Morgunblaðið - 20.11.2019, Side 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2019
✝ JónannaBjarnadóttir
fæddist á Akureyri
17. júlí 1973. Hún
lést í Barcelona á
Spáni 30. október
2019.
Foreldar hennar
eru Hugrún Hjördís
Sigurbjörnsdóttir, f.
7. desember 1949,
og Bjarni Lúther
Thorarensen vél-
stjóri, f. 14. september 1946.
Hugrún og Bjarni Lúther skildu
þegar Jónanna var 10 ára. Seinni
maður Hugrúnar er Ragnar
eiga þrjú börn, Alexöndru Ýri,
Júlíus Fannar og Elvar Hólm;
Ragnar Hólm Ragnarsson, sam-
mæðra, f. 2. apríl 1987, fjár-
málastjóri við Menntaskólann á
Akureyri. Kona hans er Karen
Jóhannsdóttir, f. 11. maí 1989,
grunnskólakennari. Sonur þeirra
er Hrannar Ingi.
Jónanna ólst upp á Akureyri
hjá móður og stjúpföður. Hún
lauk stúdentsprófi frá Verk-
menntaskólanum á Akureyri ár-
ið 1993. Jónanna var um tíma au
pair í Bandaríkjunum en árið
1997 fluttist hún til Reykjavíkur
og vann þar ýmis störf í verslun
og þjónustu.
Hinn 9. ágúst 2002 giftist Jón-
anna Arnari Óskari Þór, f. 9.
ágúst 1974. Foreldrar hans eru
Stefán Magnússon, f. 11. maí
1943, og Kristrún Kristjáns-
dóttir, f. 10. júlí 1939. Jónanna og
Arnar eiga tvær dætur, Hugrúnu
Gretu, f. 17. október 2001, og
Hjördísi Emmu, f. 16. júlí 2006.
Jónanna og Arnar byrjuðu
sinn búskap í Grafarvogi og
bjuggu þar til ársins 2004 þegar
þau fluttu í Móaflöt 7 í Garðabæ.
Þar bjuggu þau til ársins 2018 er
þau fluttu til Spánar. Þar skyldi
verða þeirra framtíðarheimili.
Á búskaparárunum í Graf-
arvogi byrjaði Jónanna að fram-
leiða tækifæriskort og gjafavöru
af ýmsu tagi sem hún seldi í
blómabúðum og víðar. Fram-
leiðslan byrjaði smátt en óx jafnt
og þétt. Hún stofnaði fyrirtækið
JB art til að halda utan um þessa
starfsemi og síðustu árin þeirra í
Garðabænum var fyrirtækið lifi-
brauð þeirra beggja.
Útför Jónönnu fer fram frá
Vídalínskirkju í dag, 20. nóvem-
ber 2019, klukkan 11.
Hauksson, f. 14.
apríl 1953. Seinni
kona Bjarna er Sig-
ríður Magnúsdóttir,
f. 11. júní 1944.
Bræður Jónönnu
eru: Stefán Thor-
arensen, f. 2. apríl
1968, verkamaður á
Akureyri; Elvar
Thorarensen, f. 2.
mars 1972, gæða-
stjóri á Akureyri.
Kona hans er Hrafnhildur Har-
aldsdóttir, f. 29. júlí 1975, rekstr-
ar- og fjármálastjóri við Verk-
menntaskólann á Akureyri. Þau
Elsku Jóna, fallega, glaða og
yndislega mágkona mín. Ég
gleymi því aldrei þegar ég hitti þig
fyrst. Þú varst í eldhúsinu í
Skarðshlíðinni með Hjördísi pínu-
litla í fanginu og brostir út að eyr-
um. Þú virtist himinlifandi yfir
þessari nýju viðbót í fjölskylduna
og ég man hvað mér þótti strax
vænt um þig. Síðan þá hefur
margt gerst og samverustundirn-
ar verið ófáar en alls ekki nógu
margar. Þú varst einstaklega
ákveðin, hlý og góð og var þér um-
hugað um alla í kringum þig. Þú
tókst virkan þátt í námi og lífi
stelpnanna þinna sem mér hefur
alltaf þótt til mikillar fyrirmyndar.
Takk fyrir að taka vel á móti
mér fyrir 13 árum. Takk fyrir all-
ar gistinæturnar í Garðabænum,
það var ómetanlegt að eiga alltaf
samastað hjá ykkur Arnari og
stelpunum. Takk fyrir að vera
dásamleg frænka fyrir Hrannar
Inga. Á sama tíma syrgi ég það að
ófætt barn fái ekki að kynnast
Jónu frænku. Takk fyrir allt!
