Morgunblaðið - 30.10.2019, Síða 16

Morgunblaðið - 30.10.2019, Síða 16
dk iPos snjalltækjalausn fyrir verslun og þjónustu Einfalt, fljótlegt og beintengt dk fjárhagsbókhaldi Smáratorgi 3, 201 Kópavogur • Hafnarstræti 53, 600 Akureyri 510 5800, dk@dk.is, www.dk.is dk iPos er hluti af snjalltækjalínu dk hugbúnaðar. Líttu við og fáðu kynningu á þeim fjölbreyttu lausnum sem dk hugbúnaður hefur fyrir verslun og þjónustu. VIÐSKIPTA Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. VIÐSKIPTI Á MBL.IS Seldu 862 þúsund kleinur í fyrra Þorskhausarnir „fundið fé“ fyrir WOW Costco opnar tímamótaverksmiðju … Vara við að svikahrappar hasli … Skilur ekki hvernig þetta gat gerst … Mest lesið í vikunni INNHERJI SKOÐUN Víða um heim eru fyrirtæki farin að undirbúa sig betur fyrir krís- ur; óvænta atburði sem erfitt er að sjá fyrir. Krísur geta verið fyrirtækjum dýrkeyptar, bæði fjárhagslega og einnig hvað varð- ar þann orðsporshnekki sem þau geta orðið fyrir. Er þetta á meðal þess sem rætt verður á fimmtu- daginn næstkomandi á fundi Sam- taka ferðaþjónustunnar (SAF) þar sem farið verður yfir starfshætti varðandi öryggismál og viðbrögð við óvæntum atburðum sem kunna að koma upp í geiranum. Á meðal þeirra sem taka til máls er Bryndís Ísfold Hlöðvers- dóttir, ráðgjafi hjá Aton.JL sem í samstarfi við SAF mun einnig halda námskeið í nóvember fyrir stjórnendur um krísustjórnun. Að sögn Bryndísar eru krísur flokk- aðar í þrjár tegundir krísa sem kalla á mismikla ábyrgð fyrir- tækja; þolendakrísa, þar sem þú hefur ekki skapað krísuna sjálfur en þarft að bregðast við, óvilja- krísa, þar sem enginn ásetningur er að skaða eða meiða en eitthvað kemur upp á óvart og afstýranleg krísa. „Sem er sú versta af þeim öllum. Þar gætu vandræði flug- vélaframleiðandans Boeing verið gott dæmi. Þar virðast menn, af fréttum að dæma, hafa vitað af galla í stýrikerfi vélanna en vís- vitandi ekki brugðist við þeim hlutum sem höfðu mjög alvar- legar afleiðingar. Þá er ábyrgðin mjög mikil sem bregðast þarf við með viðeigandi þætti,“ segir Bryndís. Að hennar sögn er gott að líkja námskeiðinu við skyndi- hjálparnámskeið. „Þegar maður er búinn að æfa sig er maður bet- ur í stakk búinn þegar storm- urinn skellur á.“ Á meðal þess sem rætt verður eru samskipti við fjölmiðla þar sem þumalputta- reglan er að segja satt og rétt frá. „Dæmin hafa sýnt það að þeir sem reyna að koma sér undan því að svara, kenna öðrum um eða hreinlega ljúga, bæta oft krísu of- an á krísuna og missa þannig enn meira traust, sem er það versta sem þú getur gert í krísu- samskiptum. “ Ljósmynd/Baldur Kristjánsson Bryndís Ísfold, ráðgjafi hjá Aton, ræðir um krísustjórnun á fundi SAF. Viðbrögð við krísum æfð Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Viðbrögð við krísuástandi hjá fyrirtækjum verða rædd á fundi SAF. Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Þó að listamenn séu ekki endilegaþekktir fyrir færni í markaðs- málum hitti ég samt sem áður einu sinni einn ágætan listamann sem hafði kynnt sér vel hvað virkaði og virkaði ekki í markaðssetningu. Þessi listamaður sagði að það semhann hefði lært væri að finna sér alltaf ný og ný tilefni til að vekja á sér athygli og auka þannig mögu- leika á að selja myndverk sín. Nefndi hann sem dæmis afmæli ým- iss konar. „Í tilefni af því að nú eru fimm ár frá opnun vinnustofu minn- ar opna ég nú sölusýningu á nýjum verkum,“ gæti eitt tilefnið hljómað. Annað væri: „Í tilefni af því að sum- arið er búið efni ég til haustsýn- ingar, og gef 50% afslátt af öllum málverkum í rauðum og gulum hausttónum.