Morgunblaðið - 23.10.2019, Side 10

Morgunblaðið - 23.10.2019, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019 Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Vefverslunin alltaf opinwww.listverslun.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Kolibri trönur í miklu úrvali, gæða- vara á góðu verði Kolibri penslar Handgerðir þýskir penslar í hæsta gæðaflokki á afar hagstæðu verði Ennþá meira úrval af listavörum WorkPlus Strigar frá kr. 195 AF 200 MÍLUM Á MBL.IS Kanadíska CBC-fréttastöðin hefur eftir starfsmönnum Northern Har- vest Sea Farms, í eigu norska fiskeldisrisans Mowi, að allt að 1,8 millj- ónir fiska sem vega allt að 4,5 kíló hafi drepist í ágúst og september sl. í 72 kvíum. Ástæðan sé of hlýr sjór í Fortune-flóa. Heildarmagn er talið vera um 1.800 tonn. Gerry Byrne, sjávarútvegsráðherra Nýfundnalands og Labrador í Kanada, ákvað síðastliðinn föstudag að afturkalla tímabundið öll fisk- eldisleyfi Northern Harvest Sea Farms (NHSF) fyrir brot á reglu- gerðum og vegna dauða fleiri fiska en fiskeldisstöðvar fyrirtækisins greindu frá upphaflega. Mowi hefur enn ekki gefið upp hversu margir atlantshafslaxar dóu í kvíum NSHF. Kafarateymi starfar við hreinsun kvíanna og stendur yfir frekari rannsókn á umfangi atviksins. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Hlýnun sjávar getur haft slæm áhrif á laxeldi. Hlýr sjór veldur laxa- dauða í milljónatali Spurður um þá ákvörðun að tækni- væða vinnslulínur Brims, sem stendur fyrir dyrum á næsta ári, segir Guð- mundur Krist- jánsson að um sé að ræða umfangs- mikla framtíðar- fjárfestingu og þetta hafi verið stór ákvörðun fyr- ir félagið. „Við er- um búin að taka ákvörðun um að við ætlum að standast samkeppni við erlendar fisk- vinnslur sem hafa verið að kaupa mik- ið magn á fiskmörkuðum. Kambur er með eina línu. Við munum setja þrjár nýjar línur upp úti á Granda. Þetta verður eitt fullkomnasta fiskvinnslu- hús í heimi.“ Þá sé markmiðið að fiskvinnsla Brims verði hagkvæmari og arðbær- ari með nýjum vinnslulínum, enda muni það leiða af sér betri nýtingu fisksins og tryggja verðmætari afurð auk þess sem tæknivæðingin muni fækka störfum. Á móti kemur að starfsmenn ættu að hafa aukið starfs- öryggi. Guðmundur telur líklegt að ein af ástæðum þess að eigendur Kambs hafi viljað selja félagið sé að ekki hafi tekist að kaupa nægilegt magn á fiskmörk- uðum eins og þeir ætluðu sér á þessu ári. Spurður hvort það sé vegna skorts á fiskmörkuðunum segir hann svo ekki vera. „Það er ekki beint skortur. Erlendar fiskvinnslur sem eru að kaupa fisk bjóða gríðarlega hátt verð fyrir og fiskurinn er unninn í Evrópu- sambandinu í allt öðru rekstrar- umhverfi en hér á Íslandi. Eina svarið við því er að vera vel skipulagðir, með gott starfsfólk og með mikla tækni.“ Vinnsla háð nægu hráefni Hins vegar bendir hann á að á sama tíma og tæknivæðing sé leið til þess að auka samkeppnishæfni íslenskrar fiskvinnslu krefjist tæknivædd fisk- vinnsla nægilegs framboðs af fiski svo hún skili árangri. „Það er ekki hægt að reka svona tæknivæddar fiskvinnslur sem kosta mikla fjármuni nema með öruggu aðgengi að hráefni og þá í miklu magni. Þess vegna hafa margar fiskvinnslur án útgerðar hætt starf- semi enda hafa þær ekki getað tryggt sér hráefni og þar af leiðandi ekki get- að afhent vörurnar með áreiðanlegum hætti eins og markaðurinn krefst.“ Forstjórinn segir það einnig hafa verið hvata til að kaupa félögin tvö að Brim hafi stefnt að því um tíma að styrkja stöðu sína í þorskaflaheim- ildum. Fiskvinnslunni Kambi fylgir tvö þúsund tonna krókaaflamark, að mestu í þorski, og 850 tonn fylgja Grá- brók, einnig að mestu í þorski. Þetta leiðir til þess að sögn Guðmundar að Brim fer yfir lögbundið kvótaþak í krókaaflamarki, en lögum samkvæmt hefur fyrirtækið sex mánuði til að gera ráðstafanir sem koma félaginu undir það þak. Guðmundur segir þegar liggja fyrir áætlanir um hvernig félag- ið leysi þann vanda og uppfylli skilyrði laga. Segir gagnrýni á viðskipti tengdra aðila eðlilega Grábrók hefur verið að fullu í eigu Hjálmars Kristjánssonar, bróður Guð- mundar, og hefur hann farið með 39% eignarhlut í Kambi. Inntur álits á gagnrýni vegna viðskipta við aðila sem eru skyldir honum segir Guðmundur eðlilegt að spurt sé um þann þátt. „En Brim er skráð félag í Kauphöll og þeg- ar svona samningar eru gerðir eru þeir gerðir með fyrirvara um áreiðan- leikakönnun og samþykki stjórnar, þar sitja fulltrúar hluthafa í félaginu. Þeir fara yfir forsendur samnings og meta kosti viðskiptanna fyrir hluthafa Brims. Brim hefur alltaf lagt á það þunga áherslu að í slíkum viðskiptum sé farið að settum lögum og reglum og gætt að armslengdarsjónarmiðum í einu og öllu. Það er ekkert bannað að eiga viðskipti við tengda aðila, en það verður að gera þetta rétt og það er eðlileg krafa markaðarins.“ Hann segir jafnframt ekki rétt eins og hefur verið ýjað að í umfjöllun fjöl- miðla um viðskiptin að hann sjálfur sé kaupandi. „Það er Brim sem kaupir þetta.“ Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, segir há- tækni hugsanlega einu leið Íslendinga til þess að standast alþjóðlega sam- keppni og halda fiskvinnslu í landinu. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Forstjóri Brims segir nýjar fiskvinnslulínur félagsins munu auka sjálfvirkni og fækka störfum en að bættur rekstrargrundvöllur muni auka starfsöryggi. Guðmundur Kristjánsson Fækka störfum en auka starfsöryggi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.