Morgunblaðið - 10.02.2019, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2019FRÉTTIR
Aldrei hafa verið fleiri meðlimir í
viðskiptaklúbbi Morgunblaðsins,
Kompaníi, heldur en í fyrra, en
klúbburinn stendur þessa dagana
fyrir markaðsráðstefnu, níunda árið
í röð, þar sem Morgunblaðið býður
völdum fyrirtækjum ár hvert. Í ár er
lögð áhersla á það hvernig hámarka
megi árangur og auka sölu með
skipulögðum og sýnilegum auglýs-
ingum. Aðalfyrirlesari ráðstefn-
unnar er Craig McNerlin, sem hefur
í mörg ár starfað við það að byggja
upp öflug sölu- og markaðsteymi,
m.a. hjá Michelin Tyres. Að sögn
Silju Jóhannesdóttur, markaðs-
stjóra söludeildar Árvakurs, greindi
McNerlin frá fróðlegum niður-
stöðum úr rannsóknum sem snúa að
vörumerkjum og vörumerkjavitund
„sem sýna það raunar að hefð-
bundnir fréttafjölmiðlar eru það sem
almenningur treystir best á og að
þeir séu best til þess fallnir að
byggja upp vöruverki og vöru-
merkjavitund,“ segir Silja.
Morgunblaðið/Eggert
Fyrirlestur Mcnerlin var vel sóttur en ráðstefnan stendur yfir til 3. október.
Metfjöldi meðlima
hjá Kompaníi í fyrra
Allir sem mætt hafa í vinnuna illa
fyrir kallaðir vita hversu miklu máli
andleg vellíðan skiptir fyrir afköst
og starfsánægju. Ekki er nóg með
það, heldur þarf að gæta þess að
kulnun nái ekki að skjóta rótum og
smám saman spilla bæði andlegri
og líkamlegri heilsu, allt þar til
stoðirnar bresta með einum eða
öðrum hætti.
Sigrún Þóra Sveinsdóttir segir
hægara sagt en gert fyrir bæði
stjórnendur og almenna starfsmenn
að koma auga á einkenni andlegra
vandamála á vinnustað, en til mikils
sé að vinna að geta dregið upp sem
gleggsta mynd af andlegri heilsu
vinnustaðarins. „Það sem gerir
þetta vandamál svo erfitt viðeignar
er hvað andleg líðan fólks getur
verið ósýnileg, og erfiðleikarnir
koma ekki í ljós fyrr en þeir eru
orðnir mun erfiðari við að eiga og
fólk hreinlega dettur úr starfi.“
Sigrún, sem er klínískur sálfræð-
ingur, setti sprotafyrirtækið Pro-
ency á laggirnar með manni sínum
Stefni Húna Kristjánssyni verk-
fræðingi. Í stuttu máli notar Pro-
ency háþróaðan hugbúnað til að
hjálpa fyrirtækjum og stofnunum
að meta og bæta andlega heilsu
starfsfólks, og nýtir til þess m.a.
gervigreind og viðurkenndar
sálfræðilegar aðferðir. Verkefnið
tók þátt í Startup Reykjavík og
munu prófanir á hugbúnaðinum
hefjast innan skamms.
Inngrip fyrr
Hugmyndin kviknaði hjá Sigrúnu
þegar hún starfaði sem lögreglusál-
fræðingur og sá hve miklu það gat
breytt að bregðast fyrr við and-
legum veikindum starfsfólks, og
vandræðum á borð við kulnun, dep-
urð og streitu. Á sama tíma kom
Stefnir, sem þá var í námi við
Tækniháskólann í Stokkhólmi, auga
á hvernig hagnýta mætti tæknina
með viðurkenndum sálfræðilegum
aðferðum. „Með því að sjá sem
fyrst að tekið er að halla undan fæti
má grípa inn í og bæta andlega
heilsu fólks áður en það verður að
stóru vandamáli sem haft getur
slæmar afleiðingar bæði fyrir ein-
staklinginn sjálfan og fyrir vinnu-
staðinn.“
Hugbúnaður Proency virkar
þannig að hver og einn starfsmaður
fær endrum og sinnum meldingu
um að svara nokkrum spurningum
á sínu persónulega vefsvæði, sem
nálgast má úr hvaða tölvu eða
snjallsíma sem er. „Við byrjum á
meðallöngum spurningalista en eft-
ir það koma styttri spurningalistar
til að fylgjast með líðan fólks frá
einu tímabili til annars. Spurning-
arnar byggja á stöðluðum sál-
fræðilegum spurningalistum og
leita m.a. að einkennum depurðar
og kvíða, en skima líka eftir já-
kvæðum breytum eins og bjart-
sýni,“ útskýrir Sigrún.
Gervigreind metur svörin og
sendir starfsmanni ábendingu ef
eitthvað bendir til að hann hefði
gott af að ræða málin við fagaðila.
„Stjórnendur fá ekki að vita neitt
um svör einstakra starfsmanna, og
þannig er gengið frá hugbúnaðinum
að meira að segja við sem sköffum
þjónustuna höfum enga leið til að
nálgast svörin. Aftur á móti geta
stjórnendur fengið niðurstöður fyr-
ir stærri hópa, s.s. allan vinnustað-
inn eða tilteknar deildir þar sem þá
vinna a.m.k. tíu manns.“
Virkar hópeflið?
Sigrún leggur á það áherslu að
stíga þurfi varlega til jarðar enda
vinnur Proency með viðkvæmar
heilsufarsupplýsingar. „En með því
að sjá þróunina hjá tíu manna hópi,
sem gæti t.d. verið tiltekin deild,
má koma auga á hættumerkin og
mögulega grípa til aðgerða hja við-
komandi deild.“
Með hugbúnaðinum má ekki að-
eins koma fyrr auga á möguleg
vandamál, heldur líka byrja að
greina með nákvæmum hætti hvað
það er í vinnuumhverfinu sem getur
valdið því að andleg líðan starfs-
manna versnar eða skánar. „Ætti
t.d. að vera hægt að sjá það svart á
hvítu ef átaksverkefni eins og hóp-
efli og námskeið skila tilætluðum
árangri.“
Mikið er í húfi og bendir Sigrún
á að hjá Íslendingum á aldrinum
18-40 ára séu geðraskanir helsta
ástæðan fyrir örorku, en með því að
greina einkenni röskunar fyrr og
veita fólki þann stuðning sem það
þarf mætti mögulega forða því að
andlegir kvillar nái svo alvarlegu
stigi að skerði getu fólks til að taka
eðlilegan þátt í samfélagi og vinnu-
markaði. „Þá má vísa í greiningu
sem gerð var á vegum alþjóðlega
endurskoðunarfyrirtækisins Delo-
itte, sem sýndi að verkefni sem
fólst í andlegri heilsueflingu yfir
netið skilaði fimm dala ávinningi
fyrir hvern dal sem settur var í efl-
inguna,“ segir hún en auk þess að
greina andlega líðan starfsfólks
býður Proency upp á upplýsingar
og æfingar sem eiga að hjálpa fólki
að halda góðri andlegri heilsu.
Vakta andlega
heilsu starfs-
fólks með
gervigreind
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Sprotinn Proency þróar
hugbúnað sem m.a. hjálp-
ar stjórnendum að koma
fyrr auga á merki um and-
leg vandamál og vanlíðan.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Stefnir Kristjánsson og Sigrún Þóra Sveinsdóttir vilja nýta gervigreind við að uppgötva andleg vandamál.