Morgunblaðið - 23.10.2019, Síða 9
Morgunblaðið/Hari
Kringlunnar, en þessi starfsstöð er opin frá kl. 8-
23,“ segir Sigurjón.
Auk vefsíðunnar hefur Kringlan sett upp staf-
ræna skjái í húsnæðinu þar sem m.a. er hægt að
leita að staðsetningu verslana og þjónustu í hús-
inu. Þá var Kringluappið tekið í notkun í sumar,
sem að sögn Sigurjóns mun til framtíðar verða
nokkurs konar hollustuapp (e. loyalty) en í dag er
það eins konar upplýsingaveita um húsið þar sem
m.a. er hægt að fá yfirlit yfir þau tilboð sem eru í
boði í Kringlunni frá degi til dags.
Ná til yngri kynslóða
Eins og segir í upphafi er Stafrænu Kringlunni
ætlað að ná til yngri markhópa sem hafa öðruvísi
neysluvenjur en eldri kynslóðir.
„Auðvitað vitum við að neysluvenjur yngri kyn-
slóða eru öðruvísi. Þær eru minna uppteknar af
þessum efnislegu gæðum og eru meira í upplifun
og heilsutengdri afþreyingu. En allt er þetta engu
að síður vara og við erum að þróa okkur í þá átt að
geta komið til móts við þessar kröfur líka. Það er
einnig liður í breyttum áherslum þeirra sem reka
verslunarmiðstöðvar, þegar kemur að markaðs-
málum líka, að gera þær að meiri upplifunarstað
þar sem fólk getur komið saman og tilgangurinn
er að upplifa. En svo ertu kominn inn á þetta
svæði sem verslunarmiðstöðin er. Rannsóknir
okkar sýna að þegar fólk er komið í hús nýta 85%
þess þá vöru eða þjónustu sem er til staðar í hús-
inu,“ segir Sigurjón og nefnir að auki dæmi um
það hvernig Kringlan hefur upp á síðkastið aukið
áherslu á fjölbreyttari þjónustu.
„Það er ljóst að verslunarmiðstöðvar í heim-
inum eru að taka umtalsverðum breytingum þar
sem aukin áhersla er lögð á heilsutengda þjón-
ustu. Hér í Kringlunni erum við til dæmis búin að
opna Sjúkraþjálfun Íslands sem var áður í Orku-
húsinu. Búið er að leggja þriðju hæðina í norður-
enda hússins undir þá starfsemi. Þar er einnig
kírópraktórastöð og fleiri þjónustuaðilar sem eru í
heilsutengdri þjónustu. Öll hæðin hefur tekið um-
breytingu og þetta er liður í því að draga fólk í
húsið með ólíkum þjónustuleiðum. Í maí síðast-
liðnum bættum við einnig við veitingageirann hjá
okkur þegar við opnuðum mathöll, Kringlutorgið,
en auðvitað er Stjörnutorgið í raun og veru fyrsta
mathöllin þó að það hafi ekki haft það heiti á sín-
um tíma,“ segir Sigurjón.
Velta jókst hjá verslunum Kringlunnar á síð-
asta ári. Gestum Kringlunnar hefur það sem af er
ári fækkað um 1% en í fyrra voru þeir fimm millj-
ónir. „En við sjáum hins vegar að þessi vaxandi
samkeppni á markaðnum tekur í. Um það er ekki
spurt. Það er slegist um kúnnann,“ segir Sigurjón.
Krefjandi tími
Rekstur verslunarmiðstöðva úti um allan heim
hefur átt undir högg að sækja í sinni upprunalegu
mynd og verið krefjandi síðastliðin ár og segja
margir að eðli þeirra sé að breytast. Sigurjón lítur
ekki á netverslun sem ógn við hefðbundna verslun
heldur áskorun til þess að gera betur.
„Verslun mun ekki líða undir lok. Þar sem fólk
er, þar er verslað. En verslunarhegðun fólks er að
breytast og við erum að koma til móts við það með
staðbundinni verslun sem tileinkar sér nýjungar
og stafræna þróun. Það er styrkleiki í þessu og
mun trúlega skilja á milli feigs og ófeigs í verslun.
Þeir sem fylgjast með tileinka sér þróunina, inn-
leiða hana hjá sér og munu á endanum standa
uppi sem sigurvegarar,“ segir Sigurjón.
