Morgunblaðið - 05.11.2019, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2019
Fundir/Mannfagnaðir
ses.xd.is
Samtök eldri
sjálfstæðismanna, SES
Hádegisfundur SES
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs,
verður gestur á hádegisfundi SES á morgun,
miðvikudaginn 6. nóvember kl. 12:00, í
Valhöll, Háaleitisbraut 1.
Húsið opnað kl. 11:30.
Boðið verður upp á súpu
gegn vægu gjaldi, 1000 kr.
Allir velkomnir.
Með kveðju,
stjórnin.
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar Smíðar, útskurður með leiðb. kl. 9-16. Leikfimi með Hönnu
kl. 9. Leshringur kl. 11. Bridge kl. 12. Handavinnuhópur kl. 12-16.
Kóræfing, Kátir karlar kl. 12:45. MS-fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16.
Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14:45-
15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. s: 535-2700.
Áskirkja Spilum félagsvist í kvöld í Dal, neðra safnaðarheimili kir-
kjunnar kl 20 Allir velkomnir Safnaðarfélag Áskirkju
Áskirkja Jólabasar Áskirkju verður haldinn þann 10.nóvember eftir
messu kl 12 Tertur lagkökur, smákökur,sultur og allskyns kruðerí til
sölu. Flóamarkaðurinn góði á sínum stað með notaða og nýja hluti,
fatnað og margt fleira. Vöfflukaffi 1000 kr. Ef þið getið gefið okkur
muni, köku eða annað kruðerí hafið samb við Petreu s 8918165.
Allur ágóði rennur til starfs Safnaðarfélags Áskirkju
Boðinn Leikfimi kl. 10:30. Fuglatálgun kl. 13:00. Bridge og Kanasta
kl. 13:00.
Bústaðakirkja Félagsstarfið er á miðvikudaginn kl 13-16, gestur
okkar verður Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og verður hann
með erindi kl 15:00 yfir kaffi bollanum. Séra Eva Björk verður með
hugleiðingu og bæn. spil, handavinna og framhaldssaga verða á
sínum stað. Allir hjartanlega velkomnir. Hægt er að hringja að morgni
miðvikudags og panta bílfar í starfið.
Dalbraut 18-20 Félagsvist kl.13.40, verslunarferð í Bónus kl.15.05.
Fella og Hólakirkja Eldriborgarastarf þriðjudaginn 5. október.
Kyrrðarstund kl. 12. Súpa og brauð eftir stundina. Þórey Dögg
framkvæmdarstjóri Eldriborgararáðs er gestur dagsins.
Verið velkomin
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Við hringborðið kl. 8:50.
Myndlistarnámskeið kl. 9-12. Thai Chi kl. 9-10. Leikfimi kl. 10-10:45.
Spekingar og spaugarar kl. 10:30-11:30. Hádegismatur kl. 11:30.
Salatbar kl. 11:30-12:15. Kríur myndlistarhópur kl. 13. Bridge kl. 13-16.
Enska kl. 13-15. Tölvuleiðbeiningar kl. 13:10. Síðdegiskaffi kl. 14:30.
Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Glerlist kl. 9:00. Bútasaumshópur hittist
kl. 9:00. Hópþjálfun með sjúkraþjálfara kl. 10:30. Bókband kl. 13:00.
Frjáls spilamennska kl. 13:00. Opin handverkstofa kl. 13:00-16:00.
Söngstund kl. 13:30. Bókaklúbbur kl. 15:00. Hádegismatur frá 11:30 til
12:30 alla daga vikunnar og kaffi frá 14:30 til 15:30 alla virka daga.
Heitt á könnunni fyrir hádegi. Verið öll velkomin á Vitatorg.
Garðabæ Vatnsleikf. Sjál. kl.7:30/15:15. Qi-Gong Sjál. kl.8:30.
Liðstyrkur Ásg. kl. 11:15. Karlaleikf. Ásg. kl.12:00. Boccia Ásg kl. 12:45.
Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl.
14:45. Línudans í Sjál. dans kl. 13:30/14:30. Smíði í Smiðju Kirkjuh.
kl.09:00/13:00
Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofa kl.08:30-16:00. Keramik málun
kl.09:00-12:00. Leikfimi gönguhóps kl. 10:00-10:30. Gönguhópur um
hverfið kl. 10:30-. Leikfimi Maríu 10:30-11:15. Glervinnustofa m/leiðb.
kl 13:00-16:00 Bridge 13:00-16:00 Allir velkomnir.
Gjábakki kl. 9.00 Handavinna, kl. 9.45 Stóla-leikfimi,
kl. 13.00 Handavinna, kl. 13.30 Zumba, kl. 13.30 Alkort.
Grafarvogskirkja Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13:00 – 15:30.
Starfið hefst á samsöng og helgistund. Í kjölfarið verður fyrirlestur
um Siðbótina. Þá er boðið upp á spil, spjall og handavinnu.
Samverunni lýkur með kaffi kl. 15:00.
Gullsmára Myndlistar hópur kl. 9.00. Boccia kl. 9.30. Málm- og
Silfursmíði, Canasta og Tréskurður kl. 13.00. Leshópur kl. 20.00 Björg
Guðrún Gísladóttir les úr bók sinni Skuggasól. Allir velkomnir.
Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-11:30, 1340.-kr mánuðurinn, allir
velkomnir og kostar ekkert að prufa. Hádegismatur kl. 11.30.
Félagsvist kl. 13.15. Kaffi kl. 14.15.
Hraunsel Ganga í Kaplakrika alla daga kl 8.00- 12.00 Dansleikfimi kl
9.00 Qi-gong kl 10.00 Bridge kl 13.00 Gaflarakórinn kl 16.00
Korpúlfar Listmálun með Marteini kl 9 í Borgum og post-
ulínsnámskeið kl 9:30, Boccia kl 10 og 16 í Borgum í dag. Helgistund
kl 10:30 í Borgum og leikfimishópur Korpúlfa í Egilshöll kl. 11:00 í dag
og spjallhópur í listasmiðju Korpúlfa kl. 13:00 í Borgum í dag, allar
velkomnir í gleðilega samveru. Sundleikfimi í Grafarvogssundlaug
kl 13:30 í dag og heimanámskennsla e.h. í borgarbókasafninu
Spönginni.
Neskirkja Krossgötur kl. 13. Ólöf Guðný Geirsdóttir, dósent og
verkefnastjóri í öldrunarfræðum fjallar um næringu og hollustu.
Kaffiveitingar.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl 07.10. Kaffispjall í
króknum kl.10.30. Pútt í Risinu l 10.30. Kvennaleikfimi í Hreyfilandi
kl.11.30. Lomber og kennsla í króknum á Skólabr. kl. 13.30. Bridge í
Eiðismýri kl.13.30. Karlakaffi í safnaðarheimilinu kl. 14.
Bókmenntakvöld í Bókasafni Seltj. með Sólveigu Pálsdóttur
rithöfundi í kvöld kl. 19.30. fimmtud. 7. nóv. er félagsvist í salnum
Skólabraut kl. 13.30
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10 – 16. Heitt á
könnunni frá kl. 10 – 11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er
frá kl. 11.30 – 12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Bókabíllinn
kemur kl. 13.15 og Bónusbíllinn kl. 14.40. Kaffi og meðlæti er til sölu
frá kl. 14.30 – 15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586.
Stangarhylur 4, Skák kl. 13.00 allir velkomnir í hópinn.
Vantar þig
pípara?
FINNA.is
Smá- og raðauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bókhald
NP Þjónusta
Sé um liðveislu við
bókhaldslausnir o.þ.h.
