Morgunblaðið - 20.11.2019, Síða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2019
Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 áraog eldri
Flugvallarþjónusta
BSR sér um að skutla þér út á flugvöll og aftur heim þegar þú ferð til útlanda.
5-8 manneskjur
19.500 kr.
1-4 manneskjur
15.500 kr.
Verð aðra leið:
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
„Þetta dansverk er sannkölluð
blanda tónlistar, dans og myndlistar.
Og fyrir vikið mikið samstarfsverk,“
segir Rósa Ómarsdóttir, dansari og
danshöfundur, um nýtt verk sitt,
Spills, sem verður frumsýnt í Tjarn-
arbíói í kvöld, miðvikudag, klukkan
20. Verkið fjallar um samband
manns við umhverfi sitt og þá nátt-
úruvá sem herjar á.
Rósa er búsett í Brussel og verkið
vann hún þar, í París og í Dan-
mörku, en það er sett upp í sam-
starfi Reykjavík Dance Festival og
Tjarnarbíós. Meðframleiðendur
verksins eru Theatre National de la
Danse í París, Bora Bora Dans og
Visuelt Teater í Árósum og Kunst-
enwerkplaats Pianofabriek í Bruss-
el.
Verk Rósu hafa verið sýnd víða í
Evrópu og hlotið góða umfjöllun og
gagnrýni. Hún hefur komið reglu-
lega hingað heim að sýna verk sín og
hreppti hún árið 2016 Grímu-
verðlaun sem danshöfundur ársins.
Rósa bæði semur og flytur Spills
en sviðsmyndina hannaði króatíska
myndlistarkonan Dora Durkesac
sem býr í Berlín, annar Berlínarbúi,
Daninn Nicolai Hovgaard Johansen,
semur tónlistina ásamt Rósu, ljósa-
hönnun var í höndum Hákons Páls-
sonar sem er búsettur í Brussel,
Kristjana Björg Reynisdóttir hann-
ar búninga og dramatúrg er hin
belgíska Ingrid Vranken. Rósa segir
að þetta sé því sannkölluð fjöl-
þjóðleg framleiðsla.
Rannsókn á vistkerfaaðferðum
Rósa segir Spills að vissu leyti
byggt á síðasta dansverki hennar,
Traces, sem hún sýndi hér í apríl en
var frumsýnt í Brussel árið 2017.
„Eftir það fór ég í enn frekar rann-
sókn á því sem mætti kalla vistkerfa-
aðferðir. Við fórum að skoða hvernig
við gætum búið til einskonar vist-
kerfi og könnuðum í því ferli vist-
kerfi í náttúrunni og hvernig allt
hefur áhrif þar á hvað annað,“ segir
Rósa. „Við skoðum líka hvernig tón-
list getur haft áhrif á dans og dans á
sviðsmynd, og hvernig sviðmynd
getur haft áhrif á tónlist, og við ger-
um það með því að skoða hvernig
ósýnileg öfl geta tengt hluti.“
Rósa segir hlæjandi að þessi lýs-
ing kunni að hljóma æði abstrakt en
hún skýrir það betur.
„Við erum til dæmis með vatn á
sviðinu og bráðnandi ís, og með ljós
sem sýna bylgjurnar sem koma í
vatnið þegar droparnir af ísnum
falla á það. Við gerum bylgjur sýni-
legar. Við vinnum þannig með hita,
raka, bylgjur, með hljóð úr rafsegul-
sviðinu, og svo sköpum við á sviðinu
einskonar landslagsmyndir sem
taka breytingum fyrir augum áhorf-
enda.“
Í verkinu er Rósa eina mann-
eskjan á sviðinu en segist vera með
ýmislegt þar með sér. Verkið er um
klukkustundar langt og öll tónlistin
er flutt lifandi. „Ég geri öll hljóðin á
sviðinu, sem vísa til dæmis í mýr-
lendi, helli, vind …“ segir hún.
Með frábært teymi
Þetta er frumsýningin á Spills og
þegar spurt er hvort það sé stress-
andi, þar sem verkið hljómar sam-
kvæmt lýsingunni býsna marg-
brotið, þá svarar Rósa brosandi að
vissulega þurfi margt að ganga upp.
„En ég er með frábært teymi með
mér og þau láta allt ganga upp. En
það þarf að huga vel að allskonar
tækniatriðum.“
Verkið Spills er aftur sýnt annað
kvöld, fimmtudag, og á fimmtudag-
inn 28. nóvember, eftir viku. Sýning-
arnar hefjast allar kl. 20.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Höfundurinn „Svo sköpum við á sviðinu einskonar landslagsmyndir sem
taka breytingum fyrir augum áhorfenda,“ segir Rósa Ómarsdóttir.
Dans um samband við umhverfið
Danshöfundurinn Rósa Ómarsdóttir
frumflytur verkið Spills í Tjarnarbíói
vinnunni, en hann á við
áfengissýki að stríða og þó
að hann telji sér trú um að
þetta sé allt í lagi og hann
hafi stjórn á hlutunum er
raunin önnur og hann sekk-
ur bara dýpra og dýpra.
