Morgunblaðið - 20.11.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.11.2019, Blaðsíða 22
22 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2019 STOFNAÐ 1956 Glæsileg íslensk hönnun og smíði á skrifstofuna Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur Sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni. 60 ára Lilja Björk er úr Hafnarfirði en býr í Reykjavík. Hún er sér- kennari í Ísaksskóla. Áhugamál hennar eru útivist, listir og lestur bóka. Maki: Lárus Þór Jóns- son, f. 1960, heimilislæknir. Börn: Jón Kristinn Lárusson, f. 1986, Ólafur Már Lárusson, f. 1989, og Sigríður María Lárusdóttir, f. 1992. Barnabörnin eru orðin þrjú. Foreldrar: Jón Árni Kristinsson, f. 1914, d. 1984, trésmiður, og Sigríður Ingibjörg Aradóttir, f. 1917, d. 2008, húsmóðir. Þau voru búsett í Hafnarfirði. Lilja Björk Jónsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Bíddu með mikilvægar ákvarðanir fram í næstu viku. Það breytir engu að vera eins og naut í flagi. 20. apríl - 20. maí  Naut Einvera í fallegu umhverfi lokkar um þessar mundir, sem og lestur bóka. Sumt verður maður bara að gera sjálfur. Allt er þegar þrennt er. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Vertu ekki að naga þig í handar- bökin fyrir hluti sem þú færð engu um ráðið. Þú skiptir líklega um vinnu eftir nokkra mánuði. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hefur þörf fyrir að bregða út af vananum í dag. Einhver rekur inn nefið og færir þér fréttir sem þú átt erfitt með að trúa. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ekki missa stjórn á útgjöldunum núna. Sýndu sanngirni og samstarfsvilja og þá aðeins getur þú vænst þess að tillit verði tekið til óska þinna. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Nú fer uppskerutími í hönd hjá þér. Þú nærð prófunum og getur því farið að skipuleggja framtíðina. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þér finnst sérstaklega gaman að um- gangast ungt fólk þessa dagana. Margt smátt gerir eitt stórt. Þolinmæði er dyggð. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Með réttum félaga getur þú myndað sterkt bandalag til að hrinda hug- myndum þínum í framkvæmd. Hafðu eyr- un opin og gríptu tækifærið þegar það birtist. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það eru einhver atriði sem þú þarft að fara betur í gegnum áður en þú ert tilbúin/n til nýrra átaka. Ástin bankar upp á, hleyptu henni inn. 22. des. - 19. janúar Steingeit Einhleypir í makaleit rekast á draumafélagann. Fréttir af ættingja valda fjaðrafoki. Þú munt gera garðinn frægan seinn meir. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Veltu þér ekki upp úr fortíðinni. Einhver lofar þér gulli og grænum skógum og þú skalt íhuga málið. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þetta er góður dagur til fasteigna- viðskipta. Léttu á hjarta þínu við góðan vin. Þú ferð á stefnumót í kvöld sem á eftir að breyta ýmsu hjá þér. Á rni Viðar Friðriksson er fæddur 20. nóvember 1949 á Fjöllum í Keldu- hverfi, N-Þing., en ólst upp á Kópaskeri. „Ég var í sveit hjá afa og ömmu í Sand- fellshaga, og það var ekki bara á sumrin því kennsla í barnaskólanum var einungis annan hvern mánuð yf- ir veturinn og frí þess á milli og þá var ég líka í Sandfellshaga.