Morgunblaðið - 28.10.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.10.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2019 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. hér heima hjá mér í Urriðaholtinu í Garðabæ. Þetta var mjög skemmtilegt og eins hvað almenn- ingur sýnir þessum undrum nátt- úrunnar mikinn áhuga,“ segir Sævar Helgi Bragason, stjörnu- fræðingur og einn aðstandenda au- roraforecast.is upplýsingaveitu, um norðurljós. Sævar segir að á miðvikudag og fimmtudag í þessari viku megi bú- ast við talsverðri virkni á norður- ljósunum og svo aftur dagana 22.- 25. nóvember. Miðað við að virkni sólarinnar miðist við ellefu ára hringferð séu norðurljósin í lá- deyðu nú stundir, en verði öflugri á alla lund eftir tvö til þrjú ár. tíma til annars, en þegar virknin er mikil eru norðurljósin neðst í 100-200 kílómetra hæð og þá staf- ar frá þeim bleikri og rauðri birtu. Grænu og hvítu norðurljósin eru ofar í lofthjúpnum, eða í allt að 400 kílómetra hæð frá jörðu. Veðurstofan gerir ráð fyrir ágætum aðstæðum til norðurljósa- skoðunar í kvöld og léttskýjað verður víðast hvar. Á morgun, þriðjudag, verður hins vegar skýjahula yfir stærstum hluta landsins og ævintýrið því úti. Mikill áhugi almennings „Ég hafði á laugardagskvöldinu fallega sýningu úr stofuglugganum Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Virkni norðurljósa yfir landinu er með mesta móti þessa dagana og um helgina mátti víða sjá fólk á opnum svæðum, utan mesta þétt- býlisins, að fylgjast með villtum dansi þeirra á næturhimni. Á laug- ardagskvöldið var til dæmis fjöldi fólks við Kald- ársel ofan við Hafnarfjörð, en þar eru áhrif borgarbirtu far- in að dvína og góðar aðstæður til þess að sjá norðurljósin í ham. Einu má þó gilda hvert er farið þegar norðurljósin eru í stuði; á samfélagsmiðlum hefur fólk víða af landinu birt fallegar norðurljósamyndir. Ljósop og þrífótur „Kúnstin við slíkar myndatökur er að hafa vítt ljósop, taka mynd- irnar á löngum tíma og hafa þrífót undir myndavélinni,“ segir Haf- steinn Róbertsson áhugaljósmynd- ari sem var á Vatnsleysuströnd á laugardagskvöld. Norðurljósin eru rafagnir sem dragast inn í gufuhvolfið og fara þar á hringbrautir umhverfis seg- ulpól jarðar. Hinar rafhlöðnu agnir eru á mismiklu flugi frá einum Ljósmynd/Hafsteinn Róbertsson Grænt Horft til höfuðborgarsvæðisins af Vatnsleysuströnd á laugardagskvöld. Friðarsúlan í Viðey er til hægri. Norðurljósaveislan er með víðu ljósopi  Sýningu á himni lýkur í kvöld  Rauð birta í 200 km hæð Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Norðurland Horft af Húsavíkurhöfða á norðurljósin yfir Skjálfandaflóa. Sjóböðin vinsælu eru til vinstri og ekki amalegt að fylgjast með þaðan. Sævar Helgi Bragason Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Þó að við værum alveg til í að hafa 20, 40 eða 60 farþega í farþega- rýminu þá byrjar þetta með mikilli áherslu á fraktina vegna þess að það hefur margoft komið fram að eig- endurnir á bak við nýja WOW eru mjög mikið í fraktflutningum, meðal annars fyrir bandarísk stjórnvöld,“ sagði Gunnar Steinn Pálsson al- mannatengill við mbl.is í gærkvöld. Gunnar starfar fyrir Michelle Ballarin, konuna sem hyggst end- urreisa WOW Air, en í gær var frá því sagt að hið nýja WOW myndi í fyrstu leggja áherslu á fraktflutn- inga milli Keflavíkur og Wash- ington. Gunnar sagði að alltaf hefði staðið til að fraktflutningar yrðu fyrirferð- armikill hluti