Morgunblaðið - 30.10.2019, Page 10

Morgunblaðið - 30.10.2019, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2019 Hlutabréf Iceland Seafood voru tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í gær að viðstöddu fjölmenni. Félagið hefur verið skráð á Nasdaq First North Ice- land síðan í maí 2016. Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood, hringdi inn fyrstu viðskipti við opnun markaða kl. 9.30 og Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Ice- land, bauð félagið velkomið á Aðalmarkaðinn. Níutíu og níu milljóna króna viðskipti voru með bréf félagsins fyrsta daginn, og var loka- gengið 9,65 krónur á hvern hlut. Fyrstu viðskipti með Iceland Seafood hringd inn Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, og Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood. Margt var um manninn í Kauphöll Íslands í gær þegar fyrstu viðskipti með Iceland Seafood voru hringd inn við opnun markaða klukkan 9.30. Bjarni Ármannsson sló duglega í bjölluna svo undir tók í húsinu. Starfsfólk Iceland Seafood og aðilar sem stóðu að skráningunni. Reynir Jónsson, Örn Gunnarsson, Vala Hrönn Guðmundsdóttir, Andri Gunnarsson, Bjarni Eyvindsson, Stefán Orri Ólafsson, Bjarni Ármannsson, Baldur Stef- ánsson, Magnús Bjarnason og Liv Bergþórsdóttir. KAUPHALLARSKRÁNING

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.