Morgunblaðið - 05.11.2019, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2019
✝ Sigurður Stein-ar Ketilsson
fæddist 3. mars 1948
á Framnesvegi í
Reykjavík. Hann
lést á Landspítalan-
um 27. október
2019.
Foreldrar hans
voru hjónin Ketill
Eyjólfsson, f. 20.
apríl 1911, d. 11.
október 2006, og
Anna Rósa Árnadóttir, f. 6. júlí
1923, d. 20. febrúar 1996. Systur
hans eru Guðrún Eyberg, f.
1939, og Helga Eyberg, f. 1952.
Þann 12. júlí 1975 giftist Sig-
urður Steinar Sólveigu Bald-
ursdóttur, f. 27. maí 1951. For-
eldrar hennar voru Baldur Óli
Jónsson, f. 17. september 1913,
d. 25. febrúar 1999, og Irma Jó-
hanna Pálsdóttir, f. 20. júní 1914,
d. 6. nóvember 2009. Synir Sig-
urðar Steinars og Sólveigar eru:
1) Baldur Óli, f. 27. apríl 1975,
maki Hildur A. Ármannsdóttir, f.
9. mars 1979. Börn þeirra eru
á varðskipum og loftförum. Varð-
skipinu Þór sigldi hann til heim-
hafnar 13. apríl 2018 er hann lét
af störfum, nákvæmlega 50 árum
eftir fyrstu ferðina með Maríu
Júlíu.
Hann tók þátt í tveimur
þorskastríðum, 1972-3 og 1975-6.
Hann var einn af baráttumönnum
sem komu á fót þyrlubjörgunar-
sveit Landhelgisgæslunnar og
var talsmaður fyrir smíði á nýju
varðskipi og var við hæfi að hann
sigldi varðskipinu Þór heim frá
Síle í október 2011. Hann tók þátt
í ótal björgunar- og leitarstörfum
gegnum árin og lagði sitt á vog-
arskálarnar í menntunar- og
þjálfunarmálum sjómanna.
Sigurður Steinar sat um tíma í
stjórn Farmanna- og fiskimanna-
sambands Íslands, hann var full-
trúi í Sjómannadagsráði og for-
maður hollvinasamtaka Óðins
auk fleiri félags- og trúnaðar-
starfa sem hann gegndi fyrir
Landhelgisgæsluna og víðar.
Sigurður Steinar var sæmdur
heiðursmerki hinnar íslensku
fálkaorðu 17. júní 2018 fyrir
framlag sitt til landhelgisgæslu
og björgunarstarfa.
Útför Sigurðar Steinars fer
fram frá Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði í dag, 5. nóvember
2019, klukkan 15.
Brynhildur Katla, f.
6. október 2006,
Hrafnhildur Irma, f.
5. desember 2010, og
Ármann Steinar, f.
16. júní 2012, fyrir á
Baldur Óli soninn
Daníel Frey, f. 9.
mars 2002. 2) Ketill
Sigurðsson, f. 8. júní
1977.
Sigurður Steinar
fluttist fjögurra ára
til Keflavíkur og ólst þar upp þar
til fjölskyldan flutti til Hafnar-
fjarðar 1967 og bjó upp frá því í
Hafnarfirði.
Sigurður Steinar byrjaði 15
ára til sjós á bátum frá Keflavík,
kláraði farmannapróf 1970 og
varðskipadeild 1972 frá Stýri-
mannaskólanum í Reykjavík.
Þann 13. apríl 1968 hófst starfs-
ferill Sigurðar Steinars hjá
Landhelgisgæslunni er hann fór
sem háseti á varðbátnum Maríu
Júlíu. Hjá Landhelgisgæslunni
starfaði hann sem háseti, stýri-
maður og var skipherra til 30 ára
Elsku pabbi, það er erfitt að
setjast niður og ætla að skrifa til
þín. Það er svo margt sem mig
langar að segja og svo margt sem
við ætluðum að gera nú þegar þú
varst hættur að vinna. Ég mun
sakna þess að fá ekki símtal frá
þér því þú hringdir oft bara til að
heyra í mér, mun sakna þess að
fara ekki með þér bryggjurúnt-
inn, sakna þess að geta ekki rætt
málin og fengið ráðleggingar.
Þú varst alltaf kletturinn sem
hægt var að leita til og kenndir
mér svo margt á lífsleiðinni.
Þín verður sárt saknað elsku
pabbi, takk fyrir allt.
Baldur Óli Sigurðsson.
Höfðingi er fallinn frá.
Frændi og vinur er látinn eftir
erfið veikindi. Lífið getur verið
erfitt, Sigurður Steinar ætlaði að
gera svo margt þegar hann hætti
að vinna. Hann átti svo margt eft-
ir að gera, nú var tíminn kominn
til að sinna fjölskyldu og áhuga-
málunum.