“ Íslendingar hafa almennt veriðduglegir í seinni tíð að meðtaka ný tilefni til að gera sér glaðan dag, og er það vel. Því fleiri tilefni til að brosa og skemmta sér því betra. Því fagna ég uppgangi hrekkjavökunnar hér á landi en hún hefur náð að festa sig í sessi og verður sífellt minna framandi í augum manns. Það þýðir aðeins eitt – að hún er að verða hluti af íslenskri menningu. Jólahlaðborð, svartur föstudagurog hönnunarmars eru allt dæmi um fyrirbæri sem bæst hafa við við- burði hér á landi á síðustu árum og auðga nú mannlífið. Verum ófeimin að bæta við til-efnum, það gerir lífið bara betra. Tilefni fyrir tilefniÍ byrjun árs 2016 tilkynntu Eim-skipafélagið og Royal Arctic Line á Grænlandi um samstarf milli fyrir- tækjanna. Því er ætlað að bæta flutn- ingastarfsemi milli ríkjanna og inn á stærri markaði. Til að koma sam- starfinu á reyndist nauðsynlegt að hefja smíði nýrra gámaskipa. Í sept- ember síðastliðnum fékkst niðurstaða í rannsókn Samkeppniseftirlitsins á fyrirhuguðu samstarfi og var það samþykkt með skilyrðum, jafnvel þótt Samskip hefðu kært málið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála (ÁS). Því liðu 1.334 dagar frá því að fyrirtækin lýstu yfir vilja til samstarfs og þar til heimild fékkst að íslenskum lögum til að hefja það. Við þetta er ekki hægt að búa.Enn og aftur koma upp mál þar sem eigendur og stjórnendur fyrir- tækja, svo ekki sé talað um starfs- menn þeirra og viðskiptavini, eru látnir bíða svo mánuðum, misserum og árum skiptir eftir niðurstöðum eftirlitsyfirvalda. Eru dæmi um að dráttur í þessum málum hafi kostað fyrirtæki stórfé og jafnvel skaðað þau verulega, einkum þegar ekki er fallist á samruna og yfirtökur. Nú hefur ráðherra samkeppnis-mála lagt fram til umsagnar frumvarp um breytingar á samkeppnislögum. Tillögurnar eru hófstilltar og vel rökstuddar. Þar er engar kollsteypur að finna og eftir sem áður er ætlunin að Samkeppn- iseftirlitið leiki stórt hlutverk í ís- lensku viðskiptalífi. Hins vegar miða tillögurnar að því að sníða vankanta af kerfinu eins og það er nú. Á það m.a. við um heimild Samkeppniseft- irlitsins til að skjóta ákvörðunum ÁS til dómstóla. Í greinargerð með frum- varpinu er vel rökstutt af hverju sú heimild er ónauðsynleg og raunar skaðleg. Enn fremur er að finna í frumvarp-inu tillögu til þess að fella úr gildi fjögurra ára gamla heimild Sam- keppniseftirlitsins til að hefja svokall- aðar „markaðsrannsóknir“. Þær eru þess eðlis að stofnunin má efna til þeirra telji hún ástæðu til og á grund- velli slíkra rannsókna leggja verulega íþyngjandi kvaðir á fyrirtæki sem ekki hafa brotið nein lög! Sem betur fer eru engin dæmi um ákvörðun af því tagi, en fyrir því liggur aðeins ein ástæða. Eina „rannsóknin“ sem ráðist hefur verið í hefur staðið allt frá árinu 2015 og henni er enn ekki lokið. Á meðan bíða stjórnendur stórra fyrir- tækja með þúsundir manna í vinnu, með kökkinn í hálsinum. Þeir bíða þess sem verða vill og eru fyrir vikið ragari til ákvarðanatöku, sem er þó upphaf allrar framþróunar í atvinnu- lífinu. Ráðherra hefur ekki ástæðu til að hlusta á úrtöluraddir þeirra sem telja að aldrei megi skerða vald hins opinbera, jafnvel þótt það sé til þess gert að vernda hagsmuni almennings. Mikilvægar réttarbætur Bandaríski tækniris- inn Google segist hafa náð stóru skrefi í þróun á skammta- tölvutækni. Ískaldar ofur- tölvur framtíðar 1 2 3 4 5 RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.