Morgunblaðið - 22.11.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.11.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2019 laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Vinnuþjarkurinn Ankarsrum Assistent er mættur í Kokku. Sænsk gæðaframleiðsla í nær 80 ár Baldur Arnarson baldura@mbl.is Um helmingur þeirra 2.900 erlendu ríkisborgara sem voru án vinnu á Ís- landi í október er með grunnskóla- próf. Þá voru um 900 með framhalds- menntun, eða hliðstætt nám, og um 600 með háskólapróf. Þessar upplýsingar fengust frá Vinnumálastofnun en tilefnið er fjölgun á atvinnuleysisskrá. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir aðspurður að niðursveiflan í ferðaþjónustu muni hafa áhrif á atvinnumöguleika þessa hóps. Hátt hlutfall fólks í ferðaþjónustu sé enda ófaglært og stór hlutinn erlent vinnuafl. „Það fór fyrst að bera verulega á uppsögnum í ferðaþjónustu í októ- ber. Þ.e. fyrir utan þær sem tengd- ust beint falli flugfélagsins WOW air. Við gerum ekki ráð fyrir fjölgun starfa í greininni á næsta ári, nema kannski síðsumars. Byggingariðnað- urinn fór á flug sl. vor en virðist nú vera að dragast saman. Ef það verða margar uppsagnir í haust má búast við mörgum nýráðningum í vor, enda gert ráð fyrir nokkrum hagvexti og fjölgun starfa á næsta ári,“ segir Karl. Alls 38% atvinnulausra Um 7.700 manns voru skráðir án vinnu í október og voru þar af 2.920 erlendir ríkisborgarar sem samsvar- aði 38% atvinnulausra. Alls voru um 3.356 með grunnskólapróf – íslenskir og erlendir ríkisborgarar – og voru um 44% þeirra erlendir ríkisborgar- ar. Alls er hlutfall fólks með grunn- skólapróf á atvinnuleysisskrá 44%. Karl segir aðspurður að þenslan á fyrri hluta árs hafi leitt til meiri fjölgunar starfa en ætla mátti út frá hagvexti. Það geti aftur þýtt minni fjölgun starfa á næsta ári. „Þessi störf virðast hafa orðið til í opinberri þjónustu og ýmsum þjón- ustugreinum, s.s. fasteignaviðskipt- um. Þessi störf virðast hafa orðið til í opinberri þjónustu og þjónustu al- mennt,“ segir Karl. Áhrifin af gjaldþroti WOW air á fjölgun starfa hafi verið minni en bú- ast mátti við. Störf fyrir fjölbreyttan hóp Karl segir útlit fyrir fjölgun starfa í byggingariðnaði, meðal annars vegna opinberra framkvæmda. Þá séu horfur á fjölgun starfa hjá hinu opinbera og í tengdum þjónustu- greinum í einkageiranum. Þau störf verði jöfnum höndum fyrir háskóla- menntaða og sérfræðinga sem og fólk með minni menntun. Vinnumálastofnun spáir því að störfum fjölgi um 1.500 til 2.000 á næsta ári, borið saman við fjölgun upp á 1.000 til 1.500 störf í ár. Alls voru 1.468 erlendir ríkisborg- arar með grunnskólapróf án vinnu í október, 311 með starfstengt nám á framhaldsskólastigi, 316 með iðnám að baki og 231 með stúdentspróf. Þá voru 594 með háskólapróf. Helmingur með grunnskólapróf  Niðursveifla í ferðaþjónustu sögð bitna hart á erlendum ríkisborgurum Erlendir ríkisborgarar á vinnumarkaði Fjöldi sem var án vinnu í lok október 2019 eftir þjóðerni og menntun H e im ild : V in n u m á la st o fn u n Erlendir ríkisborgarar án vinnu Með grunnskólapróf Framhaldsmenntun Háskólapróf Þjóðerni erlendra ríkisborgara án vinnu í lok október Pólland, 1.613 Litháen, 340 Lettland, 150 Rúmenía, 90 Spánn, 84 Portúgal, 53 Annað þjóðerni, 590 Alls án vinnu í lok október Íslenskir ríkisborgarar, 4.780 Erlendir ríkisborgarar, 2.920 Alls 2.920 Alls 7.700 3,8% atvinnuleysi meðal allra ríkisborgara 8,3% atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara 55% 18% 38% Alls 2.920 50% 20% 30% 62% 13% 5% Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Stofnfiskur er þátttakandi í þeirri bylgju uppbyggingar fiskeldis í landstöðvum sem nú er að ganga yfir víða um heim. Fyrirtækið selur laxa- hrogn til margra þessara stöðva. Þá eru systurfélög Stofnfisks í Noregi og Síle að byggja upp hrognastöðvar sem tvöfalda framleiðslugetu fyr- irtækjanna. „Það er mikill áhugi á því að ala lax á landi. Verð á laxi hefur verið mjög hátt og eftirspurnin eykst stöð- ugt. Menn hafa verið að skoða þessa möguleika, sérstaklega þar sem langt er til framleiðslulandanna,“ segir Jónas Jónasson, forstjóri Stofnfisks sem frá árinu 2015 hefur verið hluti af Benchmark Genetics, alþjóðlegu rannsóknar- og nýsköp- unarfyrirtæki á sviði fiskeldis. Jónas er jafnframt framleiðslustjóri Benchmark-samstæðunnar. Stór laxeldisstöð í Miami „Við erum að taka þátt í þessum verkefnum víða um heim. Við erum með heilbrigðan stofn og höfum leyfi til innflutnings hrogna í flestum löndum heims,“ segir Jónas. Verið er að byggja upp áframeldi víða, til dæmis í Bandaríkjunum, Póllandi, Sviss, Danmörku, Kína og Samein- uðu arabísku furstadæmunum. Fyrsti áfangi stöðvar í Miami er 9 þúsund tonn en áform eru um allt að 90 þúsund tonna framleiðslu. Stofn- fiskur hefur selt mikið af laxa- hrognum þangað í eitt ár. Þau eru enn á seiðastigi og gert ráð fyrir að slátrun hefjist á næsta ári. Einnig selur fyrirtækið mikið til annarra fyrirtækja sem eru að byggja upp landeldi en þær stöðvar eru margar að stefna að 5-10 þúsund tonna fram- leiðslu. Til samanburðar má geta þess að hér á landi voru framleidd rúm 13 þúsund tonn í fyrra. Áframeldi á laxi í landstöðvum þarf stórt landsvæði og mikið vatn. Þumalputtareglan er sú að 5 þúsund tonna framleiðsla þarf jafnmikið landsvæði og 5 knattspyrnuvellir. Þá er uppbygging stórra landeld- isstöðva ekki möguleg nema jafn- framt sé sett upp endurnýting- arkerfi vatns (RAS) en sú tækni er víða að ryðja sér til rúms. Þrátt fyrir aukingu í sölu til land- stöðva víða í heiminum eru stærstu markaðir Stofnfisks á Íslandi og í Færeyjum. Mikið er einnig flutt út til Skotlands, Noregs og Síle. Stofnfiskur framleiðir um 200 milljónir hrogna á ári í stöðvum sín- um á Suðurnesjum. Til að lýsa raun- verulegum áhrifum þess á fram- leiðsluna má geta þess að þessi fjöldi hrogna getur í fyllingu tímans orðið að 500 þúsund tonnum af laxi. Til þess að mæta aukinni eftir- spurn er systurfélag Stofnfisks í Noregi að byggja upp hrognastöð í Salten, rétt hjá Bodø. Starfsemi þar hófst í vor og er nú unnt að afgreiða hrogn frá stöðinni allt árið. Sömu- leiðis er Benchmark að koma upp hrognastöð í Síle og er vonast til að framleiðsla hefjist þar í lok næsta árs. AFP Í Dubai-eyðimörkinni Hluti af laxinum hjá Fish Farm er ræktaður af hrognum frá stöð Stofnfisks á Suðurnesjum. Stofnfiskur selur hrogn til margra nýrra landstöðva  Hrognin geta orðið að 500 þúsund tonnum af laxi Íslenski skipstjórinn, Arngrímur Brynjólfsson, sem var handtekinn í Namibíu, grunaður um ólöglegar veiðar undan ströndum landsins, sit- ur ekki í varðhaldi. Hann má aftur á móti ekki fara úr landi fyrr en mál hans hefur verið leyst gagnvart namibískum yfirvöldum. Þetta segir Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, og bætir við að málið sé „allt undir „control““. „Þetta eru ásakanir sem voru ekki að gerast í gær eða fyrradag en hann er ekki í varðhaldi eða neinu slíku.“ Ásakanir namibískra yfirvalda snúast um að hann hafi farið á skipi sínu, Heinaste, yfir línu en áhöld eru uppi um það, að sögn Björgólfs. Skipið er í eigu dótturfélags Sam- herja í Namibíu. Spurður út í deili á hinum skipstjóranum sem var hand- tekinn segir Björgólfur hann ekki vera á þeirra vegum. „Eins og gerist þegar þú ert tek- inn á Íslandsmiðum þurfa menn að verja sig og það er ekkert víst að skipstjórarnir séu alltaf sammála þeirri túlkun sem kemur fram,“ bæt- ir hann við og tekur fram að lögfræð- ingar á vegum Samherja annist mál- ið. Lögregluyfirvöld í Namibíu hafa gefið fjölmiðlum þar í landi stutta yf- irlýsingu vegna málsins, sem mbl.is hefur fengið senda frá þarlendum blaðamanni. Þar segir að Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri á Heinaste, og Iurri Festison, rússneskur skip- stjóri á skipinu Venus, hafi verið handteknir á þriðjudag fyrir að hafa brotið gegn lögum um veiðar við strendur landsins, sem kveða á um að ekki óheimilt sé að veiða innan við 200 metra frá ströndinni. Þeir voru ákærðir hvor í sínu lagi og komu fyrir dómara í fyrradag. Þeim var sleppt áður gegn trygg- ingafé sem nam 100.000 namibískum dollurum, eða jafnvirði 830.000 kr. Í farbanni fram að málalyktum  Skipstjórinn situr ekki í varðhaldi Heinaste Arngrímur var látinn laus gegn tryggingafé í Namibíu. Í hitasvækjunni inni í miðri Dubai-eyðimörkinni er landeldisstöð þar sem verið að líkja eftir aðstæðum á norðurslóðum, til dæmis sjávarhita, seltu, sjávarföllum, straumum og birtu, til þess að hægt sé að ala atlants- hafslax. Þetta er erfiðasta viðfangsefnið við uppbyggingu laxeldisstöðv- arinnar. Fyrirtækið er nú að ala seiði sem flutt voru inn frá Skotlandi og klekja út hrognum sem keypt voru frá Íslandi. Framleiðsla er hafin, þótt hún sé ekki umfangsmikil enn sem komið er. Vörurnar eru seldar til veit- ingastaða og verslana í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Megnið af þeim fiski sem íbúarnir borða er nú innfluttur. Lax alinn í eyðimörkinni LAXAHROGN FRÁ ÍSLANDI TIL DUBAI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.