Fréttablaðið - 18.02.2020, Side 4
Áttatíu leikskóladeildir
eru lokaðar þar sem deildar-
stjóri er félagsmaður í
Eflingu.
1 Sumarbústaður tókst á loft og splundraðist: „Við finnum
ekki heita pottinn“. Björgunar
sveitarmaðurinn Jón Valgeir upp
lifði ótrúlegt fárviðri á Þóris
stöðum í Svínadal.
2 Sam herji krefur RÚV um afsökunar beiðni og í hugar mál
sókn Sam herji sendi stjórn RÚV
bréf þar sem farið var fram á af
sökunar beiðni vegna full yrðinga
um að fyrir tækið hefði mútað
namibískum em bættis mönnum.
3 Inn kalla vegan vörur vegna mögu leika á mjólkur vörum
í inni haldi Vörurnar „No Bull
Bolognese 350g“ og „No Pork
ies Sausa ges 8pk“ sem merktar
eru vegan hafa verið inn kallaðar
vegna mögu leika á snefil magni af
mjólkur vörum.
4 Guðrún eignaðist dóttur sína á Valentínusar dag Guð rún
Helga Sørt veit eignaðist dóttur
sína á Valentínusar daginn en sama
dag gekk stormur yfir landið.
5 Namibíska lög reglan hand tók fyrr verandi fram kvæmda
stjóra Fishcor Mike Nghipunya,
fyrrverandi framkvæmdastjóri
Namibian Fis hing Cor poration, eða
Fishcor, hefur verið handtekinn.
Allar nýjustu fréttir og blað
dagsins eru fáanleg á
www.frettabladid.is
BANNER-UP STANDAR
Ódýr
og einföld
leið l að
kynna
þína vöru.
Sundaborg 3
104 Reykjavík
777 2700
xprent@xprent.is
UTANRÍKISMÁL Norðmenn taka við
loftrýmisgæslu Íslands í mars með
nýjum orrustuþotum. Hingað koma
fjórar af fimmtán F-35 þotum norska
flughersins en herinn er að skipta út
eldri F-16 vélum, sem hafa verið not-
aðar hér á landi.
Er þetta fyrsta verkefni hersins
á erlendri grundu þar sem F-35 eru
notaðar og vegna þess er stærra
lið sent en vanalega, 150 manns.
Til samanburðar má nefna að 110
manns fylgdu sex F-16 þotum árið
2013 og 40 manns fylgdu þremur
slíkum vélum árið 2009.
Meira lið sent með orrustuþotum til Íslands af öryggisástæðum
Þetta er ekki í fyrsta
sinn sem þessar
vélar koma til landsins,
ítalski flugherinn notaði
þær í haust.
Sveinn Guðmarsson, upplýsingafull
trúi utanríkisráðuneytisins
F35 orrustuþota ef þeirri gerð sem hingað kemur. MYND/GETTY
KJARAMÁL Samninganefndir Ef l-
ingar og Reykjavíkurborgar munu
funda hjá ríkissáttasemjara í dag.
Verður það fyrsti sáttafundur aðila
í ellefu daga. Ótímabundið verkfall
um 1.800 félagsmanna Eflingar hjá
borginni hófst í gær.
Fullt var út úr dyrum á samstöðu-
og baráttufundi Ef lingar í Iðnó í
gær. „Þetta var svakalegur fundur.
Enn og aftur verður það svo aug-
ljóst að við hefðum aldrei farið af
stað í þessa baráttu og vegferð nema
vegna þess að við vissum að það var
það sem félagsmenn vildu,“ segir
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður
Eflingar. Samninganefnd Eflingar
muni mæta vel undirbúin á fundinn
í dag eins og ávallt.
„Við byrjum annars alla daga
núna á fundi með trúnaðar-
mönnum okkar hjá borginni. Þar
hittumst við og tökum stöðuna og
berum saman bækur okkar.“
Verkfallsvarsla verður með svip-
uðu sniði og áður en Sólveig Anna
segir að undanþágunefnd hafi veitt
ýmsar undanþágur fram á miðnætti
á fimmtudag. Þær undanþágur sem
hafi verið samþykktar séu aðeins
víðtækari en í síðustu viku og snúi
meðal annars að böðun og þannig
þáttum.
Verkfallið hefur mikil áhrif á
starfsemi leikskóla borgarinnar.
Í svari skóla- og frístundasviðs
til Fréttablaðsins kemur fram að 80
deildir eru lokaðar þar sem deildar-
stjóri er félagsmaður í Ef lingu. Þá
kunni að vera að f leiri deildir séu
lokaðar vegna þess að ekki takist
að tryggja lágmarksmönnun.
Tveir leikskólar, Funaborg í Graf-
arvogi og Berg á Kjalarnesi, eru alveg
lokaðir meðan á verkfallinu stendur.
Þá er aðeins yngsta deild leikskólans
Jörfa í Hæðargarði opin af fimm
deildum skólans. Það gæti þurft að
loka einhverjum leikskólum alveg
ákveðna daga eða hluta úr degi.
Félagsmenn í Ef lingu koma að
þrifum á 11 af 36 grunnskólum
borgarinnar en misjafnt er milli
skóla hversu mörg stöðugildin eru.
Í svari borgarinnar segir að það sé
bundið aðstæðum og umgengni á
hverjum stað hversu lengi er hægt
að hafa skóla opna ef ekki er hægt
að sinna þrifum.
„Það er skólastjórnenda á hverj-
um stað með aðstoð heilbrigðis-
eftirlits að meta hve lengi er hægt að
halda skóla eða einstökum deildum
opnum við slíkar aðstæður sem
verkfall er,“ segir í svarinu.
Forysta skóla- og frístunda-
sviðs muni einnig koma að slíkum
ákvörðunum en ljóst sé að húsnæði
sem ekki er þrifið um lengri tíma
verði lokað.
Foreldrar munu ekki greiða fyrir
þá daga sem börn þeirra þurfa að
vera heima vegna verkfalls á leik-
skólum. Það sama gildir um þær
máltíðir sem falla niður í grunn-
skólum. Ekki hefur verið tekið
saman hversu há fjárhæð verður
endurgreidd vegna þeirra verk-
fallsaðgerða sem þegar hafa farið
fram. birnadrofn@frettabladid.is
Fyrsti fundur samninganefnda
í ellefu daga er á dagskrá í dag
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir samstöðu- og baráttufund í gær sýna þann mikla
stuðning sem sé við verkfallsaðgerðir meðal félagsmanna. Boðað hefur verið til samningafundar í dag.
Tveir leikskólar í borginni eru alveg lokaðir og minnst 80 deildir þar sem deildarstjórar eru í Eflingu.
Það var fjölmennt á samstöðu og baráttufundi Eflingar í Iðnó í gær og baráttuhugur í fólki. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
JAPAN Japanir hafa ákveðið að
fresta eða af lýsa ýmsum mann-
fögnuðum í landinu vegna COVID-
19 veirunnar. Afmælisfögnuði
Naruhito Japanskeisara, sem átti
að fara fram í næstu viku, hefur
verið frestað ótímabundið ásamt
því að almennum þátttakendum
hefur verið meinaður aðgangur að
Tókýó-maraþoninu sem fram fer
1. mars. Reuters greinir frá.
COVID-19 veiran, sem á upphaf
sitt í Kína og hefur valdið dauða
um sautján hundruð manns, hefur
breiðst hratt út í Japan og þar
hefur einn látið lífið vegna hennar.
Útbreiðsla veirunnar í landinu er
sögð geta hafa veruleg neikvæð
áhrif á ferðaþjónustu og framleiðni
í Japan en Ólympíuleikar eru fyrir-
hugaðir þar í sumar.
Tugþúsundir manna mæta árlega
í afmælisfögnuð Japanskeisara sem
haldinn er í Keisarahöllinni í miðri
Tókýó og er áhættan á smiti sögð of
mikil við slíkar aðstæður. Afmælis-
fögnuði keisarans hefur ekki verið
frestað síðan árið 1996 en þá stóð
yfir gíslataka í japanska sendiráð-
inu í Perú.
Tókýó-maraþonið er eitt f jöl-
mennasta maraþonhlaup heims
og hefur 38 þúsund almennum
keppendum sem skráð hafa sig í
hlaupið verið meinuð þátttaka en
176 atvinnuhlauparar fá að taka
þátt í hlaupinu. – bdj
Afmæli keisarans frestað vegna veiru
Naruhito var krýndur keisari Japans í fyrra svo að í ár hefði á að halda
afmælis fögnuð hans sem keisara í fyrsta sinn. MYND/GETTY
Sveinn Guðmarsson, upplýsinga-
fulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir
um hefðbundið eftirlit að ræða og á
ekki von á að Íslendingar þurfi að
gera sérstakar ráðstafanir. „Þetta er
ekki í fyrsta sinn sem þessar vélar
koma til landsins, ítalski flugherinn
notaði þær í haust,“ segir hann.
Stale Nymoen, ofursti í f lug-
hernum, sagði í samtali við NRK að
aukalið væri sent með vélunum af
öryggisástæðum, það er ef eitthvað
óvænt kæmi upp. Þar að auki þyrfti
fleiri tæknimenn til að sinna F-35 en
F16. Stefnt er á að skiptunum yfir í
F-35 verði lokið árið 2025 en F-16
flotinn er kominn mjög til ára sinna.
Kostnaðurinn er áætlaður um 1.200
milljarðar íslenskra króna. – khg
1 8 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð