Fréttir - Eyjafréttir - jun. 2019, Side 7
Goslok 2019 | Eyjafréttir | 7
Magnús Bragason hótelstjóri á
Hótel Vestmannaeyjum líst vel á
nýjan Herjólf.
„Mér líst vel á nýja Herjólf, hann
er fallega hannaður að innan og
bjartir litir. Hann er rúmgóður,
með stórum gluggum og miklu
útsýni,“ sagði Magnús í samtali við
Eyjafréttir.
Hverjar eru væntingar þínar og
vonir fyrir Vestmannaeyjar með
bættum samgöngum? „Samgöngur
hafa hamlað vexti ferðaþjónustu-
fyrirtækja í Eyjum.
Ég vona að það gangi eftir það
sem stjórnvöld hafa sagt og nú
verði hægt að sigla til Landeyja-
hafnar á ársgrundvelli. Við vitum
að ferðamenn hafa viljað koma til
Vestmannaeyja á veturna, en hætt
við vegna þess að siglt hefur verið
frá Þorlákshöfn.
Það hefur verið innviðarupp-
bygging í ferðaþjónustu í Eyjum og
við erum tilbúin í þetta spennandi
verkefni. Því er mikil eftirvænting
ríkjandi hjá okkur. Ég bind vonir
mínar við að þetta muni takast vel
og þá mun það gjörbreyta búsetu-
skilyrðum í Vestmannaeyjum,“
sagði Magnús.
Berglind Sigmarsdóttir formaður
ferðamálasamtakan Vestmannaeyja
og einn af eigendum veitinga-
staðanna Gott og Pítsugerðarinnar
er bjartsýn og vonar að skipið sé
gott til siglinga. „Mér líst mjög vel
á nýja skipið það sem ég hef séð,
það er huggulegt og mér sýnist að
það eigi að fara vel um farþega
skipsins, en auðvitað skiptir það
mestu hvernig skipið mun sigla og
ég hef ekki siglt með skipinu svo
maður er að horfa á hlut sem lítur
vel út en maður veit ekki alveg
hvað hann getur gert. Ég kýs þó
langoftast að vera bjartsýn og vona
að það sé rétt sem sagt er að það sé
gott til siglinga,“ sagði Berglind
Hverjar eru væntingar þínar og
vonir fyrir Vestmannaeyjar með
bættum samgöngum? „Ég held
að vonir okkar allra séu að skipið
getið siglt fleiri ferðir í Landeyja-
höfn og að við bætist fleiri mán-
uðir sem siglt þangað, bæði fyrir
framan og aftan sumarið. Fyrir
okkur í ferðaþjónustu væri það
björgun að lengja tímabilið því eins
og ég hef nefnt áður er ferðatíminn
of stuttur til þess að fyrirtækin nái
að lifa þennan lokaða tíma af, það
er of langur tími sem er ekkert og
fyrirtækin eru að reyna að lifa af á
því sem sumarið gaf þeim, þessa
þrjá mánuði. Þessi stöðuga óvissa
hefur skemmt mest fyrir okkur, svo
ef þetta fer að verða stöðugt getum
við farið að markaðssetja vöru sem
við vitum að við getum boðið uppá
og unnið til baka það vantraust
sem er komið út af óreglulegum
siglingum hérna á milli. Þetta er
svakalega spennandi og ég hlakka
til að fara yfir á nýja skipinu,“
Kristín Jóhannsdóttir framkvæmda-
stjóri Eldheima sagði í samtali við
Eyjafréttir að nýi Herjólfur hefði
komið sér á óvart. „Ég er búin
að skoða skipið að innan. Það er
mjög flott og kom mér á óvart hve
rúmgott það er, ég hlakka til að
fara fyrstu ferðina,“ sagði Kristín
sem hefur miklar væntingar til
skipsins. „Ég hef miklar væntingar
til nýja skipsins. Ég trúi ekki öðru
en að nýtt skip eigi eftir að geta
meira en tæplega 30 ára gamalt
skip. Ég er því mjög bjartsýn á
að framundan séu betri tímar, með
nýjum tækifærum,“ sagði Kristín.
Hvað segir ferðaþjónustan um nýja Herjólf:
Vonir um að skipið muni gjörbreyta
búsetuskilyrðum í Vestmannaeyjum
:: mikil eftirvænting og vonir um lengra ferðamannatímabil
Betri tímar framundan
með nýjum tækifærum
Við erum tilbúin í þetta
spennandi verkefni