Morgunblaðið - 28.10.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.10.2019, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2019 Fara verður betur ofan í saum- ana á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) og kanna kostnaðaráhrif og tækifæristöp sem hann hefur haft á íslenskt efnahagslíf, sérstaklega þó íslensk- an smáiðnað. Stjórnmálamönnum láist oft að nefna þau neikvæðu at- riði og áhrif sem fylgja EES- samningnum svo sem fjöldann all- an af iðngreinum sem lögðust af eða urðu að engu í kjölfarið á hon- um, má þeirra á meðan nefna; prentiðnaðinn, skinna- og ullariðnaðinn, sauma- og prjónaiðnaðinn, skipasmíðar, sementsiðnað og svo mætti lengi telja. Þessar iðngreinar gufuðu upp vegna slæmrar samkeppnisstöðu íslensks iðnaðar í kjölfarið á aðild að EES-samningnum. Lítið er hugsað um framtíðina og engu líkara en tjórnmálamenn haldi að engu skipti þótt þjóðin missi niður og glutri allri kunnáttu og það í heilu iðngreinunum. Sjálfbærni þjóða skal aldrei van- metin og því er áhyggjuefni hversu léttúðlega er litið á þessar staðreyndir um tapaða þekkingu af ráðamönnum íslensku þjóðarinnar. Óháða rannsókn Gera þarf óháða rannsókn, ekki með fyrir- frampöntuðum niðurstöðum eins og í þessari síð- ustu EES-skýrslu utanríkisráðherra, þar sem farið verður vel yfir galla EES-samningsins, ekki bara kosti. Það merkilegasta sem kom fram í þessari samantekt ráðherra var að styrkja þyrfti og treysta samruna Íslands inn í regluverk Evrópu- sambandsins (ESB) og skipa ætti ráðherra EES-mála. Í kjölfar út- gáfu skýrslunnar hefur ritstjóri norskra Evrópusinna haldið því fram í einu stærsta norska dagblað- inu VG að Ísland elski EES, slík var slagsíðan á úttektinni í skýrsl- unni. Hvernig má þá vera að Kanadamenn fái betri kjör fyrir sínar útflutningsgreinar, eins og fisk inn á ESB-svæðið, en Íslend- ingar? Það er ljóst að þegar við skrifuðum undir EES-samninginn var það að margra mati visst fullveldisafsal. Þennan þátt þarf einnig að rannsaka í þaula og einnig hvers vegna við höfum ekki nýtt okkur þann rétt sem fylgdi EES-samningnum, svo sem réttinn til að hafna innleiðingu gerða hans. Alþingi eyðir of miklum tíma á hverju þingi í að taka upp hvert regluverkið á eftir öðru frá ESB/EES án ná- kvæmrar skoðunar og athugasemda frá hags- munaaðilum og þjóðinni. Það er löngu orðið tíma- bært að grandskoða EES-löggjöf sem hefur verið lögfest hér á landi án skoðunar og kanna hvort hún passi almennt fyrir íslenskt þjóðfélag. Lausnin er frjáls verslun Nú þegar eru íslensk stjórnvöld í viðræðum við ríkisstjórn Bandaríkjanna um gerð fríversl- unarsamninga milli ríkjanna. Verð á matvælum og öðrum framleiðsluvörum gæti lækkað um sem nemur allt að 50% með gerð slíks viðskiptasamn- ings. Þetta yrði mesta kjarabót hins íslenska launamanns frá stofnun lýðveldisins. Fríversl- unarsamningar við Bandaríkin myndi opna einn stærsta markað í heiminum fyrir íslenskar land- búnaðarvörur og aðra framleiðslu t.d. frá skap- andi greinum. Það er lykilatriði fyrir íslenskt efnahagslíf að tryggja íslenskum fyrirtækjum sem best viðskiptakjör. Tollfrjáls aðgangur að einum stærsta markaði heims, Bandaríkjamark- aði, væri Íslendingum því mjög ábatasamur. Sóknarhagsmunir Íslands liggja m.a. í því að tryggja greiðan aðgang að Bandaríkjamarkaði fyrir hugvit, skapandi greinar, fiskafurðir, ferða- þjónustu, hátækni og aðra sérþjónustu. Mörg tækifæri en án ESB-aðildar Fríverslunarsamningur við Bandaríkin felur í sér mikil tækifæri fyrir íslenskar landbún- aðarvörur. Má nefna lambakjöt, skyr, osta og ferskt lífrænt ræktað grænmeti. Lækkun smá- söluverðs til bandarískra neytenda, í gegnum tollaívilnanir, ætti að skila sér í aukinni sölu sem leiða myndi til aukinnar framleiðslu íslenskra landbúnaðarvara. Það er eðli fríverslunarsamn- inga að þeir séu gagnkvæmt ábatasamir en í því felst m.a. að báðir aðilar telja sig hafa hag af því að gera slíka samninga. Hafa ber í huga að fari svo að Ísland gangi í ESB mun Ísland ekki hafa heimild til að gera fríverslunarsamning við Bandaríkin en með aðild yrði slík samningagerð á könnu Evrópusambandsins fyrir hönd landsins. Tíminn er núna að semja við Bandaríkin Hugmyndin um fríverslunarsamning við Bandaríkin er ekki ný af nálinni en margt hefur breyst í tímans rás og er ástæða til að ætla að við- horf Bandaríkjamanna sé jákvæðara nú en áður. Teikn eru á lofti um að þeir vilji bæta samskiptin milli landanna en þau höfðu minnkað frá því að varnarliðið hvarf af landi brott. Heyrst hefur að bandaríski sjóherinn sé á leiðinni aftur til lands- ins, í einhverri mynd, vegna blautra heims- yfirráðadrauma kínverska Kommúnistaflokksins og heimsverkefnis þeirra er snýr að Íslandi; Belt- is og brautar. Við þetta má einnig bæta að vara- forseti Bandaríkjanna Michael Pence sagði í heimsókn sinni í september síðastliðnum að Ís- lendingar gætu reitt sig á trausta vináttu, stuðn- ing, fríverslun og varnir Bandaríkjamanna í framtíðinni. Leita skal allra leiða til þess að styrkja og bæta samskiptin við Bandaríkin. Frí- verslunarsamningur við þau skapar mikla framtíðarmöguleika sem og ný og eftirsóknar- verð tækifæri á fjölmörgum sviðum. Eftir Guðmund F. Jónsson Guðmundur F. Jónsson » Stjórnmálamönnum láist oft að nefna þau neikvæðu atriði og áhrif sem fylgja EES-samningnum svo sem fjöldann allan af iðn- greinum sem lögðust af. Frjáls verslun við umheiminn er svarið Höfundur er viðskipta- og hagfræðingur. gundi.jonsson@gmail.com Póstmannafélag Ís- lands var stofnað 26. mars 1919 og fagnaði 100 ára afmæli á árinu. Félagar voru fáir fyrstu áratugina en síðari ár hafa félagar verið tæp- lega 1.000 þótt nokkuð hafi fækkað. Póstþjón- ustan var lengi í sam- floti með Símanum og á þeim árum var ekki verið að hugleiða fjármálin af neinni festu. Sumir héldu því fram að Síminn væri að halda póstinum gangandi. Að sumu leyti er þetta rétt og það sem ein- kenndi þessi ár var að stjórnvöld voru lítið að hafa fyrir því að velta fyrir sér stefnumótun eða framtíðarsýn. Póst- urinn var þarna bara og sinnti sínum skyldum. Stjórnmálamenn höfðu tak- markaðan áhuga á því sem þar var að gerast. Svo kom að því að einkavæðingar- öflin vöknuðu og Póstur og sími var snemma áhugamál þeirra sem þá réðu för. Að sumu leyti voru það sömu einkavæðingardraumar sem réðu för og þeir sem rústuðu bankakerfinu á Ís- landi. Síminn var gróðafyrirtæki og áhugi stjórnmálamannanna beindist fyrst og fremst að þeim hluta, enda var Síminn seldur fljótlega eftir þetta og stjórnmálamennirnir töldu lands- mönnum trú um að peningar frá síma- sölunni færu í ýmiss konar þjóð- þrifaverkefni. Þeir peningar hurfu og aldrei skilaði sér nokkuð af þeim þang- að sem ætlað var. Eftir sat þá Pósturinn, farinn úr skjóli Símans, og mikil hagræðingar- alda gekk yfir á árunum eftir 2000. Pósthús voru sett í kjörbúðir og aðrar verslanir, pósthúsum á landinu fækkaði úr 90 í rúmlega 40. Í Reykjavík voru pósthúsin skorin niður og póstmönnum fækkaði. Þessi aðgerð til hagræðingar floppaði að mestu leyti og kjörbúðar- hugmyndin gekk til baka og nú eru pósthús í Reykjavík en þó færri en áður var. Eftir hrun fór almennum sendibréf- um að fækka og tekjur drógust saman. Farið var í ýmiss konar hagræðing- araðgerðir sem bitnuðu af fullum þunga á félögum Póstmannafélagins. Það lætur nærri að hagræðing áranna frá 2010 til 2017 hafi numið um 2,5 milljörðum króna og 100 stöðugildi hurfu. Á móti hefur netverslun aukist og dregur úr neikvæðum áhrifum bréfahrunsins. Það virðist sem þessi ár