Hafið samband í síma
831-8682.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
✝ Unnur Stefáns-dóttir fæddist
7. febrúar 1934 í
Miðbæ í Svarfaðar-
dal. Hún lést á
Sjúkrahúsinu á
Akureyri 24. októ-
ber 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Stefán
Sveinbjörnsson, f.
19. mars 1897, d.
12. september
1980, og Sigurlína Snjólaug
Kristjánsdóttir, f. 9. október
1902, d. 14. júní 1967. Systkini
Unnar eru Kristín Þorbjörg, f.
1925, d. 2012, Rósmundur Guð-
laugur, f. 1927, d. 2013, Helga
María, f. 1929, Jón Sölvi, f. 1931,
Jóhannes Kristinn, f. 1935, d.
2002, Lára Ingibjörg, f. 1940.
Þann 5. desember 1954 giftist
Unnur Snæbirni Björnssyni, f.
14. maí 1917, bónda á Nolli í
Grýtubakkahreppi. Foreldrar
hans voru Björn Jóhannesson, f.
1. febrúar 1877, d. 10. desember
1951, og Anna Pálsdóttir, f. 14.
mars 1883, d. 13. febrúar 1958.
Börn Unnar og Snæbjörns
eru: 1) Björn, f. 1953, giftur
Möggu Kristínu Björnsdóttur,
þeirra börn: a) Egill Ármann,
giftur Írisi Fönn Gunnlaugs-
dóttur, þau eiga tvö börn, fyrir
átti Íris Fönn tvo syni, b) Jóhann
Már, giftur Ellen Ýri Gunn-
laugsdóttur, þau eiga tvær dæt-
ur, c) Fjóla Björk, í sambúð með
Jóni Björgvini Kristjánssyni,
þau eiga tvö börn.
Unnur ólst upp í Miðbæ í
Svarfaðardal. Skólaganga var
farandkennsla sem hún naut í
einhverjum mæli. Hún fór ung
að vinna fyrir sér og aðeins 17
ára réðst hún sem ráðskona í
Noll í Grýtubakkahreppi þar
sem hún varð síðan húsfreyja.
Hún var víkingur til allra verka,
skipti þá ekki máli hvort það
voru úti- eða innistörf. Árið
1982 slitu þau Unnur og Snæ-
björn samvistum og Unnur flutti
til Akureyrar. Hún hóf þá störf í
Niðursuðuverksmiðju Kristjáns
Jónssonar og vann þar til 67 ára
aldurs. Unnur var gestrisin og
vinmörg og hafði unun af ferða-
lögum og um árabil fór hún í all-
ar ferðir sem Eining-Iðja bauð
upp á, bæði innanlands og utan.
Útför Unnar verður gerð frá
Akureyrarkirkju í dag, 5. nóv-
ember 2019, klukkan 13.30.
þeirra börn: a)
Unnur Ósk, gift
Óskari Aðalbjörns-
syni, þau eiga tvær
dætur. b) Guðbjörg
Anna, gift Stefáni
Þór Guðmundsyni,
þau eiga tvo syni. c)
Snæbjörn Ármann,
giftur Kristbjörgu
Ósk Svavarsdóttur,
þau eiga eina dótt-
ur. 2) Sigurbjörg, f.
1955, giftist Ragnari Þrúðmars-
syni, d. 2014, þau skildu. Þeirra
börn: a) Snæbjörn Sölvi, b)
Þrúðmar Kári, giftur Bua Ar-
born, þau eiga eina dóttur, c)
Hildur Björg, gift Heiðari Inga
Eggertssyni, þau eiga þrjú börn.
3) Stefán Sigurður, f. 1962, í
sambúð með Randi Aarseth.
Stefán giftist Súsönnu Poulsen,
þau skildu. Þeirra börn: a) Heið-
rún Tara, gift Ástþóri Sigurðs-
syni, þau eiga tvo syni og eina
fósturdóttur, b) Absalon, c) Unn-
ur Lilja, d. 2010. Fyrir átti Sús-
anna dótturina Ingibjörgu Ósk
Þorvaldsdóttur, gift Eini Heið-
arssyni, þau eiga þrjú börn. 4)
Kristinn, f. 1964, giftur Kristínu
Sigurbjörgu Jóhannsdóttur,
Í dag kveðjum við elsku ömmu
okkar.
Við verðum ævinlega þakklát
fyrir allar minningarnar sem við
eigum um ömmu Unni.
Hryggðar hrærist strengur
hröð er liðin vaka
ekki lifir lengur
ljós á þínum stjaka.
Skarð er fyrir skildi
skyggir veröldina
eftir harða hildi
horfin ertu vina.
Klukkur tímans tifa
telja ævistundir
ætíð lengi lifa
ljúfir vinafundir.
Drottinn veg þér vísi
vel þig ætíð geymi
ljósið bjart þér lýsi
leið í nýjum heimi.
(Hákon Aðalsteinsson)
Elsku amma megi minning þín
lifa um ókomna tíð.
Guðbjörg Anna og
Snæbjörn Ármann.
Það bar brátt að, þó að heilsan
hafi ekki verið upp á sitt besta
mestan tíma þessa árs. Ég átti
alls ekki von á því þegar mamma
hringdi í mig og sagði mér að
amma Unnur væri að fara að
kveðja okkur. Það var reiðarslag
að fá þær fréttir, þó að auðvitað
væri aldurinn orðinn nokkuð hár.
Þegar ég sest niður og hugsa
til baka og rifja upp samveru-
stundir með ömmu læðist að mér
eplalykt því amma átti alltaf
eplasjampó með lykt af grænum
eplum sem ég var þvegin og
skrúbbuð með í baðinu sem barn.
Það var svakalega góð lykt og
notalegt að sulla á eftir í baðinu,
sem þá var blandað eplailmi.
Ég var svo heppin sem barn að
fá oft að skottast með í sveitinni,
elta ömmu og reyna að aðstoða
hana og afa í búskapnum, gefa
kálfunum, þrífa mjaltavélarnar,
raka heyinu saman, fara með
ömmu út á bátnum og renna fyrir
fisk. Yfirleitt komum við með
góðan afla í land og þá var spenn-
andi að fylgjast með ömmu gera
að fiskinum. Þvottavélin í kjall-
aranum var snilldartól. Til að
vinda fötin þurfti að láta þau rúlla
milli tveggja kefla sem áföst voru
vélinni. Það var gert með handafli
og gaman að fá að reyna sig við
það. Reglulega fórum við amma
svo með rusl og brenndum það
fyrir neðan fjós. Þegar lítið var
um að vera sat ég og hlustaði á
ömmu ræða málin við sjálfa sig.
Þarna inni á eldhúsgólfi voru
daglegu málin rædd af mikilli
ákefð og allir sammála, enda bara
einn sem mælti fyrir. Svo hló ég
með ömmu þegar sögurnar voru
skemmtilegar.
Eftir að amma flutti til Akur-
eyrar byrjaði hún að vinna hjá K.
Jónsson. Hún reddaði mér vinnu
þar þegar ég var 13 eða 14 ára
gömul og unnum við saman þar á
sumrin í nokkur ár. Fyrsta sum-
arið fór ég í hádeginu með henni
heim til að borða hádegismat,
ávaxtagraut með rjóma sem ég
var aldrei hrifin af en lét mig hafa
það. Hún átti svo alltaf eitthvað í
frystinum á eftir.
Amma átti einmitt alltaf eitt-
hvað í frystinum og ekki bara
eina köku eða tvær. Það var ekki
vinsælt ef maður kom ekki svang-
ur í heimsókn því hver tertan á
fætur annarri var reidd fram,
sama hve mikið maður reyndi að
draga úr. Aldrei færri en fimm
sortir. Ég er nokkuð viss um að
margir minnast hennar þannig.
