Morgunblaðið - 20.11.2019, Blaðsíða 4
Ljósmynd/Jón Ragnar Ólafsson
Eyjafjöll Rútan fór út í Hofsá en var
dregin upp með stórri dráttarvél.
Tveir sjúkraflutningamenn, karl og
kona, slösuðust nokkuð þegar þau
fuku til og duttu í björgunar-
aðgerðum eftir að rúta fór út í Hofsá
undir Eyjafjöllum snemma í gær-
morgun. Í rútunni voru 23 farþegar
sem sakaði ekki. Björgunarsveitar-
menn, lögregla og fleiri fluttu fólkið í
fjöldahjálparstöð sem Rauði kross-
inn opnaði í félagsheimilinu Heima-
landi. Þar dvaldist fólkið uns það
fékk far áleiðis með öðrum bíl. Rút-
an sem fór í ána var dregin upp með
traktor.
Snarvitlaust veður var á svæðinu
þegar þetta gerðist og fór vindur í 40
m/s í verstu hviðum. Í gildi var gul
viðvörun frá Veðurstofunni.
Samkvæmt upplýsingum frá Jóni
Hermannssyni hjá björgunarsveit-
inni Dagrenningu á Hvolsvelli var
karlinn sem slasaðist með djúpt sár
á legg og sprungu í sköflungi og kon-
an tognaði. Bæði voru þau þegar
þetta gerðist með hjálma, sem eru
ónýtir eftir bylturnar. Af því og slys-
um fólksins að dæma var því for-
takslítið ofsaveður undir Fjöllunum.
Sjúkraflutningamenn slösuð-
ust í aðgerð undir Eyjafjöllum
23 með rútu úti í Hofsá Djúpt sár og sprunga í sköflungi
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2019
Superior herbergi
ÁRSHÁTÍÐIN ER HÁTÍÐ HÓPSINS
Superior herbergi
Setjum saman girnilegan veislumatseðil fyrir vel
heppnaða árshátíð. Hafðu samband og við förum
yfir árshátíðarmöguleikana með þér.
Pantanir í síma 483 4700
booking@hotelork.is
hotelork.is
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Reykjavíkurborg á nú í samskiptum
við lögregluna á höfuðborgarsvæð-
inu um hvernig best sé að haga mál-
um þannig að hægt verði að taka aft-
ur í notkun biðstöðvar Strætó við
Hagatorg í Vesturbæ Reykjavíkur
og Hádegismóa í Árbæjarhverfi.
Greint hefur verið frá því í Morgun-
blaðinu að biðstöðvarnar voru tekn-
ar úr notkun eftir að í ljós kom að
óheimilt væri samkvæmt lögum að
stöðva ökutæki á hringtorgi.
Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir,
yfirverkfræðingur á umhverfis- og
skipulagssviði Reykjavíkurborgar,
segir borgina gjarnan vilja halda
umræddum biðstöðvum.
„Það eru ákvæði í umferðarlögum
um að hægt sé að setja sérákvæði
sem gilda framar almennum um-
ferðarreglum,“ segir hún í samtali
við Morgunblaðið og bendir á að
slíkt hafi t.a.m. verið gert vegna
gangbrauta sem nýverið voru settar
upp á Hagatorgi. Með þeim er um-
ferð gangandi vegfarenda stýrt yfir
torgið. „Það voru íbúar í hverfinu
sem á sínum tíma kölluðu eftir því
gegnum verkefnið „Hverfið mitt“ að
aðgengi yrði bætt yfir Hagatorg,“
segir hún.
Umferð fólks handahófskennd
Í kjölfarið kom Reykjavíkurborg
fyrir myndavél á Hótel Sögu og tók
hún upp umferð gangandi fólks yfir
torgið. Myndgreining sýndi fram á
að umferð gangandi er talsverð og
handahófskennd um svæðið. Af þeim
sökum telur borgin réttast að beina
umferð fólks yfir Hagatorg á örugg-
ari gönguleiðir.
Spurð hvort Reykjavíkurborg telji
Strætó valda hættu með því að
stöðva vagna sína við Hagatorg og
hringtorgið við Hádegismóa kveður
Guðbjörg Lilja nei við.
„Nei, við teljum enga hættu vera á
ferð. Þessar stoppistöðvar valda
heldur ekki neinum óeðlilegum töf-
um að okkar mati. En við viljum auð-
vitað ekki setja Strætó í þá stöðu að
vera að fremja lögbrot og því vinnum
við að lausn sem hentar öllum vel.“
Eftir að spurningar vöknuðu um
lögmæti biðstöðva í hringtorgi í síð-
ustu viku var einnig ákveðið að loka
biðstöð í Hafnarfirði og var sú flutt
annað. Guðbjörg Lilja segir Reykja-
víkurborg nú einnig hafa brugðist
við með uppsetningu á tímabundn-
um biðstöðvum við Hádegismóa og
Birkimel. Ekki liggur fyrir hversu
lengi þær verða í notkun.
„Við töldum í fyrstu að hægt yrði
að leysa úr þessu máli á skömmum
tíma, en það reyndist ekki vera. Og
þess vegna komum við fyrir þessum
biðstöðvum til bráðabirgða. Mikil-
vægast er að vinna hlutina vel þó að
það geti tekið smá tíma.“ segir hún.
