Morgunblaðið - 30.10.2019, Síða 2

Morgunblaðið - 30.10.2019, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2019FRÉTTIR Mesta lækkun Mesta hækkun VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) ARION -1,37% 71,9 ICEAIR +10,36% 6,39 S&P 500 NASDAQ +1,27% 8.289,759 +1,09% 3.042,98 -0,45% 7.295,25 FTSE 100 NIKKEI 225 30.4.‘19 30.4.‘1929.10.‘19 1.600 80 1.744,0 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. 61,62+0,98% 22.974,13 72,8 40 2.000 29.10.‘19 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) 1.797,0 Samtök iðnaðarins telja að lækkun verðbólgu og verðbólguvæntinga undanfarið gefi peningastefnunni góða kjölfestu og svigrúm til þess að lækka stýrivexti Seðlabankans til þess að milda niðursveiflu í efna- hagslífinu. Í ítarlegri umfjöllun á vefsíðu SI segir að með lækkun stýrivaxta bankans geti peninga- stefnunefndin hjálpað fyrirtækjum og heimilum að takast á við versn- andi efnahagsástand. Í samtali við ViðskiptaMoggann segir Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, sam- dráttinn í hagkerfinu sjást víða, töl- ur frá Hagstofunni um fjölda laun- þega sýni t.d. samdrátt almennt í öllum megingreinum viðskipta- hagkerfisins og miklar hóp- uppsagnir undanfarið og aukið at- vinnuleysi miðað við í fyrra, sé til marks um samdrátt. Gæti haft neikvæð áhrif á útlánavilja bankanna Í frétt Morgunblaðsins í gær var haft eftir Sigurði Hannessyni, fram- kvæmdastjóra SI, að vaxtalækkanir Seðlabankans í ár hafi ekki skilað sér sem skyldi vegna takmarkaðrar útlánagetu bankanna. Að mati Snorra Jakobssonar, sérfræðings hjá Capacent, gæti frekari stýri- vaxtalækkun jafnvel haft neikvæð áhrif á útlán bankanna. Vaxtamunur þeirra bjóði ekki upp á mikið svig- rúm. Kallar hann eftir því að fremur sér horft til annarra kerfisbreyt- inga. „Lækkun stýrivaxta enn frekar hefur takmörkuð áhrif þar sem grunnstýrivextir (3,25%) eru nú að verða komnir á svipaðar slóðir og vaxtamunur bankanna, sem er 2,5-3%. Miðlun peningastefnu með vaxtabreytingum er því ekki jafn skilvirk og áður. Svigrúm banka er orðið lítið til að lækka útlánsvexti þar sem innlánsvextir eru nærri komnir niður í 0. Þá er bara útláns- hliðin eftir og ef bankarnir lækka vexti í takt við stýrivaxtalækkanir dregur það úr vaxtamun bankana nema þeir fari að bjóða upp á nei- kvæða innlánsvexti. Gerist það mun áreiðanlega heyrast hljóð úr horni hjá viðskiptavinum. Það er frekar ólíklegt að bankarnir lækki vexti í takt við vaxtalækkun SÍ enda berj- ast þeir í bökkum við að halda við- unandi arðsemi. Þannig tel ég lækk- un vaxta hafi lítil áhrif,“ segir Snorri. Að gefa fimmtugum karlmanni vaxtarhormón „Það að lækka vexti er eins og að gefa fimmtugum karlmanni vaxt- arhormón. Hann hækkar ekki,“ seg- ir Snorri. „Almennt séð í nágrannalönd- unum eru stýrivextir lægri og vaxta- munur einnig. Og það hefur sýnt sig að ef menn lækka stýrivexti niður úr 2% eða 1,5% þá hefur það lítil áhrif nema þú breytir regluverki,“ segir Snorri og kallar eftir kerfisbreyt- ingum. Sér í lagi afnámi banka- skatts. Kallar eftir afnámi bankaskatts „Öflugasta kerfisbreytingin sem hefði mest áhrif og myndi veita efnahagslífinu innspýtingu væri lækkun bankaskatts. Það hefur tvö- föld áhrif. Bankarnir verða viljugri til þess að lána og hagnaður eykst en stærsti eigandinn er ríkið. Vaxta- lækkun dregur úr útlánavilja bank- anna,“ segir Snorri og nefnir einnig að endurskoða þurfi áhættuvægi út- lána og eiginfjárkröfur bankanna. „Samtök iðnaðarins eru að beina sjónum sínum á rangan stað. Þau ættu að biðja um