Morgunblaðið - 05.11.2019, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.11.2019, Blaðsíða 25
maður spila og ég horfi jákvæðum augum á það.“ Þeir „gömlu“ gefa ekki eftir Í íþróttunum er gjarnan talað um fyrirbærið hungur. Að fólk sé hungr- að í að vinna leiki eða bikara. Í liði KR eru margfaldir meistarar sem komnir eru á nokkuð virðulegan ald- ur á mælikvarða boltagreina. Jakob, Jón Arnór, Helgi Már eru allir fæddir árið 1982 og Sigurður Þorvalds árið 1980. Jakob segir að þegar menn hafa um annað að hugsa en íþróttina þá fylgi því jafnframt það hugarfar að vilja nýta hverja æfingu sem best. „Það sýnir sig á æfingum hjá okkur að við sem eldri erum tökum það ekki rólega heldur erum það við sem reyn- um að ná upp ákefðinni og orkunni á æfingum. Þegar maður verður eldri og á ekki mikið eftir í þessum gæða- flokki en er að taka tíma frá fjöl- skyldunni með því að mæta á æfing- ar, þá vill maður að sá tími sé nýttur vel. Maður vill fá eitthvað út úr æf- ingunum og áttar sig á að maður get- ur ekki verið í boltanum að eilífu.“ Flestir spekingar reikna með að hinir leikreyndu KR-ingar muni nota gírkassann og skipta jafnt og þétt um gíra eftir því sem líður á veturinn. „Mér líst á vel á KR-liðið því við erum með gott lið. En ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá finnst mér við ekki hafa spilað vel hingað til. Við höfum spilað fimm leiki í deildinni og mér fannst frammistaðan í einum þeirra vera nokkuð góð en það var á móti Haukum. Við vitum það sjálfir að við spiluðum ekki á okkar getustigi í öðr- um leikjum,“ segir Jakob en KR hef- ur unnið fjóra af fyrstu fimm leikj- unum. Finnur að fólk er stolt af liðinu Morgunblaðið/Hari Reyndur Jakob Örn Sigurðarson leikur nú í KR-treyjunni í fyrsta skipti síðan 2009 en hann hefur leikið í Svíþjóð frá þeim tíma.  Jakob Örn kominn heim eftir áratug í Svíþjóð  Jákvætt andrúmsloft í KR KR Kristján Jónsson kris@mbl.is „Þegar ég var hérna síðast þá var það veturinn eftir bankahrunið. Þá var deildin ekki jafn sterk og hún er núna. Það held ég að sé alveg öruggt enda höfðu liðin ekki fjár- magn til að ná í jafn góða leikmenn og nú er gert. Deildin er því töluvert sterkari í vetur og mér finnst mörg lið vera rosalega góð. Ég hef tekið eftir miklum framförum frá því ég var hérna síðast. Ég held að liðin æfi betur og skipulagið í þjálfuninni er örugglega betra. Þar hafa orðið framfarir,“ segir Jakob Örn Sig- urðarson, leikmaður KR í Dominos- deildinni í körfuknattleik, en hann sneri aftur í uppeldisfélagið í sumar eftir áratug í Svíþjóð. Jakob varð Íslandsmeistari sem ungur leikmaður árið 2000 og fór fljótlega utan. Lék í Bandaríkj- unum, Þýskalandi, Ungverjalandi og á Spáni. Jakob lék hér heima þegar KR stillti upp ógnvekjandi liði 2008-2009 og varð Íslandsmeist- ari. Nú kemur hann heim í sér- stakar kringumstæður því KR hef- ur orðið meistari sex ár í röð. „Í því má finna margt jákvætt og fleira sem er jákvætt en neikvætt. Þessum árangri fylgir sjálfstraust og jákvæðni í félaginu. Maður finn- ur að fólk er ánægt og stolt af liðinu. En einnig fylgja þessu kröfur og það er pressa á liðinu að halda áfram á sömu braut. Sérstaklega þegar liðið styrkist og fær til sín góða leikmenn þá aukast kröfurnar til liðsins. Við þannig aðstæður vill ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2019 Stuðst var við myndbands- dómgæslu í bandarísku NFL- deildinni í fyrsta sinn árið 1985. Ég er fæddur árið 1985 og man því ekki vel eftir þessum tíma. Það var ekki beint almenn ánægja með þessa ákvörðun Kanans á sínum tíma. „Mannleg mistök eru hluti af leiknum“ var stærsta röksemdafærslan hjá þeim sem voru á móti mynd- bandsdómgæslu og fannst mörgum að mannlegi þátturinn