Morgunblaðið - 29.10.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2019
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Eftir frostakafla undanfarið er út-
lit fyrir að hlýni í veðri og hláni
næstu daga. Undanfarið hefur
mátt lesa í norrænum fjölmiðlum
spár um hlýjan og blautan vetur í
Norður-Evrópu, en Einar Svein-
björnsson veðurfræðingur segist
taka slíkum langtímaspám með
fyrirvara. Sérstaklega hvað varði
Ísland því þar hafi aðrir þættir
áhrif á veður heldur en aðeins
sunnar í álfunni.
Einar segir að talsverð óvissa sé
um veðrið næstu viku til tíu daga.
Hægviðri eins og um liðna helgi
komi til greina og sömuleiðis sunn-
anátt með hlýindum miðað við árs-
tíma. Litlar líkur séu hins vegar á
norðanátt með hörkum.
Rætast stundum
Norska loftslagsmiðstöðin
Cicero greindi á föstudag frá því
að samkvæmt veðurlíkönum væru
líkur á að veturinn yrði vætu-
samari og mildari í Norður-Evrópu
en venjulega. Á facebook-síðunni
fimbulvetur er greint frá þessum
spám og þar segir Trausti Jónsson
veðurfræðingur að þessum spám
sé lítt treystandi, en þær rætist þó
stundum.
Einar Sveinbjörnsson tekur í
sama streng og segir varasamt að
taka slíkar spár marga mánuði
fram í tímann alvarlega. Í þessum
spám séu einkum sýnd hlýindi yfir
meginlandi Evrópu, en ýmist sé
gert ráð fyrir köldu eða hlýju veðri
miðað við árstíma á Íslandi. Hann
segir að það sem stýri haustveðr-
inu á Íslandi að miklu leyti séu at-
gangur veðurkerfa og brautir
lægðanna.
Það stjórnist aftur af þáttum
eins og frávikum um sjávarhita í
Atlantshafinu, myndun megin-
kuldapolla á norðurhjaranum, ann-
ars vegar polli sem sé í mótun um
þetta leyti við Baffins-land í Norð-
ur-Kanada og annars við Síberíu,
og einnig hafi það áhrif hvort haf-
straumurinn El Nino við strendur
Ekvador og stundum Perú sé
sterkur eða ekki. Ýmsir telji að
hringrásin í heiðhvolfunum hafi
áhrif og hvernig hún spinnist upp.
Sumir tali um að henni sé spáð
góðu gengi á næstu vikum og sterk
vestanátt verði í háloftunum fram
eftir hausti, sem aftur ýti undir
djúpar lægðir og hlýindi í Evrópu.
Breytileiki og óróleiki
„Í raun er ekkert í þessu sem
hönd er á festandi og jafnvel
næstu 10-20 daga er verið að spá
því að þessi hringrás í heiðhvolfinu
magni hér upp lægðir,“ segir Ein-
ar. ,,Svo skoðar maður lægðavísa
fyrir okkar slóðir og þeir virðast
frekar aðgerðalitlir, þannig að hér
verði frekar háþrýstingur heldur
en lægðagangur.
Það hefur verið bent á að þessar
langtímaspár geti gagnast í hita-
beltinu og á svæðum þar beggja
vegna við. Hér hins vegar þar sem
vestanvindabelti er ríkjandi og fer
umhverfis norðanhvel jarðar á 40.-
70. breiddargráðu sé of mikill
breytileiki og óróleiki til að hægt
sé að reikna tíðarfarið langt fram í
tímann.“
Hlýnar á nýjan leik eftir kuldakafla
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Árstíðir Fyrsti snjórinn féll í Skálafelli um miðjan september og enn var þá grænn litur á gróðri ofan við Fjárborg.
Tekur langtímaspám um mildan og vætusaman vetur með fyrirvara Margir þættir hafa áhrif
Kjaradeilum hefur fjölgað á borði rík-
issáttasemjara. Í gær vísaði samn-
inganefnd Sambands íslenskra sveit-
arfélaga (SNS) kjaradeilum við
Starfsgreinasambandið og Eflingu til
ríkissáttasemjara. Í tilkynningu segir
að tilefnið megi rekja „til þeirra
ósönnu fullyrðinga sem fram koma í
ályktun þings Starfsgreinasambands-
ins, frá 25. október, um að illa sé kom-
ið fram við kvennastéttir í umönnun-
arstörfum og að þeim sé sýnd
takmarkalaus lítilsvirðing í yfirstand-
andi kjaraviðræðum. Samninganefnd
Sambands íslenskra sveitarfélaga
mótmælir þessum fullyrðingum harð-
lega og lítur svo á að upp sé kominn
alger trúnaðarbrestur á milli aðila.“
SGS og Efling svöruðu þessu með
tilkynningu í gær þar sem segir að fé-
lögin muni ekki láta hræða sig frá því
að álykta á sínum þingum ,,um það
sem brennur á okkar fólki eða standa
fast á okkar réttmætu og eðlilegu
kröfum.“ Þessi málatilbúnaður sveit-
arfélaganna stuðli ekki að lausn alvar-
legrar deilu. Er ábyrgðinni á mögu-
legum afleiðingum þessa vísað á
sveitarfélögin.
SA segir allt gert á forsendum
Lífskjarasasamningsins
Nýr kjarasamningur var undirrit-
aður í gær milli Blaðamannafélags Ís-
lands (BÍ) og útgáfufélagsins Birt-
ings, sem gefur út tímaritin
Gestgjafann, Vikuna, Hús og hýbýli
og dagblaðið Mannlíf. Samningur BÍ
og Birtings gildir til 1. nóvember
2022. Samkomulag er hins vegar ekki
í sjónmáli milli BÍ og Samtaka at-
vinnulífsins fyrir hönd þeirra miðla
sem eru innan SA en sáttafundur í
deilunni er boðaður í dag.
