Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - jun. 2019, Side 20

Fréttir - Eyjafréttir - jun. 2019, Side 20
20 | Eyjafréttir | Goslok 2019 ferðinni var heitið til Póllands, nánar tiltekið í þorpið stanin, en þar búa aðeins um 1000 manns. Í hópnum voru fjórir kennarar og fimm fulltrúar 10. bekkjar úr Grunnskóla Vestmannaeyja. Tilgangur ferðarinnar var fjórði og síðasti liður verkefnisins saY nO! let´s make a difference bY combating xenOphobia en verkefnið er hluti af erasmus+ áætlun evrópusambandsins. Verkefnið stendur fyrir baráttu gegn útlendingafælni en útlendingafælni er að vera illa við eða óttast útlendinga eða fólk sem er mjög ólíkt manni sjálfum. Útlendingahatur getur átt við um ótta við fólk frá öðrum löndum, annarri menn- ingu, öðrum menningarkima, eða fólk sem aðhyllist önnur trúarbrögð. Í verkefninu sameinast fjórar þjóðir til þess að vekja athygli á málstaðnum með því að bjóða fulltrúum hverrar annarrar til síns heimabæjar og fræða nem- endur og kennara um þeirra menningu, siði, trúarbrögð og fleira. nemendur gista í heimahúsum hjá fjölskyldum sem þeir fá úthlutað. Ísland, svíþjóð, Rúmenía og Pólland eru þjóðirnar sem taka þátt og skiptast þjóðirnar á að koma í heimsókn hver til annarrar. fyrsti fundurinn var í svíþjóð haustið 2017, hér á Íslandi var hist vorið 2018, í Rúmeníu haustið 2018 og nú var komið að því að hittast í Póllandi. Brot úr ferðadagbókum og hugleiðingum nemenda: 4.maí Ferðalagið hófst í Herjólfi sem sigldi til Landeyjahafnar klukkan 09:30. Við stoppuðum í Kringl- unni á leiðinni til Keflavíkur og fengum okkur að borða. Ferðinni var svo haldið beint á flugvöll- inn. Sjúklega mikil spenna var í loftinu á leiðinni. Vélin okkar fór í loftið klukkan 17:10. Við gistum á flugvallarhóteli í Frakklandi í eina nótt. Hótelið hét F1 Mulhouse Bâle Airport og við getum nú bara orðað það þannig að við höfum öll gist á snyrtilegra hóteli. Á leiðinni á hótelið lentum við í smá ævintýri því okkur hafði verið bent á að lítið mál væri að labba frá flugvellinum á hótelið en annað kom í ljós, okkur tókst nefnilega að villast! Eftir að hafa þvælst um flugvallarsvæðið og nágrenni þess í rúman hálftíma ákváðu kennararnir að fara til baka og taka leigubíl þótt leiðin væri stutt. Á hótelinu kom sér vel að Evelyn kennari talar frönsku því starfsfólkið þar talaði litla sem enga ensku. 5.maí Við vöknuðum mjög snemma og græjuðum okkur til að halda ferðalaginu áfram, fórum frá hótel- inu beint á flugvöllinn til að taka næsta flug til Varsjár. Við flugum með EasyJet og fengum mjög góða þjónustu þar. Við þurftum svo að bíða á flugvellinum í Varsjá í tæpa 6 tíma eftir krökkunum frá Svíþjóð og Rúmeníu. Við kíktum auðvitað á McDonalds og horfðum á Sigur- laugu vinna íslandsmeistaratitil í handbolta. Eftir þessa bið tók við tveggja tíma rútuferð til Stanin, þorpsins sem við gistum í. Þar búa um 700 manns, svo það má segja að það hafi lifnað yfir bænum þegar 50 nemendur frá Íslandi, Svíþjóð og Rúmeníu mættu á svæðið. Við vorum öll rosalega heppin með heimili. Fólkið hugsaði um okkur sem part af þeirra fjölskyldu, útbjó handa okkur nesti, bjó um okkur, og eldaði fyrir okkur. Þau voru svo góð við okkur að við vildum varla fara frá þeim og féllu nokkur tár hjá sumum þegar kom að því að kveðja. Okkur var boðið að koma aftur næsta sumar og taka fjölskyldurnar okkar með, við erum auðvitað meira en til því það yrði rosalega gaman að hitta þau aftur og gera nýja hluti og kynnast þorpinu ennþá meira. Við förum klárlega aftur til Póllands, það er staðfest. 