Þrengingarstefna í borginni
Á fundi borgarráðs í síðustu viku
lagði Vigdís Hauksdóttir, borgar-
fulltrúi Miðflokksins, fram nokkrar
spurningar er snúa að Hagatorgi og
þeim framkvæmdum sem þar hafa
staðið yfir. Vill borgarfulltrúinn m.a.
fá að vita skilgreiningu Reykjavíkur-
borgar á „hefðbundnu“ og „óhefð-
bundnu“ hringtorgi, en fram hefur
komið í Morgunblaðinu að Reykja-
víkurborg telji Hagatorg vera
„óhefðbundið“ hringtorg. Hefur Vig-
dís einnig óskað eftir upplýsingum
varðandi kostnað framkvæmdanna.
„Ég tel borgina þurfa að svara
þessu því hún virðist vera komin
með nýja túlkun á hringtorgum,“
segir hún og heldur áfram: „Það er
með ólíkindum að Reykjavíkurborg
skuli ráðast í framkvæmdir sem
þessar sem stangast svo á við lög. En
þetta er nú ekki eina málið þar sem
borgin fer gegn lögum, það er upp-
lýst um lögbrot í nánast hverri viku.“
Segir Vigdís „þrengingarstefnu“
borgarinnar hafa náð nýjum hæðum.
„Birkimelur var brytjaður niður og
þrengdur með tilheyrandi mengun.
Árásin á Hagatorg var næsti liður,
hringtorg sem nú hefur fengið nýja
skilgreiningu hjá Reykjavíkurborg.“
Sérákvæði opni biðstöðvarnar á ný
Reykjavíkurborg vinnur nú að því að leysa þá stöðu sem upp er komin vegna biðstöðva Strætó við
Hagatorg og Hádegismóa Greindu umferð fólks um Hagatorg Borgarfulltrúi kallar eftir svörum
Morgunblaðið/Eggert
Óhefðbundið? Hringtorgið Hagatorg komst í hámæli í síðustu viku.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Búið er að selja rúman helming 228
íbúða sem komið hafa í sölu á Hlíðar-
enda. Þær eru í 14 stigagöngum við
Smyrilshlíð, Haukahlíð, Valshlíð og
Fálkahlíð en salan hófst í sumar sem
leið. Hlutfallið vekur athygli í ljósi
þess að margar eru nýkomnar í sölu.
Nú stendur yfir uppbygging 673
íbúða á reitum C, D, E og F á Hlíðar-
enda. Reitur B fór í sölu sumarið
2017 en þar eru 40 íbúðir.
Á reit E er búið að selja 65 af 106
íbúðum í sjö stigagöngum. Þar af eru
fimm stigaganganna nær uppseldir.
Á reit F er búið að selja 50 af 122
íbúðum en þar af eru 27 íbúðir í
Smyrilshlíð 3 nýkomnar í sölu.
Selja 115 af 228 íbúðum
Samanlagt hafa því selst 115 af
228 íbúðum á þessum tveimur reit-
um, eða rúmur helmingur. Miðað við
að meðalverð sé 45 milljónir nemur
söluverðmætið 5,2 milljörðum.
Heildartalan gæti verið mun
hærri. Stærri íbúðirnar eru þannig
umtalsvert dýrari og geta þakíbúðir
kostað vel á annað hundrað milljónir.
Að sögn fasteignasala hafa margir
skoðað íbúðir þegar boðið er upp á
opið hús. Þegar Morgunblaðið skoð-
aði íbúðir um síðustu helgi sagði
sölumaður eigendurna opna fyrir því
að taka við tilboðum. Umrædd íbúð
var skráð seld síðdegis í gær.
Heimavellir eiga margar íbúðanna
sem komnar eru í sölu. Virðist félag-
ið ætla að ljúka verkefninu á hlut-
fallslega skömmum tíma með hlið-
sjón af niðursveiflunni í hagkerfinu.
Hröð sala íbúða
á Hlíðarenda
Söluverðmætið vel á sjötta milljarð
Seldar íbúðir á Hlíðarenda Samkvæmt söluvefjum 19. nóvember 2019
Fjöldi
íbúða
Seldar íbúðir
Fjöldi %
Haukahlíð 5 12 9 75%
Smyrilshlíð 2 19 17 90%
Smyrilshlíð 4 15 13 87%
Smyrilshlíð 6 15 12 80%
Fjöldi
íbúða
Seldar íbúðir
Fjöldi %
Smyrilshlíð 8 12 10 83%
Fálkahlíð 10 20 2 10%
Fálkahlíð 6 13 2 15%
Alls 106 65 61%
Hlíðarfótur
Smyrilshlíð
Ha
uk
ah
líð
Fálkahlíð
Hlíðin.is
Reitur E
Seldar íbúðir
á Hlíðarenda
Samkvæmt söluvefjum 19. nóv. 2019
Fjöldi
íbúða
Seldar íbúðir
Fjöldi %
Valshlíð 4 12 1 8%
Valshlíð 6 14 2 14%
Valshlíð 8 17 8 47%
Fálkahlíð 2 16 12 75%
Fálkahlíð 4 18 16 89%
Smyrilshlíð 5 18 11 61%
Smyrilshlíð 3 27 0 0%
Alls 122 50 41%
102 Reykjavík.is
Reitur F