Morgunblaðið - 22.11.2019, Page 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2019
VINNINGASKRÁ
203 11078 22936 31504 42564 52092 61855 70810
635 11157 23168 31617 42651 52217 62133 70892
685 11214 23321 31868 42962 52500 62691 70949
686 11236 23717 32004 43440 52772 63378 70952
734 11300 23745 32454 43551 53014 63413 71168
992 11382 23819 32509 43672 53097 64011 71618
1585 11804 23863 32868 43677 53466 64399 71950
1989 11880 23942 33894 43992 53636 64601 71969
2322 12661 24289 33930 44139 53655 64673 72015
2983 12929 24500 34263 45058 54013 64705 72736
3531 13311 24611 34408 45224 54030 65046 72771
3633 13328 24656 34682 45787 55060 65089 73864
3814 13624 25044 34696 46008 55495 65448 73935
3945 13668 25683 34923 46112 55662 65802 74174
4054 13679 26411 35116 46213 55778 66224 74512
4105 14057 26591 35219 46331 56123 66241 74887
4775 14481 26937 35889 46343 56222 66260 75088
4870 14919 26991 36193 46859 56223 66769 75419
5350 14996 27234 37004 47154 56647 66800 75793
5902 15306 27407 37467 47184 56696 67174 75921
5953 15321 27483 37773 47243 56723 67381 76230
6030 15475 27658 37988 47368 56940 68152 76401
6527 16017 27722 38225 47986 57108 68318 76423
6998 16286 28128 38280 48163 57184 68353 76438
7383 16710 28184 38527 48660 57200 68463 76664
8317 17400 28574 38557 48816 57401 68790 76747
8506 18243 28583 38994 48881 57895 68949 76756
8629 18528 28995 39127 49159 58508 69614 77085
8664 18856 29001 39754 49889 58684 69733 78120
8998 19097 29131 39861 50489 59243 69966 78472
9058 19192 29641 39964 50652 59422 70098 79926
9122 19529 29872 40228 50734 59606 70222
9404 20035 29899 40833 50794 59819 70414
9560 20420 29906 41050 51035 61068 70494
10417 21116 30006 42149 51347 61272 70499
10546 21450 30134 42240 51368 61432 70505
10957 22533 30265 42443 51508 61535 70509
430 7775 20053 27971 34376 46255 57090 73755
892 9031 20286 28304 35304 47460 58468 74256
929 11926 21666 29331 35866 47815 58476 74863
1247 12473 22159 29656 38103 49191 60581 75278
1793 13364 22193 29761 38894 51747 66360 75633
2404 13728 22287 29903 40343 52195 66663 77194
2596 15664 23333 30736 40552 52228 67359 78050
2940 16421 23598 30834 42185 52387 68151 79192
3273 16558 24864 31389 42387 53052 68383 79680
3607 16729 25874 31709 44883 53433 69835
5499 17685 26146 31842 45460 54639 69915
5616 18931 26243 33647 45615 56510 71194
6007 19701 27866 34079 45827 57014 72883
Næsti útdráttur fer fram 28. nóvember 2019
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur)
3293 34659 35675 44127 63412
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
3417 17060 33554 56645 62220 72992
4438 21487 46206 56707 62255 73409
4764 24618 55776 60572 65799 76165
9831 27772 56227 61258 71622 79195
Aðalv inningur
Kr. 4.000.000 Kr. 8.000.000 (tvöfaldur)
5 5 2 2 8
29. útdráttur 21. nóvember 2019
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Nýlegar skoðanakannanir í Svíþjóð
benda til þess að flokkur þjóðernis-
sinna, Svíþjóðardemókratarnir, hafi
sótt í sig veðrið og sé nú fylgismesti
flokkur landsins. Er það einkum rak-
ið til fjölgunar sprengju- og skot-
árása glæpahópa
síðustu mánuði og
deilna um inn-
flytjendamál.
Stefan Löfven,
forsætisráðherra
og leiðtogi Sósíal-
demókrata, virð-
ist hafa misst
tiltrú margra
Svía í baráttunni
við glæpahópana
ef marka má könnun sem birt var
eftir sjónvarpsviðtal við hann um
málið á sunnudaginn var.
Viðtalið var sýnt í fréttaþætti þar
sem fjallað var um ofbeldi glæpa-
hópa sem beita nú sprengjum oftar
en áður og hafa gert um 300 skot-
árásir á árinu, flestar í tengslum við
gengjastríð. Skömmu fyrir viðtalið
var fimmtán ára piltur skotinn til
bana í veitingahúsi í Malmö og jafn-
aldri hans var í lífshættu á sjúkra-
húsi vegna skotsára. Sænska dag-
blaðið Dagens Nyheter segir að
dauðsföllum meðal karlmanna á
aldrinum 20-29 ára vegna skotárása
hafi fjölgað um 200% í Svíþjóð milli
áranna 2014 og 2018. Dauðsföllin af
völdum skotárása í þessum aldurs-
hópi eru algengari í Svíþjóð miðað
við höfðatölu en í öðrum löndum
Evrópusambandsins, m.a. tíu sinn-
um tíðari en í Þýskalandi.
Löfven var m.a. spurður hvort
hann teldi að Svíþjóð stæði frammi
fyrir sama vandamáli ef innflytjend-
um hefði ekki stórfjölgað í landinu.
„Já, ef efnahagslegi og félagslegi
ójöfnuðurinn hefði verið sá sami, er
það óbifanleg sannfæring mín,“
svaraði forsætisráðherrann.
Svíþjóð hefur verið á meðal Evr-
ópulanda sem hafa tekið á móti flest-
um flóttamönnum og forsætisráð-
herrann var spurður um fjölgun
glæpa í hverfum þar sem margir inn-
flytjendur frá fátækum löndum búa.
„Skipulögð glæpastarfsemi tengist
félagslegri einangrun og ég hef lengi
bent á það. Þetta snýst um skort á
störfum og skóla sem gegna ekki
hlutverki sínu. Þetta getur komið
fyrir hvern sem er. Þetta snýst ekki
um það hvar fólkið er fætt,“ sagði
Löfven. „Væri fólk sem fæddist í Sví-
þjóð sett í sömu aðstæður væri út-
koman sú sama.“
Forsætisráðherrann sagði að
svarið við vandamálinu væri að efla
lögregluna, setja ný lög og grípa til
fyrirbyggjandi aðgerða í hverfunum
þar sem glæpunum hefur fjölgað.
„Ungmennin eiga að sjá foreldrana
fara í vinnuna og að það sé eðlilegt að
vera í vinnu. Og börnin eiga að ganga
í skóla,“ sagði hann.
„Hörmuleg“ frammistaða
Svör forsætisráðherrans sættu
gagnrýni meðal vinstrimanna og
hægrimanna sem segja þau hafa ver-
ið óskýr og loðin. „Forsætisráðherra
má ekki koma fram svona illa undir-
búinn og með svo slæma framsetn-
ingu,“ sagði Lena Mellin, stjórn-
málaskýrandi dagblaðsins Afton-
bladet sem styður Sósíaldemókrata.
Hún sagði að frammistaða forsætis-
ráðherrans í viðtalinu hefði verið
„hörmuleg“.
Göran Eriksson, stjórnmálaskýr-
andi Svenska Dagbladet, sagði að
forsætisráðherrann hefði í reynd vit-
að hvað í stefndi. Löfven hefði varað
við auknu ofbeldi glæpahópa árið
2015 en vandamálið hefði haldið
áfram að versna eftir það og stjórn-
inni ekki tekist að stemma stigu við
ofbeldisglæpunum.
„Eru þeir sem eru atvinnulausir í
Svíþjóð einfaldlega berskjaldaðri,
lifa þeir við svo miklu verri efna-
hagslegar aðstæður en atvinnulausir
í öðrum ESB-löndum að þeir leiðast
út í alvarlega glæpastarfsemi?
Varla,“ sagði blaðið Sydsvenskan
sem gefið er út í Malmö.
„Þetta dugar ekki,“ sagði leiðara-
höfundur dagblaðsins Expressen.
„Sú afstaða Löfvens að þróunin í
glæpastarfseminni í Svíþjóð tengist
á engan hátt innflytjendastefnunni
er til marks um furðulega vanþekk-
ingu,“ sagði Håkan Boström, leið-
arahöfundur Göteborgs-Posten.
Þjóðernissinnar með mest fylgi
Expressen hefur birt skoðana-
könnun sem bendir til þess að 66%
sænskra kjósenda telji að Löfven
hafi ekki staðið sig vel í baráttunni
gegn ofbeldi glæpahópa og skipu-
lagðri glæpastarfsemi. Þegar þátt-
takendurnir voru spurðir hverjum
þeir treystu best til að tryggja að
haldið yrði uppi lögum og reglu í
landinu nefndu flestir leiðtoga Sví-
þjóðardemókratanna, Jimmy Åkes-
son, eða 23% aðspurðra. 15% nefndu
Löfven og 16% Ulf Kristersson, leið-
toga hægriflokksins Moderaterna.
