Morgunblaðið - 30.10.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.10.2019, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2019VIÐTAL ferðakaupstefnur eins og World Travel Market í Lundúnum, en hún var jafnframt tilnefnd sendiherra Sameinuðu þjóðanna fyrir sjálfbæra ferðaþjónustu árið 2017,“ útskýrir Pétur. Hann segir að það skipti sköpum að hafa Elizu með í för. „Þegar hún er með okkur fáum við miklu meira pláss, meiri athygli og almennt meira út úr viðburðinum.“ Pétur segir að fjölmiðlar í Seattle hafi verið mjög áhugasamir um forsetafrúna. „Þar fór hún í sjónvarpsviðtal og stórt viðtal við dag- blaðið Seattle Times. Við erum að skipuleggja sambærilega viðburði í Toronto í næsta mánuði og þar er þegar búið að bóka hana í tvö stór sjónvarpsviðtöl. Við fáum þarna umfjöllun sem við hefðum annars ekki fengið. Hún gerir þetta virkilega vel og er mjög frambærilegur tals- maður. Það er mikill fengur að því fyrir okkur að fá hana með okkur í lið.“ Spurður að því hvernig hugmyndin um að fá hana í þetta hlutverk hafi fæðst segir Pétur að sem forsetafrú sé Eliza á mjög „hlutlausu svæði“, sem nýtist vel á ólíkum sviðum, sama hvort um er að ræða viðburði tengda ferðaþjón- ustu, sjávarútvegi, tækni eða öðru. En er það hluti af skilgreiningu embættis hennar að taka þátt í svona viðburðum? „Í raun er hlutverk forsetafrúar ekkert mjög skilgreint, og við erum ekki með þessu að skilgreina það hlutverk. Fyrirtækin sem þátt taka á sýningum okkar erlendis eru mjög ánægð með að hafa Elizu með í för. Það má segja að ef Ísland er fyrirtæki, þá erum við á Íslandsstofu sölu- og markaðsdeildin, og þarna erum við komin með frábæran talsmann. Við vorum mjög ánægð þegar hún tók jákvætt í þessa hugmynd.“ Íslandsstofa kynnti í síðustu viku metnaðarfulla framtíðarstefnu fyrir íslenskan útflutning, sem vísar meðal annars til skýrslu sem ráðgjaf- arfyrirtækið McKinsey vann fyrir Ísland árið 2012. Þar kom fram að til að standa undir þrjú prósent hagvexti hér á landi næstu tuttugu árin þyrfti íslenskt þjóðarbú að auka útflutning um eitt þúsund milljarða króna á tímabilinu. Þetta er hin svokallaða „þúsund milljarða áskorun“. Árið 2017 nam útflutningur frá Íslandi 1.206 milljörðum króna. Til samanburðar var sama tala árið 2011 1.126 milljarðar króna. Enn er því nokkuð í land til að markmiðið náist. Lengst af hafa sjávarafurðir verið helsta út- flutningsvara þjóðarinnar en með tímanum hef- ur fjölbreytnin aukist. Með tilkomu nýtingar vatnsfalla og jarðhita við raforkuframleiðslu varð til önnur stoð í gjaldeyrisöfluninni þegar sala á orku til stóriðju hófst, og óx greinin jöfn- um skrefum á seinni hluta síðustu aldar. Í byrj- un 21. aldarinnar hefur þriðja stóra stoðin, ferðaþjónusta, vaxið mikið að umfangi. Nú er svo komið að hún er farin langt fram úr orku- framleiðslu og sjávarútvegi sem stærsta út- flutningsgreinin. Samkvæmt nýlegum könnunum í helstu við- skiptalöndum Íslands tengir fólk nafn Íslands einkum við náttúru og ferðamennsku. Færri tengja nafn Íslands við tækni og nýsköpun. Að mati Íslandsstofu eru það þeir þættir sem þarf að efla til muna hér á landi, og tryggja landinu auknar tekjur. Því er brýnt að efla ímynd Ís- lands sérstaklega á þessu sviði en um leið að treysta ímynd Íslands á öðrum sviðum einnig. Ekki er að sögn Péturs Þ. Óskarssonar, fram- kvæmdastjóra Íslandsstofu, hægt að reiða sig á þær greinar sem nýta sér auðlindir lands og sjávar til mikils vaxtar að umfangi í framtíð- inni. Sá vöxtur sem kann að eiga sér stað í þessum greinum muni að mestu stafa af virðis- aukningu núverandi vöru og þjónustu og mikil- vægt sé að hann verði sjálfbær. Stefnumótun Íslandsstofu, sem unnið hefur verið að allt þetta ár, tekur mið af þúsund millj- arða markinu. Í greiningarvinnunni var leitað svara og síðan var lögð fram áætlun um hvern- ig hægt væri að ná markmiðinu. Nýr talsmaður Íslands Áður en við Pétur förum í saumana á hinni nýju stefnu segir hann blaðamanni frá nýjasta liðsmanni Íslandsstofu í markaðssetningu landsins í útlöndum. „Við erum búin að ganga frá samkomulagi við Elizu Reid forsetafrú. Hún hefur reyndar unnið fyrir okkur áður, en nú höfum við formgert samband okkar við hana og verður hún talsmaður okkar á völdum stórum viðburðum erlendis á næstu árum. Við reiknum með um 7-9 viðburðum á hverju ári, auk þess að vinna með Íslandsstofu að kynningu á ís- lensku atvinnulífi gagnvart fjölmiðlum og sam- starfsaðilum íslenskra fyrirtækja,“ segir Pétur og ítrekar að um nýjung sé að ræða í vali á tals- manni. „Hún hefur reyndar nú þegar tekið þátt í við- burðum á vegum okkar, eins og á Taste of Ice- land-viðburði okkar í Seattle í Bandaríkjunum í síðustu viku. Þá hefur hún mætt með okkur á Vaxtartækifærin úr hugv Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Útflutningur á vörum og þjónustu er og hefur verið Íslendingum nauðsynlegur til að skapa gjald- eyristekjur og viðhalda viðunandi lífskjörum hér á landi. Talsverð breyting hefur orðið á gjaldeyris- öflun þjóðarinnar á síðustu árum og áratugum, og enn þarf að gera betur til að halda hér uppi ásættanlegum 3% hagvexti. Þar kemur ný framtíðarstefna Íslands- stofu til sögunnar, en lykilskila- boðin í henni eru „sjálfbærni“. Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, segir að lögð verði áhersla á Ísland sem leiðand Möguleg þróun gjaldeyristekna út frá stefnumarkandi áherslum* Útfl utningur eftir Heimsálfum 2010-2017 Asía 2018: 4,0% Aðrar heims álfur 2018: 1,2% Bandar 19,3% Önnur l 17,2% Útfl utningur efti Milljarðar króna 2010 Samsetning útfl utnings 2011-2018 Orkuháður iðnaður 24% Alþjóða- geirinn 29% Sjávarút- vegur 26% Flug og ferða- þjónusta 20% Orkuháður iðnaður 17% Alþjóða- geirinn 25% Sjávarút- vegur 18% Flug og ferða- þjónusta 39% 2011 2018 Þróun útfl utningstekna 2011-2017 Milljarðar króna á verðlagi ársins 2017 Evrópa 2018: 69,5% Norður-Ame 2018: 25,2 1.126 +271 -23 -1 -69 -98 1.206 Ú tfl ut ni ng ur 2 01 1 Ú tfl ut ni ng ur 2 01 7 A lþ jó ða ge iri nn F er ð aþ jó nu st a La nd b ún að ur O rk uh áð ur ið na ðu r S já va rú tv eg ur Orka og grænar lausnir Hugvit, nýsköpun og tækni Ferða- þjónusta og sam- göngur Sjávar- útvegur Alls +1.005 ma.kr 2018 2021 2023 2028 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 Orka og grænar lausnir +145 ma.kr Listir og skapandi greinar +56 ma.kr Sjávarútvegur +40 ma.kr. Hugvit, nýsköpun og tækni +393 ma.kr. Ferðaþjónusta og samgöngur +227 ma.kr. Sérhæfð matvæli og náttúruafurðir +144 ma.kr. *Fyrirvari: Byggt á mati þátttakenda á vinnustofum Íslandsstofu sem voru beðnir um að leggja mat á mögulegt umfang framtíðartækifæra. Ekki er um framtíðarspá að ræða. koma úr hinum svokallaða alþjóðageira, grein- um sem ekki byggi á auðlindum lands og sjáv- ar, þ.e. hugviti, nýsköpun og tækni. Eins og fram kemur í kynningunni er ferða- þjónustan eini geirinn sem hefur vaxið að um- Bara vöxtur í ferðaþjónustunni Við Pétur vindum okkur nú í að skoða nánar framtíðarstefnu íslensks útflutnings. Pétur seg- ir að í stuttu máli þurfi vaxtartækifærin að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.