Það er margs að minnast þeg-
ar litið er til baka en kærust er
mér minning frá því um síðast-
liðna páska þegar við amma fór-
um saman tvær í Nollarvík til að
tína steina. Við komum við heima
í Nolli til að byrja með og skoð-
uðum þær miklu breytingar sem
þar hafa átt sér stað. Síðan
renndum við niður í víkina og
tíndum steina, skoðuðum skeljar
og veltum fyrir okkur ágangi
hafsins og því niðurbroti sem haf-
ið hefur unnið á bökkunum við
Nollarvík. Þar hefur heilmikið
kvarnast úr landinu og sjávar-
málið færst innar á landið. Við
rifjuðum upp hve langt þurfti að
draga bátinn út í sjó hér áður, en
nú er sjávarmálið rétt við verbúð-
ina sem þarna stendur. Amma
hafði ekki komið þarna í fjölda-
mörg ár og henni fannst þetta
dapurt að sjá.
Þetta var góður dagur sem við
enduðum með því að heimsækja
leiðið hans afa í Laufási. Þessa
minningu geymi ég í hjarta mér,
elsku amma mín.
Guð geymi þig.
Unnur Ósk.
Unnur Stefánsdóttir
✝ Þórarna V. Jón-asdóttir fæddist
2. maí 1951 á Bæjar-
skerjum í Sandgerði.
Hún lést á Hjúkr-
unarheimilinu Skjóli
20. október 2019.
Faðir hennar var
Jónas B. Jónasson, f.
24. maí 1914, og
móðir hennar var
Halldóra Thorlacius.
Systkini hennar eru
Ragnhildur, f. 16. apríl 1943, og
Ólafur Th., f. 30. ágúst 1944,
maki hans er Kristólína Ólafs-
dóttir, f. 15. febrúar 1954.
Þórarna giftist Sigfúsi
Guðbrandssyni, f.
12. apríl 1950, og
eignuðust þau tvo
syni, Jón, f. 5. ágúst
1975, og Bjarna, f.
12. desember 1984.
Jón er giftur Freyju
Valsdóttur, f. 12.
mars 1978, og eiga
þau þrjú börn, Vil-
berg Karl, f. 28. jan-
úar 2009, Þórörnu
Völu, f. 28. apríl
2012, og Val Sigfús, f. 11. júní
2016.
Útför Þórörnu fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 5. nóvem-
ber 2019, klukkan 13.
„Jólagesturinn er kominn.“
Þessi setning hljómaði ósjaldan á
heimili mínu um hádegisbilið á að-
fangadag. Jólagesturinn var Þór-
arna vinkona mín. Hún lagði það í
vana sinn í nokkur ár að birtast á
þessum degi og gleðja okkur fjöl-
skylduna með nýbökuðum vest-
firskum hveitikökum. Það var ljúft
að setjast niður með henni á þess-
um annasama degi og gæða sér á
ylvolgum kökunum. Bragðið af
þeim bar það með sér að þær voru
bakaðar og gefnar af kærleika. Ég
kynntist Þórörnu í Safamýrar-
skóla þar sem við kenndum saman
í nokkur ár. Það var ómetanlegt
fyrir mig sem nýútskrifaðan kenn-
ara að geta leitað til hennar með
alla þá reynslu sem hún hafði sem
sérkennari. Hún var óspör á tíma
sinn, gaf mér góð ráð og með ár-
unum óx vinátta okkar.
Þórarna var stolt af fjölskyld-
unni sinni og barnabörnin voru
sannarlega augasteinar ömmu
sinnar. Í veikindum sínum sýndi
hún aðdáunarvert æðruleysi og
einstakan baráttuhug.
Ég minnist Þórörnu með hlý-
hug og er þakklát fyrir yndislega
vináttu. Ég votta fjölskyldu henn-
ar innilega samúð mína og bið Guð
að blessa minningu hennar.
Kamilla H. Gísladóttir (Kamí).
Þórarna V.
Jónasdóttir