Spurður hvort um sögulegan tíma sé að ræða
kveður Sigurjón já við, en mörg þúsund versl-
unum í verslunarmiðstöðvum í Bandaríkjunum
hefur til dæmis verið lokað einungis á þessu ári og
hefur þróuninni verið lýst sem stórkostlegum
smásöluhamförum þar í landi (e. retail apoca-
lypse).
Boða breytingar
„Þetta er mjög krefjandi tími. Þessi þróun hef-
ur átt sér stað, sérstaklega í Bandaríkjunum, á
svokölluðum jaðarsvæðum. Verslunarmiðstöðvar
inni í borgum, þar sem aðgengi að almennings-
samgöngum er gott og svo framvegis, munu
þróast og lifa af en hin svokallaða áfangastað-
arverslun (e. destination shopping) hefur verið að
gefa eftir. Aðgengi skiptir máli og við erum hérna
stödd á stærstu gatnamótum Íslands. En húsið
þarf að þróast og taka breytingum og við þurfum
að koma til móts við breyttar kröfur við-
skiptavina. Það þarf að tileinka sér tæknina og
innleiða hana við þá starfsemi sem er þegar til
staðar. Það er ekki verið að boða endalok versl-
unarmiðstöðva. En það er aftur á móti verið að
boða breytingar. Þú þarft að þróast með til þess
að daga ekki uppi og deyja,“ segir Sigurjón, sem
segir reksturinn nú um stundir almennt ganga
vel.
„En við erum að takast á við breytta tíma.
Margir segja að á næstu 10 árum verði meiri þró-
un og breyting í verslun en á síðustu 50 árum. Þar
spilar þessi stafræna umbreyting og mikil
tækniþróun auðvitað stórt hlutverk. Ég hef tengst
Kringlunni frá árinu 1987, þegar ég byrjaði sem
sölumaður um jól í Herragarðinum. Svo varð ég
kaupmaður og í framhaldinu framkvæmdastjóri.
Þannig að ég hef fylgst með þróun Kringlunnar
og veit að breytingarnar í verslun hafa aldrei ver-
ið eins stórstíga og á síðustu tveimur til þremur
árum ef frá er talin opnun Kringlunnar á sínum
tíma, sem var algjör straumhvörf,“ segir Sigurjón.
r breytingar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019 9VIÐTAL
Ferðamenn eru aðeins um 10% gesta Kringlunnar, sem hætti í vor að gera út ferðir
frá miðbænum upp í Kringlu á klukkutímafresti þar sem kostnaður við það á hvern
mann var ekki réttlætanlegur að sögn Sigurjóns. Segir hann að því fjármagni sé betur
varið með því að nýta það til þess að ná til ferðamanna með öðrum hætti. „Kringlan
er náttúrlega fyrst og fremst rekin á forsendum þeirra sem búsettir eru á Íslandi alla
jafna,“ segir Sigurjón. Og þar skiptir jólaverslun miklu máli, en desember er í
ákveðnum vöruflokkum, t.d. gjafavöru, margfalt stærri en hefðbundnir mánuðir á
árinu. En jólasalan hefur þó aðeins dreifst að sögn Sigurjóns. „Nóvember er í sumum
tilfellum orðinn svipað sterkur og desember, þannig að jólaverslunin er að dreifast
mikið. Er það hluti af þessum breyttu verslunarháttum. Menn eru að nýta sér innflutta
markaðsviðburði, svo sem Svarta föstudaga (e. Black Friday) og netverslunarm-
ánudaga (e. Cyber Monday). Við eigum einnig okkar eigin viðburð: Miðnætursprengj-
una og SOS neyðarhnappinn sem vann nýlega til þjónustuverðlauna hjá ICSC, alþjóð-
legum samtökum verslunarmiðstöðva. Þar aðstoðuðum við yfir 1.000 manns á þremur
síðustu dögunum fyrir jól við að finna jólagjafir sem þvældust fyrir fólki. Þar gat fólk í
gegnum Messenger klukkað okkur og beðið um aðstoð,“ segir Sigurjón og nefnir að
verðlaunin séu mjög eftirsóknarverð. „Meðal annars vegna þess að samtökin eru
alþjóðlegt fagráð verslunarmiðstöðva með yfir 55 þúsund meðlimi í 90 löndum.
Kringlan hefur áður hlotið verðlaun samtakanna, árið 2012 fyrir Miðnætursprengju og
árið 2014 fyrir leikinn Kringlukröss.“
Jólasalan dreifist meira