Morgunblaðið - 05.11.2019, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2019
Aðspurður segir Ólafur stefnt að
því að opna hótelið í mars 2021.
„Ég á ekki von á að það breytist
neitt nema þá kannski að okkur
takist að færa opnunina enn nær í
tíma, en það skýrist betur um ára-
mótin hvernig uppsteypa hefur
gengið,“ segir hann.
Ólafur segir nú fjórar hæðir
komnar upp úr grunni hótelsins
baka til en við Lækjargötu er verið
að reisa aðra hæð hótelsins.
niður stálþil af mikilli varkárni
enda eru þarna viðkvæm hús á
svæðinu,“ segir Ólafur Torfason,
stjórnarformaður Íslandshótela, í
samtali við Morgunblaðið, en forn-
leifar fundust einnig á byggingar-
reitnum við upphaf framkvæmda
og verða þær varðveittar í norður-
enda hótelsins. „Núna er þessi jarð-
vegsvinna öll að baki og þá er bara
að herða á vinnunni enn frekar,“
segir Ólafur.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Nýtt hótel í keðju Íslandshótela við
Lækjargötu og Vonarstræti er tek-
ið að rísa upp úr grunni sínum.
Stefnt er að því að taka hótelið í
notkun snemma árs 2021 og mun
það heita Hótel Reykjavík.
„Þetta gengur ágætlega núna.
Grunnurinn var okkur erfiður, við
þurftum meðal annars að keyra þar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Lækjargata Svona var umhorfs á framkvæmdasvæðinu í gær, en tvær hæðir eru komnar upp götumegin.
Stefna að því að opna
Hótel Reykjavík í mars
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Bílgreinasambandið (BGS) er mót-
fallið því að virðisaukaskattsívilnun
vegna tengiltvinnbíla verði felld nið-
ur 31. desember 2020, að sögn Maríu
Jónu Magnúsdóttur framkvæmda-
stjóra. Bílainnflytjendur eru á sama
máli og segja að gefa verði lengri að-
lögunartíma.
„Við erum sammála FÍB um að
það er ekki tímabært að fella niður
ívilnun vegna tengiltvinnbíla í einu
skrefi eftir rúmt ár,“ segir María.
Hún segir að stjórnvöld stefni að því
að tengiltvinnbílum fjölgi upp í
12.500 bíla en markið var áður sett
við 10.000 bíla. María segir að nú sé
búið að skrá vel yfir átta þúsund
tengiltvinnbíla.
Hún segir að Norðmenn hafi
dregið úr ívilnunum vegna tengil-
tvinnbíla árið 2016 og salan dregist
verulega saman í kjölfarið. Árið eftir
gerðu Bretar það sama og Norð-
menn og salan á tengiltvinnbílum
dróst verulega saman.
María segir að þótt sala á ný-
orkubílum hafi gengið vel undan-
farið séum við Íslendingar ekki
komnir mjög langt í orkuskiptum
bílaflotans. „Við teljum að við þurf-
um að ná hærra hlutfalli af um-
hverfisvænum bílum á götunni, þar
með talið tengiltvinnbílum. Úti á
landi henta tengiltvinnbílar betur
en t.d. bílar sem eru alfarið raf-
knúnir enn sem komið er.“ Hún
segir að það sem af er þessu ári, það
er til föstudagsins 1. nóvember, hafi
nýorkubílar, tengiltvinnbílar,
hybrid-bílar, rafbílar og metanbílar
verið 26,6% af nýskráðum fólksbíl-
um. Tengiltvinnbílar voru 10% af
heildarsölu ársins á nýskráðum
fólksbílum.
Margir bílaleigubílar hér
Friðbert Friðbertsson, forstjóri
Heklu, telur að farið sé of hratt ef af-
nema á virðisaukaskattsívilnun af
tengiltvinnbílum í lok næsta árs. Við
það muni verð margra bíla hækka
um tæpa milljón í einni svipan. Með-
alaldur bíla hér er hár og mikilvægt
að beina endurnýjuninni í vistvæna
bíla. Margir muni líklega kaupa frek-
ar hefðbundinn bensín- eða dísilbíl ef
vistvænir bílar hækka mikið í verði.
Rafbílar og tengiltvinnbílar eru dýr-
ari í innkaupum en bílar knúnir af
jarðefnaeldsneyti. Því þarf ívilnanir
stjórnvalda til að gera nýorkubíla að
fýsilegum kosti.
Friðbert segir að þótt sala rafknú-
inna bíla hafi aukist mikið sé enn
langt í land með að hægt sé að hlaða
rafbíla hvar sem er á landinu. „Það
þarf að hugsa orkuskipti ökutækja
til lengri tíma. Ef til vill geta tengil-
tvinnbílar fengið ívilnun þrjú ár í
viðbót og rafbílarnir fimm ár ef það
á að ná þeim markmiðum sem
stjórnmálamenn tala um,“ segir
Friðbert. „Víða á fólk erfitt með að
nýta sér 100% rafbíl á þessum tíma-
punkti. Það mun breytast hratt á
næstu árum. Á meðan verið er að
byggja innviðina upp fyrir rafbíla-
væðingu geta tengiltvinnbílarnir
brúað bilið.“
Hann segir að taka verði til greina
hvað stór hluti bílaflota landsmanna
sé í eigu bílaleiga. Um 42% af sölu
nýrra fólksbíla er til bílaleiga og er
hlutfallið miklu hærra hér en víða
annars staðar þar sem bílaleigubílar
eru lítill hluti bílaflotans. Friðbert
segir að rafbílar séu ekki orðnir
raunhæfur kostur fyrir bílaleigur
vegna skorts á innviðum. Til dæmis
þarf að efla mjög hleðslustöðvar á
Keflavíkurflugvelli svo þar sé hægt
að leigja út fullhlaðna rafbíla í
stórum stíl. Ekki er enn hægt að
tryggja ferðamönnum greiðan að-
gang að hleðslustöðvum um allt land.
