Morgunblaðið - 20.11.2019, Síða 12

Morgunblaðið - 20.11.2019, Síða 12
12 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2019 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Ertu klár fyrir veturinn? Við hreinsum úlpur, dúnúlpur, kápur og frakka 20% afsláttur til 23. nóv. Allar yfirhafnir, frakkar, kápur, dúnúlpur og úlpur o.fl. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Stjórn Donalds Trumps Bandaríkja- forseta hefur tilkynnt að hún telji ekki að landtökubyggðir gyðinga á Vesturbakkanum séu brot á þjóða- rétti. Fréttaskýrendur segja ákvörð- unina vera fráhvarf frá stefnu Bandaríkjanna í málinu síðustu ára- tugi og geta greitt fyrir því að Vesturbakkinn verði innlimaður í Ísrael. Sameinuðu þjóðirnar og nær öll ríki heims telja landtökubyggðirnar vera brot á fjórða Genfarsáttmálan- um um vernd óbreyttra borgara á stríðstímum. Sáttmálinn var sam- þykktur árið 1949, eftir hörmungar síðari heimsstyrjaldarinnar, og 196 ríki eru nú aðilar að honum. 49. grein sáttmálans kveður á um að hernáms- veldi megi ekki flytja þegna sína á svæði sem það hefur hertekið. Stjórnvöld í Ísrael segja að ákvæði fjórða Genfarsáttmálans gildi ekki um Vesturbakkann vegna þess að Ísraelar hafi ekki hernumið hann „tæknilega“, séu þar vegna varnar- stríðs gegn arabaríkjum og ekki tek- ið landsvæði sem hafi lotið lögmætri stjórn fullvalda ríkis. Alþjóðadóm- stóllinn hefur staðfest stöðu Vestur- bakkans sem hernámssvæðis. „Leiðrétti sögulegt óréttlæti“ Stjórn Jimmy Carters, þáverandi Bandaríkjaforseta, komst að þeirri niðurstöðu árið 1978 að stofnun land- tökubyggða gyðinga á Vesturbakk- anum væri brot á þjóðarétti. Þremur árum síðar sagðist Ronald Reagan, eftirmaður Carters í embættinu, ekki telja að landtökubyggðirnar væru ólöglegar en sagði að þær væru „óþörf ögrun“. Síðan þá hafa banda- rísk stjórnvöld sagt að landtöku- byggðirnar séu óréttmætar, en ekki „ólöglegar“, og beitt neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna til að hindra tillögur til álykt- unar um að fordæma byggðirnar. Stjórn Baracks Obama Bandaríkja- forseta vék þó frá þessari venju árið 2016 og beitti ekki neitunarvaldinu gegn ályktun þar sem öryggisráðið krafðist þess að bundinn yrði endi á ólöglega landtöku gyðinga á Vestur- bakkanum, að því er fram kemur í fréttaskýringu á vef breska ríkis- útvarpsins. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að stjórnin hefði komist að þeirri niðurstöðu að stofnun landtökubyggða á Vestur- bakkanum, sem Ísraelar hernámu í sex daga stríðinu árið 1967, væri „í sjálfu sér ekki í ósamræmi við al- þjóðalög“. Stjórnin tæki ekki endi- lega afstöðu til þess hvort tilteknar landtökubyggðir væru löglegar og það væri hlutverk dómstóla Ísraels að dæma um það. Þeir hafa úrskurð- að að 132 landtökubyggðanna séu löglegar en aðrar, svokallaðar „út- varðarstöðvar“, séu það ekki. Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra Ísraels, fagnaði ákvörðun- inni. „Stjórn Trumps hefur leiðrétt sögulegt óréttlæti og tekið afstöðu með sannleikanum og réttlæti,“ sagði hann. Sögð hindra friðarsamning Leiðtogar Palestínumanna for- dæmdu ákvörðunina og sögðu hana sýna að Bandaríkjamenn væru ekki lengur trúverðugir sáttasemjarar í deilum Ísraela og Palestínumanna. Aðalsamningamaður Palestínu- manna, Saeb Erekat, sagði ákvörð- unina vera enn eitt dæmið um „linnu- lausar tilraunir stjórnar Trumps til að láta alþjóðalög víkja fyrir lögmál- um frumskógarins“. Heimastjórn Palestínumanna rauf tengslin við stjórn Trumps árið 2017 eftir að hún sagðist ætla að færa sendiráð Bandaríkjanna í Tel Aviv til Jerúsalem. Palestínumenn hafa krafist þess að Austur-Jerúsalem verði höfuðborg ríkis þeirra