Fréttablaðið - 18.02.2020, Side 2
Ég hef talað um það
í mörg ár að það
skorti allsherjarúttekt á
verðmyndun fisks.
Heiðveig María Einarsdóttir,
sjómaður
Veður
Norðaustan 8-15 m/s, en 13-20
norðvestantil framan af degi. Hiti
kringum frostmark. Yfirleitt þurrt
sunnan heiða. Hæg breytileg átt
eftir hádegi. SJÁ SÍÐU 14
Dansað gegn kynbundnu ofbeldi
Það var fjölmennt á árlegu danshátíðinni Milljarður rís sem fór fram í áttunda skipti í Silfurbergi í Hörpu í gær. Viðburðurinn er haldinn víða um
heim á vegum UN women en þar dansa þátttakendur í baráttu og vitundarvakningu gegn kynbundnu of beldi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
SALTVATNSPOTTAR
HEITIRPOTTAR.IS
HÖFÐABAKKI 1
SÍMI 7772000
PLUG & PLAY
HITAVEITUSKELJAR
• Tilbúin til notkunar
• Tengja 2 rör
• Eyðir minna vatni
KJARAMÁL Heiðveig María Einars-
dóttir sjómaður sem reyndi að
bjóða sig fram til forystu í Sjó-
mannafélagi Íslands, gagnrýnir
framkomna kröfugerð Sjómanna-
sambands Íslands í kjaraviðræðum.
Hún segir forystuna illa undirbúna
og í litlum tengslum við umbjóð-
endur sína. Önnur félög hafa ekki
gefið upp kröfur sínar, hvorki til
félagsmanna né annarra. Ólíkt við-
semjendum sínum SFS, Samtökum
fyrirtækja í sjávarútvegi, sé sjó-
mannaforystan sundruð.
Sjómannasambandið birti nýlega
kröfur í 15 liðum og SFS í 19. Telur
Heiðveig kröfur sjómanna almennt
loðnar og illa rökstuddar, svo sem
„Kauptrygging og aðrir kaupliðir
hækki“ og „Ákvörðun á verði upp-
sjávarafla sett í eðlilegt horf“.
Þá skorti alla rannsóknarvinnu
að baki kröfunum. „Ég hef talað
um það í mörg ár að það skorti alls-
herjarúttekt á verðmyndun fisks,
það skiptir ekki aðeins sjómenn
máli heldur allt samfélagið því
þarna eru milljarðar undir,“ segir
Heiðveig. Sjómannafélögin geti vel
staðið að slíkum rannsóknum, enda
ættu þau að sitja á digrum sjóðum.
Vinnan gæti verið aðkeypt.
„Á móti kemur að útgerðarmenn
koma samhentir fram með sínar
ítrustu kröfur og það er erfitt fyrir
sjómannaforystuna að mæta þeim
án þess að hafa eitthvað í hönd-
unum sem þeir virðast ekki hafa
samkvæmt þessari kröfugerð,“
segir hún en álasar útgerðinni ekki
fyrir það og heldur ekki vinnandi
sjómönnum. Þeir séu í sinni hags-
munagæslu og reki hana vel.
Kjaradeilur sjómanna hafa verið
strembnar á undanförnum árum.
Árin 2011 til 2017 voru samningar
lausir og deilan leystist ekki fyrr en
eftir löng verkföll. „Strangt til tekið
er ég ekki bjartsýn á að það semjist
í bráð og er ekkert endilega viss um
að það yrðu góðir samningar því
að miðað við þessar kröfur yrðu
kjör sjómanna verri en áður ef
samið yrði nú. Við erum í harðri
varnarbaráttu og aðstöðumunur
er mikill,“ segir Heiðveig aðspurð
um hvort hún búist við langri deilu.
Þá segir hún vera kurr í stéttinni
almennt með stöðuna og að sjó-
menn séu ekki bjartsýnir á góðan
samning. Ber hún þetta saman við
kjarabaráttu stóru stéttarfélaganna
í aðdraganda Lífskjarasamning-
anna.
„Þá var gott samtal við fólkið og
mikill stuðningur við aðgerðirnar.
Því er ekki að skipta í kjaradeilu sjó-
manna,“ segir Heiðveig.
Aðspurð um hvað henni finnist
vanta í kröfugerðina segir hún það
fyrst og fremst að sjómenn fái sjálfir
að ráðstafa sínum aflahlut. En hvað
einstaka tölur varðar segist hún
ekkert geta sagt, því að rannsóknar-
vinnan hafi ekki enn farið fram.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Rannsóknir skorti að
baki kröfugerðinni
Heiðveig María Einarsdóttir, sem reyndi að bjóða sig fram til forystu Sjó
mannafélags Íslands, gagnrýnir kröfugerð Sjómannasambandsins í kjara
viðræðum. Kurr sé í stéttinni og sjómenn ekki bjartsýnir á góðan samning.
Heiðveig segir sjómannafélögin geta kostað rannsóknir. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
SVEITARFÉLÖG Óskað hefur verið
eftir umsögn örnefnanefndar um
sautján hugmyndir að nöfnum á
nýju sameinuðu sveitarfélagi Borg-
arfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps,
Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar-
kaupstaðar.
Nafnanefnd sveitarfélagsins ósk-
aði umsagnar örnefnanefndar um
tiltekna forliði og eftirliði við heitin.
Óskað var umsagnar um forliðina
Austur-, Eystri-, Eystra-, Dreka- og
Múla- og um eftirliðina -byggð,
-byggðir, -þing og -þinghá. Einnig er
óskað umsagnar um heitið Sveitar-
félagið Austri. Alls bárust 62 tillögur
til nafnanefndarinnar sem valdi úr
sautján tillögur.
Örnefnanefnd hefur þrjár vikur
til að skila umsögnum um heitin.
Þegar þær liggja fyrir verður ákvörð-
un tekin um hvaða heiti verða lögð
fyrir íbúa í atkvæðagreiðslu sem
haldin verður 18. apríl næstkom-
andi. Umræðu um heitið er að finna
á Facebook-síðu verkefnisins. – atv
Sautján tillögur
til skoðunar
MANNRÉTTINDI Verulegur vafi leik-
ur á því að Ísland geti lengur full-
nægt skyldum sínum samkvæmt
Mannréttindasáttmála Evrópu til
að fullnusta dóma MDE hérlendis,
að mati Lögmannafélags Íslands.
Í umsögn Lögmannafélagsins
um frumvarp dómsmálaráðherra
um endurupptökudóm segir að
brýnt sé að lögfesta frumvarpið sem
fyrst vegna réttaróvissu um rétt til
endurupptöku sakamála.
Í umsögninni er fjallað um rétt-
aróvissu um hvort íslensk lög veiti
íslenskum ríkisborgurum full-
nægjandi heimildir til endurupp-
töku mála í kjölfar áfellisdóma
MDE. Vísað er til dóms Hæstaréttar
þar sem endurupptökubeiðni Jóns
Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva
Jónssonar var hafnað.
Tryggja þurfi skýran endurupp-
tökurétt vegna brota íslenska ríkis-
ins á öllum ákvæðum sáttmálans.
Eftir dóminn séu möguleikar fjölda
manna, sem hafa sætt tvöfaldri sak-
sókn í skattamálum, á að fá mál sín
endurupptekin í uppnámi. – aá
Tryggi rétt til
endurupptöku
Lögmaðurinn Geir Gestsson ritar
undir umsögnina ásamt Almari
Möller. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Möguleikar þeirra sem
hafa sætt tvöfaldri saksókn í
skattamálum á að fá mál sín
endurupptekin eru í uppnámi.
1 8 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð