Morgunblaðið - 23.10.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.10.2019, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019FRÉTTIR Það er alltaf ögn erfiðara að reka ferðaskrifstofu á Íslandi þegar viðr- ar vel á sumrin. Þráinn hefur því ef- laust óskað ögn fleiri rigningardaga í sumar, enda var teflt djarft hjá VITA með því að bjóða upp á tvær vélar á viku til Alicante og Tenerife, auk vikulegra ferða til Almería og Kanaríeyja. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin? Við erum mjög háð gengi krón- unnar gagnvart bandaríkjadal og evru. Við kaupum gistingu í evrum og flug í dölum, en allur rekstrar- kostnaður á skrifstofu er í krónum. Það er því undirliggjandi gengis- áhætta í rekstrinum sem maður þarf stöðugt að vera á varðbergi fyrir. Einnig hefur gengið mikil áhrif á út- söluverðið en við erum þessa dagana að auglýsa ferðir fyrir sumarið 2020. Hver var síðasta ráðstefnan sem þú sóttir? Fór í vor á tæknisýningu í London sem snýr eingöngu að ferðaþjónustu. Það er margt að þróast og breytast í bransanum og maður þarf að fylgj- ast mjög vel með. En á endanum snúast viðskiptin að sjálfsögðu um verð, gæði og aðgang að vörunum sem maður er að selja og markaðs- setja. Hvaða hugsuður hefur haft mest áhrif á hvernig þú starfar? Mér fannst mjög gaman að lesa ævisögu Steves Jobs og það má taka hann til fyrirmyndar um margt í markaðssetningu. Honum fannst t.a.m. það eiga að vera gam- an að taka umbúðir af vörunum sem maður kaupir, sem eykur einmitt spenningin fyrir Apple-vörunum. Hvernig heldurðu þekkingu þinni við? Ég fer á ráðstefnur um ferðamál a.m.k. tvisvar á ári og einnig sæki ég ýmsar ráðstefnur sem haldnar eru hérlendis. Þessu til viðbótar les ég greinar og fer á endurmennt- unarnámskeið sem snúa mest að kerfum og nýjum aðferðum. Hugsarðu vel um líkamann? Ég reyni að komast í ræktina tvisvar eða þrisvar í viku en það gengur ekki alltaf upp. Á sumrin stunda ég golf af kappi og það er lúmsk hreyfing enda gengur maður yfir 10 km á 18 holu hring. Hvað myndirðu læra ef þú fengir að bæta við þig nýrri gráðu? Ég myndi læra tölvugreind og fræðast um fjórðu iðnbyltinguna sem er að skella á okkur. Það gefur okkur tækifæri á að þróa störfin þannig að þau verði skemmtilegri og að tölvurnar sjái meira um venjubundna rútínu. Hvaða kosti og galla sérðu við rekstrarumhverfið? Við erum á litlum markaði og mjög háð genginu á íslensku krón- unni sem getur sveiflast mjög mik- ið á stuttum tíma. Það væri mun einfaldara fyrir okkur ef við tækj- um upp aðra mynt sem fleiri lönd nota. Kostirnir við að selja sólar- landaferðir til Íslendinga allt árið er hve við erum einangruð á þess- ari eyju og þurfum að búa við litla birtu og langa vetur með rysj- óttum veðrum. Farþegarnir okkar eru því mjög hamingjusamir og fullir eftirvæntingar að komast út fyrir landsteinana og í hlýrra lofts- lag. SVIPMYND Þráinn Vigfússon framkvæmdastjóri VITA Landanum þykir gott að kom- ast úr skammdeginu í sólina Morgunblaðið/Golli NÁM: Cand. oecon. frá HÍ af endurskoðunarsviði 1995. STÖRF: Kynnisferðir ehf., fjármálastjóri, 1996-2004 og fram- kvæmdastjóri 2004-2007. Iceland Travel og Feria (VITA), fjár- málastjóri 2009-2019 og framkvæmdastjóri frá 2019. ÁHUGAMÁL: Ég skellti mér í golfið fyrir nokkrum árum og líklega er það orðið mitt helsta áhugamál í dag. Í gegnum árin hef ég mikið teflt, og þá sérstaklega á yngri árum. Ég er í skákklúbbi sem kemur saman einu sinni í mánuði. Einnig hef ég mjög gam- an af ferðalögum, bæði innanlands og utan, sem endurspeglast í þeim störfum sem ég hef tekið að mér. FJÖLSKYLDUHAGIR: Kvæntur Svövu Liv Edgarsdóttur mat- vælafræðingi og saman eigum við þrjá uppkomna syni og eitt barnabarn. HIN HLIÐIN FLÍKIN Eins og lesendur ættu að vita hyggst athafnamaðurinn Richard Branson senn bjóða upp á farþega- flug út í geim. Prófanir á geim- flaugum Virgin Galactic hafa gengið prýðilega og þess verður varla langt að bíða að sterkefnaðir ævin- týramenn og -konur geti svifið um í þyngdarleysi hátt uppi á himnum. En það gengur ekki að vera í hvaða gallabuxum og flíspeysu sem er þegar haldið er af stað í þannig ferðalag. Hafa því Virgin Galactic og íþróttafataframleiðandinn Under Armour tekið höndum saman og þró- að geim-galla. Um er að ræða undirlag, samfest- ing og stígvél, og hefur þessi heil- klæðnaður verið hannaður gagngert með þarfir geimferðalanga í huga. Efnið lagar sig að lögun líkamans, andar vel og viðheldur þægilegum hita og verður hver flík sérnsiðin fyr- ir hvern geimfara. Ekki fylgir sögunni hvort almenn- ingi á jörðu niðri muni standa til boða að eignast eitthvað svipað, en telja verður næsta víst að þeir sem á annað borð komast í flug út í geim muni freistast til að klæðast flíkinni sem oftast eftir lendingu. ai@mbl.is Geimgalli Bransons Blár samfestingurinn er mjög framúrstefnulegur í útliti. GRÆJAN Hann þykir engum öðrum líkur, Phantom-hátalarinn frá franska framleiðandanum Devialet. Hann er frístand- andi, nýtur sín að margra mati best á miðju stofu- gólfi, lítur út eins og hylkið innan úr risastóru Kinder-eggi og beinir hljóðinu í allar áttir. Er há- talarinn líka heilmikið tækniundur enda smíðaður úr nærri því 1.000 pörtum og liggja meira en 100 einkaleyfi á bak við hönnunina. Gallinn við Phantom þykir helst hvað hátalarinn er stór og er núna komin á markað minni útgáfa: Phantom Rector. Hljóðgæðin ættu að vera hér um bil þau sömu, en útlitið hefur lítið breyst og ætti að vera auðveldara að koma Phantom Reactor fyrir á venjulegu heimili eða hæfilega stórri hornskrifstofu. Þá er skelin fáanleg máluð biksvört, eða í klassíska hvíta litnum. Velja má um tvenns konar útfærslu: 600W og 900W, eftir því hve mikið fólk vill gera nágrönnunum lífið leitt með tónlistarspiluninni. Vitaskuld má tengja Phantom Reactor við alls kyns önnur tæki yfir blátannarteng- ingu. Á Bandaríkjamarkaði kostar græjan um 1.090 dali. ai@mbl.is Phantom smækkaður og litaður í svörtu Svarti liturinn fer honum vel, en gamli stóri Phantom var aðeins fáanlegur í hvítu. Eins og svo margir góðir menn smitaðist Þráinn af golf- bakteríunni og fær ágætis hreyfingu á gangi á milli hola.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.