða bolta en heimaliðið tapaði
boltanum 18 sinnum í leiknum. 13 tap-
aðir boltar Haukakvenna voru ekki
vandamál í leiknum en liðið þarf að
fækka þeim ætli það sér að sækja stig
í næstu leikjum.
Í næstu þremur leikjum ÍBV spilar
liðið við Val, KA/Þór og Aftureldingu.
Liðið verður að fá í það minnsta fjög-
ur stig út úr þeim leikjum en með
spilamennsku líkt og á laugardaginn
verða stigin líklega engin. Haukakon-
ur eiga Aftureldingu í næsta leik og
geta komið sér í þægilega stöðu fyrir
miðri deild með sigri, í næstu þremur
umferðum á eftir spila Haukar við
bestu þrjú liðin og því er erfitt að ætl-
ast til þess að þær fái stig þar.
HK vann 24:21-útisigur á Aftur-
eldingu. Ágústa Huld Gunnarsdóttir
var markahæst HK-inga með sjö
mörk en Elva Arinbjarnar var næst
með fjögur. Markahæst allra var hins
vegar Anamaria Gugic í liði Aftureld-
ingar, en hún skoraði átta mörk.
Fram nýtti
brotalamir
Stjörnunnar
Stjarnan tapaði fyrstu stigum sínum
Haukar fögnuðu fyrsta sigri sínum
Morgunblaðið/Hari
Markahæst Karen Knútsdóttir er hér að skora eitt af sjö mörkum sínum.
Safamýri, Olísdeild kvenna, laugar-
daginn 19. október 2019.
Gangur leiksins: 1:2, 3:4, 8:7, 11:7,
11:11, 14:13, 14:15, 17:17, 19:18,
24:20, 27:23, 28:25.
Mörk Fram: Karen Knútsdóttir 7/1,
Steinunn Björnsdóttir 5, Þórey Rósa
Stefánsdóttir 4, Hildur Þorgeirs-
dóttir 4, Ragnheiður Júlíusdóttir 3,
Kristún Steinþórsdóttir 3, Unnur
Ómarsdóttir 1, Perla Ruth Alberts-
dóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 13,
Fram – Stjarnan 28:25
Katrín Ósk Magnúsdóttir 1.
Utan vallar: 4 mínútur.
Mörk Stjörnunnar: Þórey Anna Ás-
geirsdóttir 10/3, Stefanía Theodórs-
dóttir 3, Karen Tinna Demian 3,
Elena Birgisdóttir 3, Dagný Huld
Birgisdóttir 2, Rakel Dögg Braga-
dóttir 2, Þórhildur Gunnarsdóttir 1,
Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 1.
Varin skot: Hildur Öder Einarsdóttir
10, Klaudia Powaga 2.
Utan vallar: 4 mínútur.
Áhorfendur: 242.
Íslendingaliðið Aalesund tryggði sér í gær sæti í norsku
úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið vann 1:0-sigur
gegn Tromsdalen. Þegar þrjár umferðir eru eftir er
Aalesund með 11 stiga forskot á Sandefjord en Aalesund
hefur aðeins tapað einum af 27 leikjum sínum í deildinni.
Aron Elís Þrándarson og Daníel Leó Grétarsson léku
báðir allan tímann fyrir Aalesund, Davíð Kristján Ólafs-
son var ónotaður varamaður en Hólmbert Aron Frið-
jónsson gat ekki leikið með liðinu vegna meiðsla.
Íslendingaliðin Sandefjord og Start berjast um að
fylgja Aalesund upp en Sandefjord er þremur stigum á
undan Start. Tvö efstu liðin komast upp en liðin í sætum
3-6 fara í umspil. Sandefjord sigraði Notodden 3:0. Viðar Ari Jónsson lék
allan tímann fyrir Sandefjörd en Emil Pálsson lék síðustu 20 mínúturnar.
Start varð að láta sér lynda markalaust jafntefli. Aron Sigurðarson lék
allan tímann með Start en hann er markahæsti leikmaður liðsins á tíma-
bilinu með 13 mörk. Þjálfari liðsins er Jóhannes Þór Harðarson.
gummih@mbl.is
Aalesund komið upp
Daníel Leó
Grétarsson
Bandaríkjamaðurinn Justin Thom-
as fagnaði sigri á CJ Cup-mótinu á
PGA-mótaröðinni í golfi sem lauk í
S-Kóreu í gær. Þetta var í annað
sinn á þremur árum sem Thomas
fer með sigur af hólmi á þessu móti
en hann endaði á 20 höggum undir
pari. Nýsjálendingurinn Danny Lee
hafnaði í öðru sæti, tveimur högg-
um á eftir Thomas, og þeir Hideki
Matsuyama, Gary Woodland og
Cameron Smith komu næstir, fimm
höggum á eftir sigurvegaranum.
gummih@mbl.is
Thomas
fagnaði sigri
AFP
Sigurvegari Justin Thomas fagnar
sigrinum á mótinu í S-Kóreu.