Karen.
Elsku Jóna frænka. Ég hitti þig
fyrst aðeins nokkurra klukku-
stunda gömul. Ég man auðvitað
ekkert eftir því en þarna urðum
við strax miklar vinkonur. Ég kom
mjög oft í heimsókn til ykkar í
Garðabæinn, annaðhvort í pössun
eða bara í heimsókn með mömmu,
pabba og Særúnu, og alltaf var ég
dekruð upp úr skónum og mátti
allt. Eins og ég sagði alltaf: „Fara
til Nónu frænku í dúkkó.“ Þú
varst með mér inni á gamlárs-
kvöld þegar allir hinir fóru út að
sprengja til að ég fengi ekki illt í
eyrun. Þú fylgdist alltaf svo vel
með mér og rukkaðir mömmu um
snöpp ef það leið of langur tími.
Þið fluttuð svo til Spánar 2018 og
ég er alltaf að spyrja hvenær þið
komið eiginlega úr þessu ferðalagi
til að þú getir farið með mér í
dúkkó. Ég er bara vön því að fólk
skreppi til Spánar og komi fljót-
lega til baka, þess vegna skil ég
þetta ekki alveg. Takk fyrir að
vera alltaf svona góð við mig og
vera til staðar fyrir mig og okkur
öll. Ég mun alltaf muna hversu
góð þú varst alltaf við mig.
Þín frænka,
Magnea Hrönn.
Þessi tími frá því að ég fékk
þær hræðilegu fréttir að mín
kæra frænka væri látin hefur liðið
áfram í þoku. Hugur minn nær
ekki utan um þetta, svo óraun-
verulegur er þessi nýi veruleiki
ennþá. Allt frá því að ég fæddist
var Jóna á einhvern hátt hluti af
lífi mínu. Þegar ég var barn pass-
aði hún mig, þegar ég varð aðeins
eldri og hún unglingur leit ég upp
til hennar. Í mínum huga átti hún
flottustu fötin, hlustaði á
skemmtilegustu tónlistina og lifði
ævintýralegasta lífinu. Alltaf
leyfði hún mér, átta árum yngri,
að vera með og aldrei leið mér eins
og ég væri óvelkomin. Ég heyrði
þær vinkonurnar ræða strákamál,
hitti kærasta hennar og fylgdist
með henni undirbúa sig fyrir
útihátíðir. Þegar Jóna flutti til
Bandaríkjanna varð hún penna-
vinur minn. Það eru ekki allar
frænkur sem hefðu nennt að skrif-
ast á við litlu frænkur sínar einu
sinni til tvisvar í mánuði yfir langt
tímabil en það gerði hún.
Eftir að við urðum báðar full-
orðnar urðum við enn nánari vin-
konur og jafningjar. Ég var tíður
gestur á heimili fjölskyldunnar
þar sem við frænkur töluðum mik-
ið og lengi um allt og ekkert. Við
vorum til staðar hvor fyrir aðra.
Mig óraði ekki fyrir því að einn
daginn, alltof snemma, væri kom-
ið að kveðjustund. Það er ekki svo
langt síðan ég talaði við hana og
átti í samskiptum við hana í gegn-
um samfélagsmiðla. Við rifjuðum
upp gamla tíma, til að mynda
ógleymanlega Londonferð, og
ræddum um framtíðina og hvað
okkur langaði að gera. Ég mun
standa við minn part og Jóna mun
fylgja mér í huga og hjarta. Þrátt
fyrir að fjarlægðin hafi orðið meiri
síðustu ár var á milli okkar sterk-
ur strengur sem aldrei getur
brostið.
Þó styttist dagur, daprist ljós
og dimmi meir og meir,
ég þekki ljós, sem logar skært,
það ljós, sem aldrei deyr.
(Margrét Jónsdóttir)
Kæra frænka, ég kveð að sinni,
þar til við hittumst næst. Ég veit
að Magga frænka tekur á móti þér
og pabbi hristir hausinn yfir því
hvað þið getið talað mikið og hátt.
Ég hef ekki tölu á því hve oft við
tvær horfðum á kvikmyndina
Dirty dancing, borðuðum popp og
drukkum appelsínudjús. Það mun
ég gera í kvöld. Fyrir þig. Fyrir
okkur.
