Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - Jun 2019, Qupperneq 2

Fréttir - Eyjafréttir - Jun 2019, Qupperneq 2
Goslokin eru mikilvægur liður í uppgjörinu og þar eiga Eyjafréttir gott hlutverk. Ótal endurminngar fólks úr gosinu hafa verið sagðar í Eyjafréttum. Þessi viðtöl og þessar sögur verður að varðveita. Ein reynslan sem hefur reyndar ekki verið skrifuð er frá konu sem var ung móðir í gosinu. Hún var akkurat vakandi um það leiti þegar síminn hringdi og látið var vita að gos hefði byrjað. Hún var genginn átta mánuði á leið með sitt þriðja barn og inn í barna- herbergi sváfu drengirnir hennar tveir sem þá voru 6 og 7 ára. Eins og aðrið fór hún með bát til Þorlákshafnar, eiginmaðurinn var skipstjóri á bátnum og hafði eins og aðrir verið í landi þessa ör- lagaríku nótt. Þegar í Þorlákshöfn var komið fór hún í land með drengina sína tvo, mánuður eftir af meðgöngunni og í veskinu var bankabók og bleyjur. Framhaldið var óvitað en eiginmaðurinn þurfti að sigla aftur til Eyja. Þessi saga situr í mér því ég reyndi að setja mig í hennar spor, ég á tvo litla drengi og reyni að ímynda mér stöðuna sem hún og aðrar mæður voru í. Enginn vissi hvað framundan var, hvert átti að fara, hvenær eða hvort þau færu heim aftur? Gosið hefur án efa lagst mis- jafnlega í fólk og eflaust margir sem hafa aldrei náð að gera upp þessa erfiðu lífsreynslu. Maður skynjar á mörgum að þetta gerðist bara og fólk hélt áfram að lifa, kannski ekkert annað í boði og ekki nein einasta áfallahjálp að fá. Ef það er eitthvað sem er einkennandi fyrir þessa tíma að mínu mati að þá er það samstaða, ekki bara Eyjamanna, maður skynjar að flest allir á landinu hafði verið boðnir og búnir til að hjálpa til. Goslokin eru eins og áður sagði mikilvægur liður í uppgjörinu og það eru sögur þarna úti sem ekki hafa verið sagðar en að mínu mati þurfa heyrast. Dagskrá Goslokanna í ár er að vanda glæsileg eins og sjá má á síðu tólf í blaðinu. Þar má finna eitthvað fyrir alla fjölskylduna. Gleðileg Goslok! Sara Sjöfn Grettisdóttir ritstjóri Hvenær eða hvort við komumst aftur heim? Efnisyfirlit [04] Viðburðaríkur júní [06] Ég hef miklar væntingar til þessa skips [07] Vonir um að skipið muni gjörbreyta búsetuskilyrðum í Vestmannaeyjum [07] Betri tímar framundan með nýjum tækifærum [07] Við erum tilbúin í þetta spennandi verkefni [08] Ætti að vera skyldueign á hverju einasta Eyjaheimili [10] Ákvað að freista gæfunnar og grafa upp húsið sitt [12] Dagskrá Goslokahátíðar [13] Lífsviljinn og lífsgleðin í myndum mínum [14] Dreymdi fyrir gosinu og hvar hraunið myndi enda [16] Búið að vera draumur hjá mér lengi að vinna meira með grafík [18] Afmælisrit í tilefni af 100 ára afmæli kaupstaðarins [18] Ólíkir skólar fyrir ólíka einstaklinga [20] Þroskandi fyrir allt og alla [22] Kjúklingur í dásamlegri rjómasósu og döðluterta [23] Stærsta Orkumótið frá upphafi [23] TM mótið haldið í þrítugasta sinn Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549. Ritstjórn og ábyrgð: Sara Sjöfn Grettisdóttir - sarasjofn@eyjafrettir.is Umbrot: Sæþór Vídó - sathor@eyjafrettir.is Ljósmyndir: Óskar Pétur Friðriksson og blaðamenn. Prentun: Stafræna Prentsmiðjan ehf. Aðsetur ritstjórnar: Ægisgata 2, Vestm.eyjum. Sími: 481 1300 Netfang: frettir@eyjafrettir.is. Auglýsingar: auglysingar@eyjafrettir.is Veffang: www.eyjafrettir.is Eyjafréttir er áskriftarblað. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Eyjafréttir Næsta blað Eyjafrétta kEmur út 31. júlí m i t t m á l forsíðumyNd í Eigu ÞórariNs sigurðssoN tEkiN af sigurgEiri jóNassyNi 24. apríl 1973

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.