Morgunblaðið - 20.11.2019, Side 14

Morgunblaðið - 20.11.2019, Side 14
SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Eðlilegt er að almenningurhafi annars vegar upp-lýsingar um hagsmuni,gjafir og önnur fríðindi æðstu handhafa framkvæmdavalds og hins vegar vitneskju um það hverjir það eru sem sinna hags- munavörslu.“ Þetta segir í skýr- ingum með frumvarpsdrögum Katr- ínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um varnir gegn hagsmuna- árekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds í Stjórnarráði Íslands, sem birt hefur verið á Sam- ráðsgátt stjórnvalda. Lagðar eru til nýjar reglur sem taka til ráðherra, aðstoðarmanna ráðherra, ráðuneytisstjóra, skrif- stofustjóra og sendiherra sem fjalla um hagsmunaskráningu og gjafir, samskipti við hagsmunaverði (lobbí- ista í daglegu tali), aukastörf, starfs- val að loknum opinberum störfum og eftirlit með því að farið verði eft- ir hinum nýju lagagreinum. Fyrstu drög með efni frum- varpsins voru birt sl. sumar en nú eru frumvarpsdrögin komin fram. Ein meginreglan sem lögfesta á er sú að æðstu handhöfum fram- kvæmdarvalds og aðstoðarmönnum ráðherra verði gert að tilkynna opinberlega um tiltekna hagsmuni og gjafir. Er eina af róttækustu til- lögunum að finna í 2. grein þar sem segir orðrétt: „Æðstu handhöfum framkvæmdarvalds og aðstoðar- mönnum ráðherra er skylt að til- kynna um eignir, skuldir, sjálf- skuldarábyrgðir og aðrar ábyrgðir sínar hérlendis og erlendis auk sömu upplýsinga um maka þeirra og ólögráða börn á framfæri þeirra. Allar umtalsverðar breytingar á framangreindum upplýsingum skulu tilkynntar jafnóðum. Æðstu handhöfum framkvæmdarvalds og aðstoðarmönnum ráðherra er skylt að tilkynna um allar gjafir sem þeir fá í tengslum við starf sitt og öll önnur hlunnindi og fríðindi, hvaða nafni sem þau nefnast.“ Frá þessu eru þó tilgreindar ýmsar undantekningar. Ekki verði t.d. skylt að tilkynna um skuldir og ábyrgðir vegna íbúðarhúsnæðis eða bifreiða til eigin nota og vegna námslána og svo skulda við banka undir fimm milljónum kr. Skylt verður að tilkynna um gjafir og fríð- indi sem viðkomandi fá í tengslum við starfið ef verðmæti þeirra er yfir 50 þúsund kr. Hagsmunaverðir skráðir Settar eru fram skýrari reglur um aukastörf en nú gilda. Kveðið er á um hvaða aukastörf og verkefni samrýmast störfum þeirra sem væntanleg lög ná til og hver ekki og um opinbera skrá sem haldin verður yfir þau. ,,Frumvarpið inniheldur jafnframt reglur um takmarkanir á starfsvali handhafa framkvæmdar- valds að opinberum störfum lokn- um, þ.e. bann við því að þeir gerist hagsmunaverðir í tiltekinn tíma. Þá á með frumvarpinu að koma á fót skrá yfir hagsmunaverði sem verð- ur gert skylt að tilkynna stjórnvöld- um sérstaklega um sig og hlutverk sitt.“ Skylt verður að skrá allar upp- lýsingar um samskipti stjórnvalda og hagsmunavarða verði frumvarpið lögfest. Tilgreina þarf í greinargerð ef hagsmunaverðir hafa átt aðkomu að smíði stjórnarfrumvarpa. Þá er sérstakt ákvæði sem gerir að verk- um að æðstu handhöfum fram- kvæmdarvalds verði óheimilt að gerast hagsmunaverðir í sex mánuði eftir að þeir láta af störfum fyrir Stjórnarráðið. Upplýsi hagsmuni, gjafir og fríðindi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Stjórnarráðið Forsætisráðuneytið á að halda skrá yfir upplýsingar um hagsmuni, gjafir og fríðindi og birta þær almenningi að hluta. 14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Mikil ólgahefurverið í Ír- an frá því að elds- neytisverð var hækkað í landinu á föstudag. Í gær var greint frá því að þrír öryggisverðir hefðu látið lífið í óeirðum og hafa minnst fimm fallið frá því að óeirðirnar brutust út. Stjórnvöld í Íran lokuðu fyr- ir netið vegna óeirðanna og erfitt er að fá yfirsýn yfir ástandið. Tíðindamenn frétta- veitunnar AFP sögðust hafa séð brunarústir tveggja bensínstöðva og skemmdir víða, meðal annars á lög- reglustöð og göngubrú. Þrengt hefur að stjórnvöld- um í Íran eftir að ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkja- forseta ákvað að rifta kjarn- orkusamningnum sem forveri hans gerði við Írana. Aðgerðir Trumps hafa haft sín áhrif. Íranar hafa ávallt lagt áherslu á að efla ítök sín í Mið- Austurlöndum og orðið mikið ágengt á undanförnum árum, ekki síst í kjölfar þeirra átaka sem brotist hafa út í kjölfarið á arabíska vorinu. Þegar kjarnorkusamningur- inn var gerður í forsetatíð Baracks Obama losnaði um fjármuni sem höfðu verið frystir. Þetta fé var hins vegar ekki notað til að bæta ástandið heima fyrir, heldur til hern- aðarmála og reka útþenslu- stefnuna. Það er til marks um áhrif ákvörð- unar Trumps að snúa við blaðinu og grípa til refsi- aðgerða að á þessu ári munu útgjöld Írana til hernaðar dragast saman um 28% að mati bandaríska utan- ríkisráðuneytisins. Í fyrra drógust þau saman um 9,5% miðað við 2017 að mati alþjóðlegu friðarrann- sóknarstofnunarinnar SIPRI í Stokkhólmi. Voru Íranar engu að síður í 18. sæti á lista SIPRI yfir útgjöld ríkja heims til varnarmála. Samdráttur íransks efna- hags er þó meiri en lækkun út- gjalda til hernaðar. Gjaldmið- ill landsins hefur hríðfallið og olíuútflutningur dregist sam- an um rúman helming. Fyrir 10 árum reis upp mikil alda mótmæla í Íran til að mótmæla endurkjöri Mahm- ouds Ahmadinejads til forseta á þeirri forsendu að brögð hefðu verið í tafli. Mótmælin voru brotin aftur með hörku og í kjölfarið lögð ofuráhersla á að þurrka út allar tilraunir til andófs og hugmyndir um að klerkaveldið myndi lina tökin og opna fyrir aukið lýðræði. Viðbrögðin við mótmælunum nú eru með sama hætti. Íranar ætla áfram að nota umrótið í Mið-Austurlöndum til að auka áhrif sín og heima fyrir verður járnhællinn notaður til að kveða niður andóf og óánægju. Mótmælum og óánægju mætt með hörku} Ólga í Íran Um helginafögnuðu gul- vestungar því að mótmæli þeirra höfðu þá staðið í heilt ár. Macron forseta þótti þetta ekki gleðiríkt tilefni. Og ekki bætti úr að ársafmælið breyttist skjótt í æsing, upp- þot og loks í hreint stjórn- leysi. Skiljanlegt er að Mac- ron sé langþreyttur á mótmælum, sem iðulega þróast í íkveikjur og önnur eignaspjöll og skilja eftir lemstraða lögreglumenn sem reyna af miklu hugrekki að sinna því meginhlutverki sínu að halda uppi lögum og reglum og tryggja almanna- frið. Macron beindi að nokkru reiði sinni yfir því hversu illa fór á ársafmælinu og undan- fara þess að hinum almenna Fransmanni sem lætur, að mati forsetans, ekki til sín taka og fordæmir ekki „of- stopa, skemmdarverk og árásir á löggæslumenn“. Sagði Macron að með slíkri þögn og skorti á fordæm- ingu gæti stappað nærri því að menn yrðu virtir með- sekir uppþots- öflunum. Orð hans eiga nokk- urn rétt á sér, en ekki er þó víst að hinn „venjulegi Frakki“ taki því vel að argur forsetinn, sem hafi ekki í heilt ár ráðið við ástandið sem til- lögur hans sjálfs kveiktu, beini nú ábyrgðinni óvænt frá sér og yfir í fang almennings. Í síðustu forsetakosningum birtist Macron sem riddarinn hugprúði á hvítum hesti og lét eins og hann hefði ráð við hverjum vanda, hertan hug, afl og þrek svo að frá og með kjöri hans yrði á öllum vanda tekið. Það yrðu allt önnur tök en forverarnir, Hollande og Sarkosy, voru færir um að beita. Macron veit að vegna þess meinta aumingjadóms missti Hollande forseti traust sitt á hraða sem hafði ekki sést fyrr. Mótmæli gul- vestunga í Frakk- landi hafa staðið ótrúlega lengi} Gulvesti ársgömul