Morgunblaðið - 10.02.2019, Side 1

Morgunblaðið - 10.02.2019, Side 1
VILL BREYTA ÚRGANGI ÍVERÐMÆTITÆKNI OG SÁLFRÆÐI Hauslaus vélrænn hundur iðnaðarmönnum til aðstoðar. 4 Hugbúnaður getur verið lykillinn að því að stuðla með betri hætti að andlegri heilsu starfsmanna. 6 VIÐSKIPTA 4 Berglind Rán Ólafsdóttir hjá ON, sem gekk nýlega til liðs við lúðrasveit, segir mörg tækifæri felast í því að stefna að hringrásarhagkerfinu. MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2019 Skuldabréfaeigendur með nýtt fé Áætlun nýrra forsvarsmanna fasteignasjóðsins GAMMA: No- vus, sem lækkaði metið eigið fé sitt úr um 3,9 milljörðum króna niður í 40 milljónir króna á mánudag, felur meðal annars í sér að skuldabréfaeigendur sem keyptu í skuldabréfaútboði fast- eignafélagsins Upphafs, sem er að fullu í eigu GAMMA: Novus, í maí sl., komi með nýtt fé inn í félagið til að bæta stöðu þess. Nafnvirði útgáfunnar í maí var 2,7 milljarðar króna, en um það bil 20 aðilar keyptu í því útboði. Máni Atlason nýráðinn framkvæmdastjóri GAMMA Capital Management hf., sem er í eigu Kviku banka, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að fjárfestarnir hafi nokkra daga til að meta hvort þeir taki þátt í nýju skuldabréfaútboði. „Upphaf er núna í framkvæmdafasa og ljóst að fyrri áætlanir um fjárþörf vegna framkvæmdanna standast ekki. Það er því nauðsynlegt að fá inn nýtt fé, annars stoppa allar framkvæmdir. Vinna við öflun fjármagns er langt komin. Það eru mikil verðmæti inni í félag- inu og við teljum okkur hafa lagt fram trúverðuga áætlun sem er líkleg til að verja verðmæti skuldabréfaeigenda en það er ljóst að kröfuhafar Upphafs þurfa að vinna með okkur að lausn málsins,“ segir Máni. Fundur kröfuhafa hefur verið boðaður og verður haldinn í næstu viku. Eins og kom fram í máli Sigurðar Viðarssonar, forstjóra TM, í frétt í Morgunblaðinu í gær, var stöðunni [stöðu Upphafs] lýst sem „allt annarri“, eins og Sigurður orðaði það, þegar skulda- bréfin voru seld í maí. Sagðist hann halda að skuldabréfa- eigendur myndu vilja skoða málið vel. TM var einn fjárfesta í því útboði. Máni segir að nýtt teymi hafi komið inn í GAMMA í júlí og hann sjálfur um helgina. Hann geti því ekki svarað til um skuldabréfaútboðið í maí sl. „Við komum að sjóðnum nýlega. Allur okkar fókus er á að upplýsa fjárfesta um stöðu mála og að verja verðmæti eigna sjóðsins.“ Að sögn Mána eru helstu ástæður á miklum mun á mati á virði eigin fjár sjóðsins endurmat á endursöluvirði og kostn- aðarhækkanir. „Svo beitum við annarri aðferð við að meta fjár- magnskostnað en fyrri umsjónarmenn sjóðsins gerðu.“ Gamma: Anglia lækkar einnig mikið Auk GAMMA: Novus hefur gengi annars fagfjárfestasjóðs GAMMA, GAMMA: Anglia verið fært úr 105 í 55. Þannig hefur virði hans lækkað úr jafnvirði 2,6 milljörðum króna í tæpan 1,5 milljarð króna. „Okkar ráðgjafar eru í Bretlandi núna að fara í saumana á því verkefni einnig,“ segir Máni. Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Fjárfestar sem keyptu skuldabréf fasteigna- félagsins Upphafs, sem er í eigu fasteigna- sjóðsins GAMMA: Novus, funda með GAMMA í næstu viku. Morgunblaðið/RAX Fasteignasjóðirnir GAMMA: Anglia og GAMMA: Novus eiga í fjárhagsvanda, en unnið er að lausn málsins. EUR/ISK 2.4.‘19 1.10.‘19 145 140 135 130 125 135,95 135,4 Úrvalsvísitalan 2.200 2.100 2.000 1.900 1.800 1.700 1.600 2.4.‘19 1.10.‘19 1.936,43 1.924,22 „Hér er ekki atvinnumennska og við höfum ekki beint Ísland sem heima- markað eins og flest önnur lönd hafa,“ segir knattspyrnuumboðs- maðurinn Bjarki Gunnlaugsson sem hefur ásamt Magnúsi Agnari Magn- ússyni starfað undir merkjum Total Football undanfarin ár, en tilkynnt var í síðustu viku að þeir félagar hefðu samið við stærstu umboðs- mannaskrifstofu í heimi á sviði íþrótta, Stellar Group. Í ítarlegu við- tali á miðopnu ViðskiptaMoggans í dag er fjallað um starf knattspyrnu- umboðsmanna hér á landi, en ís- lenskar umboðsmannaskrifstofur búa við annan veruleika en gengur og gerist annars staðar fyrir þær sakir að hér er ekki atvinnumanna- deild. Greiðslur íslenskra félaga til umboðsskrifstofa, innlendra sem er- lendra, námu fimm milljónum króna frá apríl 2017 til apríl 2018. Er það sáralítið í samanburði við Dan- mörku, svo dæmi sé tekið, en greiðslur danskra knattspyrnuliða til umboðsskrifstofa námu 66 millj- ónum danskra króna, um 1,2 millj- örðum króna árið 2018. „Veltan á markaðnum er mjög óveruleg hérna heima. Við tökum aðeins eitthvað fyrir ef leikmaður er að koma frá út- löndum. Þetta er nokkuð sem við byrjuðum að gera á síðustu tveimur árum. Þá eru kannski þrjú til fjögur lið að berjast um leikmanninn og það getur verið mikil vinna á bak við það fyrir okkur. Íslensku liðin eru að borga erlendum umboðsmönnum fyrir sömu vinnu og ég sé ekki af hverju við ættum að gefa þá vinnu,“ segir Bjarki í samtali við ViðskiptaMoggann. Hafa ekki Ísland sem heimamarkað Morgunblaðið/Árni Sæberg Bjarki Gunnlaugsson, umboðs- maður hjá Stellar Group. Bjarki og Magnús sömdu við umboðsmannaskrif- stofuna Stellar Group. 8 Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í. Endurskoðun | Skattur | Ráðgjöf Ernst & Young ehf. Borgartúni 30, 105 Reykjavík ey.is Alþjóðleg þekking - persónuleg þjónusta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.