Morgunblaðið - 22.11.2019, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 22.11.2019, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2019 NÁNAR Á UU.IS LÚXUS FERÐMEÐ ÖLLU INNIFÖLDU FULLKOMIN FYRIRVÍNUNNENDUR OGMATGÆÐINGA 22. - 29. ÁGÚST 2020 NÁNAR Í SÍMA 585 4000 EÐA Á UU.IS BÚRGÚNDÍ & PARÍSAR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. gerðar eru og ef til tekst að hagræða í rekstri þá er það af hinu góða. Engu að síður skýtur það svolítið skökku við að boða sókn í hafrann- sóknum og auknum vísindum á þessu sviði vegna breyttra aðstæðna Viðar Guðjónsson Freyr Bjarnason Tíu starfsmönnum var sagt upp og fjórir til viðbótar sögðu upp störfum hjá Hafrannsóknastofnun í gær. Sig- urður Guðmundsson, forstjóri stofn- unarinnar, segir að uppsagnirnar séu liður í því að gera yfirstjórnina skilvirkari. Flutningur stofnunar- innar í Hafnarfjörð strax eftir ára- mót spilar einnig inn í en við það fækki þörf á mannafla vegna auk- innar hagkvæmni. Nýtt móttöku- kerfi tengt nýja húsinu fækkar einn- ig störfum. Rannsóknarstarfinu er að mestu hlíft að sögn Sigurðar. Sókn var boðuð í hafrannsóknum fyrir tveimur árum. Ágúst Ein- arsson, formaður ráðgjafanefndar Hafrannsóknastofnunar, segir að uppsagnirnar séu áhyggjuefni. „Þá sérstaklega í ljósi þess að þetta gæti komið niður á rannsóknum Hafrann- sóknastofnunar og það má ekki ger- ast. Þó er ljóst að stofnunin þarf að lúta þeim hagræðingarkröfum sem hér við land. Það er verkefni stjórn- málamanna að takast á við það,“ segir Ágúst. Miklar breytingar hafa orðið á fiskstofnum við Íslandsstrendur undanfarin ár. Spurður hvort staðið hafi verið við sókn í hafrannsóknum sem boðuð var segir Ágúst að svo sé að ýmsu leyti. „Mörgu hafa þó verið settar þrengri skorður en menn ætl- uðu vegna peningaleysis. Það hefur verið erfitt að reka skipin og það hefur verið gerð stíf hagræðing- arkrafa á stofnunina undanfarin ár og menn hafa því ekki getað gert allt sem þeir vildu og ætluðu,“ segir Ágúst. Var boðið að starfa áfram Þeir fjórir starfsmenn sem sögðu upp eru úr yfirstjórninni. Var þeim boðið að starfa áfram sem sérfræð- ingar en þeir höfnuðu því að sögn Sigurðar forstjóra Hafró. Tæplega 200 manns starfa hjá stofnuninni. Tekur hann fram að fá- títt sé að svo mörgum sé sagt upp í einu hjá ríkisstofnun en bendir jafn- framt á að Hafró sé stór stofnun og því sé hlutfallsleg tala uppsagna ekki svo há. „Þetta er búið að vera erfiður dagur og það er alltaf erfitt að segja upp fólki og kveðja gott samstarfsfólk,“ segir Sigurður. Morgunblaðið/sisi Hafró Nýjar höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar eru að taka á sig mynd. Tíu manns sagt upp hjá Hafró  Ekki tekist að standa við sókn í hafrannsóknum að öllu leyti að sögn formanns ráðgjafanefndar  Fjórir úr yfirstjórninni sögðu upp störfum að auki Guðni Einarsson gudni@mbl.is Orka náttúrunnar (ON) ætlar að margfalda kolefnisförgun við jarð- varmavirkjanir á Hengilssvæðinu. Það tengist ákvörðun Orkuveitu Reykjavíkur (OR), móðurfélags ON; um að kolefnisjafna alla starfsemi samstæðunnar fyrir árslok 2030. Það er tíu árum fyrr en áður hafði verið ákveðið. Nú eru bundin 33 tonn af gróðurhúsalofttegundinni koltvíoxíði (CO2) á hverjum degi við Hellis- heiðarvirkjun. Það samsvarar losun frá daglegu lífi um 1.000 Íslendinga. Kolefnisförgun við Hellisheiðar- virkjun hófst 2014. Þá hafði Carb- Fix-aðferðin verið þróuð í samvinnu OR, Háskóla Íslands og erlendra vís- indamanna frá 2007. Koltvíoxíði úr jarðhitagufu er blandað við vatn og dælt djúpt í berglög. Þar steinrenn- ur það. Sama aðferð nýtist til að binda brennisteinsvetni (H2S) sem kemur upp með jarðgufunni. Að sögn OR eru um 70% af brenni- steinsvetninu sem kemur upp við jarðhitanýtinguna bundin sem steindir í jarðlögum við virkjunina. Stefnt er að því að farga öllu brenni- steinsvetninu samhliða koltvíoxíðinu með aukinni bindingu. Bergið er eins og svampur Edda Sif Pind Aradóttir, verkefnisstjóri CarbFix-verkefnis- ins hjá OR, sagði að dælt væri niður í berg sem væri mjög gropið. „Það er heilmikið pláss í því, þetta er eins og svampur og mjög sprungið. Gasið er uppleyst í vatni og er það þar til það steinrennur,“ sagði Edda. „Það er nóg pláss og þetta er ekki takmark- andi þáttur við beitingu þessarar að- ferðar í tengslum við rekstur t.d. Hellisheiðarvirkjunar.