Morgunblaðið - 22.11.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2019
Audi Q5 TFSI e er knúinn rafmótor sem dregur allt að 40 km. skv. WLTP.
Þú getur farið flestra þinna ferða í borginni eingöngu knúinn rafmagni.
Vertu velkomin/nn í reynsluakstur.
Tilkomumikið útlit, framsækin tækni og kraftur.
HEKLA · Laugavegi 170-174 / Audi.is / 590 5000
Q5 TFSI e með kynningarpakka
verð 9.990.000 kr.
Skoðaðu sýningarsalinn okkar á netinu á www.hekla.is/audisalur
Nýr & rafmagnaður
Audi Q5 TFSI e.
Vænst er minnst 1.000 manns í mat
hjá Þorbirninum hf. í Grindavík í
kvöld þegar þar verða á borðum
fiskur og franskar upp á breska
vísu. Þetta er hluti af bæjarhátíð-
inni Fjörugur föstudagur sem hald-
inn hefur verið í Grindavík í aðdrag-
anda aðventunnar mörg undanfarin
ár, þar sem er opið hús og bryddað
upp á ýmsu skemmtilegu hjá fyr-
irtækjum við Hafnargötu.
Þorbjörninn hefur lengi séð fyrir-
tækinu The Chesterford Group sem
rekur veitingastaðina Fish ń chickn
og Churchilĺs fyrir hráefni og selur
því um 150 tonn af þorskflökum af
ári hverju. Djúpsteiktur fiskurinn
er matreiddur og seldur 40-45 veit-
ingastöðum fyrirtækisins, sem eru
flestir í London og nágrenni. Utan
fara flökin með roðinu og með því í
steikarpottana.
„Við byrjuðum árið 2013 og veisl-
an hér í húsi verður æ stærri,“ segir
Eiríkur Dagbjartsson útgerðar-
stjóri, sem hefur umsjón með við-
burðinum. Hugh Lipscombe, eig-
andi veitingahúsakeðjunnar bresku,
kemur jafnan til landsins í tengslum
við hinn fjöruga föstudag í Grinda-
vík – þá jafnan með tvo til þrjá úr
starfsmannahópi sínum – og sjá
þeir um að matbúa fiskinn og
frönsku kartöflurnar eftir kúnstar-
innar reglum.
„Ég bað Lipscombe að kenna
mér hvernig matbúa skyldi fisk í
deigi og svo djúpsteikja. Það gekk
ekkert, svo úr varð að Bretinn sagð-
ist myndu bara koma hingað sjálfur
með föruneyti sínu og sjá um elda-
mennskuna, eins og þeir hafa gert
nú í mörg ár og finnst gaman,“
segir Eiríkur Dagbjartsson.
sbs@mbl.is
Fiskur og franskar í Grindavík
Þorbjörninn Von er á þúsund manns til að borða steiktan fisk í kvöld.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Foreldrar barna í Hlíðaskóla sem
búsettir eru í Suðurhlíðum í Reykja-
vík mótmæla harðlega fyrirhugaðri
breytingu á skólaakstri ungra barna
í hverfinu. Hefur Reykjavíkurborg
til skoðunar að leggja niður akstur
með hópbifreiðum í nokkrum skóla-
hverfum í borginni en á móti eiga
nemendur kost á strætókorti án
endurgjalds sé vegalengd frá heimili
þeirra að skóla meiri en 1,5 km.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar
Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata
segja að breyting þessi sé meðal
annars „til þess fallin að bæta að-
gengi yngstu kynslóðarinnar að al-
menningssamgöngum sem styður
við markmið stjórnvalda í um-
hverfis- og loftslagsmálum“.
Eirný Þórólfsdóttir, sem situr í
stjórn foreldrafélags Hlíðaskóla,
segir engar strætósamgöngur vera á
milli Suðurhlíða og Hlíðaskóla.
Bendir hún jafnframt á að um erfiða
gönguleið sé að ræða yfir Veður-
stofuhæð, en þar sé bersvæði mikið,
lítið um götulýsingar og vetrarþjón-
usta lítil á göngustígum. Leiðin sé
því vart örugg fyrir unga krakka.
„Hægt er að velja um tvær erfiðar
leiðir til að komast í skólann; með-
fram Bústaðavegi, sem er stór um-
ferðargata og hættuleg börnum, og
yfir Veðurstofuhæð sem er á miklu
bersvæði með tilheyrandi roki,“ seg-
ir Eirný í samtali við Morgunblaðið.
Foreldrar í Suðurhlíðum telja full-
víst að einkabíllinn komi í stað skóla-
bílsins ákveði borgin að fella niður
þjónustuna, en slíkt sé vart í sam-
ræmi við stefnu Reykjavíkurborgar í
umhverfismálum.
Verða smáhýsi á gönguleiðinni?
Greint hefur verið frá því í
Morgunblaðinu að verið sé að skoða
hugsanlega smáhýsabyggð á Veður-
stofuhæð. Verktaki greindi þá frá
reynslu sinni af sambærilegri byggð
á Granda í Reykjavík og lýsti hann
meðal annars mikilli fíkniefnaneyslu
og -sölu, þjófnaði, sóðaskap, vopna-
burði og ofbeldisverkum.
Morgunblaðið hefur heimildir fyr-
ir því að foreldrar í Suðurhlíðum séu
uggandi yfir því að smáhýsi verði
reist á sömu slóðum og börn þeirra
munu ganga til að sækja nám.
Aðspurð segist Eirný vilja fá nán-
ari upplýsingar um hugsanlega
byggð. „Við höfum skilning á svona
úrræðum en viljum vita meira.“
Mótmæla mjög áformum borgar
Foreldrar í Suðurhlíðum eru ósáttir við þá hugmynd að leggja af skólaakstur barna í hverfinu
Neyðast þá til að ganga meðfram umferðaræð eða um Veðurstofuhæð þar sem smáhýsi kunna að rísa
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Gönguleið Val barnanna stendur á milli mikillar umferðaræðar eða Veðurstofuhæðar til að komast í skólann.
Yfirskattanefnd hefur með úrskurði
gert manni að greiða sekt vegna van-
rækslu á að telja fram til skatts í
skattframtölum sínum tekjur af veð-
málum á erlendum veðmálasíðum
vegna þriggja tekjuára. Þarf maður-
inn að greiða alls 5,1 milljón kr. til
ríkissjóðs og 3,1 milljón kr. til bæj-
arsjóðs Kópavogs.
Í bréfi skattrannsóknarstjóra rík-
isins segir m.a. að maðurinn hafi „að
því er best verður séð af ásetningi,
en í það minnsta af stórkostlegu
hirðuleysi, staðið skattyfirvöldum
skil á efnislega röngum skattfram-
tölum“ með því að vanframtelja
tekjur sínar sem til komu vegna veð-
mála, tæpar 13,5 milljónir kr.
Leiddi þetta til ákvörðunar um
lægri tekjuskatts- og útsvarsstofn
hans en vera bar gjaldárin 2015,
2016 og 2017, vegna tekjuáranna
2014, 2015 og 2016 og þar með til
ákvörðunar lægri tekjuskatts og út-
svars. Þá er sektin sögð „hæfilega
ákveðin“ í úrskurðinum.
Deilt var um berjasorbet
Í öðru máli var deilt um tollflokk-
un á berjasorbet. Í úrskurði yfir-
skattanefndar kom fram að varan
innhéldi ýmis bragð- og aukaefni og
væri í skýringarriti Alþjóðatolla-
stofnunarinnar (WCO) sérstaklega
talin með frostpinnum sem dæmi um
vöru sem félli undir vörulið 2105 í
tollskrá. Var fallist á með tollstjóra
að varan félli undir þann vörulið,
nánar tiltekið tollskrárnúmer
2105.0099 sem annar ís til manneldis.
Kröfu kæranda í þessu máli var því
vísað frá.
Græddi á netinu
og sveik skattinn
Gert að greiða rúmar 8 milljónir kr.