Andrea og Bóas, ungt
stefnulaust par, er líka á
villigötum vímuefna og hef-
ur komist í kast við lögin.
Hælisleitendur blandast í líf þeirra, menn sem
Hörður óttast og tengir við hryðjuverk öðru
fremur.
Togstreita góðs og ills skín í gegn. Annars
vegar er um að ræða hluti sem enginn ræður
við og síðan er hver sinnar gæfu smiður. Hörð-
ur stendur einn í sinni baráttu, tengist illa
nema við handanheima, sem er honum þvert
um geð. Talan tveir gegnir veigamiklu hlut-
verki. Ógnirnar koma að honum tvær og tvær
Harmleikurinn í Súðavík í janúar fyr-ir tæplega 25 árum er í ferskuminni og Stefán Máni tengir afleið-ingar mannskæða snjóflóðsins við
líðandi stundu á áhrifamikinn hátt í spennu-
sögunni Aðventu.
Lögreglumaðurinn Hörður Grímsson frá
Súðavík er í aðalhlutverki eins og svo oft áður
hjá Stefáni Mána. Þessi rauðhærði rumur hef-
ur sýnt og sannað hvers hann er megnugur í
saman, en í öllum mótbyrnum eru tvær konur
sem reyna að skilja hann, sem er ekki auðvelt,
því fyrsti sopinn varð að öðrum og enginn má
við margnum.
Uppbygging sögunnar er góð, spennan er
mikil og rauð ljós blikka úti um allt. Tekist er á
við vandamál samtíðar á raunsæjan hátt og
góða fólkinu send pilla fyrir að átta sig ekki á
staðreyndum.
Aðventa Gunnars Gunnarssonar var skrifuð
fyrir nær 100 árum og lifir enn góðu lífi, er
reyndar mest selda bók hans og er á náttborð-
inu hjá Herði Grímssyni. Eins og Gunnar tekst
Stefán Máni á við náttúruöflin og ytri og innri
baráttu mannsins í sinni Aðventu og tekst vel
upp. Hann dregur upp auðskiljanlega mynd af
baráttu lögreglu við glæpamenn, en hugsunin
er mun dýpri en hún virðist vera á yfirborðinu.
Varnaðarorðin leyna sér ekki, enda veit enginn
hvað átt hefur fyrr en misst hefur eins og bent
er á í aðfaraorðum sögunnar.
Vítin eru til þess að varast þau
Glæpasaga
Aðventa bbbbn
eftir Stefán Mána.
Sögur útgáfa, 2019. 296 bls.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Spenna Í Aðventu tekst Stefán Máni að sögn
rýnis á við ytri og innri baráttu mannsins.
Um þessar mundir stendur yfir í
Listasafni Ríkisháskóla Flórída í
Bandaríkjunum, Museum of Fine
Arts at FSU, í Tallahassee, sýning
með verkum nokkurra íslenskra
listamanna. Sýningin nefnist Ele-
mental Iceland og listamennirnir
sem sýna eru þau Valgerður
Hauksdóttir, Elva Hreiðarsdóttir,
Soffía Sæmundsdóttir, Rósa Sig-
rún, Anna Gunnarsdóttir, Anna
Þóra, Nicole Pietrantoni og loks Jó-
hann Eyfells, en hann var um langt
árabil búsettur og kenndi í Flórída
áður en hann flutti vinnustofu sína
til Texas. Þá eru einnig sýnd verk
eftir meðlimi bóklistarhópsins
Arkir.
Á vef safnsins segir að á sýning-
unni séu samtímagrafík, textílverk
og skúlptúrar þar sem viðfangs-
efnið sé einstakt landslag Íslands,
jarðfræði og menningarsaga. Efni-
viðinn sæki listamennirnir bæði í
jarðveg og hafið.
Sýningin í Tallahassee stendur til
7. desember.
Íslenskir myndlistarmenn sýna í Flórída
Íslandsverk Valgerður Hauksdóttir er einn
sýnenda í háskólasafninu í Tallahassee.
Um þessar mundir stendur yfir í
sýningarsal Gallerís Gróttu á Eiðis-
torgi sýning Kristínar Pálmadóttur
myndlistarkonu. Sýning nefnist Ný
sýn – Málverk og grafík og var opn-
uð á Menningarhátíð Seltjarn-
arness á dögunum, en Kristín var
valin myndlistarmaður hátíð-
arinnar.
Hún útskrifaðist árið 1994 frá
Myndlista- og handíðaskóla Íslands
með áherslu á grafík. Í tilkynningu
kveðst hún hafa frá árinu 2000 unn-
ið með tækni þar sem hún tekur
ljósmyndir og vinnur þær áfram í
grafík. Þá hafi
hún einnig lagt
stund á olíu-
málun í mörg ár.
„Margbreyti-
leiki íslenskrar
náttúru og
magnaður kraft-
ur jöklanna hef-
ur verið aðal-
áhrifavaldur í
myndlist minni.
Nú er framtíð þeirra og framtíð
okkar í óvissu,“ skrifar hún. Síðasti
sýningardagur er á laugardag.
Ný sýn Kristínar Pálmadóttur
Hluti af einu mál-
verka Kristínar.