Elsku Arnar, Hugrún Greta,
Hjördís Emma og stórfjölskyldan
öll. Ég samhryggist ykkur inni-
lega, þið eru alltaf og ætíð í huga
mínum. Við erum ávallt til staðar
fyrir ykkur.
Þín litla frænka,
Marín Hallfríður (Mæja).
Það er þyngra en tárum taki að
kveðja hana Jónu frænku. Í blóma
lífsins fellur hún frá algjörlega
fyrirvaralaust. Fjölskyldan var
búin að koma sér svo vel fyrir í
nýja landinu og Jóna byrjuð að
stunda sína list af krafti og sinna
fuglunum sínum sem áttu svo
stórt pláss í hjarta hennar.
Við fylgdumst með þessari
hressu og orðhvötu stelpu vaxa úr
grasi. Hún virkaði ófeimin, orð-
heppin og uppátækjasöm. Kynnin
jukust mikið þegar hún yfirgaf
Norðurlandið og fluttist á mölina
hér fyrir sunnan. Allt í einu vorum
við komin í hóp nánustu ættingja.
Við vorum í tíðu og reglulegu sam-
bandi. Fylgdumst með því hvar
hún vann og hvar hún bjó. Mætt-
um í afmælin og ferminguna og
ótal aðra óvænta hittinga. Við
fengum ástarsöguna úr fataheng-
inu í æð. Vorum númer í brúð-
kaupinu í Villingaholti. Það var
ógleymanleg gleði. Þeirri veislu
gleymum við seint. Og terturnar í
afmælunum. Glæsilegri með
hverju árinu.
Jóna var einstakur dýravinur.
Oftast voru það fuglar sem áttu
hug hennar. Sögur af stokkand-
arsteggnum Andrési eru okkur
mjög eftirminnilegar. Hann vandi
komur sínar að svaladyrunum í
Móaflötinni nánast daglega frá
vori og fram á haust nokkur ár í
röð. Þar gaf Jóna honum eitthvað
gott í gogginn, úr lófanum ef svo
bar undir. Ef Jóna var ekki komin
út á pall þegar hann kom bankaði
hann bara á dyrnar.
Jóna tók móður- og uppeldis-
hlutverkið alvarlega. Hún varð
fljótt besti vinur dætra sinna.
Fylgdist vel með námi þeirra og
áhugamálum. Hvatti þær og leið-
beindi. Það skilaði sér í duglegum
og yndislegum stúlkum sem
stunduðu skólann sinn og áhuga-
mál af ánægju og gleði.
Hún var skipulögð, fylgin sér
og nákvæm fram í fingurgóma.
Allt var undirbúið með góðum fyr-
irvara. Það kom sér líka vel í
rekstrinum á JB Art, fyrirtækinu
sem þau hjónin ráku um árabil.
Þar stóð allt eins og stafur á bók.
Alla sína tíð glímdi Jóna við erf-
itt og ólæknandi exem. Margt var
reynt til þess að lækna það en ekk-
ert gekk. En það var ekki hennar
Jónu stíll að kvarta og ekki kunni
hún að vorkenna sér. „Aðrir hafa
það verra en ég,“ sagði hún stund-
um ef hún var spurð um heilsuna.
Jóna var í meira lagi glaðlynd.
Hún var jákvæð og átti gott með
að sjá björtu hliðarnar á lífinu og
tilverunni. Og hún átt mjög gott
með að tala og segja frá. Umræðu-
efnin voru henni ekki fjötur um
fót.
Hún hafði alltaf frá einhverju
að segja og símtölin voru stundum
löng og stundum lengri en það.
Með hryggð í hjarta og sárum
söknuði kveðjum við yndislega
frænku og vin sem var okkur
mjög kær.
Elsku Arnar, Hugrún Greta og
Hjördís Emma. Við vottum ykkur
okkar dýpstu samúð. Megi allar
góðar vættir styðja ykkur og
styrkja í þessari miklu sorg.
Minningin lifir
og yljar áfram
meðan ævi endist.
Kveðjum við þig
hrærðum huga, full þakklætis
og fagurra minninga.
(ÞD 2004)
Hallbjörg og Óskar Elvar
(Habbý og Elli).
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Góð vinkona, bernskuvinkona
mín, er farin frá yndislegum eig-
inmanni sínum, frábærum dætr-
um og okkur öllum.
