Morgunblaðið - 21.10.2019, Síða 27

Morgunblaðið - 21.10.2019, Síða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 2019 V E R T Heilsutvenna uppfyllir daglega vítamín- og steinefnaþörf Íslendinga í tveimur perlum. - því að sumt virkar betur saman Stundum þarf tvo til KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Ice Lagoon-höllin: Sindri – Álftanes ....... 20 Enski boltinn á Síminn Sport Sheffield United – Arsenal ....................... 19 Í KVÖLD! 1. deild kvenna Fjölnir – Keflavík b .............................. 87:95 ÍR – Grindavík b ................................... 65:32 Tindastóll – Njarðvík ........................... 60:52 Staðan: ÍR 4 Keflavík b 4 Tindastóll 4 Njarðvík 4 Grindavík b 2 Fjölnir 0 Hamar 0 Rússland Lokomotiv Kuban – Unics Kazan...... 86:77  Haukur Helgi Pálsson lék ekki með Unics Kazan. Spánn Zaragoza – Bilbao ............................... 84:61  Tryggvi Snær Hlinason tók eitt frákast í liði Zaragoza á þeim fjórum mínútum sem hann spilaði. Þýskaland Würzburg – Alba Berlín ................... 82:110  Martin Hermannsson skoraði 9 stig fyrir Alba Berlín, átti fimm stoðsendingar og tók eitt frákast á 21 mínútu. KÖRFUBOLTI Þýskaland Bergischer – Göppingen .................... 25:25  Arnór Þór Gunnarsson skoraði 6 mörk fyrir Bergischer og Ragnar Jóhannsson 3. Balingen – Füchse Berlín ................... 31:30  Oddur Grétarsson skoraði 8 mörk fyrir Balingen. Erlangen – Magdeburg ...................... 27:32  Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Erlangen. Nordhorn – Minden............................. 25:26  Geir Sveinsson þjálfar Nordhorn. Danmörk Bjerringbro/Silkeborg – Skjern ....... 26:27  Þráinn Orri Jónsson skoraði ekki fyrir Bjerringbro/Silkeborg.  Elvar Örn Jónsson skoraði 2 mörk fyrir Skjern og Björgvin Páll Gústavsson varði 16 skot í markinu. Patrekur Jóhannesson þjálfar liðið. Noregur Sola – Oppsal........................................ 24:31  Thea Imani Sturludóttir skoraði 4 mörk fyrir Oppsal.  FÓTBOLTI Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is „Við hefðum getað klárað þetta um síðustu helgi en það var mjög sætt að ná að klára núna,“ sagði kampakát Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðs- kona í fótbolta, í samtali við Morgun- blaðið skömmu eftir að hún varð sænskur meistari í fyrsta skipti með Rosengård í gær. Glódís lék allan leikinn með liðinu í 1:1-jafntefli á heimavelli gegn Vittsjö. Þegar einni umferð er ólokið er Rosengård með fjögurra stiga forskot á Gautaborg. Glódís hefur tvívegis orðið bikar- meistari með Rosengård en hún seg- ir deildartitilinn töluvert stærri. „Bikarinn í Svíþjóð er ekkert rosa- lega stór. Þetta var fyrsti alvöru- titillinn minn í Svíþjóð að mínu mati og það er mjög stórt að ná að landa honum. Það er stór áfangi fyrir mig að vera komin í svona sterka deild og ná að vinna hana. Það er geggjað.“ Spilum langbesta boltann Glódís kom til Rosengård frá Esk- ilstuna um mitt tímabil árið 2017. Félagið hefur verið í fremstu röð í Svíþjóð síðustu ár og skipti íslenski varnarmaðurinn um félag til þess einmitt að verða sænskur meistari. Hún segir biðina eftir sænska meist- aratitlinum ekki endilega lengri en hún átti von á. „Já og nei. Fyrsta hálfa árið mitt hjá klúbbnum var skrítið. Ég kom á miðju tímabili og þetta var frekar erfitt allt saman. Svo kom nýr þjálf- ari (Jonas Eidevall) og við höfum verið að byggja þetta lið upp og hvernig við spilum síðan þá. Við höf- um verið að byggja þetta upp í tvö ár og mér finnst þetta vera verðskuld- aður bikar. Að mínu mati spiluðum við langbesta boltann í deildinni og erum búnar að leggja ótrúlega hart að okkur og eigum þetta skilið.