Við Steini hittumst ekki oft á
unglingsárunum en eftir að við
festum ráð okkar lágu leiðir okkar
saman æ oftar. Hann var ættræk-
inn maður, var með ættfræðina á
hreinu og var alltaf að uppfræða
okkur. Mikilvægt að vita um allar
frænkur og frændur og stöðu
þeirra í lífinu. Hann var höfuð fjöl-
skyldunnar, hélt henni saman
með sinni einstöku gleði og prúð-
mannlegu framkomu.
Árin liðu og við urðum einstakir
vinir, hittumst oft þegar hann var
í landi. Einnig kallaði hann fjöl-
skylduna á hádegisfundi, þar var
gaman að koma og hitta ætt-
ingjana sem ég hafði aldrei hitt
áður. Síðustu árin hittumst við
frændurnir, Steini, Teddi og ég
reglulega í hádeginu. Þar var glatt
á hjalla og margt rætt og planlagt.
Þetta voru ómetanlegar stundir.
Við áttum svo margt eftir að
gera saman, við ætluðum að fara
saman til Ruben og fleiri staða en
ekki vannst honum tími til þess.
Sigurður Steinar hafði einstak-
an mann að geyma, hlýr,
skemmtilegur, alltaf léttur og
glaður. Hann fylgdist með öllu og
lagði sig fram um að aðstoða og
hjálpa. Steini og pabbi voru alltaf
einstakir vinir og met ég mikils
umhyggju hans fyrir pabba og
Eddu sem syrgja hann sárt.
Votta Sollu, Baldri, Katli og
fjölskyldunni mína dýpstu samúð.
Megi Guð blessa ykkur og vernda
um ókomin ár.
Far þú í friði kæri vinur.
Ó, vef mig vængjum þínum
til verndar, Jesús hér,
og ljúfa hvíld mér ljáðu,
þótt lánið breyti sér.
Vert þú mér allt í öllu,
mín æðsta speki’ og ráð,
og lát um lífs míns daga
mig lifa’ af hreinni náð.
(Magnús Runólfsson)
Þorvaldur Sigurðsson.
Látinn er heiðursmaðurinn
Sigurður Steinar Ketilsson skip-
herra. Hann var ekki eingöngu
heiðursmaður heldur einstakur
drengskaparmaður, félagi og vin-
ur til margra ára. Kynni okkar
Sigurðar Steinars hófust fyrir
rúmlega fimmtíu árum þegar
hann réðst til starfa hjá Land-
helgisgæslunni. Hann var ráðinn
háseti á varðbátinn Maríu Júlíu en
þar var ég stýrimaður og það kom
í minn hlut að kenna honum fyrstu
atriðin sem starfsmanni Land-
helgisgæslunnar. Hann var ekki
alveg ókunnur sjómennsku, hafði
hafið störf á fiskiskipum frá Kefla-
vík aðeins 15 ára gamall. Hann var
Keflvíkingur og Suðurnesjamað-
ur kominn af þekktum sjómönn-
um og útgerðarmönnum á Suður-
nesjum. Til okkar á Maríu Júlíu
kom hann af köfunarbátnum Eld-
ingu II en þar var hann háseti hjá
þeim mikla sjósóknara og kafara
Hafsteini Jóhannssyni. Að hafa
verið háseti á Eldingunni sagði
manni að þar færi óvenjulegur og
duglegur maður, því á það skip
réðust ekki neinir ónytjungar
enda kom það fljótt í ljós við
fyrstu kynni að hann var óvenju-
legur bæði til orðs og æðis. Við
vorum saman á vakt þetta vor og
ræddum auðvitað margt saman.
Ef sást á masturstopp gægjast
upp við ystu sjónarrönd gat hann
sagt manni um hvaða skip væri að
ræða, hver væri skipstjóri og á
hvaða veiðum. Ég hef hvorki fyrr
né síðar kynnst öðru eins minni,
og þetta var langt fyrir ofan mína
getu í að þekkja skip á löngu færi.
Hann hafði ótrúlegan áhuga á
skipum og hafði vanist því að
leggja á minnið útlit þeirra frá
masturstoppi og að sjólínu svo vel
að ekki skeikaði. Óhætt er að
segja að hann hafi reynst mikill
happafengur fyrir Landhelgis-
gæsluna, reglusamur og prúður í
allri framkomu.
