Morgunblaðið - 30.10.2019, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 30.10.2019, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2019FRÉTTIR hafðu það notalegt handklæðaofnum Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177 Eigum úrval af LOFTSLAGSMÁL Klappir grænar lausnir hafa vottað starfsemi Toyota á Íslandi sem kol- efnishlutlausa. Þar er tekið tillit til allra þátta starfseminnar t.d. elds- neytisnotkunar, rafmagns- og heita- vatnsnotkunar og ferðalaga. Þetta kemur fram í umhverfisskýrslu Toyota á Íslandi fyrir árið 2018, sem birt er á heimasíðu fyrirtækisins. Munar mestu um skógana Í tilkynningu frá Toyota segir að við útreikning á nettólosun frá starf- semi fyrirtækisins muni mestu um samstarf félagsins við Skógræktar- félag Íslands um Toyotaskóga í Brynjudal í Hvalfirði, við Esjuhlíðar, í Kjarnaskógi, á Reyðarfirði, við Sanda í Dýrafirði og við Varmaland í Borgarfirði. Skógarnir vinni gegn kolefnislosun frá starfseminni og hafi gert undanfarna áratugi. Kolefnissjóðurinn Kolviður, sem notar viðurkenndar aðferðir í kol- efnisjöfnun, hefur samkvæmt til- kynningunni, staðfest að framlag Toyota fyrir árið 2018 kolefnisjafni alla starfsemi félagsins. Toyota hefur stundað skógrækt um áratugaskeið, meðal annars í Brynjudal. Starfsemi Toyota kolefnishlutlaus Það er skiljanlegt að stjórnendur hafi sumir takmarkaðan skilning á vörumerkjafræðum. „Vörumerki“ er jú flókið og víðtækt hugtak, og það hvort fyrirtæki býr að öflugu eða veiku vörumerki ræðst af ótal þátt- um. Friðrik Larsen segir sérfræð- inga hafa reynt að beita ýmsum ráð- um til að mæla styrk og stöðu vörumerkja og algengast er að beita svokallaðri NPS-mælingu (e. Net Promoter Score), sem byggist á því að spyrja viðskiptavini einfaldlega hve líklegir þeir væru til að mæla með vöru, þjónustu eða fyrirtæki við vini sína og vinnufélaga. „NPS- einkunn hefur ákveðið forspárgildi um hluti eins og frammistöðu á markaði, en segir stjórnendum lítið um hvar þeir þurfa að bæta sig. Vandamálin koma fljótt í ljós þegar reynt er að nota NPS-mælingu sem allsherjar-elixír.“ 27 spurningar Friðrik er lektor við viðskipta- fræðideild Háskóla Íslands og fram- kvæmdastjóri markaðsráðgjafarfyr- irtækisins Brandr (www.brandr.is). Þar hefur verið þróuð ný leið til að mæla styrk vörumerkja og þannig hjálpa stjórn- endum að sjá bæði hvar fyrirtæki þeirra og stofn- anir standa og líka hvar styrkleikar og veikleikar rekstrarins liggja. Um er að ræða mælitæki sem varð til í kringum doktorsverkefni Friðriks og byggist á stuttum en ít- arlegum spurningalista sem sendur er út til viðskiptavina fyrirtækis eða stofnunar. „Spurningarnar eru 27 talsins og mæla þá ímyndarlegu þætti sem mestu máli skipta fyrir vörumerkið. Spurningarnar hafa mismunandi vægi, og mismunandi gildi eftir því hvers konar rekstur er um að ræða, en með því að leggja saman niðurstöður könnunarinnar fæst ein tala sem kalla má heildar- einkunn vörumerkisins og býður upp á þægilegan samanburð við önnur fé- lög á sama sviði.