Morgunblaðið - 30.10.2019, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 30.10.2019, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2019 9VIÐTAL landbúnaði hafa minnkað um einn milljarð, orkuháður iðnaður hefur farið niður um 69 milljarða og sjávarútvegur um 98 milljarða. Það er því alveg ljóst, eins og Pétur útskýrir, að það er ferðaþjónustan sem dregur hér vagn- inn í aukningu útflutningstekna. Hún stendur nú undir 39% útflutningstekna. Til sam- anburðar er sjávarútvegurinn dottinn úr því að vera 26% teknanna niður í 18% útflutnings- tekna. „Ferðaþjónustan hefur verið þessi vél sem hefur knúið hagkerfið. En við verðum samt að líta til þess að það er fleira sem skiptir máli en bara útflutningstekjurnar. Í alþjóða- geiranum erum við með fyrirtæki eins og Marel og Össur til dæmis sem framleiða mikið í öðr- um löndum, en samt sem áður er mikilvægið mikið. Það kemur til dæmis fram í því að 7-800 hámenntaðir starfsmenn á góðum launum vinna í Marel, og skattspor fyrirtækisins hér á landi var 24 milljarðar króna á síðasta ári svo dæmi sé tekið.“ Þar sem við Pétur flettum í gegnum glæru- kynninguna frá því í síðustu viku bregður hann upp mjög áhugaverðri glæru með yfirliti yfir erlendar fjárfestingar á Íslandi síðustu 50 árin. Segja má að það sé sláandi yfirlit og beri glöggt vitni um þá „fátækt“ sem ríkti á þessu sviði nær allt fram á annan áratug 21. aldarinnar. „Síðustu ár líta allt öðruvísi út en árin 40 ár þar á undan. Nú eru komin erlend fyrirtæki hingað til lands sem fjárfest hafa á ýmsum sviðum at- vinnulífsins, eins og í líftækni, fiskeldi, upplýs- ingatækni o.sfrv. Áður voru þetta örfá erlend stórfyrirtæki sem fjárfestu einkum í stóriðju. Ef maður gefur sér að þessi nýkomnu fyrirtæki muni búa til tekjur ætti tilkoma þeirra að leika stórt hlutverk í að breyta blöndunni í útflutn- ingstekjunum fram á veginn.“ Pétur bendir á Alvotech sem dæmi, en fyrir- tækið stendur í gríðarlegri uppbygginu í Vatns- mýrinni í Reykjavík. „Fyrirtækið er með sjö líf- tæknilyf í þróun sem verða markaðssett þegar einkaleyfi frumlyfja renna út og það hefur greint frá því að ráðnir hafi verið erlendir sér- fræðingar af 20 þjóðernum til Íslands,“ út- skýrir Pétur, en eitt af markmiðunum með markaðssetningu Íslands á erlendri grundu er einmitt að laða hingað til lands vel menntað er- lent starfsfólk. Héldu vinnustofur um allt land Við Pétur ræðum nú framkvæmd stefnumót- unarinnar, sem tekið hefur átta mánuði. Byrjað var á því að sögn Péturs að halda vinnustofur með starfsfólki Íslandsstofu og stjórn. Þá var útflutnings- og markaðsráð stofunnar, sem Pét- ur kallar „hryggjarstykki Íslandsstofu“, tekið með í vinnuna, en þar sitja 36 aðilar frá at- vinnulífi og ríki. „Á eftir fylgdi mjög víðtækt samtal allt í kringum landið. Við héldum sam- tals 13 vinnustofur fyrir 350-400 manns um allt land, sem var mjög lærdómsríkt fyrir okkur.