Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - jun 2019, Side 22

Fréttir - Eyjafréttir - jun 2019, Side 22
22 | Eyjafréttir | Goslok 2019 Ég vil byrja á að þakka elísu mágkonu minni, rosalega vel fyrir þessa áskorun  Hún má svo sannarlega eiga von á matarboði fljótlega og kannski skellum við bara í eitt gott grillpartý ef við þorum?? Þegar ég elda, er ég voða- lega lítið að fara eftir upp- skrifum, meira bara svona mallað og smakkað til, og bara notað svona það sem er til og finnst í skápunum. enn hérna er uppskift að kjúllarétti sem er mjög góður og einfalt að elda. Og líka Döðluterta sem er gott að hafa í eftirrétt með ís. kjúklingur í tómatrjómasósu Fyrir 3-4 • 4 kjúklingabringur • 1 pakki beikon • 1 askja sveppir • 1 rauðlaukur • 1 dós tómatpúrra • 1 paprika • 2 msk. tómatsósa • 200 g Philadelphia-rjómaostur • 2 1/2 dl matreiðslurjómi • salt og pipar 1. Skerið kjúklingabringurnar í tvennt. 2. Hitið olíu á pönnu og brúnið bringurnar og kryddið með salti og pipar. Takið af pönnunni og setjið í ofnfast mót. 3. Skerið beikonið í bita og steikið á sömu pönnu. Setjið beikonið yfir kjúklinginn. 4. Steikið sveppi og lauk á pönnu upp úr beikonfitunni. 5. Hrærið tómatpúrru, papriku- kryddi og tómatsósu og blandið út á pönnuna með græn-metinu. 6. Bætið rjómaosti og mjólk saman við og hrærið þar til rjómaostur inn hefur bráðnað og allt blandast vel saman. Smakkið til með salti og pipar og hellið yfir kjúklinginn. 7. Setjið inn 200°C heitan ofn í um 20 mínútur eða þar til kjúkling- urinn er eldaður í gegn. döðluterta • 2 msk. Hveiti • 1 bolli Saxaðar döðlur • ½ bolli Sykur • Tæpur bolli kókosmjöl • 100 gr. Saxað dökkt súkkulaði • 2 Egg • 2-3 msk Matarolía • 2/3 tsk. Salt • 1 tsk. Lyftiduft Setjið hveitið í plastpoka og klippið döðlurnar út í. Blandið öllu saman í skál og hrærið saman. Bakið við 175 í ca. 25 mín. Berið fram með rjóma eða mjúkís Ég ætla svo að skora á sigur- þór starfsfélaga minn, hann er að fara að gifta sig 13. Júlí nk. og verður nú að fara að sýna svaka takta í eldhúsinu. Kjúklingur í dásamlegri rjómasósu og döðluterta maTGÆðinGURinn Ingólfur Arnarsson matgæðingur Sara Elía kom færandi hendi til Rauða krossins í Vestmannaeyjum en hún hafði safnað 26.000 kr. sem hún vildi gefa til hjálparstarfs. Rauði krossinn þakkar henni kærlega fyrir V Elskuleg móðir mín systir og vinkona, Sóley ólafSdóttir sem lést á Heilbrigðisstofnun Vestmanna- eyja,16. júní sl. var jörðuð í kyrrþey frá Aðventkirkjunni í Vestmannaeyjum 21. júní. Þökkum af alhug öllum þeim sem sem studdu hana í veikindum hennar og þá ómetanlegu vináttu sem hún fann fyrir og mat mikils. Alfa og omega upphaf og endir alls sem er, þó svo dauðinn banki uppá, sál, andi líkami. Fæðing líf, dauði. Þitt nýja ferðalag. Þitt nýja líf. Þú ert þarna sem og hérna, yndislega rósin mín. Guð blessi ykkur öll, Stefán Róbertsson, Aðalheiður og Þorsteinn Ólafsbörn, Sigurrós Sigurhansdóttir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.