hafi farið framhjá þingmönnum og ráðamönnum í þjóðfélag- inu. Ásakanir um óreiðu í rekstri og fleira komu fram. Nokkuð þótti okk- ur póstmönnum það furðulegt því öll þessi ár voru ráðamenn Íslands- pósts að senda inn erindi til ráðuneyta og ráðherra þar sem bent var á að fram undan væri vandi sem þyrfti að leysa og taka þyrfti upp alvöru stefnumótun fyrir póst- þjónustuna enda er hún á ábyrgð rík- isins samkvæmt EES-samningum. En ráðamenn á Íslandi virtust ekki vita hvernig póstmálum væri háttað og árásir þeirra á félagsmenn PFÍ og Ís- landspóst voru sorglegur vitnisburður um þekkingarleysi þeirra. Dæmin voru alls staðar því vandinn var ekki bundinn við Ísland, sama var að gerast alls staðar í póstheiminum. Póstmenn eru láglaunastétt, Ís- landspóstur er að fullu í eigu íslenska ríkisins og á ábyrgð Alþingis. Það er sannarlega kominn tími til að ráða- menn þjóðarinnar átti sig á því. Ég hef áður reynt að benda á þessar stað- reyndir í ræðu og riti en án árangurs. Enn virðist sem svo að ráðamenn á Ís- landi hafi engan áhuga á að kynna sér póstþjónustuna og hlutverk hennar sem almannaþjónustu. Þessi í stað hafa margir þeirra mestan áhuga á að tala niður fyrirtækið og póstmenn sem þar vinna. Það mun ekki skila neinum árangri að reka slatta af láglaunapóstmönnum ef ráðamenn og nýir stjórnendur Ís- landspósts átta sig ekki á stóra sam- hengi hlutanna. Vonandi fer að hefjast umræða af viti um stefnumótun og faglega nálgun á hlutverk póstþjón- ustunnar á Íslandi. Stefnuleysið er hrópandi. Sporin hræða þegar stjórnmálamenn fara að sjá fyrir sér að einkavæðing sé málið. Reynsla okk- ar af slíkum draumum ætti að vera víti til varnaðar. Vonandi fer að rofa til og það gerist ef farið verður í langtíma stefnumótun, látið af niðurrifstali og skammtíma reddingum. Eftir Jón Inga Cæsarsson Jón Ingi Cæsarsson »Eftir sat þá Póst- urinn, farinn úr skjóli Símans, og mikil hagræðingaralda gekk yfir á árunum eftir 2000. Höfundur er formaður Póstmanna- félags Íslands. jonc@simnet.is Póstmenn í 100 ár Við gagnrýni á að látlausan straum ESB-gerða (5-600 á ári) sem eru inn- leiddar í gegnum EES-samninginn, án áhrifa löggjafans okk- ar, Alþingis, – og að þær ESB-gerðir stjórni meginsviðum þjóðfélagsins, grípa stjórnvöld til blekk- inga með tölfræðina að vopni. Staðhæfingar um að einungis 13-16% ESB-gerða séu tekin upp á Íslandi í gegnum EES virðast eiga að sýna hve lítil áhrif þeirra hafa í íslenska samfélaginu. Í skýrslu utanríkisráðherra í apríl 2018 segir: „Í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn á Alþingi um gerðir sem teknar hafa verið upp í EES- samninginn kemur fram að frá árinu 1994 til ársloka 2016 hafa 13,4% þeirra gerða, sem ESB hef- ur samþykkt á sama tímabili, verið tekin upp í EES-samninginn. Heildarfjöldi þeirra gerða sem Ís- land hefur tekið upp er 9.028 sam- kvæmt skráningu í EES- gagnagrunni Stjórnarráðsins, sem byggist á nýjustu tölum frá EFTA-skrifstofunni í Brussel. Heildarfjöldi þeirra gerða sem stofnanir ESB hafa samþykkt á sama tímabili eru alls 67.158, sam- kvæmt lagagagnagrunni ESB (EUR-lex).“ Samanburður á þessum tölum er ómarktækur. Í heildarfjölda ESB- gerða eru 12 svið og stofnanir ekki undir EES-samningnum og um 60% gerðanna snúa að þeim. Þar fyrir utan eru einungis reglugerðir og tilskipanir teknar upp í lands- rétt samkv. EES-samningnum en ekki aðrar gerðir. Til annarra gerða ESB teljast ákvarðanir, (e. decisions) tilmæli og skoðanir (e. recommendations) sem er inn í heildarfjölda ESBgerða. Í dag eru 24.634 gerðir í gildi hjá ESB sam- kvæmt EUR-lex. https://eur-lex.europa.eu/browse/ directories/legislation.html Í nýlegri skýrslu; Skýrsla starfshóps um EES-samstarfið, kafla „Þróun íslensks löggjafast- arfs vegna EES 1992-2019“ er einnig beitt óvönduðum sam- anburði, þar segir: „Í samantektinni sem birt var árið 2007 var leitast við að skilja á milli laga sem voru talin eiga beinan uppruna sinn í aðildinni að EES-samningnum og laga með óbeinan uppruna í EES- aðildinni. Við gerð yf- irlitsins nú var ákveð- ið að líta einungis til laga sem eiga beinan uppruna í aðild Ís- lands að EES- samningnum. … Sam- antektin leiddi í ljós að alls voru samþykkt 3.100 lög á tímabilinu, þ.e. árin 1992-2019 (116.