Morgunblaðið - 20.11.2019, Side 1

Morgunblaðið - 20.11.2019, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 0. N Ó V E M B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  273. tölublað  107. árgangur  SKAPAR LANDS- LAGSMYNDIR Á SVIÐINU MIKIL ÁHRIF FYRIR FJÁR- FESTA HÉR FJALLAR UM ÞJÓÐFRÆÐI LÆKNINGA VIÐSKIPTAMOGGINN NÝ BÓK ÓLÍNU 28NÝTT DANSVERK 29 Hallarekstur skýrður » Bjarni segir fráflæðisvanda, mönnunarvanda, húsnæðis- vanda vegna byggingar Nýja Landspítalans og launamál meðal skýringa sem gefnar eru á hallarekstri Landspítalans. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist sakna þess að ekki sé tekin dýpri umræða um hvernig farið er með fjármunina í heilbrigðiskerfinu. „Ef við horfum tíu ár aftur í tímann þá verður ekki framhjá því litið að það var skorið niður og gripið til mikillar hagræð- ingar á Landspítalanum. Því hefur verið þörf fyrir að auka fjárframlög til spítalans í þeim ríkisstjórnum sem við höfum setið í frá árinu 2013. En ég sakna þess að við skulum al- mennt ekki taka dýpri umræðu um hvernig við förum með fjármunina í þessu kerfi,“ segir Bjarni í samtali við ViðskiptaMoggann. Framleiðslutengd fjármögnun Hann segist vísa þar t.d. til þess að gerður hafi verið samningur um framleiðslutengda fjármögnun sem átti að tryggja að eftir því sem af- köst á spítalanum ykjust færi meira fjármagn til hans. Þetta hafi átt að verða leiðandi kerfi í fjármögnun spítalans en hafi aldrei orðið al- mennilega virkt. „Við fáum svo ár eftir ár nýja og nýja skýringu á því hvað valdi hallarekstrinum,“ segir Bjarni. Saknar dýpri umræðu  Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að ár eftir ár sé gefin ný og ný skýring á hallarekstri Landspítalans  Fjárframlög aukin frá árinu 2013 M »ViðskiptaMogginn Alþjóðleg menningarverðlaun Vigdísar Finn- bogadóttur verða veitt í fyrsta skipti á næsta ári. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi frá þessu í opnunarávarpi sínu á Heimsþingi kvenleiðtoga sem hófst í Hörpu í gær. Vigdís var sömuleiðis í pallborðsumræðum á þinginu í gær, en með henni á þessari mynd eru Julia Gillard, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, og Irma Erlingsdóttir, dósent við Háskóla Íslands. »6 Vigdís á meðal kvenleiðtoga í Hörpu Morgunblaðið/Eggert  Sjúkratrygg- ingar Íslands samþykkja um- sóknir um 35- 40% sjúklinga sem sækja um bætur úr sjúk- lingatryggingu og telja sig hafa orðið fyrir heilsufarslegu tjóni vegna mis- taka eða annarra atvika í opinbera heilbrigðiskerf- inu. Umsóknir hafa á síðustu árum verið 150 til 190 á ári og heildar- bætur um 400 milljónir á ári. Áætla má að bætur séu 6,5 til 8 milljónir að meðaltali í hverju samþykktu til- viki. Umsóknum hefur fjölgað ár frá ári. Sjúkratryggingar hafa greitt í heildina um 2,8 milljarða króna í sjúklingatryggingu frá árs- byrjun 2008 til loka október á þessu ári. »6 35-40% umsækj- enda fá bætur Spítali Mistök geta orðið víða. Frumvarp til laga um skráningu þeirra hagsmuna sem ráðamenn eiga að gæta og geta haft áhrif á störf þeirra hefur nú verið kynnt á samráðsgátt stjórnvalda. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra legg- ur frumvarpið fram, en efni þess nær til ráðherra og aðstoðarmanna þeirra, æðstu embættismanna í ráðuneytum og sendiherra. Fólk í þessum störfum verður framvegis, nái lögin fram að ganga, að greina opinberlega frá ýmsum þeim hlunn- indum sem það kann að njóta í starfi. Ráðherrum og aðstoðarmönnum þeirra verður til dæmis skylt að upp- lýsa um eignir sínar, ábyrgðir og skuldir sem eru fimm milljónir króna eða meira og eru ekki vegna íbúðar- húsnæðis, bílakaupa eða slíks. Einn- ig verður að tilkynna gjafir til við- komandi sé virði þeirra meira en 50 þúsund krónur. Sömuleiðis verða settar reglur um aukastörf sem ráðamenn mega gegna. Annað nýmæli í lagafrumvarpinu er að framvegis þarf að tilgreina sér- staklega ef svonefndir hagsmuna- verðir koma að gerð stjórnarfrum- varpa. »14 Hlunnindi ráða- manna verði opinber  Aðsókn í dagsferðir hjá stærstu hópbifreiðafyrirtækjum landsins í haust hefur dregist verulega saman á milli ára. Gríðarleg samkeppni er á markaðnum og raunar hefur verðstríð geisað í atvinnugreininni á undanförnum árum. Hjá Kynnis- ferðum hefur aðsóknin í haust í norðurljósaferðir fyrirtækisins, sem eru einna vinsælastar á þessum árstíma, dregist saman um 30%. Sömu sögu er að segja af Bus Trav- el. Aðsókn í dagsferðir hjá Gray Line hefur dregist minna saman en aukist hjá Reykjavík Sightseeing. »ViðskiptaMogginn Morgunblaðið/Ómar Samdráttur Aðsókn í dagsferðir hjá rútu- fyrirtækjum hefur dregist verulega saman. Þriðjungi færri í norðurljósaferðir Framkvæmdir við Hólsvirkjun, 5,5 MW vatnsaflsvirkjun í Fnjóskadal, standa nú sem hæst. Þessa dagana er áhersla lögð á að ljúka lagningu vegar, vatnspípu að stöðvarhúsi og koma stíflum vel á veg. Þessi mann- virki eru innar í dalnum og standa hærra en stöðvarhúsið og því mikil- vægt að komast eins langt með verk- in og hægt er áður en vetur skellur á af fullu afli. Skírnir Sigurbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Arctic Hydro, sem reisir virkjunina, segir að vonast sé til að vinnu við Gönguskarðsárþrösk- uld, sem er lítil stífla, ljúki í næsta mánuði. Stærri stíflan er í Hólsá og þar er verið að steypa um þessar mundir. Jarðvinna frestast til næsta sumars en þarf að ljúka fyrir haust- ið. Stefnt er að því að virkjunin verði komin í full afköst í september á næsta ári. Unnið er í grunni stöðvarhúss sem standa mun skammt frá þjóðvegin- um um Fnjóskadal. Skírnir segir að húsið þurfi að vera langt komið í jan- úar þannig að hægt verði að taka við vélbúnaðinum í lok mánaðarins. Vél- arnar bíða tilbúnar í Austurríki. »11 Hólsvirkjun að myndast  Framkvæmt á fullu  Tekin í notkun næsta haust Hólsvirkjun Vinna við virkjun í Fnjóskadal stendur nú sem hæst.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.