Friðbert segir að kosturinn við
tengiltvinnbíla umfram hreina raf-
bíla í þessu sambandi sé að tengil-
tvinnbílarnir þurfi ekki að vera full-
hlaðnir þegar þeir eru leigðir út. Þeir
eru heldur ekki háðir hleðslustöðv-
um til að geta ekið. Þeir munu því
gegna lykilhlutverki í umbreytingu
bílaflotans í vistvænni ökutæki.
Nær að þrengja skilyrðin
Jón Trausti Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Öskju, telur að ekki sé
tímabært að fella niður virðisauka-
skattsívilnun af tengiltvinnbílum.
„Miklu nær væri að setja þrengri
skilyrði fyrir ívilnun, til dæmis að
tengiltvinnbíll skuli ná að minnsta
kosti 50 kílómetrum á rafmagninu
miðað við WLTP-mælingar eða að
CO2-losun tengiltvinnbíls sem nýtur
ívilnunar sé að hámarki til dæmis 40
grömm á hvern ekinn km. Þá erum
við að horfa til þess að tengiltvinn-
bíllinn sé raunverulega umhverfis-
mildur,“ segir Jón Trausti.
Hann segir tvær ástæður ráða
þessu mati sínu. Annars vegar að ný
kynslóð tengiltvinnbíla hafi miklu
meira drægi en fyrsta kynslóðin.
Tengiltvinnbíll sem hefur 50 km
drægni á rafhleðslu eða meira dugi
flestum til daglegrar notkunar. Hins
vegar sé framboð af hreinum rafbíl-
um enn takmarkað og þeir tiltölu-
lega dýrir. Því sé æskilegt að tengil-
tvinnbílar njóti lengur ívilnunar, eða
hið minnsta til ársloka 2021-2022, ef
menn vilja flýta orkuskiptunum.
Einnig bendir hann á að tengil-
tvinnbílar henti landsbyggðinni bet-
ur en rafbílar enn sem komið er
vegna þess að verið sé að byggja upp
innviði fyrir rafbílavæðingu.
Ótímabært að afnema ívilnunina
Vinsælar gerðir tengiltvinnbíla gætu hækkað um tæpa milljón við afnám virðisaukaskattsívilnunar
Gegna mikilvægu hlutverki við umbreytingu bílaflotans í vistvænni ökutæki Innviði skortir víða
Bílar og orkugjafar 2014-2018
Raf magnsbílar Met an, ten gilt vinn
og aðrir orkugjafar en bensín og dísel
2014 2015 2016 2017 2018
Bensín 171.072 171.980 175.086 176.974 175.359
Dí sel 77.802 86.457 97.990 111.234 120.579
Raf magn 315 710 1.107 1.980 2.813
Met an, ten gilt vinn o.fl .
2.101* 2.800*
1.343 3.554 6.406
Aðrir orku gjaf ar 3.422 4.889 6.060
Samtals 251.290 261.947 278.948 298.631 311.217
2014 2015 2016 2017 2018
*Met an, ten gilt vinn og aðrir orkugjafar en bensín og dísel. Heimild: althingi.is
Verð nokkurra
tengiltvinnbíla
Þús. kr. með og án vsk. ívilnunar
Með Án
KIA Xceed
PHEV Urban 4.391 5.351
KIA NIRO PHEV EX
1.6 GAS DCT6 4.791 5.751
Mercedes-Benz
A 250e Style 5.290 6.250
Mercedes-Benz
B 250e Style 5.690 6.650
Mitsubishi Out-
lander PHEV Invite 4.590 5.550
Mitsubishi Out-
lander PHEV Intense 5.090 6.050
Toyota Prius
Plug-in Hybrid 4.740 5.700
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
SÍÐAN 1969
FLOTTUSTU BÚNINGARNIR
ÞÍNAR SÉR ÓSKIR UM FJÖLBREYTTA
FRAMLEIÐSLU EÐAMERKINGAR
846 BLS BÆKLINGUR Á HEIMASÍÐUNNI HENSON.IS
TIL MERKINGA EÐA EKKI
SENNILEGA FJÖLHÆFASTI FATAFRAMLEIÐSLUFYRIRTÆKI
ÍSLANDS ÞÓVÍÐARVÆRI LEITAÐ!
Brautarholti 24 · 105 Reykjavík · S.: 562 6464 · henson@henson.is
Virðisaukaskattsívilnun fyrir
tengiltvinnbíla (PHEV) er
þannig að ekki er lagður 24%
virðisaukaskattur á fyrstu
fjórar milljónirnar af verði
bílsins. Ívilnun á hvern bíl
verður því mest 960.000
krónur.
Hér eru dæmi um verð
nokkurra vinsælla tengiltvinn-
bíla þar sem ívilnunin kemur
að fullum notum og hvert
verðið væri nyti ívilnunarinnar
ekki við.
960.000 kr.
ívilnun á bíl
TENGILTVINNBÍLAR