Morgunblaðið - 10.02.2019, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2019 11
Síðustu árgangar makríls eru metnir
stórir og góð nýliðun, en óvissa í
stofnmatinu er hins vegar veruleg og
gögn misvísandi. Í kolmunna hefur
nýliðun verið léleg síðustu þrjú ár og
viðbúið að stofn-
inn minnki. Í síld
hafa flestir ár-
gangar verið lé-
legir í mörg, ár,
en að sögn Guð-
mundar Óskars-
sonar, fiskifræð-
ings á Hafrann-
sóknastofnun og
formanns vinnu-
nefndar ICES sem fjallar um þessa
stofna, lofar árgangurinn frá 2016
mjög góðu.
Mikið af þriggja ára síld
„Smám saman hefur þessum
gömlu einstaklingum í síldarstofn-
inum, sem borið hafa uppi veiðina,
farið fækkandi,“ segir Guðmundur.
„Núna sjáum við hins vegar stóran
árgang frá 2016 vera að koma upp í
norðanverðu Noregshafi og sérstak-
lega í Barentshafi. Við höfum aldrei
mælt eins mikið af þriggja ára síld í
Barentshafi eins og gert var í maí síð-
astliðnum. Reikna má með þessum
árgangi í veiðina að einhverju leyti á
næsta ári, en síðan af meiri krafti
2021. Það er auðvitað óvissa um
stærð þessa árgangs og stofnmatið
tekur til dæmis lítið tillit til hans
ennþá.“
Guðmundur segir að makrílstofn-
inn hafi verið metinn stærri með
hverju árinu, nýliðun hafi verið góð
og sterkir árgangar séu að koma inn.
Hins vegar sé talsverð óvissa í stofn-
matinu og gögn misvísandi. Þannig
séu niðurstöður fjölþjóðlegs eggja-
leiðangurs í vor og einnig 2016 langt
fyrir neðan stofnmatið. Niðurstöður
sumarleiðangurs Íslendinga, Norð-
manna og Færeyinga í ár hafi hins
vegar sýnt hæstu mælingu frá upp-
hafi þessa verkefnis.
Í fyrrnefndum eggjaleiðangri varð
vart við hrygningu makríls í íslenskri
lögsögu suður og suðaustur af land-
inu. Egg fundust víða, en þéttleiki var
ekki mikill. Meginhrygning makríls
er í Biskajaflóa og vestur af Bret-
landseyjum.
Þrátt fyrir talsverða veiði umfram
ráðgjöf síðustu ár eru þessir þrír
stofnar stórir. Ekki er í gildi sam-
komulag um stjórnun veiða úr þess-
um stofnum og hefur afli verið tals-
vert umfram ráðgjöf síðustu ár, t.d.
4-42% í síld og 16-66% í kolmunna.
Í norsk-íslenskri síld ráðleggur
ICES að afli ársins 2020 verði ekki
meiri en 526 þúsund tonn. Ráðgjöf yf-
irstandandi árs var 589 þúsund tonn
og er því um að ræða 11% lækkun í
tillögum ráðsins um afla næsta árs.
Ástæða þess er fyrst og fremst að
stofninn er enn á niðurleið eftir slaka
nýliðun um árabil. Áætlað er að heild-
arafli ársins 2019 verði um 774 þús-
und tonn, sem er 31% umfram ráð-
gjöf.
Í makríl leggur ICES til að afli árs-
ins 2020 verði ekki meiri en 922 þús-
und tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs
var 770 þúsund tonn og er því um að
ræða tæplega 20% aukningu í til-
lögum ráðsins um afla næsta árs.
Hins vegar er áætlað að heildaraflinn
2019 verði um 835 þúsund tonn eða
rúm 9% umfram ráðgjöf.
Sterkir árgangar
Samkvæmt stofnmati stækkaði
hrygningarstofn makríls frá 2007,
náði hámarki 2014, en hefur farið
minnkandi síðan. Frá aldamótum
hefur nýliðun að jafnaði verið góð og
allir árgangar síðan 2011 eru metnir
yfir meðalstærð. Nú eru tveir
stærstu árgangar tímaraðarinnar, frá
2016 og 2017, að ganga inn í hrygn-
ingar- og veiðistofninn og er það með-
al ástæðna fyrir aukningu í ráðgjöf.
