Morgunblaðið - 29.10.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2019
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Sérfræðingur hjá Hafrann-
sóknastofnun telur ekki að laxa-
stofnar í ám séu í bráðri hættu þótt
ljóst sé að hrygning verði léleg í
haust. Bent er á að nokkrir þokka-
lega stórir seiðaárgangar séu í upp-
vexti í ánum.
Kristján Þór Júlíusson, sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra,
boðaði nýlega til fundar með fulltrú-
um Hafrannsóknastofnunar og
Landssambands veiðifélaga til að
fara yfir stöðu villtu laxastofnanna í
ljósi þess að laxagöngur í árnar voru
litlar í sumar og aðstæður erfiðar.
Ástæðan fyrir lélegri veiði í sum-
ar, sérstaklega í ám á Vesturlandi,
liggur í því að árgangurinn frá 2014
sem átti að bera uppi veiðina í sumar
var lítill og hefur alltaf mælst lítill,
að sögn Guðna Guðbergssonar,
sviðsstjóra ferskvatnslífríkis hjá
Hafró. Auk lélegra endurheimta úr
sjó var svo lítið vatn í ánum að fá for-
dæmi finnast þannig að aðstæður
fyrir fiskinn til að ganga upp í árnar
voru lélegar.
Framhaldið skiptir máli
Guðni segir afleiðingar lítils
hrygningarárgangs í haust ekki ljós-
ar. Það geti skipt máli hvernig
hrygningin á næsta ári gengur.
Meðalárgangur þá geti ef til vill nýtt
svigrúmið sem árgangurinn frá því í
haust skilji eftir sig til vaxar og
heildin því orðið góð. Fordæmi séu
fyrir því. Auk þess séu fleiri árgang-
ar í uppvexti sem mælst hafi þokka-
lega stórir. Í ljósi þessa segir Guðni
að ekki sé hægt að tala um krísu-
ástand í ánum. Hins vegar þurfi
menn að gera sér grein fyrir því að
verðgildi veiða er nú minna en reikn-
að var með.
Veiðistýring fer fram með veiði-
tíma og stangafjölda í ám en ekki
síður með reglum um að veiðimenn
sleppi þeim laxi sem veiddur er. Er
nú svo komið að um 70% af stórlaxi
er sleppt og 40% af smálaxi. Guðni
segir að með þessu hafi tekist að
halda uppi veiðinýtingu án þess að
ganga á stofnana. Hann segir að
reynslan sýni að vænlegra til árang-
urs sé að stytta veiðitíma eða friða
einstök svæði en að fækka stöngum.
Guðni segir að þótt einn lélegur
árgangur sé ekki hættulegur fyrir
stofnana geti þurft að hugsa málin
upp á nýtt og ef til vill grípa til ráð-
stafana ef fleiri slík ár komi, til þess
að nýtingin leggist ekki ofan á léleg
ytri skilyrði og magni þau upp.
Nýtingaráætlanir veiðifélaga hér
eru langtímaaðgerðir á meðan sums
staðar í Evrópu er veiðiálagið stillt
af jafnóðum, eftir mælingu á við-
komu laxins í ánni. Grundvöllur þess
er að árnar séu nákvæmlega rann-
sakaðar og sett viðmiðunarmörk.
Guðni segir að hér vanti rannsóknir
á botnfleti ánna en verið sé að safna
kerfisbundið ýmsum öðrum upplýs-
ingum sem nýtast muni við setningu
slíkra viðmiðunarmarka.
Laxastofnar ekki
í bráðri hættu
Getur þurft að minnka veiðiálag ef
fleiri lélegir hrygningarárgangar koma
Morgunblaðið/Einar Falur
Norðurá Litlar laxagöngur í sumar
gera haft afleiðingar í framtíðinni.
Lög um lax- og silungsveiði kveða meðal annars á um
sjálfbæra nýtingu fiskstofna og verndun þeirra. Þar
hafa veiðifélög og Fiskistofa hlutverkum að gegna og
Hafrannsóknastofnun ráðgjafahlutverki.
Guðni Guðbergsson segir að ef veiðiþol stofna
minnki geti þurft að grípa til ráðstafana. Hann vekur
athygli á því að ábyrgðin sé fyrst og fremst hjá veiði-
félögum. Þau geri nýtingaráætlanir sem Fiskistofa
staðfesti en þar er kveðið á um veiðitíma og veiðitak-
markanir í einstökum veiðiám.
Nýting skal vera sjálfbær
LÖG UM LAX- OG SILUNGSVEIÐI
Guðni
Guðbergsson
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælum með Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda
• Gott við exemi
• Betri og sterkari
fætur
Majed El Shafie, egypskur
aðgerðarsinni sem berst gegn trú-
arofsóknum, er staddur hér á landi
og fundaði hann með forseta Ís-
lands og forsetafrú í gær. Shafie er
hér á vegum Birgis Þórarinssonar,
þingmanns Miðflokksins.