6.maí Við byrjuðum daginn okkar klukkan 07:00 og gerðum okkur klár til að fara í skólann. Skól- anum var skipt í tvær byggingar, þá gömlu og nýju. Augljóst var hvor byggingin var hvað því sú gamla var orðin ansi slöpp. Við fengum yndislegar móttökur þegar við komum í skólann. Skólastjór- inn stóð á tröppunum með brauð og salt en það er siður í Póllandi að bjóða gesti velkomna á þann hátt. Við tókum lítinn brauðbita og dýfðum honum í salt áður en við borðuðum hann. Inni biðu allir nemendur skólans, frá leik- skólaaldri og upp úr. Þau stóðu á ganginum með fána allra landanna sem taka þátt í Erasmusverkefninu. Í öðrum af tveimur íþróttasölum skólans tók bæjarstjórinn á móti okkur og bauð okkur velkomin. Því næst sungu og dönsuðu nokkrir nemendur skólans fyrir okkur. Þau voru klædd þjóðbúningum og sýndu þjóðdansa. Að því loknu fengum við skoðunarferð um skólann. Eftir það tók við nokkurs konar hópefli til að hrista hópinn saman. Því næst hófst vinnan við verkefnið sjálft. Við nýttum jafn- ingjafræðslu til að fræða nemendur skólans, allt niður í leikskólaaldur, um útlendingafælni og mikilvægi þess að taka fólki eins og það er, óháð uppruna þess og skoðunum. Eftir hádegismat fórum við svo með pólsku krökkunum í tíma. Seinnipart dags fórum við í keilu með öllum krökkunum og fengum að borða líka. Eftir keiluna fórum við þakklát að sofa. 7.maí Dagurinn hófst á því að við fengum kynningu á kappræðuaðferð sem kallast “Oxford Style Debate”. Þá eigast tvö fjögurra manna ræðulið við og takast á um mis- munandi sjónarhorn eða skoðanir. Ræðuefnin okkar voru hvort betra væri að koma í veg fyrir kynþátta- fordóma og útlendingafælni með forvörnum og fræðslu (lið 1) eða að takast á við kynþáttafordóma þegar þeir eiga sér stað og fræða fólk eftir á (lið 2). Sigurlaug var fulltrúi Íslands í keppninni og stóð sig frábærlega. Það var niðurstaða dómnefndar að jafnt væri með liðum því bæði komu með góð rök fyrir máli sínu. Eftir þetta fórum við í tónlistartíma hjá eldri konu sem var mjög lunkin á ýmis hljóð- færi og spilaði á nokkur fyrir okkur m.a. harmónikku, hristu og gítar. Það sem okkur fannst skemmtileg- ast var að hún kenndi okkur þjóð- dansinn sem allir pólsku krakkarnir kunnu, sem okkur fannst alveg geggjað. Eftir skólann fórum við öll heim að græja okkur fyrir grill sem við fórum svo í um kvöldið. Grillið var sjúklega skemmtilegt og við grilluðum pulsur og þeir sem vildu spila körfubolta eða fótbolta gerðu það en hinir borðuðu og lærðu svo pólskan dans. 8.maí Þennan dag vann hvert land fyrir sig að áskorun til bæjaryfirvalda í hverju landi með hvatningu um að taka á kynþáttafordómum og útlendingafælni. Áskoranirnar voru gerðar á ensku og síðan lásum við þær upphátt fyrir aðra þátttakendur. Eftir það var mjög skemmtilegur tími þar sem við unnum meira með útlendingafælni og leiðir til Hvetjum alla til þess að fara í svona verkefni: Þroskandi fyrir allt og alla :: erasmus+ í Póllandi 4.-10. maí 2019 Nemendur GRV sem tóku þátt í verkefninu. Jordan, Henrrieta, Emma Rakel, Sigurlaug og Aron Kristinn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.