Morgunblaðið - 20.11.2019, Page 32
Den danske klarinettrio kemur
fram á tónleikum tónleikaraðar-
innar Klassík í Vatnsmýrinni í Nor-
ræna húsinu í kvöld kl. 20. Tríóið
skipa Tommaso Lonquich klarín-
ettleikari, Jonathan Slaatto selló-
leikari og Martin Qvist Hansen
píanóleikari. Á efnis-
skránni eru verk eftir
Sunleif Rasmussen,
Niels W. Gade, Robert og
Clöru Schumann og Jo-
hannes Brahms.
Tríótöfrar hljóma
í Norræna húsinu
MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 324. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Helgi Kolviðsson, þjálfari karla-
landsliðs Liechtenstein í knatt-
spyrnu, hefur lokið fyrstu undan-
keppni sinni með liðið. „Ég hef
kynnst því hvernig þeir hafa hagað
þessu í gegnum tíðina og er búinn
að mynda mér skoðun á því hvernig
best sé að vinna til framtíðar,“ seg-
ir Helgi í ítarlegu viðtali við Morg-
unblaðið. »25
Farinn að huga að
næstu undankeppni
ÍÞRÓTTIR MENNING
„Ég mun fara en veit ekki alveg
hvert. Það kemur í ljós. Áhugi er
fyrir hendi hjá nokkrum liðum og
það er ekki vandamál,“ segir Sig-
valdi Björn Guðjónsson, landsliðs-
maður í handknattleik, í samtali við
Morgunblaðið í
dag en hann er
fyrirliði Elver-
um í Noregi.
Samningur hans
rennur út í sumar
og Sigvaldi ætlar
að róa á önnur
mið en hann hef-
ur vakið athygli
með liðinu í
Meistaradeild
Evrópu. »24
Sigvaldi mun yfirgefa
Elverum næsta sumar
en að málið sé í vinnslu í ráðuneytinu,
en það er auðvitað mikilvægt fyrir
þessa hópa að sú vinna verði kláruð.“
Tæplega 300 tannlæknar starfa á
Íslandi. Jóhanna segir að fjöldinn sé
nægur en engu að síður vanti tann-
lækna víða úti á landi. Vandamálið sé
leyst með farandtannlæknum en það
sé ekki boðleg þjónusta fyrir íbúa
landsbyggðarinnar. „Það er þó örlítið
flókið að leysa þann vanda þar sem
tannlæknaþjónusta er aldrei rekin af
ríkinu hér á landi, heldur eru þetta
alltaf einkareknar stofur,“ segir hún.
Jóhanna hefur setið í stjórn Tann-
læknafélagsins undanfarin fjögur ár,
síðasta árið sem varaformaður, en
hún tók síðan við formennskunni af
Elínu Sigurgeirsdóttur á dögunum.
„Ég hef mikinn áhuga á félagsmál-
um,“ segir hún, en Jóhanna er fjórða
konan í starfi formanns í röð. Hún
segir stöðuna endurspegla breytingu
í stéttinni. Undanfarin ár hafi fleiri
konur en karlar útskrifast sem tann-
læknar, rétt eins og í flestum deildum
háskólans. „Ég hafði áhuga á þessu
sviði innan heilbrigðisgeirans og
ákvað að láta á það reyna,“ segir Jó-
hanna um tannlæknanámið. „Námið
er gott hér á Íslandi og íslenskir
tannlæknar veita fyrsta flokks þjón-
ustu,“ heldur hún áfram og bætir við
að ástæða sé til þess að ætla að tann-
heilsa Íslendinga haldi áfram að
batna.
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Fyrsta stjórn Tannlæknafélags Ís-
lands var kosin 6. nóvember 1927.
Kona var fyrst kjörin formaður fé-
lagsins árið 2008 en nýkjörinn for-
maður, Jóhanna Bryndís Bjarnadótt-
ir, er yngsti formaður félagsins til
þessa, verður fertug á næsta ári.
Jóhanna útskrifaðist frá tann-
læknadeild Háskóla Íslands vorið
2008 og hóf rekstur Tannlæknastof-
unnar Turnsins á Smáratorgi í Kópa-
vogi ásamt tveimur öðrum tann-
læknum um haustið, í byrjun banka-
hrunsins. „Það er kannski lýsandi
fyrir andrúmsloftið á Íslandi fyrir
hrun að um vorið 2008 ákváðum við
að opna okkar eigin tannlæknastofu,“
segir hún. „Það fór svo að stofan var
opnuð í sömu viku og Geir H. Haarde,
þáverandi forsætisráðherra, bað Guð
að blessa Ísland. Eins og flestir geta
ímyndað sér var það oft á tíðum erfitt
og alls ekkert skemmtilegt að standa
í því að reka nýtt fyrirtæki á þessum
árum.“
Mikilvægir samningar
Samkvæmt samningi Tannlækna-
félagsins við Sjúkratryggingar Ís-
lands eru tannlækningar barna að 18
ára aldri greiddar að fullu af SÍ fyrir
utan 2.500 króna árlegt komugjald.
Samningur vegna ellilífeyrisþega og
öryrkja frá því í fyrrasumar kveður á
um 50% endurgreiðslu en vonir fé-
lagsins standa til þess að þátttaka SÍ í
kostnaði verði aukin. „Við þurfum að
standa vörð um þessa samninga og
fylgja þeim eftir,“ segir Jóhanna.
„Það er okkar helsta verkefni.“
Barnasamningarnir hafa tekið gildi
í skrefum frá 2013 og renna út í jan-
úar. Jóhanna segir að almennt sé
mikil ánægja með þá og vonir standi
til þess að þeir verði endurnýjaðir.
„Það er mikið hagsmunamál fyrir
fjölskyldufólk að börn komist til tann-
læknis nánast ókeypis.“
Jóhanna segir að þegar samningar
vegna ellilífeyrisþega og öryrkja hafi
verið undirritaðir í fyrra hafi verið
gengið út frá því að endurgreiðsla SÍ
yrði hækkuð. „Við vitum ekki annað
Jóhanna yngsti
formaður tannlækna
Hóf rekstur eigin stofu í byrjun bankahrunsins 2008
Morgunblaðið/Eggert
Formenn Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, nýr formaður Tannlæknafélags
Íslands, og Elín Sigurgeirsdóttir, fráfarandi formaður félagsins.
ÁSKR I FTARLE IKUR MORGUNBLAÐS INS
Heppinn
áskrifandi
hlýtur
að gjöf
Hästens
HERLEWING®
handgert rúm úr
náttúrulegum efnum
að verðmæti 3.225.900 kr.
Fátt jafnast á við að opna Morgunblaðið eftir
góðan nætursvefn. Fyrir einn af áskrifendum
Moggans nær þessi ljúfa morgunstund nýjum
hæðum eftir að við drögum í áskriftar-
leiknum okkar föstudaginn 20. desember.
ÞAÐ BORGAR SIG AÐ LESA MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið og Hästens eru stolt af því að
vinna saman að því að gefa einum heppnum
áskrifanda Morgunblaðsins Herlewing-rúm
frá Hästens.
Verslun Hästens á Íslandi er til húsa í
Faxafeni 5, á sama stað og Betra bak.
KAUPTU
ÁSKRIFT
Í SÍMA 569 11
00