Makríll hefur gengið á Íslandsmið í
fæðuleit yfir sumarmánuðina í ríflega
áratug. Niðurstöður fyrrnefnds tog-
leiðangurs í NA-Atlantshafi síðast-
liðin sumur benda til að minna magn
af makríl hafið verið innan íslenskrar
lögsögu árin 2018-2019 samanborið
við árin 2012-2017. Á hafsvæðinu öllu
mældist hins vegar meira af makríl í
sumar en áður.
Minnkandi stofn
Í kolmunna leggur ICES til að afli
ársins 2020 verði ekki meiri en 1,161
milljón tonn. Ráðgjöf fyrir árið 2019
var mjög svipuð, eða 1,14 milljón
tonn, en gert er ráð fyrir að aflinn á
árinu verði um 1,44 milljón tonn, 26%
umfram ráðgjöf. Talið er að stofninn
muni líklega minnka næstu árin og að
sama skapi muni aflamark lækka
þegar litlu árgangarnir frá 2016-2018
koma að fullu inn í veiðistofninn.
Bætt við í makríl, samdráttur í síld
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Aukning í makríl um 20%,
lítil breyting í kolmunna en
11% samdráttur í norsk-
íslenskri síld eru megin-
niðurstöður í ráðgjöf Al-
þjóðahafrannsóknaráðsins
(ICES) fyrir næsta ár. Afli
hefur verið umfram ráðgjöf
síðustu ár.
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
Aflaskipið Börkur, en uppsjávarskipin eru þessa dagana á síldveiðum fyrir austan land, síðan tekur kolmunninn við.
Afurðaverð á markaði
1. október 2019, meðalverð, kr./kg
Þorskur, óslægður 408,57
Þorskur, slægður 532,98
Ýsa, óslægð 289,79
Ýsa, slægð 279,08
Ufsi, óslægður 152,46
Ufsi, slægður 173,63
Gullkarfi 290,35
Blálanga, óslægð 239,79
Langa, óslægð 236,04
Langa, slægð 241,01
Keila, óslægð 94,38
Keila, slægð 135,78
Steinbítur, óslægður 236,35
Steinbítur, slægður 375,20
Skötuselur, slægður 397,57
Grálúða, slægð 472,68
Skarkoli, slægður 369,18
Þykkvalúra, slægð 625,95
Langlúra, óslægð 242,00
Bleikja, flök 1.600,63
Hlýri, óslægður 233,81
Hlýri, slægður 281,24
Lúða, óslægð 545,00
Lúða, slægð 578,76
Lýsa, óslægð 92,31
Skata, óslægð 19,00
Stóra brosma, óslægð 13,00
Stórkjafta, slægð 73,83
Undirmálsýsa, óslægð 182,78
Undirmálsýsa, slægð 182,94
Undirmálsþorskur, óslægður 220,07
Undirmálsþorskur, slægður 243,00
Veiðar á þeim
uppsjávarteg-
undum sem
ICES gaf út
ráðgjöf fyrir í
gær eru meðal
helstu stoða í
íslenskum
sjávarútvegi.
Ekki liggja fyrir
samningar á
milli strand-
ríkja um stjórnun veiðanna og
þetta ár ákvað Kristján Þór Júl-
íusson, sjávarútvegsráðherra, eft-
irfarandi heildarkvóta Íslendinga í
þessum tegundum:
Norsk-ísl. síld 102.174 tonn.
Makríll: 140 þúsund tonn.
Kolmunni: 241.000 tonn.
Mikill afli upp-
sjávarskipa
Guðmundur
Óskarsson
Suðurlandsbraut 6, 108 Rvk | S. 419 9000 | info@handafl.is | handafl.is
VANTAR ÞIG STARFSFÓLK?
Við útvegum hæfa starfskrafta
í flestar greinar atvinnulífsins
Traust og fagleg starfsmannaveita
sem þjónað hefur íslenskum fyrirtækjum í áraraðir
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum