Morgunblaðið - 20.11.2019, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2019
Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl.10-14
Misty
Haldari
8.990,-
Buxur
3.990,-
Samfella
10.950,- Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Það styttist í að haustþingi 150. lög-
gjafarþingsins ljúki og þingmenn fari
í jólaleyfi. Nú standa yfir nefndar-
dagar á Alþingi en þingstörf hefjast
að nýju á mánudaginn. Samkvæmt
starfsáætlun Alþingis eru 12 þing-
fundardagar fram að jólahléi, sem á
að hefjast föstudaginn 13. desember.
Á þessum tímapunkti er vert að
skoða hvaða þingmenn hafa talað
lengst á yfirstandandi þing. Í ljós
kemur að í efsta sætinu er Guð-
mundur Ingi Kristinsson, þingmaður
Flokks fólksins. Samkvæmt yfirliti á
vef Alþingis hefur Guðmundur Ingi
flutt 166 ræður og athugasemdir.
Hann hefur talað í samtals 505 mín-
útur, eða rúmlega átta klukkustundir.
Bjarni Benediktsson fjármálaráð-
herra er næstur í röðinni. Hann hefur
flutt 144 ræður og athugasemdir og
talað í 409 mínútur. Inga Sæland,
Flokki fólksins, hefur talað í 326 mín-
útur, Birgir Þórarinsson Miðflokki í
299 mínútur, Þorsteinn Sæmundsson,
Miðflokki, í 284 mínútur, Björn Leví
Gunnarsson Pírati í 283 mínútur og
Þorsteinn Víglundsson,Viðreisn, í 256
mínútur.
Það sem af er 150. löggjafar-
þinginu hefur verið flutt 1.661 þing-
ræða og hafa þær staðið yfir í rúmar
11 klukkustundir. Þingmenn hafa
flutt 1.227 athugasemdir, samtals í
tæpar 34 klukkustundir.
Samkvæmt starfsáætlun þingsins
eiga nefndarfundir að hefjast 14. jan-
úar að loknu jólaleyfi. Þingfundir
hefjast svo að nýju 20. janúar. Stefnt
er að þingfrestun miðvikudaginn 10.
júní 2020.
Þingmenn fara í jólafrí 13. desember
Guðmundur Ingi
Kristinsson
Bjarni
Benediktsson
Guðmundur Ingi
hefur talað mest
allra þingmanna
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Sjúkratryggingar Íslands hafa
greitt um 2,8 milljarða króna vegna
svokallaðra sjúklingatrygginga á
rúmum áratug. Þó eru aðeins 35-
40% umsókna samþykkt. Umsókn-
um hefur fjölgað ár frá ári og
heildarfjárhæð greiddra bóta sömu-
leiðis, þótt stór frávik séu í einstaka
árum. Áætla má að bætur séu 6,5 til
8 milljónir að meðaltali í hverju
samþykktu tilviki.
Sjúkratryggingar Íslands (SÍ)
annast greiðslu bóta fyrir ríkið,
samkvæmt lögum um sjúkratrygg-
ingar sem tóku gildi í byrjun árs
2001. Með þeim eru sjúklingum
tryggðar bætur vegna líkamlegs eða
geðræns tjóns sem þeir hafa orðið
fyrir á sjúkrahúsi, heilsugæslustöð
eða öðrum heilbrigðisstofnunum.
Réttur sjúklinga til bóta einskorð-
ast ekki við mistök lækna eða ann-
ars heilbrigðisstarfsfólks heldur
getur hann einnig orðið til vegna al-
varlegra fylgikvilla meðferðar og
bilana eða galla í tækjum á um-
ræddum stofnunum.
Sjúkratryggingar Íslands sjá að-
eins um sjúklingatryggingu fyrir
heilbrigðisstofnanir í ríkisrekstri.
Umsóknum vegna sjálfstætt starf-
andi heilbrigðisstarfsfólks á að
beina til tryggingafélaga viðkom-
andi.
Meðalbætur 6,5 til 8 milljónir
Sjúkratryggingar hafa á undan-
förnum árum fengið 150 til 190 um-
sóknir á ári um greiðslur út á sjúk-
lingatryggingu og greitt út nálægt
400 milljónum í bætur á ári. Sam-
kvæmt yfirliti frá SÍ hafa borist
1.658 umsóknir frá ársbyrjun 2008
til loka október í ár og á þessu tíma-
bili hafa verið greiddir út um 2,8
milljarðar kr. í bætur.
Í svari heilbrigðisráðherra við
fyrirspurn Jóns Þórs Ólafssonar
þingmanns kemur fram að á ár-
unum 2008 til 2018 samþykkti SÍ
512 umsóknir af 1.540 nýjum um-
sóknum sem bárust á þessum tíma.
Er hlutfall samþykktra umsókna
um þriðjungur, samkvæmt því.
Bótaskyldu hefur verið synjað í
flestum þeirra rúmlega þúsund
mála sem liggja óbætt hjá garði.
Málsmeðferð er þó ekki lokið í hluta
nýju umsóknanna.
Sjúkratryggingar veita þær upp-
lýsingar að bótaskylda sé samþykkt
vegna um það bil 35-40% umsókna
og leiði samþykki oftast nær til
greiðslu bóta. Þetta hlutfall er sagt
svipað og í hinum norrænu ríkj-
unum. Út frá þessu má áætla að
meðalbætur séu á bilinu 6,5 til 8
milljónum fyrir hverja samþykkta
umsókn.
Ekki er hægt að bera upplýsingar
SÍ og heilbrigðisráðuneytisins beint
saman því umfjöllun um umsókn
tekur nokkra mánuði, meðal annars
vegna gagnaöflunar, og er oft ekki
lokið á sama ári og umsókn berst.
Greiðslur Sjúkratrygginga vegna sjúklingatrygginga 2008-2019*
225
200
175
150
125
100
75
50
25
0
450
400
350
300
250
200
150
100
50
0
'08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19*
103 97
125
89 88
187
246
389
251
460
398 402
1.658 um-sóknir
árin 2008-2019*
512 Samþykktar umsóknir
árin 2008-2018
*Janúar til október 2019
Heimild: Sjúkratryggingar
og heilbrigðisráðuneytið
Umsóknir M.kr.
112
136
114
151
166
117
Fjöldi umsókna
Útgjöld, milljónir kr.
2,8 milljarða króna
útgjöld alls árin
2008-2019*
400 milljónir á ári vegna
sjúklingatrygginga
Umsóknum um bætur vegna mistaka í opinbera heilbrigðis-
kerfinu fjölgar ár frá ári 35-40% umsækjenda fá bætur
Erla María Markúsdóttir
Hallur Már Hallsson
Guðrún Hálfdánardóttir
„Hugmyndin er sú að Ísland sé stað-
urinn þar sem kvenleiðtogar vilja
koma saman út af því sem hér hefur
verið gert, til þess að fá hvatningu,
til þess að fá hugmyndir, til þess að
leita lausna og til þess að bæta
heiminn,“ segir
Hanna Birna
Kristjánsdóttir,
stjórnarformaður
Women Political
Leaders (WPL),
um Heimsþing
kvenleiðtoga sem
hófst formlega í
Hörpu í gær.
Um 450 kven-
leiðtogar frá um
80 löndum eru
staddar á heimsþinginu sem stendur
yfir í tvo daga. Þetta er í annað sinn
sem þingið fer fram hér á landi en
ríkisstjórn Íslands og Alþingi gerðu
samkomulag við WPL í fyrra um að
efna til Heimsþings kvenleiðtoga á
Íslandi ár hvert næstu fjögur ár.
Hótað lífláti og fangelsun
Einn gesta á heimsþinginu er
blaðakonan Maria Ressa frá Filipps-
eyjum. Ressa hefur starfað við
blaðamennsku í yfir 30 ár og í tvo
áratugi starfaði hún við rannsókn-
arblaðamennsku og erlendar fréttir
sem yfirmaður skrifstofu CNN bæði
í Manila og Jakarta í Indónesíu.
Hún stýrði síðar fréttastofu stærstu
sjónvarpsstöðvar Filippseyja, ABS-
CBN.
Henni hefur verið hótað og hún
nefnd öllum illum nöfnum. Myndir
af henni með myllumerkinu „hand-
takið tíkina“ hafa verið birtar á sam-
félagsmiðlum, henni hefur verið hót-
að lífláti, fangelsun og nauðgunum.
Ástæðan fyrir hótunum í hennar
garð er fréttaflutningur hennar og
uppljóstrun á fölskum fréttum í
heimalandinu.
„Á Filippseyjum getur verið erfitt
að greina á milli staðreynda og
skáldskapar en við hjá Rappler neit-
um að gefast upp og höldum áfram
rannsóknarblaðamennsku þó svo
það þýði að við séum skotmark yfir-
valda,“ segir Maria Ressa. „Takk Ís-
land fyrir að láta ykkur annt um
fólkið sem hefur verið drepið í eitur-
lyfjastríðinu. Ég er miður mín yfir
ástandinu á Filippseyjum í dag;
landi sem hefur skrifað undir sátt-
mála um mannréttindi,“ segir hún
ennfremur. „Ég hef verið blaðamað-
ur í meira en 30 ár og aldrei upplifað
neitt í líkingu við árásirnar sem ég
hef þurft að þola, líkt og kemur fram
í þætti CSB 60 Minutes um síðustu
helgi. Þar sést hvernig áróðursvél-
inni er beint að mér,“ segir Maria
Ressa. Nánar er rætt við hana á
mbl.is.
Miður sín yfir
ástandinu í
heimalandinu
Maria Ressa frá Filippseyjum er gest-
ur á Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Í Hörpu Maria Ressa er þekktur
blaðamaður frá Filippseyjum.
Hanna Birna
Kristjánsdóttir