Morgunblaðið - 28.10.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2019
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Knattspyrnan og stjórnmálin
ganga auðvitað fyrst og síðast út
á samskipti við fólk þótt með
ólíkum hætti sé,“ segir Willum
Þór Þórsson þingmaður Fram-
sóknarflokks og formaður fjár-
laganefndar Alþingis. „Í fótbolt-
anum er þjálfarans að skapa
liðsheildina og taka ákvarðanir.
Í stjórnmálum þarf að skapa
góðan hóp og skilvirka heild til
að ná árangri, en á endanum
eru það alltaf kjósendur sem
eiga síðasta orðið. Svona er
þetta á blaði og eftir nokkur ár
á Alþingi finn ég sífellt betur að
þetta er veruleikinn.“
Tekjur og útgjöld á pari
Willum hefur setið á Alþingi
síðustu árin og hefur nú með
höndum formennsku í þeirri
nefnd sem margir segja að
mestu ráði. „Í raun og veru fara
allir þættir ríkisrekstrarins í
gegnum fjárlaganefnd. Því er
starfið þar lærdómsríkt en að
sama skapi krefjandi,“ segir
Willum um fjárlagavinnuna sem
nú stendur sem hæst. Sam-
kvæmt því frumvarpi sem nú
liggur fyrir eru tekjur ríkissjóðs
á næsta ári áætlaðar 919 millj-
arðar króna sem stendur á pari
við útgjöldin. Í fyrstu, það er
ríkisfjármálaáætlun, var gert
ráð fyrir 30 milljarða króna af-
gangi, en ákveðið var að jafna
muninn út og sleppa sársuka-
fullum niðurskurði á þjónustu
sem annars hefði komið til.
„Við getum illa skorið niður
aðkallandi framkvæmdir og mik-
ilvæga samfélagslega þjónustu,
nú þegar hagkerfið er að kólna í
niðursveiflu sem virðist þó, sam-
kvæmt hagspám, verða skamm-
vinn,“ segir Willum. „Vegna
skynsamlegrar stjórnunar rík-
isfjármála, erum við nú í færum
til að draga úr afgangi og jafn-
vel fara í örlítinn halla á fjár-
lögum og milda þannig sam-
dráttinn. Ný hagvaxtarspá
verður birt 2. nóvember og vera
kann að hún kalli á einhverjar
breytingar. Ég tel þó mikilvæg-
ast að við höldum okkur við gef-
in áform, verðum ekki heilög í
afkomumarkmiðum og gefum
frekar í við innviðauppbygg-
ingu.“
Stöðug útgjaldaaukning
í heilbrigðismálum
Nýta þarf sameiginlega
sjóði þjóðarinnar sem best, segir
Willlum, og því hefur fjár-
laganefnd kallað eftir því að inn-
byggðir verði í fjárlög mæli-
kvarðar þannig að hægt sé að
greina þróun útgjalda og sýna
ráðdeild. Nú þurfi til dæmis að
líta til þess hvort áherslur í heil-
brigðismálum séu réttar. Út-
gjaldaaukningin þar sé stöðug
og hugsanlega þurfi að breyta
þjónustu sem er veitt, til að
mynda halda áfram á þeirri veg-
ferð að beina þjónustunni í
auknum mæli til heilsugæsl-
unnar og draga úr álagi á Land-
spítalann. Þar þurfi nú að fara
margþættar sparnaðaraðgerðir
þegar við blasir að hallarekstur
þessa árs verður fimm millj-
arðar króna. Þó verði að halda
því til haga að núverandi rík-
isstjórn hafi, í samræmi við
stjórnarsáttmála, stóraukið
framlög til Landspítalans. Á
næsta ári verði framlög til
sjúkrahússins tæpir 69 millj-
arðar króna og 8,5 milljarðar
króna fari í byggingu nýja með-
ferðarkjarnans.
„Vandinn á Landspítala nú
helgast m.a. af því að launa-
kostnaðurinn hækkar stöðugt,“
segir Willum. „Um árabil hefur
reynst erfitt að manna spítalann
með sem hagkvæmustum hætti.
Þannig hafa laun hjúkr-
unarfræðinga og ljósmæðra ver-
ið hækkuð gegn því að þeir taki
á sig aukið starfshlutfall í vakta-
vinnu. Bara það verkefni, sem
nú verður slegið af, kostar 620
milljónir króna á ári. Að auki
fjölgar starfsfólki ár frá ári og
oftast umfram forsendur fjár-
laga. Allt skýrist þetta af því að
þjóðin er að eldast, ferðamönn-
um að fjölga, erfiðlega gengur
að útskrifa sjúklinga vegna
skorts á hjúkrunarrýmum og
fleira.“
Sterk staða
Áformað er að 2. umræða
um fjárlagafrumvarpið hefjist
12. nóvember og um það verði
greidd atkvæði í kjölfar 3. um-
ræðu síðustu dagana í nóv-
ember. „Almennt tel ég frum-
varpið sýna sterka stöðu
ríkissjóðs og eins að ríkis-
stjórnin er á réttri leið, en yf-
irlýst markmið hennar frá fyrsta
degi var markviss uppbygging
innviða sem nú er komin á skrið.
Í því sambandi skipti máli að nú-
verandi ríkisstjórn hefur náð
pólitískum stöðugleika og góðu
samstarfi til dæmis við verkalýð-
hreyfinguna. Að farsæl lausn
fékkst á gerð kjarasamninga,
sem ræður miklu um góða stöðu
ríkissjóðs í dag,“ segir Willum
Þór Þórsson að síðustu.
Hagkerfið að kólna í niðursveiflu sem virðist þó verða skammvinn
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Fjárlög Við getum illa skorið niður aðkallandi framkvæmdir og sam-
félagslega þjónustu, segir Willum Þór Þórsson hér í viðtalinu.
Pólitískur stöðugleiki
er mikilvægur ríkissjóði
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Traustur meirihluti er fyrir samein-
ingu fjögurra sveitarfélaga á Austur-
landi, skv. niðurstöðum atkvæða-
greiðslu meðal íbúa sem efnt var til á
laugardaginn. Borgarfjarðarhreppur,
Fljótsdalshérað, Seyðisfjarðarkaup-
staður og Djúpavogshreppur verða
því sameinuð á fyrri hluta næsta árs.
Á Borgarfirði eystra voru 64,7% íbúa
fylgjandi sameiningu, 63,7% Djúpa-
vogsbúa, 86,7% Seyðfirðinga og með-
al Héraðsbúa var stuðningurinn
92,9%.
Sameining tek-
ur gildi á fyrri
hluta næsta árs,
en fram að þeim
tíma verður starf-
semi sveitarfélag-
anna fjögurra
óbreytt.
5.000 íbúar
Undirbúningur
sameiningar fer
nú á fullt skrið. Sveitarfélagið nýja,
sem íbúar munu væntanlega velja
nafn á með almennri atkvæða-
greiðslu, verður það víðfeðmasta á
landinu; eða um 11 þúsund ferkíló-
metrar. Íbúar verða um 5.000, flestir
á Héraði.
Á næstunni verður sett á laggirnar
nefnd sem undirbýr stjórnskipulag,
samþykktir og fleira slíkt í nýju sveit-
arfélagi þar sem ný sveitarstjórn
verður kjörin næsta vor. Einnig verð-
ur stofnuð heimastjórn í hverjum bæ,
en þær munu fjalla t.d. um deiliskipu-
lagsmál, leyfisveitingar og fleira slíkt.
Eflt stjórnsýslu og þjónustu
„Eitt sameinað sveitarfélag hefur
að öllu leyti meiri slagkraft en fjögur.
Fjárhagurinn verður öflugur og við
getum einnig eflt stjórnsýslu og þjón-
ustu við íbúana,“ segir Björn Ingi-
marsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshér-
aði, í samtali við Morgunblaðið.
Bættar samgöngur á Austurlandi
hafa verið nefndar sem nauðsynleg
forsenda sameiningar. Í því sambandi
hefur verið hamrað á mikilvægi jarð-
ganga undir Fjarðarheiði, milli Hér-
aðs og Seyðisfjarðar, og heilsársveg-
ar um Öxi, frá Skriðdal í
Berufjarðarbotn. Hafist verður
handa um bæði þessi verkefni á
næstu árum og í þeirri forgangsröðun
segir Björn sameiningarumræðuna
hafa haft áhrif.
Afdráttarlaus vilji til sameiningar
Fjögur sveitarfélög verða eitt Axarvegur og Fjarðarheiðargöng mikilvæg eystra Meiri slagkraftur
Ljósmynd/Austurfrétt Gunnar
Austurland Frá talningu atkvæða í
atkvæðagreiðslunni á laugardag.
Björn
Ingimarsson
Þyrla frá Landhelgisgæslunni var á
ellefta tímanum í gærmorgun köll-
uð út vegna bílveltu austan við Vík í
Mýrdal. Samkvæmt upplýsingum
frá lögreglunni á Suðurlandi missti
ökumaður bílsins stjórn á bifreið-
inni eftir að hafa blindast af sólinni.
Hafnaði bíllinn í kjölfarið utan veg-
ar.
Í bílnum voru tveir farþegar, er-
lendir menn sem búsettir eru hér á
landi. Annar farþeganna slasaðist
töluvert og var því fluttur með
þyrlu Landhelgisgæslunnar til að-
hlynningar á Landspítalanum í
Fossvogi.
Hinn farþeginn var einnig fluttur
með þyrlunni en meiðsl hans voru
talin minni háttar.
Lögregla og sjúkralið luku störf-
um sínum á slysstað um hádeg-
isbilið í gær.
Blindaðist af sól og hafnaði utan vegar
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Slysstaður Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang við Vík í Mýrdal.