Morgunblaðið - 20.11.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2019
www.hitataekni.is | S: 5886070 | Smiðjuvegur 10 | 200 Kópavogi
HITABLÁSARAR
ertu tilbúin í veturinn?
Þegar aðeins
það besta kemur
til greina
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ný kvikmynd leikstjórans Rúnars Rúnarssonar,
Bergmál, var frumsýnd í Háskólabíói í gær-
kvöldi. Myndin samanstendur af 58 senum sem
sýna húmor, sorg og fegurð í nútímasamfélagi
og hefur henni verið vel tekið á kvikmyndahátíð-
um. Rúnar, lengst til vinstri, stillti sér upp ásamt
Lilju Ósk Snorradóttur og Ella Cassata frá fram-
leiðslufyrirtækinu Pegasus og Vigfúsi Þormari
Gunnarssyni sem sá um leikaraval í myndinni.
Morgunblaðið/Eggert
Bergmál Rúnars frumsýnt í Háskólabíói
Freyr Bjarnason
Sigurður Bogi Sævarsson
„Ég tel að mjög margt hafi verið
gert til bóta þegar kemur að laga- og
regluverki um atvinnulífið á Íslandi
undanfarinn áratug en það er eðli-
legt að við förum yfir það núna og
skoðum hvar sé hægt að gera frekari
úrbætur,“ segir Katrín Jakobsdóttir
forsætisráðherra.
Auka gegnsæi í
rekstri stórra fyrirtækja
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum
í gærmorgun að grípa til margvís-
legra aðgerða í því skyni að auka
traust á íslensku atvinnulífi. Þetta
eru viðbrögð í kjölfar Samherja-
málsins sem upp kom í síðustu viku
og hefur vakið miklar umræður.
Meðal aðgerða er
að auka gegnsæi í
rekstri stærri
fyrirtækja og
stórra sjávar-
útvegsfyrirtækja.
Undirbúningur
er hafinn að gerð
lagafrumvarps
um ríkari upplýs-
ingaskyldu stórra
fyrirtækja um
efnahag sinn og starfshætti. Er
þetta gert til að tryggja betur heil-
indi og orðspor íslensks atvinnulífs.
Af öðrum aðgerðum má tiltaka að
sjávarútvegsráðherra mun hafa
frumkvæði að því að Alþjóða-
matvælastofnunin (FAO) vinni út-
tekt á viðskiptaháttum útgerða sem
stunda veiðar og eiga í viðskiptum
með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Ljúka á endurskoðun á því hvort
yfirráð tengdra aðila í sjávarútvegi
yfir aflahlutdeildum séu í samræmi
við það hámark sem er skilgreint í
lögum um stjórn fiskveiða. Þá á að
tryggja viðbótarfjárveitingar til
skattrannsókna og styrkja varnir
gegn hagsmunaárekstrum og mútu-
brotum. Sömuleiðis verður hugað að
fjármögnun rannsóknar héraðs-
saksóknara á Samherjamálinu.
Vísar gagnrýni Loga á bug
Forsætisráðherra vísaði í samtali
við mbl.is í gær á bug gagnrýni Loga
Einarssonar formanns Samfylking-
ar á að Kristján Þór Júlíusson sjáv-
arútvegsráðherra hefði setið ríkis-
stjórnarfund um aðgerðir til að auka
traust á atvinnulífinu með vísan til
tengsla ráðherra við Samherja. Í
þessu sambandi bendir Katrín á að
ráðherrann hafi sagst munu víkja ef
upp koma stjórnvaldsákvarðanir
sem lúti beint að Samherja. Ráðstaf-
anir nú séu allar almenns eðlis. »15
Upplýsingaskyldan verði ríkari
Samherji í brennidepli Ríkisstjórnin grípur til ráðstafana Tryggja verður orðspor og heilindi
FAO geri úttekt á kaupum fyrirtækja á veiðiheimildum í þróunarlöndum Skatturinn fær meira fé
Katrín
Jakobsdóttir Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Akureyri Samherjatogarinn Kald-
bakur EA hér í sinni heimahöfn.
Tillaga fulltrúa minnihlutans um at-
kvæðagreiðslu meðal borgarbúa um
byggingu gróðurhvelfingar í Elliðaár-
dal var felld á fundi borgarstjórnar í
gærkvöldi. Borgarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokks, Sósíalistaflokks, Mið-
flokks og Flokks fólksins lögðu tillög-
una fram og studdu. Allur
meirihlutinn var á móti.
Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks-
ins segjast þeir leggja ríka áherslu á
verndun grænna svæða í borgarland-
inu og séu – eins og margir fleiri – á
móti framkvæmdum í Elliðaárdaln-
um. Bygging 4.500 fermetra gróður-
hvelfingar á 12 þúsund fermetra lóð á
góðum stað sé mikil framkvæmd enda
eigi verkefnið að kosta 4,5 milljarða
króna. Algjör óvissa ríki um fjár-
mögnun. Hér sé borgin að útdeila
gæðum – lóð á besta stað í eigu Reyk-
víkinga – án auglýsingar og án þess
að greitt sé fyrir þau að fullu. Skatt-
greiðendur þurfa að leggja út í mikinn
kostnað, sem geti nálgast milljarð
króna. Ef illa fari þurfi borgin að
borga brúsann.
„Íbúalýðræði er fyrir íbúa, en ekki
á forsendum kjörinna fulltrúa, sem á
allra síðustu stundu hlaupa til og
leggja fram tillögu um íbúakosningu
til þess að reyna að skapa sem mest
moldviðri í von um að borgarbúar bíti
á agnið og sjái ekki að verið er að and-
mæla grænni uppbyggingu á
Stekkjarbakka,“ sagði Líf Magneu-
dóttir, borgarfulltrúi VG, í samtali við
Morgunblaðið. sbs@mbl.is
Tillögu um íbúakosningu
var hafnað í borgarstjórn
Elliðaárdalur og
gróðurhvelfing voru
til umræðu
Gróðurhvelfing Tölvugerð mynd af
gróðurhúsum framtíðarinnar.
Hæstiréttur hefur fallist á að fjalla
um mál manns sem var dæmdur í
Landsrétti fyrir að brjóta gegn fyrr-
verandi eiginkonu sinni og syni.
Karlmaðurinn var dæmdur í
þriggja ára fangelsi fyrir tvö kyn-
ferðisbrot gegn konunni og blygð-
unarsemis- og barnaverndarbrot
gagnvart syninum. Þá braut hann
nálgunarbann og lög um fjarskipti
með því að koma fyrir tækjum í bíl
konunnar.
Fátítt er að Hæstiréttur taki til
meðferðar sakamál eftir að hlut-
verki dómsins var breytt á síðasta
ári. Beiðnum um áfrýjun í saka-
málum er flestum hafnað. Í þessu
umrædda máli var sótt um áfrýjun
úr tveimur áttum. Ákæruvaldið taldi
refsinguna of væga og maðurinn
taldi dóm Landsréttar rangan því
sök væri ósönnuð.
Kynferðisbrot geng-
ur til Hæstaréttar
Viðræður í kjaradeilu Blaðamanna-
félags Íslands og Samtaka atvinnu-
lífsins halda áfram hjá Ríkis-
sáttasemjara í dag. Fundað var í gær
og fram á daginn í dag átti að fara yf-
ir ákveðin atriði til lausnar deilunni.
Óvíst er til hvers það leiðir, en fulltrú-
ar deiluaðila eygja þó von um lausn.
Kæra BÍ vegna meintra verkfalls-
brota á mbl.is síðustu tvo föstudaga
var þingfest í félagsdómi í gær. Frest-
ur til andsvara er tvær vikur.
Leitað að lausn í
blaðamannadeilu
Á ríkisstjórnarfundi í gær kom
fram að utanríkisþjónustan hefur
ekki fengið teljandi fyrirspurnir
eða athugasemdir vegna Sam-
herjamálsins. Áfram er fylgst með
umfjöllun erlendis en ekki hefur
þótt ástæða til aðgerða.
Þá hefur SA fjallað um mál
Samherja og segir allra hag að
ásakanir í garð fyrirtækisins séu
rannsakaðar.
Fylgst með
umfjöllun
UTANRÍKISÞJÓNUSTAN