hyrfi um leið og stuðst yrði við myndbandsdómgæslu. Byrjað var að sýna frá leikjum í NFL-deildinni að staðaldri í kringum 1950 í Bandaríkjunum en þá var sýnt frá öllum leikjum Los Angeles Rams og Washing- ton Redskins. Önnur lið fylgdu svo fljótlega í kjölfarið og var strax farið að kalla eftir því að stuðst yrði við myndbands- dómgæslu í deildinni. Enska úr- valsdeildin í knattspyrnu tók ný- lega upp á því að styðjast við myndbandsdómgæslu. VAR hefur ekki vakið mikla lukku hjá stuðningsmönnum hingað til. Dómarasamtökin á Englandi virðast enn vera að reyna að átta sig á því hvernig sé besta að nota tæknina og eins og staðan er í dag, eftir ellefu leikn- ar umferðir, hefur VAR skapað fleiri vandamál en lausnir. Þá las ég það einhvers staðar að um- ræður í kringum dómgæsluna á Englandi væru mun meiri nú en undanfarin ár, þrátt fyrir að öll vafaatriði séu skoðuð í þaula. Árið er 2019 og í Bandaríkj- unum man enginn eftir því hvernig leikirnir í NFL-deildinni fóru fram án myndbands- dómgæslu. Þannig verður þetta að öllum líkindum líka með VAR á einhverjum tímapunkti. Það mun hins vegar klárlega taka tíma að finna þægilegustu og bestu lausnina eins og með allt annað í þessu blessaða liði. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is BAKVERÐIR: Alfonso Birgir Gomez Söruson Benedikt Lárusson Björn Kristjánsson Brynjar Þór Björnsson Gunnar Steinþórsson Helgi Már Magnússon Jakob Örn Sigurðarson Jón Arnór Stefánsson Matthías Orri Sigurðarson Ólafur Þorri Sigurjónsson Veigar Már Helgason Þorvaldur Orri Árnason Þórir Lárusson MIÐHERJAR: Michael Craion Óli Gunnar Gestsson Tristan Gregers Oddgeirsson FRAMHERJAR: Danil Krijanovskij Kristófer Acox Sigurður Ágúst Þorvaldsson Sveinn Búi Birgisson Þjálfari: Ingi Þór Steinþórsson. Aðstoðarþjálfari: Arnoldas Kuncaitis. Árangur 2018-19: 5. sæti og Ís- landsmeistari. Íslandsmeistari: 1965, 1966, 1967, 1968, 1974, 1978, 1979, 1990, 2000, 2007, 2009, 2011, 2014, 2015, 2016, 2017, 2018, 2019. Bikarmeistari: 1966, 1967, 1970, 1971, 1972, 1973, 1974, 1977, 1979, 1991, 2011, 2016, 2017.  KR vann Grindavík, Hauka, Fjölni og Þór Þ. í fyrstu fjórum umferðum tímabilsins en tapaði síðan fyrir ÍR. Næsti leikur er gegn Tindastóli á heimavelli á föstudagskvöldið. Lið KR 2019-20 KOMNIR: Brynjar Þór Björnsson frá Tinda- stóli Jakob Örn Sigurðarson frá Borås (Svíþjóð) Matthías Orri Sigurðarson frá ÍR Michael Craion frá ADA Blois (Frakklandi) (lék með Keflavík 2018-19 og lauk tímabilinu í Frakk- landi). FARNIR: Emil Barja í Hauka Julian Boyd í kínverskt félag Mike DiNunno í Coruna (Spáni) Orri Hilmarsson í Fjölni Pavel Ermolinskij í Val Vilhjálmur Kári Jensson í Álftanes Breytingar á liði KR  Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, gerði ofboðs- lega vel á síðasta tímabili með því að vinna þann stóra þegar enginn átti von á því.  Öfugt við síðasta tímabil reikna allir með sigri KR í vetur og það er pressa sem allir í liðinu og kringum liðið eru vanir.  KR-liðið mun lulla í gegnum deildarkeppnina og tapa nokkrum leikjum en verður síðan ógnvæn- legt í úrslitakeppninni.  Það er ekkert annað lið í deildinni með jafn mikil gæði og jafn mikla þekkingu á að vinna leiki og titla og þetta sigursæla KR-lið. Benedikt Guðmundsson um KR-inga Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is Einfalt og nett hjartastuðtæki fyrir stofnanir og fyrirtæki. Tækið greinir sjálfkrafa mögulega rafvirkni í hjartanu og sé þess þörf gefur það rafstuð. Tækið talar til notandans og gefur fyrirmæli á íslensku* *Einnig fáanlegt með ensku tali. LIFEPAK CR PLUS HJARTASTUÐTÆKI TILBOÐSVERÐ LIFEPAK CR PLUS 159.900 KR M/VSK VEGGFESTING 19.000 KR M/VSK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.