A ð undanförnu hafa komið fram upplýsingar um eitt stærsta spill- ingarmál Íslandssögunnar. Þar er sögð saga af uppsöfnuðum auði og völdum í skjóli íslensks kvótakerf- is og hvernig þeim völdum var beitt til þess að arðræna Afríkuríki auðlindum sínum. Þar er sögð saga þess hvernig fjármagn flæðir fram og til baka í gegnum aflandsfélög þar sem ógagnsæ fyrirtækjalöggjöf er notuð til þess að fela slóðina. Sagan passar vel inn í klassíska spillingarmynd beinna mútugreiðslna til ráða- manna eins og þær birtast í kvikmyndunum. En spilling á sér fjölbreyttari birtingarmyndir en þetta. Spillingin birtist í öllum stærðum og gerðum en þegar upp er staðið er spilling alltaf jafn alvarlegt mál. Ég bað fólk nýlega um að senda mér dæmi um sögur af spillingu á Íslandi. Viðbrögðin stóðu ekki á sér og innan sólarhrings voru komnar um eitt hundrað sögur. Markmiðið með því að safna íslenskum spillingarsögum er að læra, kenna og upplýsa um umfang. Ég bið um sögur á nafnlausan og órekjanlegan hátt og ef það berast sögur sem eru á einhvern hátt rekjanlegar þá verða þær ekki birtar þannig. Allar haldbærar ábendingar um spillingu eiga að sjálfsögðu að tilkynnast réttbærum yfirvöldum. Það sem ég vil gera er að safna og sýna dæmi um það hvernig birtingarmynd spillingar er í íslensku samfélagi því það virðist lítið gert úr því að hér á landi ríki spilling. Það er til dæmis vísað til þess að við séum neðarlega á lista um spillingu í ríkjum heims. Það segir samt ekki alla sög- una því íslensku spillingarsögurnar eru „per- sónulegri“, í líkingu við gömlu góðu frændhygl- ina. Dæmi um sögur sem hafa borist: „Ég varð vitni að því að tveir starfsmenn voru að stela vörum af lager. Ég tilkynnti þjófnaðinn og annar var rekinn en hinn var vel tengdur og hélt starfinu.“ „Ríkisstarfsmaður skrifaði áfengi sem mat- væli á reikning vegna ferðalags, þegar ég kvartaði þá var ég tekinn úr ferðalagi sem ég átti að fara í.“ „Menn verða að tilheyra réttum flokki til þess að eiga séns á að fá pláss á bát.“ „Ég hef fengið skammir í vinnunni fyrir það sem ég skrifa á netið og skilaboð um að það sé fylgst með því sem ég segi.“ „Stærsti vinnuveitandinn á staðnum skipaði öllu erlendu vinnufólki að kjósa ákveðinn flokk í sveitar- stjórnarkosningum eða það myndi missa vinnuna.“ Sögurnar eru eins mismunandi og þær eru margar. Markmiðið með sögusöfnuninni er ekki að fara á norna- veiðar út frá einstökum sögum heldur að safna upplýsing- um og læra. Til þess að geta stöðvað spillinguna þurfum við fyrst að fá heildstæða mynd af þeirri spillingu sem ríkir á Íslandi. Þá getum við ráðist að rótum hennar og kannski komið í veg fyrir næsta Samherjamál. Ef þú átt sögu af spillingu sendu hana þá endilega inn á: bit.do/spilling Björn Leví Gunnarsson Pistill #Spillingarsögur Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Ráðherra á skv. frumvarpinu að halda skrá yfir tilkynningar um hagsmuni, gjafir og önnur fríð- indi æðstu handhafa fram- kvæmdarvalds og skulu þær birtar almenningi á vef Stjórnar- ráðsins. Ákveðnar undanþágur eru þó gerðar og segir að óheimilt sé að birta opinberlega þann hluta skránna sem tekur til skrif- stofustjóra, sendiherra og að- stoðarmanna ráðherra. Sama gildi um þann hluta skránna sem tekur til maka og ólögráða barna á framfæri æðstu handhafa og aðstoðarmanna. Þessar upplýs- ingar á þó að varðveita hjá for- sætisráðuneytinu „og getur ráð- herra m.a. á grundvelli vitneskju um það sem þar kemur fram tek- ið mál til skoðunar að eigin frumkvæði og látið hlutaðeig- andi ráðuneyti vita af óeðlilegum hagsmunatengslum sem fram koma í upplýsingunum“. Birtar al- menningi SKRÁR UM HAGSMUNI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.