“ Pétur segir að það sé staðreynd að jákvæð ímynd geti skapað umalsverðan virðisauka og opnað brautir inn á nýja markaði. Hann segir að Íslandsstofa hafi lengi gert reglulegar rann- sóknir í þessum efnum erlendis í gegnum óháð rannsóknarfyrirtæki, og hafi því puttann ágæt- lega á púlsinum er það varðar. „Þær rannsóknir sýna að Ísland er í dag áberandi best þekkt sem áfangastaður fyrir ferðamenn. En löndin sem við berum okkur saman við eru líka að skora hátt í því sama. Við erum því ekkert í sterkari stöðu en til dæmis Noregur eða Nýja-Sjáland,“ segir Pétur og vill með þessu ítreka að við getum ekki tekið því sem gefnu að fólk leiti hingað frekar en eitt- hvert annað. Hann segir að þegar spurt sé um nýsköpun og viðskiptaumhverfi fái landið mun lægri ein- kunn en samanburðarlöndin. „Þarna gætum við verið orðin fórnarlömb eigin velgengni. Fólk sér ekki nýsköpunina, því náttúran og ferðamannalandið skyggja á allt annað. En þarna er einmitt verkefni okkar, að byggja upp þennan hluta ímyndarinnar.“ Pétur segir að eftir allar vinnustofurnar og kynningarnar þessa átta mánuði hafi niður- staðan legið ljós fyrir. Hún hafi verið ótrúlega samhljóma, þvert yfir geira. „Allar útflutnings- greinarnar þurfa að sjá ávinning í þeim skila- boðum sem við ákveðum að fara fram með sem land. Við þurfum að höfða til mjög ólíkra mark- hópa, og ná til sérfræðimenntaðs fólks, og einn- ig til íslensks menntafólks sem lítur á heiminn allan sem atvinnusvæði sitt. Þá þurfum við að höfða til neytenda, og kaupenda, og söluaðila sem eru að hjálpa okkur að selja landið, og einnig fjárfesta. Í einhverjum skilningi snerist þessi framtíðarstefnumótun um leit að sam- nefnara sem allir gætu sætt sig við.“ Að sögn Péturs kom þarna fram skýr rauður þráður sem er sá að Ísland verði leiðandi land í sjálfbærni. Er örugglega innstæða fyrir þessu? Pétur viðurkennir að þegar þessi niðurstaða hafi legið fyrir, og búið var að fara vandlega yf- ir málið með dönskum ráðgjöfum Íslandsstofu, hafi sumir verið dálítið hikandi. „Maður fær þessi skýru skilaboð, en spyr sig samt: Er örugglega innstæða fyrir þessu?“ Hann segir að ráðgjafarnir hafi sannfært þau um að það væri sama hvernig litið væri á landið, á loftslagsmálin, umhverfismálin, efna- hagslegu málin, og þau samfélagslegu. Sjálf- bærni ætti alls staðar við. Þar væri sterkur og jákvæður aðgreinandi þáttur. „Glöggt er gests augað. Þetta var mjög skýr og afgerandi nið- urstaða.“ Eftir að hafa náð þessari niðurstöðu var næsta skref að sögn Péturs að gera rækilega grein fyrir því í framtíðarstefnunni hvernig kynna ætti Ísland til leiks sem sjálfbært land og samfélag. „Verkefnið okkar er að þróa skýra mörkun fyrir Ísland og íslenskar útflutnings- greinar og miðla áhrifaríkum sögum sem skapa traust á landi og þjóð,“ segir í stefnumörkun- inni. Sterk viðbrögð Aðspurður segir Pétur að stefnumörkuninni hafi verið mjög vel tekið, og sterk viðbrögð hafi orðið. Hann segir að stefnan verði kynnt um allt land á næstu vikum, á þeim stöðum þar sem vinnustofurnar voru haldnar á fyrr á árinu. Utanríkisráðherra muni t.d. taka þátt í kynn- ingunni á Akureyri í nóvember, rétt eins og hann gerði á Egilsstöðum á dögunum. Pétur segir að Íslandsstofa hafi sett upp 30 mælikvarða sem fylgst verði náið með fram til ársins 2028, til að veita stefnunni aðhald. „Við núllstillum í byrjun næsta árs og hefjum svo mælingar.“ En er eitthvað sem gæti komið í veg fyrir að við náum markmiðum okkar? „Nei, ég held að þeir einu sem gætu gert það séum við sjálf, Ís- lendingar. Við höfum þetta í okkar höndum.“ viti, nýsköpun og tækni i land í sjálfbærni. ríkin % Holland 12,8% Spánn 6,9% Noregur 4,2% Danmörk 3,9% Sádi- Arabia 1,7% Kína 1,6% Sviss 1,2% Belgía 1,7% Kanada 3,3% Svíþjóð 2,0% Malta 1,7% Frakkland 4,9% Bretland 10,6% Þýskaland 7,1% önd % r löndum 2017 1970 1980 1990 2000 2010 Þróun erlendra fjárfestinga 1970-2010 2017 eríka 2% Kr. Morgunblaðið/Hari Lögum um Íslandsstofu var breytt fyrir ári, en þá var stjórnsýsluleg staða stofunnar styrkt. Eftir breytinguna skipar atvinnulífið fjóra stjórnarmenn af sjö, auk þess sem formennska er í þeirra höndum. Fyrir breytinguna skipaði íslenska ríkið meirihluta stjórnar. Megintekjustofnar Íslandsstofu eru tveir, eins og Pétur Þ. Óskarsson útskýrir. Annars veg- ar koma um 80% teknanna af markaðsgjaldinu svokallaða. Það er að mestu greitt af atvinnu- lífinu og er hluti af tryggingagjaldinu sem íslenska ríkið innheimtir af fyrirtækjum í landinu. Hins vegar eru það tekjur sem koma af samningi Íslandsstofu við atvinnuvegaráðuneytið og snúa að kynningu á Íslandi sem áfangastað fyrir ferðamenn. Aðrar tekjur Íslandsstofu eru gegnumstreymistekjur, eins og tekjur sem tengjast sýningum eins og sjávarútvegssýningum erlendis. Þá borga þátttakendur í sýningunum gjald til Íslandsstofu, en þeir fjármunir renna beint áfram í viðkomandi sýningu. Þá rekur Íslandsstofa nokkur markaðsverkefni þar sem tekjur koma bæði frá fyrirtækjum og ríkinu, stærst þeirra er Ísland allt árið. Atvinnulífið með meirihluta í stjórn fangi á árunum 2011-2017, eða um 271 milljarð. Allar aðrar greinar eru eftirbátar ferðaþjónust- unnar, eins og sjá má á meðfylgjandi töflu. Al- þjóðageirinn hefur dregist saman um 23 millj- arða á tímabilinu, útflutningstekjur af ORKA OG GRÆNAR LAUSNIR: Tökum forystu meðal þjóða í grænum lausnum og sjálfbærri nýtingu auðlinda. HUGVIT, NÝSKÖPUN OG TÆKNI: Gerum hugvit, nýsköpun og tækni að burðarásum verð- mætasköpunar og gerum Ísland að eftirsóttum stað til rannsókna, þróunar og fjárfestinga. LISTIR OG SKAPANDI GREINAR: Styrkjum stöðu lista og skapandi greina á alþjóðavett- vangi og aukum aðdráttarafl Íslands sem vettvangs fyrir skapandi starfsemi. FERÐAÞJÓNUSTA: Tryggjum sjálfbæran vöxt ferðaþjónustu um land allt í krafti gæða og fagmennsku. SJÁVARÚTVEGUR: Aukum verðmæti íslenskra sjávarafurða með sameiginlegu markaðs- starfi á grundvelli uppruna, sjálfbærni og nýsköpunar. SÉRHÆFÐ MATVÆLI OG NÁTTÚRUAFURÐIR: Eflum vitund um Ísland sem upprunaland hreinna og heilnæmra matvæla og náttúruafurða sem unnar eru með sjálfbærum hætti. Sex stefnumarkandi áherslur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.