Spurður um stöðuna í kjaradeil-
unni við blaðamenn sagði Halldór
Benjamín Þorbergsson, fram-
kvæmdastjóri SA, í gær: ,,Við nálg-
umst alla okkar viðsemjendur af virð-
ingu og yfirvegun og við höfum leitt
til lykta um 96% af þeim samningum
sem SA gerir og það hefur allt verið
gert á sömu forsendum, á forsendum
Lífskjarasamningsins.“
Boðað hefur verið til atkvæða-
greiðslu á morgun um vinnustöðvanir
blaðamanna á miðlum sem eru innan
SA, þ.e. á Morgunblaðinu, Frétta-
blaðinu, RÚV og Sýn. Hjálmar Jóns-
son, formaður BÍ, hefur sagt að ekk-
ert hafi hreyfst í samningamálum
þeirra eftir sjö mánaða viðræður og
skjalfest sé hjá ríkissáttasemjara
með tilboði SA að blaðamönnum séu
boðnar minni kjarabætur en samist
hefur um við aðra á árinu.
„Alger trúnaðarbrestur“
SNS vísar deilum við SGS/Eflingu BÍ semur við Birting
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Talsvert færri útselskópar voru
taldir í Surtsey í haust heldur en
fyrir tveimur árum. Í ferð á vegum
vísindamanna hjá Náttúru-
fræðistofnun Íslands 18. október
voru taldir 62 kópar en þeir voru
134 haustið 2017. Það er mesti fjöldi
útselskópa sem taldir hafa verið í
Surtsey.
Tilgangur ferðarinnar yfir Surts-
ey var að fá yfirlit um dreifingu og
fjölda selkópa í látrinu, sem er á
norðurtanga eyjarinnar. Meðal ann-
ars til að kanna hvort selirnir hafi
átt þátt í gróðurframvindu á tang-
anum undanfarin ár, en þar hefur
gróður aukist mjög á sama tíma og
selum hefur fjölgað.
Guðmundur A. Guðmundsson,
dýravistfræðingur hjá Náttúru-
fræðistofnun , sem fór í talningar-
flugið ásamt Borgþóri Magnússyni,
plöntuvistfræðingi og verkefnis-
stjóra, segir að talningin hafi verið
gerð á þeim tíma sem vænta megi
að flestar urtur hafi kæpt og taln-
ingin eigi því að gefa nokkuð góða
mynd, en yfirleitt er talið fjórum
sinnum í svona selatalningu til þess
að ná utan um breytileika í tíma.
Kóparnir voru á aðeins mismun-
andi aldri og hugsanlega hefur ekki
verið fullkæpt í látrinu, að sögn
Guðmundar. Eigi að síður sé ljóst
að selirnir hafi verið mun færri en
fyrir tveimur árum og fjöldinn verið
í samræmi við það sem var í fyrri
talningum.
Hliðstætt mávabyggðinni
Guðmundur segir að sums staðar
á norðurtanganum hafi verið grænn
gróður, sem væntanlega megi
tengja úrgangi frá selunum. Það sé
hliðstæða við mávabyggðina sem
hafi gróið upp sunnar á eynni, sem
hefur staðið yfir í mun lengri tíma.
Surtsey varð til í neðansjávareld-
gosi í nóvember 1963 og er friðlýst
sem friðland. Til stóð að nota dróna
við selatalninguna og hafði Um-
hverfisstofnun veitt leyfi fyrir því
verkefni. Frá því var horfið og í
staðinn flogið yfir á tveggja hreyfla
flugvél og norðureyjan mynduð í
bak og fyrir í þokkalegu veðri.
Útsel hefur fækkað í Surtsey
Metið hvort selir hafi átt þátt í framvindu gróðurs Grænn gróður í látrinu
Ljósmynd/Náttúrufræðistofnun Íslands
Surtsey Nokkrir þeirra 62 útselskópa sem taldir voru af lóðréttum myndum sem teknar voru í 2.000 feta hæð.
Seðlabanki Íslands sendi frá sér til-
kynningu í gær þar sem sagt er að
húsleit lögreglunnar í húsnæði
Samherja árið 2012 hafi verið á vit-
orði margra og ekkert liggi fyrir
um að upplýsingum hafi verið lekið
frá Seðlabankanum til RÚV.
Þrátt fyrir það liggur fyrir að þá-
verandi framkvæmdastjóri gjald-
eyriseftirlits bankans hafi verið í
samskiptum við fréttamann RÚV í
rúman mánuð áður en húsleitin fór
fram.
Fréttamaðurinn sendi fram-
kvæmdastjóranum uppkast að frétt
með tölvupósti þar sem húsleit-
arinnar var getið daginn áður en
hún fór fram. Þeim tölvupósti var
ekki svarað, samkvæmt tilkynningu
bankans.
Morgunblaðið/Ómar
Banki Rannsókn á meintum leka Seðla-
bankans hefur verið vísað til lögreglu.
Húsleitin hafi verið
á vitorði fjölda fólks
Dolorin
Hita- og verkjastillandi paracetamól
Á HAGSTÆÐUVERÐI!
Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220 Hafnarfjörður | www.wh.is
Lesiðvandlegaupplýsingarnaráumbúðumogfylgiseðli
fyrir notkun lyfsins.
Leitið til lækniseða lyfjafræðingsséþörfá frekari
upplýsingumumáhættuogaukaverkanir.
Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is
Þú færð
Dolorin í næsta
apóteki
Dolorin500mg
paracetamól töflur -
20stkog30stk