Morgunblaðið - 23.10.2019, Síða 2

Morgunblaðið - 23.10.2019, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019FRÉTTIR Glerborg Mörkinni 4 108 Reykjavík 565 0000 glerborg@glerborg.is www.glerborg.is 2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG FÁÐU TILBOÐ ÞÉR AÐ KOSTNAÐAR- LAUSU Ertu að byggja eða þarf að endurnýja gamla glerið? Það skiptir miklu máli að velja einangrunargler sem reynist vel við íslenskar aðstæður. Fáið tilboð hjá Glerborg í Mörkinni 4 eða á heimasíðunni okkar WWW.GLERBORG.IS Mesta lækkun Mesta hækkun VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) HEIMA 0,0% 1,18 MAREL +7,71% 587 S&P 500 NASDAQ -0,14% 8.145,744 +0,41% 3.010,16 +0,42% 7.212,49 FTSE 100 NIKKEI 225 23.4.‘19 23.4.‘1922.10.‘19 1.600 80 1.719,0 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. 59,64+0,34% 22.548,9 74,51 40 2.000 22.10.‘19 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) 1.865,85 Sean Kidney, framkvæmdastjóri og stofnandi Climate Bonds Initiative, CBI, segir í samtali við Viðskipta- Moggann að Ísland gæti orðið fyrsta þjóðríkið í sögunni til að gefa ein- göngu út græn skuldabréf. Einkenni slíkra skuldabréfa eru að þau eru eyrnamerkt umhverfisvænum verk- efnum. Kidney, sem fundaði fyrr í vikunni með forsætisráðherra, fjármála- ráðherra og umhverfisráðherra, og talaði jafnframt á fundum með fjár- festum og útgefendum skuldabréfa, segir að viðtökur við máli hans hafi verið góðar. Íslenski markaðurinn sé enda mjög móttækilegur fyrir um- ræðu um umhverfismál. Þar sé Ís- land framar en margar aðrar þjóðir og það auðveldi alla umræðu. „Það er líka mjög mikill áhugi á málinu hjá íslenskum fjárfestum, og grænar skuldabréfaútgáfur hér á landi hafa fengið allt að tífalda umframeft- irspurn,“ segir Kidney, sem kom til landsins í boði Fossa markaða, sem gengið hafa til liðs við CBI sem bak- hjarl, fyrst íslenskra fyrirtækja, eins og greint var frá í Morgunblaðinu um síðustu helgi. Veita ríkisstjórnum ráðgjöf Eins og þar kom fram einnig eru CBI alþjóðleg samtök sem vinna að því að virkja skuldabréfamarkaði á heimsvísu í þágu umhverfismála, og veita ríkisstjórnum víða um heim ráðgjöf í þeim efnum. „Ég er hér í raun til að tala fyrir þeim hugmyndum að Ísland kynni það sem hér er verið að gera í þess- um efnum, um allan heim. Hér eru mörg góð verkefni sem heimurinn þarf að fá að vita meira um,“ segir Kidney og nefnir þar til dæmis Carb- Fix-verkefnið í Hellisheiðarvirkjun. Þar er koltvísýringur, sem kemur upp með jarðhitavökva, bundinn í bergi í grennd virkjunarinnar. Kidney segir að auk þess að státa af góðum verkefnum á sviði um- hverfismála sé hér á landi virkur eignastýringargeiri og vel fjármagn- aðir lífeyrissjóðir, sem ekki sé endi- lega mjög algengt í heiminum í dag. „Það sem heimurinn þarfnast þessi misserin eru góðar fyrir- myndir. Innan tíu ára þurfa öll lönd í heiminum að hafa sett þetta á dag- skrá, og hér væri hægt að hefja þessa vegferð.“ Stórt viðskiptatækifæri Kidney segir að um leið og Ísland geti dregið vagninn í þessum efnum og verið fyrirmynd annarra þjóða geti íslensk fyrirtæki einnig notið góðs af þessu. „Ég tel að hér á landi sé risastórt tækifæri til að fara í út- rás með íslenska sérfræðiþekkingu á sviði jarðvarma. Einnig er stórt við- skiptatækifæri fyrir Íslendinga að selja þekkingu og reynslu í að stjórna náttúruauðlindum. Það er nokkuð sem heimurinn þarf á að halda. Að auki hafið þið aðgang að fjármagni innanlands og þurfið ekki að leita til annarra landa. Það myndi koma íslenskum lífeyrisþegum til góða í framtíðinni, því þarna yrðu byggðar upp eignir sem nýttust til arðgreiðslu á komandi árum. Ísland gæti gert það sama með hreina orku og Norðmenn hafa gert með olíu- sjóðnum sínum.