“ Árni fluttist sumarið 1966 til Akureyrar og lærði rafvirkjun hjá Raforku hf. Hann var í hljómsveit- inni Geislar og síðar í Flökkurum á árunum 1967 til 1970. „Ég spilaði á gítar og orgel en á harmonikku þeg- ar spilaðir voru gömlu dansarnir. Það eru engir alvöru gömlu dansar nema spilað sé á harmonikku. Ég tek stundum harmonikkuna með mér þegar við förum í útilegu.“ Árni lauk námi frá Tækniskóla Ís- lands sem rafiðnfræðingur 1972 en flutti þá aftur til Akureyrar og veitti útibúi Rafhönnunar á Akureyri for- stöðu. Hann stofnaði ásamt fleirum Raftákn sem er verkfræðistofa á rafmagnssviði 1976 og var þar fram- kvæmdastjóri nær óslitið þar til í fyrra. „Ég er að selja mig út úr fyrirtækinu, það er ekkert sniðugt að einhverjir menn úti í bæ eigi fyrirtækið. Það er betra að starfs- mennirnir eigi það.“ Árni hefur verið virkur í ýmsum félögum og stjórnum. Hann hefur setið í nefndum Akureyrarbæjar svo sem bygginganefnd, stjórn Tónlist- arskóla Akureyrar og fleira fyrir Framsóknarfélag Akureyrar. Hann sat 17 ár í stjórn fóðurverksmiðj- unnar Laxá lengst af sem formaður stjórnar. Hann hefur setið í stjórn samtaka atvinnurekenda á Akureyri frá 2012 og sem stjórnarformaður í fjögur ár. Hann situr nú í verkefna- hópi um mótun orkustefnu fyrir Ís- land sem fulltrúi Miðflokksins. „Það er búin að vera mjög skemmtilegt vinna að orkustefnunni og henni á að ljúka fyrir næsta sumar. Þar kynnist maður hvað frammámenn í orku- fyrirtækjunum eru að hugsa. Við Ís- lendingar eigum að búa til okkar eig- in orkustefnu, en ekki taka upp stefnu Evrópusambandsins eða Noregs.“ Árni gekk í Lionsklúbbinn Hæng á Akureyri 1976 og hefur ver- ið virkur í Lionshreyfingunni og ver- ið svæðisstjóri, umdæmisstjóri og fjölumdæmisstjóri. Árni fluttist með konu sinni og yngri dóttur til Bonn í Þýskalandi 1988 og bjuggu þau þar í rúm tvö ár. „Maður býr að því að hafa búið í öðru landi og gott að kunna þýskuna.“ Fyrir nokkrum árum keyptu þau hjónin gamalt hús hér á Akureyri, Aðalstræti 6 og eru að gera það upp. Húsið er byggt 1845 og er því með elstu húsum á Akur- eyri. „Ég hef gaman af smíðum og í þessu gamla húsi eru mörg verkefni. Eftir að ég lét af störfum sem fram- kvæmdastjóri Raftákns hefur sést meira eftir mig og markmiðið er að verkefninu verði lokið að ári. Ég vil Árni V. Friðriksson, fv. framkvæmdastjóri Raftákns ehf., Akureyri – 70 ára Fjölskyldan Frá vinstri á myndinni eru Óttar, Þórdís, Jón Heiðar, Gerður, Guðrún, Jón Bragi, Þóra Aldís, Árni V., Anna Kolbrún, Gerður yngri, Anton, Katrín og Elín Karlotta um jólin 2013. Búum til okkar eigin orkustefnu Yngsta barnabarnið Árni og Ída. Hjónin Gerður og Árni stödd á alþjóðaþingi Lions í Las Vegas sumarið 2018. 40 ára Hafrún ólst upp í Breiðholti en býr í gamla Vestur- bænum í Reykjavík. Hún er sálfræðingur að mennt og er deildarforseti íþrótta- deildar Háskólans í Reykjavík. Hún situr í heilbrigðisráði ÍSÍ. Helsta áhugamál Hafrúnar eru íþróttir og hún er fréttafíkill. Bróðir: Sigurður Kári Kristjánsson, f. 1973, lögmaður. Foreldrar: Kristján Ágúst Ögmunds- son, f. 1943, fv. forstöðumaður Laug- ardalslaugar, og Elín Þórjónsdóttir, f. 1946, sjúkraliði. Þau eru búsett í Reykjavík. Hafrún Kristjánsdóttir Til hamingju með daginn München/Kópavogur Klara Marie Mortensdóttir Raskov fæddist 22. júlí 2018 kl. 04.19 á spítalanum Rechts der Isar í München í Þýskalandi. Hún vó 3.855 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Erla Dögg Guðmundsdóttir og Morten Höjslev Raskov. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.