Morgunblaðið - 05.11.2019, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2019
Glerborg
Mörkinni 4
108 Reykjavík
565 0000
glerborg@glerborg.is
www.glerborg.is
2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG
FÁÐU TILBOÐ
ÞÉR AÐ
KOSTNAÐAR-
LAUSU
Ertu að byggja eða þarf að
endurnýja gamla glerið?
Það skiptir miklu máli að velja einangrunargler sem
reynist vel við íslenskar aðstæður.
Fáið tilboð hjá Glerborg í Mörkinni 4 eða
á heimasíðunni okkar WWW.GLERBORG.IS
5. nóvember 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 123.64 124.24 123.94
Sterlingspund 160.1 160.88 160.49
Kanadadalur 93.88 94.42 94.15
Dönsk króna 18.431 18.539 18.485
Norsk króna 13.506 13.586 13.546
Sænsk króna 12.832 12.908 12.87
Svissn. franki 125.19 125.89 125.54
Japanskt jen 1.1438 1.1504 1.1471
SDR 170.45 171.47 170.96
Evra 137.71 138.49 138.1
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.9869
Hrávöruverð
Gull 1509.85 ($/únsa)
Ál 1765.0 ($/tonn) LME
Hráolía 60.57 ($/fatið) Brent
● Hagstjórn, velsældarmælikvarðar,
greiðsluþátttaka sjúklinga og grænir
skattar voru til umræðu á fyrsta fundi
nýs þjóðhagsráðs, sem fram fór í gær.
Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu
segir að markmið þjóðhagsráðs sé að
styrkja samhæfingu hagstjórnar og
ákvarðana á vinnumarkaði með hliðsjón
af efnahagslegum og félagslegum
stöðugleika og áhrifum á loftslagsmál.
Þá segir í tilkynningunni að þjóð-
hagsráð skuli fjalla um stöðu í efna-
hags- og félagsmálum og ræða sam-
hengi opinberra fjármála,
peningastefnu og kjaramála í tengslum
við helstu viðfangsefni hagstjórnar
hverju sinni. Í ráðinu sitja forsætisráð-
herra, fjármála- og efnahagsráðherra
og samgöngu- og sveitar-
stjórnarráðherra, formaður Sambands
íslenskra sveitarfélaga, seðlabanka-
stjóri, forseti ASÍ, formenn BSRB, BHM
og KÍ og framkvæmdastjóri SA. Meðal
frummælenda voru Daníel Svavarsson,
forstöðumaður hagfræðideildar Lands-
bankans, og Svandís Svavarsdóttir heil-
brigðisráðherra.
Nýtt þjóðhagsráð
ræddi græna skatta
Fundur Samhæfing styrkt.
STUTT
BAKSVIÐ
Pétur Hreinsson
peturh@mbl.is
Eitt ár er liðið frá því að íþróttavöru-
verslunin Sport24 opnaði fyrstu
verslun sína hér á landi við Sunda-
borg 1 í Reykjavík. Fyrir mánuði var
þriðja verslun fyrirtækisins opnuð í
Garðabæ en Sport24 opnaði verslun
á Akureyri í febrúar. Þrátt fyrir að
vörumerkið sé ekki mjög þekkt hér á
landi er Sport24 umsvifamesti selj-
andi íþróttavara í Danmörku, en þar
rekur fyrirtækið 186 verslanir vítt og
breitt um landið. Fyrirtækið var
stofnað árið 2012 á grunni fjölda
íþróttavöruverslana, að því er fram
kemur í Berlingske, en höfuðstöðvar
fyrirtækisins eru í Silkeborg. Árið
2016 keypti Sport24 verslanir Sport-
igan og danskan hluta sænsku
íþróttavöruverslunarinnar Stadium
og er því óhætt að segja að fyrirtækið
hafi verið í mikilli sókn á undanförn-
um árum. Í fyrra störfuðu yfir 1.000
manns hjá Sport24, salan nam einum
milljarði danskra króna en hagnað-
urinn aðeins 231 þúsund dönskum
krónum samkvæmt Finans.dk.
Afar hörð samkeppni
Rekstrarumhverfi íþróttavöru-
verslana hefur verið afar krefjandi
undanfarin ár, einna helst hvað við-
kemur samkeppni við stórar net-
verslanir. Þá er einnig hart barist um
bestu verslunarstaðsetningarnar og
samkeppnin er mikil en Sport24 er í
dag t.a.m. orðið umfangsmeira á
dönskum markaði en helsti keppi-
nauturinn, Sportmaster, að sögn
Georgs Birgissonar, rekstrarstjóra
sérleyfishafa Sport24 hér á landi.
Hann segir viðtökurnar við verslun-
inni hér á landi hafa verið vonum
framar og áætluð velta hennar sé um
500 milljónir króna á þessu ári.
„Við opnuðum fyrst hérna niðri í
Sundaborg til að prófa konseptið.
Hvernig flutningaleiðirnar myndu
virka og hvernig tölvukerfin myndu
tala saman. Það er hæpið að fara í
einhverja risafjárfestingu ef bak-
landið er ekki 100%. Það var hug-
myndin með þessari búð,“ segir
Georg en verslunin hér á landi er
beintengd við pantanakerfið hjá
Sport24 úti í Danmörku. „Það hefur
gríðarlega hagræðingu í för með sér
fyrir okkar rekstur. Það fækkar
utanlandsferðum hjá okkur og við
fáum öll merkin í gegnum einn aðila,“
segir Georg en fyrirtækið selur
fjölda þekktra vörumerkja á borð við
Nike, Hummel, Puma, Speedo,
Adidas og Champion ásamt mörgum
fleirum.
Ásamt því að selja útivistarfatnað
fyrir unga sem aldna, úlpur, snjóbux-
ur og kuldagalla, leggur fyrirtækið
einnig mikla áherslu á sölu á al-
mennra íþróttavara fyrir börn. „Það
var það sem vantaði hingað til lands
eftir að Intersport var lokað,“ segir
Georg en Intersport var lokað sum-
arið 2017. Sport24 býður einnig upp á
merkingar á fatnað; til að mynda fyr-
ir íþróttafélög, og þá er fyrirtækið
einnig með outlet-verslun innan
nýrrar verslunar sinnar í Garðabæ.
Sport24 ryður sér til rúms
á íþróttavörumarkaði
Íþróttavörur Verslun Sport24 var opnuð í Garðabæ fyrir mánuði og telur verslunarsvæðið um 750 fermetra.
Sport24
» Verslunin var stofnuð árið
2012 í Danmörku á grunni
fjölda íþróttavöruverslana þar í
landi. Höfuðstöðvarnar eru í
Silkeborg.
» Sport24 er stærsta íþrótta-
vöruverslun Danmerkur.
» Hér á landi eru þrjár versl-
anir reknar undir merkjum
Sport24. Ný 750 fermetra
verslun var opnuð í Garðabæ
fyrir um mánuði.
Sport24 er stærsta íþróttavöruverslun í Danmörku Þrjár verslanir á Íslandi
Yas Holding hefur fest kaup á nýju
hlutafé í Alvotech, sem nemur 2,5%
af félaginu, fyrir um 5,3 milljarða
króna. Samkomulag þess efnis felur
einnig í sér samstarfssamning um
þróun, framleiðslu og sölu líftækni-
lyfja, að því er segir í fréttatilkynn-
ingu. Þá fær Yas „markaðsleyfi fyrir
þrjú líftæknilyf sem eru í þróun hjá
Alvotech og verða markaðssett á
næstu árum,“ samkvæmt tilkynn-
ingunni.
Japanska lyfjafyrirtækið Fuji
Pharma keypti 4,2% hlut í Alvotech í
desember 2018 fyrir 6,2 milljarða
króna eða um 30% minna á hvern
hlut en Yas hefur nú gert.
Alvotech er í meirihlutaeigu Aztiq
Pharma, undir forystu Róberts
Wessman, stofnanda og stjórnarfor-
manns fyrirtækisins. Auk Yas og
Fuji Pharma er systurfyrirtækið
Alvogen stór hluthafi, en meðal eig-
enda þess félags eru CVC Capital
Management og Temasek sem er
fjárfestingasjóður Singapúr.
Fram kemur í tilkynningu Alvo-
tech að Yas Holding sé alþjóðlegur
fjárfestingasjóður með höfuðstöðvar
í Abú Dabí. Þá nema núverandi fjár-
festingar YAS um 87 milljörðum
króna og eru tekjur fyrirtækisins um
250 milljarðar króna á ári. Hjá Yas
starfa um fimm þúsund starfsmenn.
„Yas mun markaðssetja lyf Alvotech
í Mið-Austurlöndum og Norður-Afr-
íku með samstarfsfyrirtækjum sín-
um. Líftæknilyfin sem um ræðir eru
í hópi söluhæstu lyfja heims í dag en
hliðstæðulyf Alvotech verða mark-
aðssett þegar einkaleyfi frumlyfja
renna út.“ gso@mbl.is
Ljósmynd/Alvotech
Vöxtur Mikill áhugi fjárfesta virðist
vera á starfsemi Alvotech.
Yas kaupir nýtt
hlutafé í Alvotech
Mun markaðs-
setja lyf í Mið-
Austurlöndum