“ Skipta má lykileiginleikum vöru- merkja í þrjá þætti: aðgreiningu (e. differentiation), skynjun (e. percep- tion) og markaðshlutun (e. seg- mentation), og má byrja að mæla þessa þætti með því t.d. að spyrja hvort neytendur upplifi vörumerki sem nútímalegt eða gamaldags, hvort þeim þyki það fela í sér skila- boð um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð, og greina hvort vörumerkið höfði með ólíkum hætti til mismun- andi markhópa. Friðrik bendir á að það fari eftir eðli rekstursins hvaða eiginleikar teljast æskilegir eða óæskilegir. „Þannig myndi líklega þykja betra að viðskiptavinir hafi þá mynd af tryggingafélagi að það sé frekar íhaldssamt, en væri sennilega ekki að hjálpa ef margir tengja tryggingafélagið helst við að vera- „fyndið“ eða „skemmtilegt“. Aftur á móti gæti verið jákvætt fyrir far- símafélag að þykja „skemmtilegt“ í hugum neytenda. Verður því að gefa spurningum könnunarinnar vægi í samræmi við þann rekstur sem um ræðir.“ Með niðurstöðurnar í höndunum sjá stjórnendur svart á hvítu hvar þeirra vörumerki standa í saman- burði við aðra seljendur, og þá geta þeir rýnt í niðurstöðurnar til að finna út hvernig efla má vörumerkið enn frekar. „Ég líki þessu við mara- þonhlaupara sem leitar til þjálfara því hann langar að bæta sig, en gef- ur aðeins upp eina tölu: hversu fljót- ur hann er að hlaupa. Með þá tölu í höndunum veit þjálfarinn ósköp fátt, nema nákvæmlega hversu fljótur hlauparinn er. En með því að vita meira, s.s. hvernig hlauparinn nær- ist, hvernig hann sefur og hvernig hann æfir sig, og bera það saman við þá fremstu í íþróttinni, fer að verða hægt að koma auga á leiðir til að gera betur.“ Framkvæmd mælingarinnar er tiltölulega einföld. „Við biðjum við- skiptavini okkar að senda tölvu- skeyti á slembiúrtak viðskiptavina sinna með kynningarbréfi frá okkur og hlekk á síðu til að svara spurn- ingum. Við þurfum að lágmarki svör frá 300 aðilum og fæst það alla jafna með því að senda skeyti á um 1.200 manns. Við vinnum síðan úr gögn- unum og útbúum skýrslu um nið- urstöðurnar,“ segir Friðrik og bæt- ir við að þegar hafi margir nýtt sér þjónustuna og Brandr tekist að safna samtals um 50.000 gagna- punktum bæði innanlands og er- lendis. Vörumerkjavinnan vanrækt Lengi vel þóttu íslenskir stjórn- endur hafa tiltölulega grunnan skiln- ing á vörumerkjafræðum og ekki sinna því sem skyldi að byggja upp gott vörumerki með markvissum hætti. Friðrik segir suma hafa viljað skella skuldinni á auglýsingastof- urnar; að þær hafi ekki lagt nægi- lega ríka áherslu á stefnumótun vörumerkja heldur einblínt á aug- lýsingaframleiðslu. „Kemur það til af þeirri einföldu ástæðu að það eru meiri fjármunir í því að búa til aug- lýsingar en að kafa ofan í stefnu- mótunina enda auglýsingaverkefnin tíð á meðan stefnumótunarvinna á sér kannski bara stað á þriggja eða fjögurra ára fresti.“ Að sögn Friðriks er þetta núna að breytast og atvinnulífið orðið mun upplýstara um mikilvægi þess að móta og styrkja vörumerki með að- stoð sérfræðinga og nýta til að styðja við allt auglýsinga- og mark- aðsstarf. „Kemur það m.a. til af því að nýjar stofur hafa komið auga á að þarna var gat á markaðinum sem ekki var nægilega vel sinnt, þó vissulega hafi víða verið unnið gott starf.“ Ný leið til að mæla styrk vörumerkja Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Með einni tölu má sjá hvar vörumerki stendur í samanburði við keppinaut- ana. Hægt er að rýna í gögnin til að koma auga á veikleika og styrkleika. Morgunblaðið/Einar Falur Ekki vantar vörumerkin á Times Square í New York-borg. En styrkur vörumerkis felst ekki bara í sýnileikanum. Friðrik Larsen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.