“ Gasblönduðu vatni er nú dælt ofan í jarðhitakerfið á allt að 2 km dýpi. Áður var dælt grynnra, eða niður á um 500 m dýpi. Edda sagði að hvort tveggja hefði virkað mjög vel og ekki haft nein áhrif á grunnvatn sem ligg- ur hærra í jarðskorpunni. Holurnar eru einangraðar frá grunnvatninu. Steingerving gastegundanna ger- ist hratt, eða á innan við tveimur ár- um í grynnri holunum þar sem hita- stig er lægra. Þegar dælt er niður í jarðhitakerfi gengur bindingin enn hraðar og tekur nokkra mánuði og upp í eitt ár. Binding gastegundanna í berginu reyndist vera miklu hrað- ari en áður hafði verið talið. Undirbúningur á Nesjavöllum Hreinsun koltvíoxíðs og brenni- steinsvetnis hefur verið hluti vinnsluferla heits vatns og rafmagns við Hellisheiðarvirkjun frá 2014. Undirbúningur að uppsetningu við Nesjavallavirkjun er hafinn. Edda sagði að farin yrði svipuð leið á Nesjavöllum og var farin í Hellisheiðarvirkjun. Verið er að hanna búnaðinn sem á að nota og svo þarf að smíða hann. Þá er verið að þróa aðferðina og m.a. kanna hvort hægt sé að leysa gasið upp í minna vatni en gert hefur verið. Stefnt er að því að hefja niðurdælingu gas- blandaðs vatns frá Nesjavöllum árið 2021. Áætlað er að aðferðin við að glíma við brennisteininn hafi sparað OR og ON sem nemur um 13 milljörðum króna. Þá er borið saman við hefð- bundnar lausnir í þeim efnum. Styrkir hafa fengist úr rannsóknar- áætlunum Evrópusambandsins til að þróa aðferðina. Gróðurhúsagas breytist fljótt í stein  ON ætlar að margfalda kolefnisförgun við jarðvarmavirkjanir  Undirbúningur hafinn á Nesjavöll- um  Nóg pláss er fyrir gasið í berginu sem er mjög gropið  Aðferðin hefur sparað háar fjárhæðir Binding koldíoxíðs í jarðvegi með CarbFix Vatn Útblástur Niðurdælingarhola Útblástur án CO2 H ei m ild : O R Viðræðum Blaðamannafélags Ís- lands og Samtaka atvinnulífsins var slitið á níunda tímanum í gærkvöld. Stíft var fundað í gær og í fyrra- dag, án árangurs. Hjálmar Jóns- son, formaður BÍ, sagði í samtali við mbl.is í gærkvöld að Blaða- mannafélagið hafi lagt til breyt- ingar við tilboð SA sem ekki hafi verið tekið. Segir hann að lítið beri á milli og kveðst harma skort á samingsvilja. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði að enn væri of langt á milli aðila við samningsborðið. Þriðja vinnustöðvun BÍ, sem nær til blaða- og fréttamanna í Blaða- mannafélagi Íslands sem starfa á mbl.is, visir.is, ruv.is og frettabla- did.is, auk tökumanna og ljósmynd- ara hjá Árvakri, RÚV, Sýn og Torgi, stendur í tólf klukkustundir í dag, frá kl. 10 til 22. Náðu ekki sam- an í gær  Tólf tíma verkfall á netmiðlum í dag Ríflega 100 manns komu saman í Hádegismóum í gær þar sem Kompaní, viðskiptaklúbbur Morg- unblaðsins, stóð fyrir fundi fyrir félagsmenn sína. Á fundinum var fjallað um þær leiðir sem fyrir- tæki hafa til þess að bæta þjón- ustustig og bjóða upp á þjónustu í hæsta gæðaflokki. Á fundinum var rætt við Ágústu Johnson, framkvæmda- stjóra Hreyfingar, um hennar reynslu af uppbyggingu og rekstri þjónustufyrirtækis en hún hefur rekið fyrirtæki á sviði lík- amsræktar og heilsueflingar allt frá árinu 1986. Góður rómur var gerður að máli Ágústu og spunnust m.a. umræður um virkar leiðir til þess að mæla upplifun við- skiptavina og eins hvernig best megi tryggja að starfsfólk standi saman að því að veita sem besta þjónustu. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hágæðaþjónusta í brennidepli

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.