Sigurður Steinar lauk far-
mannaprófi frá Stýrimannaskól-
anum í Reykjavík árið 1970 og
prófi frá varðskipadeild sama
skóla tveimur árum síðar. Eftir
það var hann stýrimaður á skipum
og flugvélum Landhelgisgæslunn-
ar þar til hann varð skipherra fyr-
ir um þrjátíu árum. Ég held að
óhætt sé að segja að hann hafi ver-
ið fremstur meðal jafningja í hópi
samstarfsmanna hjá Landhelgis-
gæslunni. Áhugi hans á störfum
hennar, skipum og flugvélum var
óvenjulegur þó marga áhugasama
mætti finna meðal félaga hans.
Landhelgisgæslan varð hans
áhugamál. Fyrir um 21 ári var
hann kosinn fulltrúi stéttarfélags
síns í Sjómannadagsráð á höfuð-
borgarsvæðinu. Sjómannadags-
ráð eins og flestir vita rekur
Hrafnistuheimilin, happdrætti
DAS og fyrirtækið Naustavör
sem sérhæfir sig í rekstri leigu-
íbúða fyrir aldraða. Hann varð
happafengur eins og fyrir Land-
helgisgæsluna á sínum tíma. Til
hans var gott að leita og hann
skoraðist ekki undan að taka til
hendinni.
Fyrir nokkrum árum tók hann
að sér formennsku í ritstjórn Sjó-
mannadagsblaðsins og rækti það
eins og hans var von og vísa. Hann
var sæmdur heiðursmerki sjó-
mannadagsins árið 2018 fyrir sjó-
mannsstörf sín, björgunarstörf og
störf að félagsmálum sjómanna.
Hann er kvaddur með söknuði og
af virðingu.
Eiginkonu hans, sonum og fjöl-
skyldum þeirra sendum við okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Fyrir hönd Sjómannadagsráðs,
Hálfdan Henrysson.
Hann Sigurður Steinar lét af
störfum hjá Landhelgisgæslunni
13. apríl í fyrra. Þann dag lagði
hann varðskipinu Þór að bryggju í
Reykjavík nákvæmlega 50 árum
eftir að hann lét úr höfn sem há-
seti á varðbátnum Maríu Júlíu.
Það var ekki þannig að honum
væri farið að leiðast, á Þór naut
hann sín best. Þetta var skipið
hans sem hann hafði barist svo
hart fyrir í fjölda ára og að lokum
stýrt sjálfur heim frá Síle haustið
2011. Það var stór stund þegar
hann kom með skipið til fyrstu
hafnar í Vestmannaeyjum, þá vor-
um við glaðir báðir tveir. Já, hann
var fylginn sér og alls ekkert fyrir
það að gefast upp hann Steini,
hann gat verið ansi hreint þver
þegar kom að hagsmunamálum
Gæslunnar og það hefur í mörg-
um tilfellum borgað sig ríkulega.
Hann var eldhugi og óþreytandi
við að koma málefnum Landhelg-
isgæslunnar áfram í hinu stærsta
sem og hinu smæsta. Leiðir okkar
lágu fyrst saman í Vestmannaeyj-
um fyrir um 25 árum en hann var
þá skipherra á Óðni. Hann var í
það skiptið að færa norskan land-
helgisbrjót til hafnar. Hann hafði
einstakt nef fyrir hugsanlegum
landhelgisbrjótum enda dettur
varla nokkrum manni í hug lengur
að fremja svoleiðis brot. Með okk-
ur Sigurði tókust strax góð kynni
og síðar vinskapur. Við sigldum
saman á Óðni til Bretlands vorið
2006 til minningar um þá sjómenn
breska sem og íslenska sem fórust
á Íslandsmiðum á árum áður. Á
þeirri leið tókst honum að fiska
upp færeyskan landhelgisbrjót.
Sigurður Steinar var mikill reglu-
maður í öllu sínu lífi í leik og starfi.
Hann var geysilega hraustur,
úthaldsgóður á öllum sviðum,
stór, spengilegur með framkomu
og fas eins og flottur maður á
fimmtugsaldri. Lífsglaður, áhuga-
samur, atorkumikill og óþreyttur.
Nú rúmu ári síðar er hann allur.
Já, það er ekki alltaf sann-
gjarnt þetta líf. Eitt af því fjöl-
marga sem stendur upp úr er
hversu vel hann byggði upp, þjálf-
aði og hugsaði um unga fólkið hjá
okkur. Hann tók að sér óharðnaða
unglinga og gerði úr þeim vand-
aða Landhelgisgæslumenn. Þetta
var aðalsmerki hans. Steini brann
fyrir mennta- og þjálfunarmálum,
reglusemi, trúmennsku og heiðar-
leika. Mörgum kom hann til
manns og það fólk er honum æv-
inlega þakklátt. Til marks um
brennandi áhuga allt frá því er
hann var lítill strákur í Keflavík
sagði hann mér frá því hvernig
honum tókst að komast til
Reykjavíkur til að taka á móti
varðskipinu Óðni þegar það kom
nýtt til landsins árið 1960. Þá var
hann 12 ára. Hann Sigurður átti
farsælan og viðburðaríkan feril
þessi 50 ár hjá Landhelgisgæsl-
unni. Það var lærdómsríkt að fá að
vinna með honum. Við vorum ekki
alltaf sammála við Steini en lang-
oftast. Þegar okkur greindi á
tókst honum yfirleitt að leiða mér
fyrir sjónir réttu áherslupunktana
og með föðurlegri umhyggju snúa
mér til betri vegar. Allt með hags-
muni Landhelgisgæslunnar fyrir
augum.