Elsku Jónanna mín er farin yfir
í sumarlandið, ó hvað ég sakna
þess að vita ekki af þér á Spáni þar
sem þið bjugguð og nutuð í botn.
Það var aldrei lognmolla í kring-
um þig, þú með alla fuglana ykkar,
þeir hefðu ekki getað fengið betri
„mömmu“, öll listaverkin sem þú
gerðir vááá ... Það var svo gaman
að fylgjast með þér á samfélags-
miðlunum. Held hreinlega að þú
hafir aldrei setið auðum höndum,
þvílíkur dugnaðarforkur.
Ég man ekki nákvæmlega hvað
við vorum gamlar þegar við
kynntumst, en þú áttir sko flott-
asta dúkkuhúsið í hverfinu,
smábæinn þar sem hver leiksýn-
ingin á fætur annarri var sett upp,
Stebbi stuðari, manstu.
Um tíma misstum við sam-
bandið en vissum samt alltaf hvor
af annarri. Ég er svo þakklát fyrir
samtalið sem við áttum í sumar,
virkilega langt og svo skemmti-
legt. Okkar samband í seinni tíð
var svolítið þannig að það skipti
eiginlega ekki máli hvað við hitt-
umst eða heyrðumst oft; það var
alltaf eins og við værum nýbúnar
að hittast eða heyrast. Þetta var
ekkert mál. Við töluðum nú alltaf
um það að heyrast örar, en það
varð einhvern veginn aldrei þann-
ig. Svona eftir á þakka ég virkilega
fyrir samfélagsmiðlana og hvað þú
varst dugleg að leyfa okkur að
fylgjast með því sem þú og þið vor-
uð að gera. Spánarlífið átti svo
sannarlega vel við þig og ykkur öll,
stelpurnar blómstruðu og þið
hjónin líka, lífið var dásamlegt.
Það hefur vantað orkubolta,
dugnaðarfork og yndislega konu
yfir í sumarlandið, elsku Jónanna
mín, ég sakna þín sárt. Hvíldu í
friði, minning um dásamlega vin-
konu lifir um ókomna tíð. Við
sjáumst síðar, þín vinkona Systa.
Arnari, stelpunum og fjölskyldu
Jónönnu sendum við okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Hrafnhildur Ósk,
Erlendur og börn.
Ég hitti Jónu seinast fyrir rúmu
ári síðan þegar þau fjölskyldan
voru að flytja til Spánar að hefja
nýtt líf á hlýjum og sólríkum stað,
þar sem þau gætu notið lífsins. Á
leið sinni keyrandi frá Íslandi suð-
ur á bóginn, komu þau við hjá okk-
ur í Belgíu og gistu eina nótt. Við
áttum góðar stundir saman. Þau
voru öll glöð og spennt fyrir þessu
mikla ævintýri sem framundan
var. Eins og þeim var lagið var bú-
ið að skipuleggja allt í þaula og þau
höfðu greinilega vandað sig við að
undirbúa lífið í nýja landinu. Þann-
ig var allt sem Jóna tók sér fyrir
hendur, vandað og svo vel gert.
Það kom fram í framleiðslu henn-
ar á gjafakortum, málverkum og
tréhjörtum sem prýða fjölda
heimila, bæði hér heima og erlend-
is. En það kom þó eflaust best
fram á hennar eigin heimili og fjöl-
skyldu. Það var augljóst að Arnar
og stelpurnar áttu hug hennar og
hjarta. Þau eru samsteypt og
hamingjurík fjölskylda. Þrátt fyrir
að hrjást af langvinnum og erfið-
um veikindum kvartaði hún ekki
eða vorkenndi sjálfri sér. Ég held
að svona veikindi hefðu bugað
marga en með jákvæðni að vopni
hélt hún áfram að horfa fram á
veginn og njóta lífsins með fjöl-
skyldunni sinni sem var henni svo
kær. Það var einmitt þannig sem
hún eyddi seinustu dögunum sín-
um: í faðmi fjölskyldunnar í fríi í
Barcelona.
Elsku fjölskylda, elsku Arnar,
Hugrún Greta og Hjördís Emma.
Að missa Jónu svona skyndilega
er sorglegra en orð fá lýst og tóm-
ið í hjartanu verður seint fyllt.
Hennar er sárt saknað.
María Óskarsdóttir.
