Morgunblaðið - 23.10.2019, Síða 12

Morgunblaðið - 23.10.2019, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019SJÓNARHÓLL V E R K F RÆÐ I S T O F A Ert þú að spila í myrkri? EGGERT Fyrir 20 árum var ég 16 ára, líkt og aðrir unglingará þeim tíma vann ég samhliða skóla og hafði íraun furðu góðar tekjur upp úr því krafsi. Á þessu sama ári, 1999, var viðbótarlífeyrissparnaði kom- ið á í landinu. Ég bar ekki gæfu til að hefja slíkan sparnað fyrr en um fimm árum seinna. Rökin voru ein- föld. Ég hafði að mínu mati ekki efni á að missa neinar tekjur, var tortryggin gagnvart þessu nýja sparnaðar- formi og síðast en ekki síst var alveg ferlega langt þangað til ég yrði 60 ára. Mótframlag hvatti til sparnaðar Í ár fagnar viðbótarlífeyrissparnaður 20 ára afmæli hér á landi. Það er í hinu stóra samhengi ekki mjög langur tími en þó hefur mikið vatn runnið til sjávar á þess- um árum. Möguleikinn á við- bótarlífeyrissparnaði kom inn með lögum 129/1997 árið 1997. Samhliða beittu stjórn- völd sér fyrir ýmsum breyt- ingum á skattalögum með það að markmiði að hvetja til auk- ins sparnaðar almennings með viðbótarlífeyrissparnaði. Það var svo árið 1999 sem breytingar á skattalögum tóku gildi sem heimiluðu launþegum að draga 2% frá skattstofni og ráðstafa í sparnað af þessu tagi. Á þeim tíma bauðst við þá ráð- stöfun mótframlag frá ríkinu upp á 0,2%. Framlag laun- þega átti svo eftir að hækka í 4% og jafnframt hækkaði framlag ríkisins upp í 0,4%, seinna var samið um mót- framlag atvinnurekenda upp á 2% í kjarasamningum og féll framlag ríkisins þá niður. Skemmst er frá því að segja að fólkið í landinu tók hratt við sér og strax á árinu 1999 höfðu um 20% vinnandi fólks hafið greiðslur í viðbótarlífeyrissparnað. Það hlutfall var svo komið hátt í 50% árið 2004 og hefur haldist nokkuð stöðugt síðan, farið hæst í 63% árið 2014 og er samkvæmt nýj- ustu tölum um 55%. Opnað fyrir frekari útgreiðsluheimildir Viðbótarlífeyrissparnaður hefur þróast á þessum tuttugu árum og þó svo að markmið sparnaðarins sé enn það að leggja fyrir til efri áranna þá hefur verið opnað á að nýta sparnaðarformið á fyrri hluta ævi- skeiðsins. Í kjölfar efnahagshrunsins árið 2009 var fyr- irframgreiðsla viðbótarlífeyrissparnaðar heimiluð innan ákveðinna marka og stóð það úrræði allt til ársins 2016. Á árinu 2014 var svo ákveðið að heimila einstaklingum að nýta viðbótarlífeyrissparnað skattfrjálst til að greiða niður íbúðarlán. Sú heimild hefur verið framlengd í tví- gang og samkvæmt núgildandi framlengingu stendur úrræðið til boða fram á mitt ár 2021. Þá stendur fyrstu íbúðarkaupendum til boða að nýta allt að 5 milljónir króna skattfrjálst yfir 10 ára tímabil til fasteignakaupa. Nú er til skoðunar að útvíkka þá heimild frekar svo hún nái einnig til þeirra hópa er ekki hafa átt fasteign í ákveðið langan tíma. Mikilvægt að huga snemma að sparnaði Það má hins vegar ekki gleyma tilgangi þessa sparnaðar sem er að auka við tekjur fólks þegar eft- irlaunaaldri er náð. Kostir þess að eiga viðbótarlífeyrissparnað þegar kemur að starfslokum eru margir. Má þar helst nefna sveigjanleikann og frelsið en sjóðfélagi getur hagað útgreiðslum eins og hann telur henta sér best. Þá erfist viðbótarlífeyrissparnaður að fullu til maka og barna við fráfall og komi til örorku á sjóðfélagi rétt á að fá viðbótarlífeyrissparnaðinn greidd- an samkvæmt ákveðnum reglum. Í ljósi þeirra mögu- leika að nýta viðbótarlífeyrissparnaði til annars en líf- eyris á efri árum er þeim mun mikilvægara að huga snemma að sparnaði. Þær breytingar sem hafa verið gerðar á sparnaðarforminu undanfarin ár hafa á vissan hátt fært viðbótarlífeyrissparnað nær ungu fólki og þar með aukið áhuga þess og þekkingu. Ég er þess fullviss að ungt fólk í dag, ólíkt mér árið 1999, horfir ekki á við- bótarlífeyrissparnað sem skerðingu á tekjum eða eitt- hvað sem þarf að huga að þegar sextugsaldurinn nálg- ast. Enda viðbótarlífeyrissparnaður einn hagstæðasti sparnaður sem völ er á vegna mótframlags atvinnurek- anda. Hlutfall þeirra sem nýta sér sparnaðinn er því þrátt fyrir allt furðu lágt og hvet ég þá sem ekki hafa nú þegar hugað að þessu sparnaðarformi til að kynna sér möguleikana sem í því felast. LÍFEYRISMÁL Snædís Ögn Flosadóttir, rekstrarstjóri Lífeyrisauka – viðbótarlífeyrissparnaðar Arion banka 20 ára afmæli ” Skemmst er frá því að segja að fólkið í landinu tók hratt við sér og strax á árinu 1999 höfðu um 20% vinnandi fólks haf- ið greiðslur í viðbótarlíf- eyrissparnað. FORRITIÐ Fundir geta verið hin mesta mein- semd. Þetta vita bæði stjórnendur og starfsmenn, og reyna eftir fremsta megni að draga úr tímasóun vegna funda. Vandinn er sá að það er oft ekki auðvelt að greina hvaða fundir gera gagn, og hverjir þeirra gera ógagn. Svo eru margir hræddir við að láta í það skína að þeir hefðu alveg getað sleppt því að mæta á til- tekinn fund – því enginn vill jú líta út fyrir að vera eitthvað minna en ómissandi öllum stundum. Gleymum heldur ekki að fundur sem einum finnst hafa verið ómissandi, mark- viss og til mikilla bóta getur annar hafa upplifað sem svarthol sem sog- aði til sín gleði, tíma og vinnuþrek. Forritið Comeet (www.co- meet.me) reynir að leysa þennan vanda með því að láta fundargesti gefa fundum einkunn. Forritið virk- ar í Chrome-vafranum, og með helstu vinnuforritum Google, og á að gera notendum fært að gefa skýra og nákvæma endurgjöf í kjölfar hvers fundar. Segja höfundar Co- meet að taki aðeins fimm sekúndur að gefa fundi einkunn, og tiltaka hverju var ábótavant, s.s. ef mark- mið fundarins var ekki skýrt, eða ef rétta fólkið vantaði. Með þetta verkfæri við höndina á fagfólk bæði að geta séð betur hvernig það nýtir tíma sinn á fund- um, og hvaða reglulegu fundum mætti sleppa, og eins geta stjórn- endur betur komið auga á ef funda- menning vinnustaðarins er farin út af sporinu. ai@mbl.is Sumir fundir verð- skulda falleinkunn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.