Fréttir - Eyjafréttir - jun 2019, Blaðsíða 4
4 | Eyjafréttir | Goslok 2019
3.-5. júní
Vel heppnuð
sjómannahelgi
Sjómannahelgin var öll hin
glæsilegasta í Vestmannaeyjum.
Dagskráin hófst á fimmtudeginum
og kláraðist á sjálfan Sjómanna-
daginn. Margt var um manninn og
var veðrið gott alla helgina. Óskar
Pétur Friðriksson var á myndavél-
inni alla helgina og myndaði fyrir
Eyjafréttir.
Á sjálfan Sjómannadaginn byrjaði
dagskráin dagsins í Landakirkju
með Sjómannamessu. Eykindils-
konur voru með kaffisamsæti í
Akóges.
Klukkan þrjú hófst svo dag-
skráin á Stakkagerðistúni eins og
áður. Þar voru veitt verðlaun fyrir
keppnir laugardagsins, sjómenn
heiðraðir og vel valdir ræðumenn
sögðu nokkur orð. Verðandi heiðr-
aði Gísla Val Einarsson og Gísla
Einarsson (sem vantar á myndina).
Jötunn heiðraði Halldór Björgvins-
son og Vélstjórafélagið heiðraði
Gunnar Marel Tryggvason.
13. júní
Ánægja með forseta
heimsókn
Forseti Þýskalands, Frank-Walter
Steinmeier og Elke Büdenbender
forsetafrú, forseti Íslands, Guðni
Th. Jóhannesson og Eliza Reid,
forsetafrú, ásamt fylgdarliði, komu
í heimsókn til Vestmannaeyja þann
14. júní síðastliðinn.
Um var að ræða hluta af opinberri
heimsókn þýska forsetans til Ís-
lands. Forsetahjónin heimsóttu
meðal annars sjóvarmadælustöðina,
Breka VE-61, borðuðu hádegismat
á Slippnum, kíktu á stúlkurnar á
TM mótinu í knattspyrnu og gengu
einnig á Eldfell. Íris Róbertsdóttir,
bæjarstjóri, bauð sendinefndinni til
móttöku í Eldheimum til heiðurs
forsetahjónunum. Virkilega vel
heppnuð heimsókn og forsetahjón-
in afar ánægð með heimsóknina.
14. júní
Herjólfur kominn
heim
14. júní var sannanlega gleðidagur
fyrir íbúa í Vestmannaeyjum en
þá var Eyjamönnum afhentur nýr
og glæsilegur Herjólfur í heima-
höfn. Það hefur verið beðið eftir
þessum degi í þó nokkurn tíma og
því mikil gleðistund að nýtt skip sé
loksins komið.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráð-
herra, og Sigurður Ingi Jóhannsson,
samgöngu- og sveitarstjórnarráð-
herra, voru við móttökuathöfnina
þar sem nýr Herjólfur var afhentur
Vestmannaeyingum.
Við athöfnina nefndi Katrín
Jakobsdóttir, forsætisráðherra,
formlega nýjan Herjólf og Sigurður
Ingi Jóhannsson, samgöngu- og
sveitarstjórnarráðherra, flutti
ávarp þar sem hann afhenti Vest-
mannaeyingum hina nýju ferju.
Í ræðu samgöngu- og sveitar-
stjórnarráðherra kom fram að með
nýjum Herjólfi standi vonir til að
samgöngur verði betri og þjóni
þörfum Vestmannaeyinga. Þá eru
orkuskipti eitt af áhersluatriðum
ríkisstjórnarinnar. Því hefði ekkert
annað komið til greina en að ný
ferja gengi fyrir umhverfisvænni
orku. Þá fluttu forstjóri Vega-
gerðarinnar, formaður bæjarráðs
og fulltrúi Vestmannaeyjaferjunnar
Herjólfs ávörp og prestur Landa-
kirkju blessaði skipið.
17. júní
Hæ hó og jibbí
Íslenska fánanum sást víða veifað
í gær í tilefni af þjóðhátíðardegi
Íslendinga. Vestmannaeyjabær var
að vanda með dagskrá sem hófst á
Hraunbúðum og svo var líf og fjör
á Stakkagerðistúni um miðjan dag.
Eins og áður var gengið í lögreglu-
fylgd frá Íþróttamiðstöðinni niður
Illugagötu, inn Faxastíg og áfram
Vestmannabraut að Stakkagerð-
istúni. Fánaberar úr Skátafélaginu
Faxa leiddu gönguna og félagar
úr Lúðrasveit Vestmannaeyja léku
undir. Helga Jóhanna Harðardóttir,
formaður fjölskyldu- og tóm-
stundaráðs setti hátíðina á Stakkó
í gær og lúðrasveit Vestmanna-
eyja spilaði nokkur vel valin lög
og börn af Víkinni, 5 ára deild
sungu einnig nokkur lög. Páll
Magnússon, alþingismaður var
með hátíðarræðuna í gær á eftir
honum kom Fjallkonan Lísa María
Friðriksdóttir og flutti hátíðarljóð.
Ávarp nýstúdents var í höndum
Dagbjartar Lenu Sigurðardóttur og
Thelma Lind Þórarinsdóttir söng
nokkur lög. Fimleikafélagið Rán
sýndi atriði og svo voru hoppukast-
alar og fjör fyrir börnin.
20 júní
systurnar koma
heilar og höldnu til
Vestmannaeyja
Mjaldrasysturnar Litla hvít og Litla
grá lögðu upp í langt ferðalag frá
Kína þann 19. Júní. Ferðalagið
hófst klukkan fjögur um nótt að
íslenskum tíma þegar vöruflutn-
ingaþota Cargolux, Boeing 747-
400 ERF, lagði af stað frá Sjanghæ
í Kína með mjaldrana um borð.
Flugið tók tæpa ellefu klukku-
stundir og lenti vélin í Keflavík
rétt fyrir klukkan tvö þann 20. Þar
tók við tollafgreiðsla auk þess sem
fulltrúar MAST skoðuðu mjaldrana
og gáfu út formlegt leyfi fyrir flutn-
ingnum. Einnig var skipt um vatn
að hluta í búrum systranna áður en
lagt var af stað eftir Suðurstrand-
aveginum seinnipartinn þann dag
og rétt fyrir klukkan tíu um kvöldið
keyrðu bílarnir með systurnar inní
Herjólf sem kom klukkustund síðar
í höfn í Vestmannaeyja.
Mjaldrasysturnar var komið ofa
í landlaugina í einangrun þar sem
þær munu dvelja allavega í 40
daga. Þegar aðlögun þeirra er lokið
verða þær fluttar á griðastað sinn í
Klettsvík.
Systurnar voru talsvert þreyttar
eftir ferðalgið og en jöfnuðu sig
fljótt og vel og una sér í dag vel í
landlauginni.
Viðburðaríkur júní SARA SjöfN GREttiSdóttiRsarasjofn@eyjafrett ir. is