lækkun banka- skatts en ekki lækkun stýrivaxta,“ segir Snorri. Lækkun stýrivaxta muni hafa lítil áhrif Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Sérfræðingur Capacent segir ólíklegt að frekari stýrivaxtalækkanir muni auka útlánavilja bankanna. SI kalla eftir lækkun. Lækkun stýrivaxta mun hafa takmörkuð áhrif á útlán banka að mati Snorra Jakobssonar þar sem grunnstýrivextir nálgast vaxtamun bankanna. VERSLUN Smásölufyrirtækið Hagar hagnaðist um rúman einn milljarð króna á öðr- um ársfjórðungi, sem lauk þann 31. ágúst sl. Þetta er aukning frá sama tímabili í fyrra, þegar hagnaðurinn nam rúmum 700 milljónum króna. Eignir félagsins í lok fjórðungsins námu rúmum sextíu milljörðum króna, en þær voru tæpur 51 millj- arður á sama tíma á síðasta ári. Eig- ið fé Haga nam í lok tímabilsins um 24 milljörðum króna og eiginfjár- hlutfall var 39,7% í lok fjórðungsins. Vörusala 31 milljarður Í tilkynningu félagsins til Kaup- hallar kemur fram að vörusala fé- lagsins hafi numið 31 milljarði á öðr- um ársfjórðungi, en á fyrstu sex mánuðunum hafi vörusalan verið samtals tæpir 60 milljarðar króna. Í tilkynningunni segir einnig að fyrri helmingur rekstrarársins hafi staðist væntingar og verið í takti við áætlanir félagsins. EBITDA-áætlun stjórnenda fyrir rekstrarárið að undanskildum áhrifum af IFRS 16 leigustaðli, sé óbreytt eða 6.650- 7.100 milljónir króna. Hagar högnuðust um einn milljarð króna Morgunblaðið/Eggert Fyrri árshelmingur í rekstri Haga var í takti við áætlanir félagsins. FJARSKIPTI Fjarskiptafélagið Síminn hf. hagn- aðist um tæpar 900 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi 2019, samkvæmt tilkynningu frá félaginu. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn tæpum milljarði króna. Eignir félagsins í lok tímabilsins námu rúmum 65 milljörðum króna og jukust úr tæpum 59 milljörðum króna á sama tímabili í fyrra. Eigið fé félagsins í lok tímabilsins nam rúmum 36 milljörðum króna og eig- infjárhlutfallið var 55,4% í lok þriðja ársfjórðungs. Tekjuvöxtur í sjónvarpi Orri Hauksson, forstjóri félagsins, segist í tilkynningunni vera sáttur við rekstur samstæðunnar á tíma- bilinu. Hann segir m.a. að góður tekjuvöxtur sé í sjónvarpsrekstri milli ára. Síminn Sport hafi notið velgengni umfram væntingar frá því varan fór í loftið á miðjum þriðja fjórðungi. Vel hafi gengið að semja um dreifingu vörunnar yfir öll fjar- skipta- og sjónvarpsdreifikerfi. Síminn hagnast um 900 milljónir króna Morgunblaðið/Hari Eignir Símans í lok tímabilsins námu rúmum 65 milljörðum króna. BÍLASALA Toyota á Íslandi styður, að gefnu tilefni, drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum til einföldunar regluverks, sem at- vinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytið hefur birt. Páll Þorsteinsson, upplýsinga- fulltrúi Toyota á Íslandi, segir að þetta eigi sérstaklega við um það sem snýr að löggildingu bifreiða- sala, en í frumvarpinu er kveðið á um að leyfi til sölu notaðra öku- tækja verði felld niður. „Toyota á Íslandi sér enga ástæðu til að sér- stakt leyfi þurfi til að fá að selja notaða bíla enda eiga viðskipti með bíla eins og önnur viðskipti fyrst og fremst að byggjast á trausti,“ segir Páll. Bílgreinasambandið og Félag ís- lenskra bifreiðaeigenda leggjast hinsvegar gegn breytingunni og telja hana misráðna. Þess ber að geta að Toyota á Íslandi er ekki í Bílgreinasambandinu. Viðskipti byggist á trausti Toyota telur að ekki eigi að þurfa leyfi til að selja notaða bíla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.