þegar fram líða stundir og hefur framtíð- arstaða borgarinnar verið eitt af erf- iðustu deilumálunum sem hafa hindrað samning um varanlegan frið. Einu arabaríkin sem hafa undir- ritað friðarsamninga við Ísrael – Egyptaland og Jórdanía – fordæmdu ákvörðun Trump-stjórnarinnar um Vesturbakkann. Ayman Safadi, ut- anríkisráðherra Jórdaníu, sagði að hún myndi hafa „hættulegar afleið- ingar“ og „gera út af við tveggja ríkja lausnina“, þ.e. það markmið að Ísraelar og Palestínumenn gerðu friðarsamning sem byggðist á því að stofnað yrði sjálfstætt Palestínuríki á hernumdu svæðunum. Federica Mogherini, utanríkis- málastjóri Evrópusambandsins, áréttaði þá afstöðu sambandsins að landtökubyggðirnar væru brot á þjóðarétti og hindruðu friðarsamn- ing sem byggðist á tveggja ríkja lausninni. Hún hvatti Ísraela til að „hætta öllum landtökuaðgerðum í samræmi við skyldur sínar sem her- námsveldis“ samkvæmt Genfarsátt- málanum. Gjöf til Netanyahus Fréttaskýrendur The New York Times lýstu ákvörðun stjórnar Trumps sem nýrri „pólitískri gjöf“ til Netanyahus, sem lofaði fyrir tvennar þingkosningar í Ísrael á árinu að beita sér fyrir innlimun Vesturbakk- ans í Ísrael. Benny Gantz, helsti keppinautur Netanyahus, er nú með umboð til að mynda nýja ríkisstjórn en frestur hans til þess rennur út í kvöld. Takist honum það ekki fær þingið þrjár vikur til að finna for- sætisráðherraefni sem getur mynd- að meirihlutastjórn, ella verður boð- að til nýrra kosninga. Fréttaskýrendur The New York Times telja nær öruggt að ákvörðun Trump-stjórnarinnar verði Net- anyahu til framdráttar verði boðað til kosninga. Blaðið hefur eftir tals- manni samtaka íbúa landtökubyggð- anna að ákvörðunin auki líkurnar á því að Vesturbakkinn verði innlimað- ur í Ísrael með stuðningi Banda- ríkjastjórnar. Andstæðingar slíkrar innlimunar segja að hún myndi stefna stöðu Ísr- aels sem lýðræðisríkis gyðinga í hættu með tvennum hætti, að sögn The New York Times. Fái Palestínu- menn á Vesturbakkanum ríkis- borgararétt í Ísrael verði arabar fljótlega orðnir fleiri en gyðingar í landinu. Fái þeir ekki fullan ríkis- borgararétt verði Ísrael að aðskiln- aðarríki, líkt og Suður-Afríka á tím- um aðskilnaðarstefnunnar (apart- heid). Talið geta greitt fyrir innlimun  Ríkisstjórn Trumps telur ekki að landtökubyggðir gyðinga á Vesturbakkanum séu brot á þjóðarétti  Nær öll önnur ríki heims og Sameinuðu þjóðirnar telja byggðirnar brot á fjórða Genfarsáttmálanum AFP Vill innlimun Benjamin Netanyahu (fyrir miðju) skoðar eina af landtökubyggðum gyðinga á Vesturbakkanum. Íbúunum stórfjölgaði » Íbúar landtökubyggða gyð- inga, sem yfirvöld í Ísrael viðurkenna, eru um 450.000 og þeim hefur fjölgað úr 116.300 árið 1993. » Þeir eru um 15% af íbúum Vesturbakkans. Þar búa um 2,6 milljónir Palestínumanna. Þjóðverjinn Olaf Nieß, sem ber tit- ilinn „svanafaðir“ Hamborgar, set- ur hnúðsvani í bát til að flytja þá af ánni Alster á vetrarstöðvar þeirra. Aldagömul hefð er fyrir því í Ham- borg að svanir séu fluttir af ánni áður en hana leggur á veturna til að tryggja að þeir svelti ekki. Frá árinu 1818 hefur sérstökum „svana- föður“ verið treyst fyrir því verk- efni. Svanirnir eru fluttir á báti í tjörn sem svanafaðirinn sér um að verði íslaus allan veturinn með því að dæla heitu vatni í hana og að þeir hafi næga fæðu. Olaf Nieß hef- ur verið svanafaðir í rúm 20 ár og tók við starfinu af föður sínum sem gegndi því í 46 ár. Í huga margra Hamborgarbúa er ekki komið vor fyrr en svanirnir synda á ánni að miðborginni frá vetrarstöðvunum. Svanafaðir forðar fuglunum frá sulti AFP Svanir Hamborgar fluttir á íslausar vetrarstöðvar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.