Ég, Landhelgisgæslan og þjóð-
in öll vorum svo lánsöm að Sig-
urður Steinar Ketilsson helgaði líf
sitt þjónustu við fólkið í landinu.
Megi minningin um einstakan
mann lifa. Ástvinum Sigurðar
Steinars votta ég mína dýpstu
samúð.
Georg Lárusson.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Látinn er langt um aldur fram
einstakur maður og vinur okkar
Sigurður Steinar Ketilsson, fyrr-
verandi skipherra. Leiðir okkar
lágu saman þegar við sem ungir
læknar hófum störf í þyrlusveit
lækna árið 1990 en Sigurður
Steinar var einn hinna mörgu sem
börðust fyrir tilvist þyrlusveitar-
innar, íslenskri þjóð til heilla.
Hann var þá stýrimaður á þyrl-
Sigurður Steinar
Ketilsson
HINSTA KVEÐJA
Ljúfi drottinn lýstu mér
svo lífsins veg ég finni,
láttu ætíð ljós frá þér
ljóma í sálu minni.
(Gísli á Uppsölum)
Daníel Freyr, Brynhildur,
Irma og Ármann Steinar.
Margt ég vildi þakka þér
og þess er gott að minnast
að þú ert einn af þeim sem mér
þótti gott að kynnast.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Þakka 50 ára vinskap
kæri vinur.
Innilegustu samúðar-
kveðjur til fjölskyldu
þinnar.
Kristinn Þ. Sigurðsson.
Elsku afi, mig langar að
fá þig aftur. Minningarnar
okkar eru svo góðar. Við
fórum á skíði, jólaball og í
skipið þitt og fullt fleira
gaman, það var gaman að
vera með þér. Ég elska þig
og eigðu gott ferðalag í
sumarlandið.
Irma.
Ástkær maðurinn minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JENS PÉTUR HÖGNASON
frá Grundarfirði,
hestamaður og sauðfjárbóndi,
lést 26. október.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
fimmtudaginn 7. nóvember klukkan 13.
Blessuð sé minning hans.
Friðbjörg Egilsdóttir
börn, tengdabörn, barnabörn,
langafabörn og systkini
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og bróðir,
SIGURÐUR M. SIGURÐSSON
veitingamaður,
Kvíholti 12, Hafnarfirði,
sem lést á Landspítalanum föstudaginn
25. október, verður jarðsunginn frá
Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 7.
nóvember klukkan 15.
Birna Barkardóttir
Gilbert Grétar Sigurðsson
Fannar Már Sigurðsson Guðrún Guðmundsdóttir
Kristín Ösp Sigurðardóttir Daníel Baldursson
barnabörn og systkini hins látna
Eiginmaður minn og faðir,
ÓLAFUR BJARNFREÐSSON
sjómaður,
andaðist 23. október á Landspítalanum í
Fossvogi. Útför Ólafs fór fram 31. október í
kyrrþey að ósk hins látna.
Pisamai Phaengsrisarn
Guðni K. Ólafsson
Ástkær eiginkona mín og móðir okkar,
DANA KRISTÍN JÓHANNSDÓTTIR,
framreiðslumeistari og
tónmenntakennari,
lést laugardaginn 19. október.
Útförin fór fram í kyrrþey mánudaginn
28. október, að ósk hinnar látnu. Megi hún hvíla í friði.
Lárus Þór Pálmason
Eva Hauksdóttir
Hugljúf Dan Jensen Eiríkur Jensen
Borghildur Hauksdóttir
Guðbjörn Dan Gunnarsson
barnabörn og aðrir aðstandendur
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
KRISTRÚN KJARTANSDÓTTIR
frá Haga, Grímsnesi,
Fossheiði 58, Selfossi,
lést á Sólvöllum, Eyrarbakka,
miðvikudaginn 30. október. Útförin fer fram frá Selfosskirkju
föstudaginn 8. nóvember klukkan 13.
Ragnhildur Helgadóttir Hafliði Sveinsson
Kjartan Helgason
Áslaug Harðardóttir
og fjölskyldur
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann