Morgunblaðið - 22.11.2019, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2019
Raðauglýsingar
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á
þeim sjálfum, sem hér segir:
Kleppsmýrarvegur 6, Reykjavík, fnr. 202-3167, þingl. eig. Klepps-
mýrarvegur 6 ehf., gerðarbeiðendur Orkuveita Reykjavíkurvatns sf.,
Reykjavíkurborg, Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Efniviður ehf.,
þriðjudaginn 26. nóvember nk. kl. 10:00.
Nökkvavogur 17, Reykjavík, fnr. 202-2725, þingl. eig. Baldur Berg-
mann Heiðarsson, gerðarbeiðandi Ríkisskattstjóri, þriðjudaginn 26.
nóvember nk. kl. 10:30.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
21. nóvember 2019
Tilboð/útboð
ÚTBOÐ
Vestmannaeyjahöfn
Endurbygging Skipalyftukants 2020
Vestmannaeyjahöfn óskar eftir tilboðum í endur-
byggingu Skipalyftukants.
Helstu magntölur eru:
• Brjóta 111 m af kantbita
• Taka upp 15 stálþilsplötur
• Reka niður 69 stálþilsplötur
• Setja upp 111 m af stálþilsfestningum
• Fylla um 2.800 m3
• Steypa 111m af kantbita
Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. júlí 2020.
Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og
með mánudeginum 25. nóvember. Óska skal eftir
útboðsgögnum á netfangið sagverk@outlook.com.
Skila skal tilboðum á netfangið olisnorra@vest-
mannaeyjar.is eigi síðar en fimmtudaginn
12. desember 2019, kl. 14:00.
Vestmannaeyjahöfn
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9.30-12.30, nóg pláss. Zumba
Gold 60+ kl. 10.30. Hreyfisalurinn er opinn kl. 9.30-11.30, líkamsrækt-
artæki, lóð og teygjur. BINGÓ kl. 13.30, spjaldið kostar 250 kr., vegleg-
ir vinningar. Kaffi kl. 14.30-15. Nánari upplýsingar í síma 411 2702.
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16.
Leikfimi með Hönnu kl. 9-9.45. Göngubretti, æfingarhjól með leið-
beinanda kl.13. Línudans kl. 13.30. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8
kl. 16.15-17. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala
kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. Sími 535 2700.
Áskirkja Okkar árlega jólahlaðborð verður fimmtudaginn 28. nóv-
ember kl. 19. Mæting 18.30. Matur frá Grillvagninum; síldartvenna,
hangikjöt, hamborgarhryggur og lambalæri ásamt meðlæti, ís og
ávextir. Söngur og gleði. Happadrætti á sínum stað. Verð 6500 kr.
Skráning hjá Petreu í síma 891 8165 fyrir 26. nóvember. Allir vel-
komnir. Safnaðarfélag Áskirkju
Dalbraut 18-20 Stólaleikfimi hjá Rósu kl. 10.15.
Félagsmiðstöðin Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall kl. 8.30-
10.30. Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Hádegismatur alla virka daga kl. 11.30-
12.20. Brids í handavinnustofu kl. 13. Bíó kl. 13.15.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Morgunleikfimi kl. 9.45. Botsía kl. 10.
Föstudagshópurinn hittist kl. 10. Frjáls spilamennska kl. 13-16.30.
Handaband kl. 13. Bingó kl. 13.30. Hádegismatur kl. 11.30-12.30 og
vöfflukaffi kl. 14.30-15.30. Heitt á könnunni fyrir hádegi. Nánari
upplýsingar í síma 411 9450. Verið öll hjartanlega velkomin á Vitatorg.
Garðabær Dansleikfimi Sjálandi kl. 9.30. Gönguhópur frá Jónshúsi
kl. 10. Félagsvist FEBG í Jónshúsi kl. 13. Smiðjan Kirkjuhvoli opin kl.
14 –17. Allir velkomnir.
Gerðuberg 3-5 111 RVK Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Prjóna-
kaffi kl. 10-12. Leikfimi gönguhóps kl. 10-10.20. Gönguhópur um
hverfið kl. 10.30. Leikfimi Maríu kl. 10.30-11.15. Bókband með leiðbein-
anda kl. 13-16. Kóræfing kl.13-15. Allir velkomnir.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. botsía-æfing, kl. 9.30 postulínsmálun,
kl. 12.45 tréskurður, kl. 20 félagsvist FEBK.
Gullsmára Handavinna kl. 9. Leikfimi kl. 10. Fluguhnýtingar kl. 13.
Gleðigjafarnir kl. 13.30.
Hraunsel Ganga í Kaplakrika alla daga kl. 8-12. Línudans kl. 10.30.
Brids kl. 13.
Korpúlfar Skraustskriftarnámskeið með Þorvaldi í Borgum kl. 13,
þátttökufjöldi 9 manns. Fleiri skrautskriftarnámskeið með meistara
Þorvaldi verða eftir áramót, nánar auglýst síðar. Hugleiðsla og létt
jóga með Ingibjörgu kl. 9 í Borgum, sundleikfimi kl. 9 í Grafarvogs-
sundlaug. Gönguhópar Korpúlfa leggja af stað kl. 10 frá Borgum og
inni í Egilshöll, kaffispjall á eftir. Brids kl. 12.30 í Borgum og hann-
yrðahópur Korpúlfa kl. 12.30 í Borgum. Tréútskurður á Korpúlfs-
stöðum frá kl. 13-16 og hið vinsæla föstudagsvöfflukaffi kl. 14.30-
15.30 í Borgum í dag.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, listasmiðja kl.
9-12, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11. Föstudagsskemmtun kl.
13.30. Uppl. í s. 411 2760.
Selfoss Í íþróttahúsi Vallaskóla kl. 10, ringo.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Leikfimi með Evu á
Skólabraut kl. 11. Syngjum saman á Skólabraut kl. 13. Kaffi á eftir.
Spilað í króknum kl. 13.30 og í Eiðismýri 30 kl. 13.30. Munið skráning-
una á ,,Gaman saman" í salnum á Skólabraut fimmtudaginn 28.
nóvember nk. Veitingar með jólalegu ívafi, samvera, dans og söngur.
Upplýsingar og skráning í síma 893 9800.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-14. Heitt á
könnunni kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er kl.
11.30-12.15, panta þarf matinn daginn áður. Framhaldssaga eða bíó kl.
13. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568 2586.
Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Íslendingasögur / fornsagna-nám-
skeiðið Laxdæla kl. 10 og kl. 13. Leiðbeinandi Baldur Hafstað. Dans-
leikur í Stangarhyl 4, sunnudagskvöld 24. nóvember kl. 20. Hljómsveit
hússins. Mætum öll og njótum.
Vesturgata 7 Sungið við flygilinn með Gylfa Gunnarssyni frá kl. 13-
14. Kaffi kl. 14-14.30. Allir velkomnir.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt
Laugavegi 178, 105 Reykjavík
sími 551 3366. Opið virka daga
kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14
Misty
Sabrina kjóll
St: S-XXL 6.990,-
Bona kjóll
St: S-XXL 6.990,-
Bona kjóll
St: S-XXL 7.550,-
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur
fyrir veturinn og
tek að mér ýmis
smærri verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
DÖM NÁTTFÖT
9.500,-
11.500,-
5.900,-
9.500,-
9.500,-
Í MIKLU ÚRVALI
www.frusigurlaug.is
Glæsileg vefverslun
- Frí póstsending -
Opið á laugardögum
11 - 16
MJÓDD | S. 774-7377mbl.is
alltaf - allstaðar
Elskulegur Al-
freð, föðurbróðir
okkar er farinn yfir
móðuna miklu,
mætur maður og duglegur.
„Alla frænda“ eins og við köll-
uðum hann, höfðum við þekkt vel
alla okkar ævi. Fjölskyldur okkar
bjuggu í nokkur ár í sama húsi, á
Njálsgötu 82 í Reykjavík. Húsið
keyptu afi okkar og amma, Eyj-
ólfur Gíslason og Sigríður Guð-
mundsdóttir, er þau fluttu úr Ölf-
usinu og Eyrarbakka til
Reykjavíkur í upphafi 20. aldar
til að hefja sinn búskap. Alli var
næstelstur fimm bræðra, pabbi
okkar Gísli Eyjólfsson elstur.
Þegar þeir hófu búskap sem var
um líkt leyti þá byggðu þeir
bræður og fjölskyldur þeirra
þrjár hæðir ofan á gamla húsið.
Amma og afi bjuggu á annarri
hæð, Alli, Jonna (eftirlifandi kona
hans, Guðjónía Bjarnadóttir) og
fjölskylda hans á þriðju hæð og
svo pabbi og mamma, Gísli og
Sísí (Sigríður Ragnheiður
Guðnadóttir) og við fjölskyldan á
fjórðu hæð.
Það var mikill samgangur á
milli okkar og fjölskyldu Alla,
Jonnu og þeirra þriggja barna,
Kristínar, Ebba og Alla Jóa. Fjöl-
skyldurnar urðu því mjög nánar
og hafa böndin haldist sterk alla
tíð. Við systkinin erum svo til öll á
sama aldri og börn Alla og Jonnu
Alfreð Eyjólfsson
✝ Alfreð Eyjólfs-son fæddist 25.
september 1934.
Hann lést 31. októ-
ber 2019.
Útför Alfreðs
var gerð 19. nóv-
ember 2019.
því skorti okkur ekki
leikfélaga öll okkar
bernskuár á Njáls-
götunni þar sem var
oft glatt á hjalla,
mikið fjör og ýmis-
legt brallað. Þessi
mikli og góði sam-
gangur í þessu ynd-
islega húsi og þessi
ár sem við fjölskyld-
urnar bjuggum á
Njálsgötunni ásamt
ömmu og afa eru sveipuð birtu og
gleði. Þegar fjölskyldurnar fluttu
af Njálsgötunni var alla tíð mikið
tilhlökkunarefni að hitta Alla,
Jonnu og börnin þegar tilefni
gafst. Því þar var sannarlega
fyndið og skemmtilegt fólk á ferð
sem gat séð spaugilegu hliðar
lífsins og oft var mikið hlegið
þegar hópurinn hittist. Þó svo að
Alli frændi væri viðurkenndur
góður kennari og síðar skóla-
stjóri var hann líka lögreglumað-
ur sem okkur krökkum þótti ekki
verra, þar sem við gátum sagt
hrekkjusvínum hverfisins að við
ættum þennan öfluga frænda að.
Við minnumst Alfreðs með
miklum hlýhug, væntumþykju og
söknuði og þökkum honum fyrir
samfylgdina og samveruna í líf-
inu.
Eftirlifandi eiginkonu hans,
Jonnu og allri fjölskyldu hans
vottum við okkar innilegustu og
dýpstu samúð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Valdimar Briem)
Elísabet Gísladóttir,
Sigríður Gísladóttir,
Eyjólfur Gíslason.
Sofðu unga ástin
mín,
– úti regnið grætur.
Mamma geymir gullin þín,
gamla leggi og völuskrín.
Við skulum ekki vaka um dimmar
nætur.
(Jóhann Sigurjónsson)
Elsku amma mín, þessi vísa
kemur alltaf upp í huga minn
þegar ég hugsa til þín sem og
fleiri dásamlegar minningar úr
Heiðargerðinu sem munu ylja
mér um hjarta um ókomna tíð.
Minningar um ferðinar með
ykkur afa í hjólhýsið í Þjórs-
árdal eru mér mjög kærar, allt-
af gott veður og endalaus æv-
intýri voru brölluð þar. Við
þurftum meira að segja að flýja
undan Heklugosi einu sinni en
það minnkaði nú ekki þrá mína
að fara með ömmu og afa í
Þjórsó allar helgar.
Einnig var alltaf gott að
koma í Heiðargerði vitandi það
að alltaf var til nóg að bíta og
brenna og enginn skortur var á
uppáhaldskökunum sem þótti
nú ekki leiðinlegt, né að horfa
bíómynd á laugardagskvöldum
og með því. Kúrekamynd á
RÚV var toppurinn.
Síðan var alltaf farið með
bænirnar og sungin þessi vísa
hér að ofan fyrir svefninn. Ég
man alltaf hve stolt þið voruð af
húsinu og sérstaklega garðinum
og lögðuð mikið í að allt væri
fínt og flott þar, en boltaleikir
Katrín
Eðvaldsdóttir
✝ Katrín Eð-valdsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 2. janúar 1929.
Hún lést 10. nóv-
ember 2019.
Útför Katrínar
fór fram 19. nóv-
ember 2019.
og fín blóm fara víst
stundum illa saman
og brotin klósett
voru ekki vinsæl.
Skrautskrift var þín
sérgrein sem og
ljóðalestur og sam-
an urðu þetta flott-
ustu tækifæriskort
sem sést hafa.
Eftir að afi lést
varstu sterk og var
það mér huggun
harmi gegn við fráfall hans.
Guðstrúin og trú á hina fram-
liðnu sem þú stundum hafðir
samband við, hjálpaði í harm-
inum og gerir enn.
Hin síðari ár í Sóltúni og á
Hrafnistu voru þér erfið með
hinum óboðna gesti sem stal
huga þínum og breytti þínu lífi
mikið, en þrátt fyrir erfið veik-
indi varstu alltaf dugleg við að
hreyfa þig og þægileg og var
það umtalað á Hrafnistu hve
mikið þú gekkst um gangana.
Þær jólahátíðir og afmæli þar
sem þú heiðraðir okkur fjöl-
skylduna með nærveru þinni
munum við að eilífu minnast.
En nú ertu komin til afa sem
þú beiðst eftir öll þessi ár og ég
veit að hann beið eftir þér líka.
Elsku amma mín, alltaf stóðu
ykkar dyr opnar fyrir mér og
verð ég ykkur ávallt þakklátur
og einnig þakka ég innilega fyr-
ir alla hjálpina og kærleikinn
sem þið veittuð mér í gegnum
árin.
Mun ég reyna mitt allra
besta til að innræta minni fjöl-
skyldu þau gildi sem þið kennd-
uð mér.
Bless bless, elsku amma mín,
ég bið að heilsa afa. Minning
ykkar afa mun ávallt lifa í
hjörtum okkar.
Þinn gullmoli,
Árni Jónsson.