Morgunblaðið - 22.11.2019, Síða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2019
Ægifagur Það var fallegt um að litast á höfuðborgarsvæðinu í gær í haustlitunum. Eins og stundum áður skiptust á skin og skúrir og í Mosfellsdalnum gaf að líta þennan fallega regnboga.
Eggert
Guðspjallamaðurinn
Lúkas greinir frá því
hvernig keisari Róm-
verja ætlaði að fá
vissu um fjölda þegna
sinna til þess að hægt
væri að skattleggja
þá. Þess vegna komu
boð frá Ágústusi keis-
ara um að skrásetja
skyldi alla heims-
byggðina. Frásögnin
hljóðar svo:
„En það bar til um þessar
mundir að boð kom frá Ágústusi
keisara, að skrásetja skyldi alla
heimsbyggðina. Þetta var fyrsta
skrásetningin og var gerð þá er
Kýreníus var landstjóri á Sýrlandi.
Fóru þá allir til að láta skrásetja
sig, hver til sinnar borgar.“
Það eru aðeins örfáir sem lesa
þennan texta með sjónum hag-
fræðinnar. Flestir lesa textann frá
sjónarhorni kærleika, ljóss og trú-
ar. Að ekki sé talað um framhaldið
í jólaguðspjallinu en þar koma
tvær atvinnugreinar fyrir, heil-
brigðisþjónusta og ferðaþjónusta,
„Þá fór og Jósef úr Galíleu frá
borginni Nasaret upp til Júdeu, til
borgar Davíðs, sem heitir Betle-
hem, en hann var af ætt og kyni
Davíðs, að láta skrásetja sig ásamt
Maríu heitkonu sinni sem var
þunguð. En meðan þau voru þar
kom sá tími er hún skyldi verða
léttari. Fæddi hún þá son sinn
frumgetinn, vafði hann reifum og
lagði hann í jötu af því að eigi var
rúm fyrir þau í gisti-
húsi.“
Skattlagning og
áráttuhegðun
Í kennslubókum um
skattlagningu er fyrst
og fremst fjallað um
tvenns konar skatt-
lagningu. Áherslan er
á tekjuskatt á tekjur
einstaklinga og hagn-
að fyrirtækja, og virð-
isaukaskatt á veltu
fyrirtækja. Virð-
isaukaskattur er á endanlega
neyslu.
Þar til viðbótar er fjallað um
greiðslu fyrir veitta þjónustu í
samneyslu þar sem því verður við
komið eða þar sem það þykir eðli-
legt.
Hér í landi er komin upp áráttu-
hegðun um að skattleggja allt sem
hreyfist. Enn alvarlegri er áráttan
að skattleggja allt sem hægt er að
skattleggja til að breyta neyslu og
hegðun. Því minni trú sem stjórn-
málamenn hafa á markaðs-
hagkerfi, þeim mun meiri trú hafa
þessir sömu stjórnmálamenn á að
hægt sé að stjórna hegðun með
skattlagningu og verðbjögun, á
grundvelli verðteygni.
Þannig þykir það sjálfsagt mál
að skattleggja sykruð matvæli til
að draga úr sykurneyslu og það
þykir einnig sjálfsagt mál að skatt-
leggja tekjur af fjáreignum, ekki
til að draga úr fjáreignum, heldur
til tekjuöflunar og „jöfnunar“. Ef
röksemdafærslan um „sykurskatt“
er yfirfærð á fjáreignir ætti að
draga úr fjáreignum því eftirspurn
eftir fjáreignum mun minnka og
þar með vextir að hækka.
Svo er til samúðarsetning. „Það
má ekki leggja á notkunargjöld
vegna þess að þau koma svo ójafnt
niður á greiðendum.“ Gjald er
gjald og skattur er skattur. Á
þessu er grundvallarmunur. Þeir
sem keyra um Hvalfjarðargöng
kaupa sömu þjónustu og slíta
göngunum jafn mikið, hvort heldur
ökumaður er tekjuhár eða tekju-
lágur!
„Sérstakur“ skattur
á ferðaþjónustu
Fyrir Alþingi liggja áform um
„sérstakan“ skatt á ferðaþjónustu
og er áætlað að hann skili allt að
1.750 milljónum króna. Þeir, sem
reka ferðaþjónustufyrirtæki greiða
skatta af hagnaði. Þeir, sem njóta
ferðaþjónustu, greiða skatt af
þeirri neyslu og þjónustu er þeir
njóta. Ferðaþjónusta er að mestu
leyti útflutningur á þjónustu og
matvælum sem neytt er hér.
Sá er munur á þeim þjón-
ustuútflutningi og vöruútflutningi
að fyrirtæki, sem framleiða vöru
til útflutnings, greiða engan virð-
isaukaskatt af starfsemi sinni en
neytendur ferðaþjónustu greiða
um 35 milljarða í virðisaukaskatt
af sínum vöru- og þjónustu-
kaupum. Að auki greiða leigjendur
bifreiða um 5 milljarða í eldsneyt-
isgjöld í akstri sínum. Starfsmenn
greiða svo tekjuskatt af launum
sínum, óháð atvinnugreinum. Og
fyrirtæki greiða skatt af hagnaði.
Tekið skal fram að njótendur
vöru og þjónustu greiða virð-
isaukaskatt, en ekki atvinnugrein-
in ferðaþjónusta.
Enn meiri áráttuhegðun
Vissulega eru ferðamenn á
hreyfingu og þá kemur áráttu-
hegðunin; „skattleggjum allt sem
hreyfist“. Þá kemur viðkvæðið:
„skatturinn lendir á útlendingum“.
Það er eins gott að útlendingar
skilji ekki íslensku! Hver sem
kemst að því að hann er aðeins
skattborgari en ekki viðskiptavin-
ur, fær viðbjóð og súrt bragð í
munn! Og hættir viðskiptum við
þegna slíks þjóðríkis sem lítur á
viðskiptavin sem andlag til ráns!
Á jaðrinum
Til eru þeir sem ganga á göfl-
unum en aðrir ganga af göflunum.
En hagfræðin hugsar allt á jaðr-
inum. Það er grundvallarspurning
í hagfræði hvað gerist ef þú bætir
við, ert á jaðrinum. Hvernig
þróast tekjur og gjöld? Jað-
artekjur verða að vera hærri en
jaðargjöld til að öðlast ábata. Það
er eins með ferðamenn. Hvað ger-
ist ef ferðamönnum fjölgar? Meta
þarf ábata og kostnaði. Sennilega
er ábati af einum ferðamanni jafn
ábata af hálfu tonni af þorski upp
úr sjó.
Til þess að afla tekna þarf að
kosta einhverju til. Sá tekjuauki
sem verður af ferðamönnum þarf
að einhverjum hluta að ganga til
að bæta aðstöðu fyrir ferðamenn.
Tekjuskattur af launum starfsfólks
er almenn tekjuöflun ríkissjóðs.
Sem fyrr segir þá er tekjuöflun í
veltusköttum í ferðaþjónustu allt
önnur og meiri en í öðrum útflutn-
ingi.
Það er með fólk eins og hunda.
Hundar skilja ekki samband refs-
ingar og rangrar hegðunar nema
þeir séu staðnir að verki. Ferða-
menn skilja ekki gjaldtöku nema í
sambandi við veitta þjónustu. Í
flestum löndum er „city tax“ í
beinu sambandi við gistingu. Gisti-
náttaskattur er að eðli svipaður en
hann gengur til ríkisins. Eðlilegt
er að gistináttaskattur gangi til
nærsamfélagsins fremur en rík-
isins. Það skilja kaupendur þjón-
ustunnar.
Ferðamenn og listakonur
Ferðamenn eru um margt eins
og listakonur. Listakonur mega
ekki missa þessa nauðsynlegu
spennu sem einkennir karlmanns-
lausa konu. Við þurfum að halda
spennunni en ekki að bæla
spennuna.
Guðspjallamaðurinn Lúkas hélt
spennunni með því að skrifa Post-
ulasöguna.
Eftir Vilhjálm
Bjarnason » Ferðamenn eru um
margt eins og lista-
konur. Listakonur mega
ekki missa þessa nauð-
synlegu spennu sem
einkennir karlmanns-
lausa konu.
Vilhjálmur Bjarnason
Höfundur var alþingismaður.
Sértæk skattlagning