Expressen hefur eftir Toivo
Sjörén, sem stjórnaði könnuninni, að
Löfven hafi fengið „falleinkunn“ í
málinu. „Það er almennt mikil
óánægja með frammistöðu hans,
bæði meðal karla og kvenna og allra
aldurshópanna.“
Áður höfðu skoðanakannanir bent
til þess að Svíþjóðardemókratarnir
yrðu stærsti flokkur landsins ef kos-
ið væri nú og er það einkum rakið til
óánægju kjósenda vegna ofbeldis
glæpahópanna. Samkvæmt könnun
rannsóknafyrirtækisins Demoskop
fyrir Aftonbladet er fylgi Svíþjóðar-
demókratanna 24% og þetta er í
fyrsta skipti sem flokkurinn mælist
stærstur í könnunum fyrirtækisins.
22,2% sögðust styðja Sósíaldemó-
krata og það er minnsta fylgi sem
flokkurinn hefur fengið í könnunum
Demoskop. Aðeins 17,8% styðja
Moderaterna, ef marka má könnun-
ina. Hún bendir til þess að fylgi Sví-
þjóðardemókrata hafi aukist á
kostnað Sósíaldemókrata og Mod-
eraterna. Sósíaldemókratar hafa
einnig misst fylgi til Vinstriflokks-
ins, sem er með 9,8%.
Á rætur í nasistahreyfingum
Þjóðernisflokkurinn á rætur að
rekja til nasistahreyfinga. Á meðal
stofnenda hans árið 1988 voru
nokkrir nasistar, þ. á m. Gustaf
Ekström sem gekk í Waffen-SS-her-
sveitir þýskra nasista í síðari heims-
styrjöldinni. Einn forystumanna
flokksins var um tíma í samstarfi við
útvarpsstöð íslamskra öfgamanna
sem breiddi út áróður um „heims-
samsæri gyðinga“. Åkesson hefur
reynt að milda ímynd Svíþjóðar-
demókratanna til að auka fylgi
þeirra en flokkurinn hefur ekki
þvegið af sér öfgastimpilinn, m.a.
vegna hatursfullra yfirlýsinga full-
trúa flokksins á samfélagsmiðlum
um innflytjendur, einkum múslíma.
Hreyfing nýnasista, Norræna and-
spyrnuhreyfingin, hefur sótt í sig
veðrið í Svíþjóð síðustu ár, að sögn
danska dagblaðsins Politiken. Það
segir að ekki sé óalgengt að félagar
hreyfingarinnar séu á götunum að
dreifa áróðursritum og ræða við
kjósendur eins og hún væri viður-
kenndur lýðræðisflokkur en því fari
fjarri að hún aðhyllist lýðræði.
Daniel Poohl, ritstjóri tímaritsins
Expo, segir að Norræna andspyrnu-
hreyfingin hafi stofnað deildir á Ís-
landi, í Noregi, Finnlandi og Dan-
mörku en sé hvergi eins öflug og í
Svíþjóð. Poohl telur að það sé ekki
tilviljun, því að Svíar hafi í reynd
aldrei gert upp við stuðningsmenn
nasista í landi sínu, einkum vegna
þess að þýskir nasistar hernámu
ekki Svíþjóð í síðari heimsstyrjöld-
inni, ólíkt Noregi og Danmörku.
Sænska öryggislögreglan telur
hættu á að félagar í Norrænu and-
spyrnuhreyfingunni fremji hryðju-
verk. Helmingur félaga hreyfingar-
innar í Svíþjóð hefur verið dæmdur
fyrir lögbrot og fjórði hver fyrir of-
beldi, að sögn sænska ríkisút-
varpsins.
Fyrr í mánuðinum vísuðu pólsk
yfirvöld sænskum félaga hreyf-
ingarinnar úr landi þegar hann
hugðist taka þátt í námskeiði í notk-
un sjálfhlaðandi skotvopna, af sömu
tegund og ástralskur öfgamaður
beitti til að myrða 51 mann í skot-
árásum á tvær moskur á Nýja-
Sjálandi í mars. Svíinn sem var
fluttur frá Póllandi hafði verið
dæmdur fyrir sprengjuárás á flótta-
mannamiðstöð í Svíþjóð.
Hreyfing nýnasista
sækir í sig veðrið
Þjóðernissinnar
í sókn í Svíþjóð
Aukið ofbeldi glæpahópa vatn á myllu Svíþjóðardemókrata
Stefan Löfven
AFP
Nýnasistar Félagar í Norrænu andspyrnuhreyfingunni halda á fánum á
torgi í miðborg Stokkhólms. Hreyfingin hefur fært sig upp á skaftið í Svíþjóð.
Veistu um góðan
rafvirkja?
FINNA.is