“ Glódís er ánægð með eigin frammistöðu á tímabilinu og er hún stanslaust að bæta sig. „Mér finnst ég vera búin að bæta mig mikið bara frá því í fyrra og ég er í meira ábyrgðarhlutverki í ár. Mér fannst það mjög gaman og ég hef þroskast mikið sem leikmaður. Ég er mjög ánægð með mína frammistöðu.“ Var of lengi að taka innkast Glódís hefur leikið hverja einustu mínútu Rosengård í sænsku deild- inni síðustu tvö tímabil og ekki misst úr leik síðan 2016. „Ég hugsa vel um mig og svo reyni ég að standa mig á æfingum. Ég hef verið heppin að fá alltaf að spila,“ sagði Glódís, sem hefur að- eins fengið eitt gult spjald á síðustu tveimur árum í Svíþjóð. „Ég man eftir þessu gula spjaldi. Ég var of lengi að taka innkast. Ég er greini- lega svona góður varnarmaður að ég fæ ekki spjöld,“ sagði Glódís og hló. Landsliðsvarnarmaðurinn á eitt ár eftir af samningi sínum við Ro- sengård og er hún spennt fyrir kom- andi tímum hjá félaginu. „Ég er með samning í eitt ár í við- bót. Ég er mjög spennt fyrir næsta ári. Við erum að byggja upp eitthvað mjög gott hérna að mínu mati og ég er mjög spennt að halda því áfram. Við förum í Meistaradeildina á næsta ári og við ætlum okkur að gera stóra hluti þar,“ sagði Glódís sem hefur ekki heyrt í félaginu varð- andi nýjan samning. „Ekki ennþá allavega. Það verður bara að koma í ljós. Ég lifi í núinu og er mjög sátt hérna þar sem ég er að bæta mig mikið. Það er allt sem maður getur beðið um sem leik- maður,“ sagði Glódís Perla Viggós- óttir. Rosengård mætir Íslendingalið- inu Kristianstad í lokaumferð sænsku deildarinnar næstkomandi laugardag. Fá Glódís og liðsfélagar hennar þá heiðursvörð frá Sif Atla- dóttur og Svövu Rós Guðmunds- dóttur, leikmönnum Kristianstad. Glódís Perla Svíþjóðar- meistari sem lifir í núinu  Glódís spilað hverja einustu mínútu í tvö ár  Hefur bætt sig mikið á einu ári Ljósmynd/Rosengård Meistarar Glódís Perla Viggósdóttir fagnar fyrsta Svíþjóðarmeistaratitlinum vel og innilega í leikslok. Kolbeinn Sigþórsson lagði upp eitt af mörkum AIK þeg- ar liðið burstaði Falkenberg 5:1 á útivelli í sænsku úr- valsdeildinni í knattspyrnu í gær. Kolbeinn var í byrjunarliði AIK en var skipt af velli á 76. mínútu. AIK lék manni fleiri í 80. mínútur. AIK hefur aðeins tapað einum leik af síðustu átta í deildinni. Það stefnir í rosalega baráttu um sænska meistara- titilinn en fjögur lið eru efst og jöfn með 59 stig, Hammarby, Malmö, AIK og Djurgården, sem á leik til góða gegn Gautaborg á í kvöld. Arnór Ingvi Traustason og félagar hans í Malmö töp- uðu á útivelli fyrir Hammarby þar sem Arnór lék fyrstu 76 mínúturnar. Tapið var það fyrsta hjá Malmö síðan 25. ágúst er liðið tap- aði fyrir Djurgården. Norrköping er í 5. sæti deildarinnar með 53 stig en liðið vann 1:0 sigur á móti Kalmar þar sem Guðmundur Þórarinsson lék að venju allan tímann með Norrköping. Norrköping hefur verið á fínu skriði og aðeins tapað tveimur leikjum af síðustu átján í öllum keppnum. Rosaleg spenna í Svíþjóð Kolbeinn Sigþórsson Knattspyrnuþjálfarinn Ejub Purisevic hefur samið við Stjörnuna um að gerast þjálfari í barna- og unglinga- starfi félagsins. Hann mun verða aðalþjálfari þriðja flokks karla sem og stýra hæfileikamótun í 2. til 4. flokki. Stjarnan tilkynnti þetta á Facebook-vef sínum í gær. Ejub hætti hjá Víkingi Ólafsvík í síðasta mánuði eftir að hafa starfað hjá félaginu og þjálfað meistaraflokk þess í karlaflokki nær samfleytt frá ársbyrjun 2003. Undir stjórn Ejubs hafa Ólafsvíkingar fest sig í sessi sem eitt af sterkari félögum í íslenskum fótbolta og náð að leika þrjú ár í úrvalsdeild, ásamt því að komast tvisvar í undanúrslit í bikarkeppninni. Hann segir næsta mann taka við góðu búi en Ólafsvíkingar hafa enn ekki gengið frá ráðningu á þjálfara fyrir næsta tímabil. Ejub til Stjörnunnar Ejub Purisevic

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.