af starfsemi hins nýja flugfélags, og hún yrði það sér- staklega til að byrja með. Sagði hann að það væri ekki aðal- atriðið hvort sætanýting í fyrstu flugferðunum yrði 40% eða 80%. „Það er slatti af flutningum til Keflavíkur í tengslum við aukin um- svif Bandaríkjanna. Þá eru þorsk- hausarnir í raun og veru fundið fé sem fara svo með tóma leggnum út,“ sagði Gunnar. Upphaflega stóð til að flugvélar hins endurreista WOW Air myndu hefja sig til lofts nú í október. Það mun ekki ganga eftir en Gunnar ítrekaði að flugferðir á vegum WOW Air myndu fara í sölu á næstu vik- um. „Þetta gengur vel en þó hægar en við vonuðumst til,“ sagði Gunnar. Einbeitir sér að fraktflutningum fyrst um sinn  Sætanýting er ekki aðalatriðið hjá stjórnendum hins nýja WOW Air Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kaupsýslukonan Michele Ballarin ætlar að leggja áherslu á frakt. Þór Steinarsson Ragnhildur Þrastardóttir Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra hefur vísað máli vegna meints upplýsingaleka frá Seðlabanka Ís- lands til RÚV til embættis lögreglu- stjórans á höfuðborgarsvæðinu. Meintur leki, sem átti sér stað árið 2012, varðar húsleit sem fór fram í húsakynnum Samherja og kann lek- inn að fela í sér refsivert brot. Rannsókn innri endurskoðanda Seðlabankans leiddi í ljós að fyrr- verandi framkvæmdastjóri gjald- eyriseftirlits Seðlabankans, Ingi- björg Guðbjartsdóttir, átti í tölvupóstsamskiptum við frétta- mann RÚV í rúman mánuð áður en ráðist var í húsleitina hjá Samherja 27. mars 2012. Þetta kemur fram í bréfi Seðla- banka Íslands til forsætisráðherra, dagsett 18. ágúst á þessu ári, svar- bréfi forsætisráðherra til Seðla- bankans sem og bréfi forsætisráð- herra til embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, bæði dagsett 11. september 2019. Morgunblaðið hefur umrædd bréf undir höndum. Í bréfunum er tekið fram að í tölvupóstsamskiptum framkvæmda- stjórans við fréttamann RÚV hafi ekki fundist neinar trúnaðarupplýs- ingar en að fréttamaðurinn virtist þó hafa vitað af fyrirhugaðri húsleit áður en hún fór fram. Starfsmenn RÚV voru mættir fyrir utan skrif- stofur Samherja, bæði á Akureyri og í Reykjavík, áður en húsleitin hófst. Fyrr á þessu ári var gerð rannsókn á tölvupósthólfum Más Guðmundssonar, þáverandi banka- stjóra, og Arnórs Sighvatssonar, þá- verandi aðstoðarbankastjóra. Í þeirri rannsókn fundust engin sam- skipti við fréttamenn RÚV. „Þessi aðgerð var mjög ruddalega framkvæmd og var í beinni útsend- ingu. Því til viðbótar var send út til- kynning um allan heim frá Seðla- bankanum fljótlega eftir að húsleit hófst þannig að það var ljóst að það var búið að undirbúa það líka,“ sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í samtali við mbl.is og bætti við: „Þetta gekk út á það að hluta til að valda tjóni og meiða fólk og þetta hitti mjög marga starfsmenn Samherja illa. Það var verið að ráðast á fyrirtæki og starfsfólk þess. Það er ekki ann- að hægt en að kalla þetta árás og RÚV var gerandi með Seðlabank- anum í þessu máli.“ Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæð- inu, baðst undan viðtali í gærkvöld. Vísar meintum leka til lögreglu  Framkvæmdastjóri SÍ var í tölvupóstsamskiptum við fréttamann RÚV fyrir húsleit hjá Samherja  Forstjóri Samherja segir RÚV geranda í aðgerð sem gekk út á að „valda tjóni og meiða fólk“ Katrín Jakobsdóttir Þorsteinn Már Baldvinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.