-149. lög- gjafarþing). Af þeim áttu 485 lög beinan uppruna sinn í aðildinni að samningnum um Evrópska efna- hagssvæðið, eða um 16% af sam- þykktum lögum á tímabilinu.“ Hér er einnig samskonar blekk- ingu beitt. Það þarf ekki annað en að bera saman fjölda þeirra um 12.000 gerða ESB sem búið er að taka upp fram til þessa árs og þessara 485 laga í samanburð- inum. Langflestar ESB-gerðir eru teknar upp í EES-samninginn og innleiddar í landslög á grundvelli samþykkis ríkisstjórnarinnar, það er með stjórnvaldsfyrirmælum en ekki lögum. Gerðir sem krefjast lagabreytinga er aðeins hægt að samþykkja með svokölluðum stjórnskipulegum fyrirvara, það er með fyrirvara um samþykki Al- þingis, og eru það einu gerðirnar sem fá þinglega meðferð fyrir gildistöku. Hver eru raunveruleg áhrif gerða ESB sem innleiddar hafa verið í EES-samninginn? Í við- ræðum við ESB um inngöngu Ís- lands var umfangi samningsins skipt í 33 kafla, þá taldi ESB að Ísland hafa tekið að fullu upp 10 kafla og að mestu 11 kafla, þ.e. 21 kafla af 33. Í skýrslu utanrík- isráðherra í apríl 2018 er sama skipting sett upp um löggjaf- arkafla ESB og EES til sam- anburðar. Samkvæmt þessu eru því búið að taka upp 2/3 hluta löggjafar ESB í gegnum EES-samninginn og þær gerðir ná einnig inn í land- búnaðarmál, dómsmál, byggða- stefnu og stofnana gegnum aðrar innleiddar gerðir. Áhrif þeirra snerta öll svið daglegs lífs almenn- ings. Hvernig gerðist þetta? „Við- skiptasamningur“ sem gerður var 1992 um fjórar tegundir frelsis hefur breyst í ólýðræðislega sjálf- virka upptöku á löggjöf ESB og ákvarðað er í Brussel hvað skuli tekið upp í EES, íslensk stjórn- völd fá engu um ráðið og Alþingi og ráðherrar eru orðnir andlits- lausir stimpilpúðar og verjendur fyrir löggjöf ESB. Í umræðunni um 3. OP kom þetta mjög skýrt fram hjá stjórn- völdum að neitun á upptöku gerða frá ESB hefði aldrei átt sér stað og ef það yrði gert myndi það stofna EES-samningnum í hættu. Blákaldar staðreyndir þessarar þróunar eru:  Alþingi hefur ekki komið að nema litlum hluta þessara ákvarð- ana.  Stjórnarskrá Íslands er teygð og toguð í lagaflækjum af stjórn- völdum.  Stofnanir ESB hafa ákvarð- anavald um íslensk málefni.  Eftirlitsstofnun EFTA er verkfæri ESB og úrskurðarvaldið um gerðir.  EFTA-dómstólinn er orðinn æðsti dómstóll Íslands á öllum þessum sviðum.  Dómar Hæstaréttar Íslands eru vefengdir af ESA. Almenningur hefur aldrei gefið neinum umboð til að flytja lög- gjafavaldið til ESB. Ólýðræð- islegri ákvarðanir um íslenska hagsmuni er ekki hægt að hugsa sér og því er eðlilegt að almenn- ingur fái að kjósa um hvort hann vill halda þessari vegferð áfram og fá lýðræðið aftur í sínar hendur? Þorir Alþingi? Af þessari sömu ástæðu ákvað breskur almenningur að stöðva yf- irgang ESB þegar hann fékk tæki- færið og sagði sig úr ESB, þrátt fyrir úrtölur og hræðsluáróður stjórnvalda, fjármálavalds og ann- arra elítuhópa. Eftir Sigurbjörn Svavarsson » Að einungis 13-16% gerða ESB séu tekn- ar upp á Íslandi í gegn- um EES, virðist eiga að sýna hve lítil áhrif þess- ar gerðir hafa í íslenska samfélaginu. Sigurbjörn Svavarsson Höfundur er í stjórn Frjáls lands. frjalstland@frjalstland.is Áhrif EES – Logið með tölfræði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.