Lífið er hverfult, elsku besta
vinkona mín fallin frá aðeins 46
ára. Hvernig má það vera?
41 ár af vináttu sem einkenndist
alla tíð af einstöku trausti sem
aldrei bar skugga á. Fyrsta minn-
ingin er um okkur fimm ára gaml-
ar, sem við vorum reyndar nýlega
búnar að rifja upp því við mundum
hana báðar svo skýrt. Minning-
arnar eru óteljandi; skólagangan,
unglingsárin, rúnturinn, sveita-
böllin, útilegurnar, svo ég tali nú
ekki um öll fötin sem við þurftum
að sauma okkur eins. Þetta er
bara brot af ansi stórum minn-
ingabanka sem er mér dýrmætari
en allt, sagan okkar færi jú létti-
lega í heila bók. Þó að stundum
væru höfin á milli okkar breytti
það ekki daglegum samtölum okk-
ar og stundum nokkrum sinnum á
dag ásamt öllum þessu rafræna,
enda vorum við vissar um að við
færum létt með að slá heimsmet í
símanotkun. Við vorum líka dug-
legar að segja hvor annarri hvað
við værum þakklátar hvor fyrir
aðra og okkar óslitnu vináttu,
enda var það ekki sjálfgefið það
sem við áttum. Tilgangurinn er
óskiljanlegur en hlýtur að vera
einhver.
Þú í blóma lífsins; þú sem lifðir
fyrir stelpurnar þínar sem þú
varst svo stolt af; þú og Arnar þinn
sem voruð búin að gera svo frá-
bæra hluti; þú sem máttir ekkert
aumt sjá og hvað þá þegar það
sneri að dýrum; þú sem hugsaðir
um alla. Á svona stundu er erfitt
að sjá eitthvað sanngjarnt við lífið
og tilveruna.
Þegar raunir þjaka mig
þróttur andans dvínar
þegar ég á aðeins þig
einn með sorgir mínar.
Gef mér kærleik, gef mér trú,
gef mér skilning hér og nú.
Ljúfi drottinn lýstu mér,
svo lífsins veg ég finni
láttu ætíð ljós frá þér
ljóma í sálu minni.
(Ómar Ragnarsson/Gísli á
Uppsölum)
Að kveðja þig í hinsta sinn er
mér óendanlega þungbært, og öll-
um sem þig þekktu. En ég veit að
þú munt vaka yfir öllum þínum og
passa upp á allt og alla sem á eftir
þér horfa, elsku stelpurnar þínar
og Arnar, foreldra þína, bræður
og mágkonur og alla sem um sárt
eiga að binda. Þú markaðir djúp
spor hjá öllum þeim sem eftir
sitja, syrgja og munu sakna þín
um ókomna tíð.
Ég bið af dýpstu alúð engla mína
eitt augnablik að skynja heita þrá;
ég bið þá um að virkja vængi sína
og vernda sál sem fallin er nú frá.
Já, kæru englar, burt þið sælir svífið
í sátt og friði yfir dúnmjúk ský.
Ég veit að einhvern daginn læt ég lífið
en lifi allar stundir fram að því.
Ég minninganna yndi ekki leyni
er englaskarinn hátt til himna fer.
Um bjartan dag ég krýp á kné og reyni
að kveðja sál sem alúð sýndi mér.
(Kristján Hreinsson)
Lífið verður aldrei eins án þín,
yndislega Jóna mín. Takk fyrir
allt okkar!
Þangað til næst mín elsku
besta. Elska þig alltaf.
Þín vinkona,
Hanna.
Í grenndinni veit ég um vin, sem ég á,
í víðáttu stórborgarinnar.
En dagarnir æða mér óðfluga frá
og árin án vitundar minnar.
Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk,
að dáinn sé vinurinn kæri.
Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk,
að í grenndinni ennþá hann væri.
Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd
gleymdu’ ekki, hvað sem á dynur,
að albesta sending af himnunum send
er sannur og einlægur vinur.
(Höf. ók. Þýð. Sig. Jónsson)
Minning lifir,
Kveðja frá frænkuklúbbnum,
Hallbjörg, Harpa, Jóhanna,
Sigurhanna, Anna Björg,
Þóra, Sóley, Fjóla.
Jónanna
Bjarnadóttir
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Sálm. 14.2
biblian.is
Drottinn horfir á
mennina af himnum
ofan til þess að sjá
hvort nokkur sé
hygginn, nokkur
sem leiti Guðs.