“ Að sögn Kidneys eru græn skulda- bréf hraðast vaxandi verðbréfa- afurðin í heiminum í dag. Í fyrra voru að hans sögn gefin út bréf fyrir 167 milljarða bandaríkjadala, á þessu ári verði talan 250 milljarðar og á næsta ári segir hann að stefni í allt að 400 milljarða dala útgáfu. „Um mitt næsta ár verður útgáfan samtals komin í eina trilljón banda- ríkjadala.“ Ísland gæti orðið fyrst með eingöngu græn skuldabréf Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Sérfræðingur á sviði grænna skuldabréfa segir að útgáfa slíkra bréfa sé sú sem eykst hraðast í heim- inum í dag. Morgunblaðið/Eggert Andri Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Fossum mörkuðum, og Sean Kidney frá CBI. Fossar hafa verið leiðandi í útgáfu grænna skuldabréfa. UPPGJÖR Hagnaður stoðtækjafyrirtækisins Össurar nam 15 milljónum banda- ríkjadala, 1,8 milljörðum króna, á þriðja ársfjórðungi og dróst saman um 6,25% miðað við sama tíma í fyrra. Sölutekjur námu 168 millj- ónum bandaríkjadala, 21 milljarði króna, á þriðja ársfjórðungi og jukust um 16%. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og skatta (EB- TIDA) nam 40 milljónum bandaríkja- dala í fjórðungnum fyrir einskipt- isliði, um 5 milljörðum króna, og jókst um 34% frá sama tímabili í fyrra. Sé litið til fyrstu níu mánaða ársins nem- ur hagnaður Össurar 51 milljón bandaríkjadala, 6,3 milljörðum króna, og jókst hann um 12% miðað við sama tíma í fyrra en sölutekjur námu 507 milljónum dala og jukust um 14%. Innri vöxtur í stoðtækjum var 6% í fjórðungnum og innri vöxtur í spelk- um og stuðningsvörum var 5%. Góð- ur söluvöxtur skýrist einna helst af aukinni sölu á hátæknivörum og nýj- um vörum, segir í tilkynningu. Hagnaður Össurar jókst um 12% milli ára á fyrstu 9 mánuðum 2019.. 2 milljarða hagnaður ALÞJÓÐAFJÁRMÁL Þegar Ísland var á dögunum sett á svokallaðan gráan lista FATF, al- þjóðlegs starfshóps um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, var það ekki í fyrsta sinn sem nafn David Lewis, fram- kvæmdastjóra FATF, kom við sögu þegar Ísland á í hlut á alþjóðavett- vangi í tengslum við fjármálakerfi landsins. Var hann meðal annars hátt settur í sérstakri skrifstofu breskra stjórnvalda gegn skipu- lagðri glæpastarfsemi (Serious Org- anized Crime Agency) frá 2007 til 2009, en í október 2008 beittu bresk stjórnvöld hryðjuverkalögum til þess að frysta eignir íslenskra stjórnvalda. Ráðgjafi á tímum Icesave-deilu Á árunum 2009 til 2015 var Lewis forstöðumaður teymis bresku ríkis- stjórnarinnar gegn fjármálaglæpum og sérstakur ráðgjafi breska fjár- málaráðuneytisins hvað varðar pen- ingaþvætti og fjármögnun hryðju- verka. Á þessum árum voru miklar deilur milli íslenskra og breskra stjórnvalda vegna Icesave- sparireikninga dótturfélags gamla Landsbanka. Lewis tók við starfi sínu sem framkvæmdastjóri FATF árið 2015 og er sagður ábyrgur fyrir samþætt- ingu og stjórnun starfs FATF er snýr að peningaþvætti og að sporna við fjármögnun hryðjuverka og ger- eyðingarvopna samkvæmt heima- síðu FATF. Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu gæti Ísland losnað af gráa listanum í febrúar á næsta ári, þegar landið hefur uppfyllt þrjú atriði af 51 sem samtökin höfðu bent á að upp á vantaði í peningaþvættis- vörnum Íslands. gso@mbl.is FATF-stjóri í ráðu- neyti á tímum Icesave Morgunblaðið/Ómar Bæta þarf m.a. aðgang að upplýs- ingum um raunverulega eigendur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.