Shafie er stofnandi samtakanna
One Free World International sem
berjast gegn hvers konar ofsóknum
á heimsvísu. Samtökin hafa meðal
annars bjargað 600 kristnum stúlk-
um úr kynlífsánauð hryðjuverka-
samtakanna íslamska ríkisins. Shaf-
ie snerist sjálfur frá íslam til kristni
þegar hann var átján ára. Hann var
í kjölfarið fangelsaður, pyntaður og
dæmdur til dauða en slapp og fékk
hæli í Kanada þar sem hann býr
nú.
„Þessi reynsla mín fékk mig til
að skilja hversu mikilvægt það er
að berjast fyrir trúfrelsi og ég kaus
að berjast fyrir aðra sem hafa verið
í sömu sporum og ég,“ segir Shafie.
Hann segir fund sinn með Guðna
Th. Jóhannessyni forseta og Elizu
Reid forsetafrú hafa verið árang-
ursríkan en Shafie mun einnig
funda með utanríkisráðherra, bisk-
upi Íslands og fleirum á meðan á
Íslandsdvölinni stendur. Shafie
ræddi við Guðna um móttöku flótta-
fólks og mikilvægi þess að aðstoða
flóttafólk einnig þar sem það er
statt í heiminum, til dæmis með því
að skapa þeim örugg svæði.
„Við ræddum hversu mikilvægt
það er að Ísland taki á móti flótta-
fólki sem er í hvað viðkvæmastri
stöðu, flóttafólki sem er í raun al-
gjörlega varnarlaust,“ segir Shafie.
Hann flytur opinn fyrirlestur á
sunnudaginn í Fíladelfíu.
ragnhildur@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fundur Guðni, Eliza Reid og Shafie á Bessastöðum. Shafie segir Kanadamenn afar stolta af Elizu sem er kanadísk.
Berst gegn trúarofsóknum
Stofnandi samtaka gegn ofsóknum fundaði með Guðna
Grímsnes- og Grafningshreppi er
ekki heimilt að leggja fasteignaskatt á
sumarbústaði sem eru í útleigu til
skamms tíma, eins og um atvinnuhús-
næði væri að ræða. Landsréttur hefur
staðfest dóm héraðsdóms í þessa veru
í máli eigenda eins sumarhúss.
Eigendur sumarbústaðarins
skráðu hann hjá sýslumanni til út-
leigu í heimagistingu í allt að 90 daga
á ári. Grímsnes- og Grafningshreppur
taldi slík mannvirki ferðaþjónustu og
lagði á þau hærri fasteignaskatt í þrjá
mánuði á árinu 2017. Fólkið kærði til
yfirfasteignamatsnefndar sem taldi
að húsið ætti að skilgreina sem sum-
arhús allt árið þar sem það fullnægði
skilyrðum laga um heimagistingu.
Sveitarfélagið vísaði úrskurðinum
til héraðsdóms og áfrýjaði svo til
Landsréttar. Niðurstaðan var sú
sama og hjá yfirfasteignamatsnefnd.
Fram kemur í dómunum að vilji
löggjafans hafi greinilega verið sá að
heimagisting í skamman tíma ætti
ekki að leiða til breytingar á skrán-
ingu íbúða eða sumarhúsa í atvinnu-
húsnæði. Sveitarfélagið taldi að
breyta hefði þurft lögum um tekju-
stofna sveitarfélaga ef þetta hefði ver-
ið vilji löggjafans. Landsréttur vísaði
til ákvæða stjórnarskrár um að engan
skatt megi leggja á nema með lögum.
Því þurfi skýra heimild til skattlagn-
ingar.
Fylgdust með 30 gistisíðum
Ekki náðist í sveitarstjóra Gríms-
nes- og Grafningshrepps í gær. Því
liggja ekki fyrir upplýsingar um
fjölda sumarhúsa sem fengið hafa
aukaálag á fasteignaskatt né hvaða
fjárhæðir eru í húfi í heildina fyrir
sveitarfélagið. Fyrrverandi oddviti
sagði í samtali við Morgunblaðið á sín-
um tíma að töluvert væri um að fólk
leigði út sumarhús og starfsmaður
væri í vinnu við að fylgjast með um 30
útleigusíðum til að hægt væri að
leggja fasteignaskatt á húsin. Þá kom
fram að Grímsnes- og Grafnings-
hreppur væri eina sveitarfélagið sem
færi þessa leið en mörg sveitarfélög
fylgdust með máli þeirra. helgi@mbl.is
Ekki hærri fasteignaskatt
Grímsnes- og Grafningshreppi er ekki heimilt að hækka
fasteignaskatt á bústöðum sem leigðir eru út í skamman tíma
Morgunblaðið/Ómar
Sumarhús Talsvert er um heima-
gistingu í sumarbústöðum.